Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.05.2001, Qupperneq 13

Fréttablaðið - 10.05.2001, Qupperneq 13
FIMMTUDAGUR 10. maí 2001 FRÉTTABLAÐIÐ 13 FRÁ HÖFUÐSTÖÐVUM ÚTGERÐARMANNA Þeir segjast ekki geta boðið öðrum sjómönnum betur en þeir sömdu um við vélstjóra og vonast til að aðrir sjómenn semji á sömu nótum og vélstjórar. Útvegsmenn segjast vonast til að ábyrgir menn innan Farmannasambandsins taki við stjórn - þeir segjast ekki treysta formanni þess - Grétari IMar Jónssyni. Eg hef enga samúð með sjómönnum Kristbjörg Birna Guðjónsdóttir er 50 ára fiskverkunarkona hjá Granda. Hún tapaði 17.000 kr. á sjómannaverkfallinu í vikunni því hún situr heima og fær eingöngu dagvinnukaup. SITUR HEIMA Kristbjörg vonast til að verkfallið leysist sem fyrst, ef ekki bíður fiskverkunarfólk verulegt fjárhagslegt tjón. sjðMANNAVERKFAiL „Ég hef enga samúð með sjómönnum,“ segir Kristbjörg. „Tímasetning verkfallsins kemur mjög illa niður á okkur fiskverkunar- fólki, a.m.k. þar sem ég þekki til, Við erum að vinna í karfa og ufsa og nú er aðaltíminn í þeim veiðum. Við erum því að tapa, ekki bara bónusnum held- ur líka eftirvinnu." Kristbjörg fær nú um 17.000 út- borgað vikulega frá fyrirtækinu, sem eru dagvinnulaun. Þetta er hins vegar bara önnur vikan sem verkafólk í Granda situr heima vegna sjómanna- verkfallsins, fyrstu vikurnar voru til nægar birgðir af fiski til að halda fólki í vinnu. Kristbjörg segist vitaskuld vonast til þess að sjómannaverkfallið leysist sem fyrst. Hún hefur fyrir syni að sjá og hver vika á berstrípuðum dag- vinnutaxta kemur illa við budduna. „Fastur bónus okkar eru rúmar 10.000 kr. á viku og svo fáum við nær 870 kr. á tímann í eftirvinnu. Á þessum árs- tíma má búast við að við hefðum unn- ið að a.m.k níu yfirvinnutíma á viku.“ Þegar þessar tölur eru lagðar saman má sjá að tekjutap Kristbjargar og kollega hennar eru rúmar 17.000 krónur, fyrir skatt, á einni viku. Kristbjörg segir það almennt fara illa í verkafólk að það virðist sitja á hakanum er kemur að launahækkun- um. „Það eru nú bara þannig að út- gerðamenn hirða mest, þá sjómenn og við sem vinnum við fiskverkun fáum langminnst í okkar hlut. í þjóðfélag- inu í dag, þar sem öll virðing í samfé- laginu virðist metin eftir launum þá erum við mjög illa stödd. Staðreyndin er hins vegar sú að það þarf leikni, vanda og dugnað til að vinna í fiski.“ Kristbjörg segir að áður en verk- fallið hófst hafi hún haft mestar áhyggjur af útlendingum sem vinna við fiskverkun. Þeir hafi verið mjög uggandi um stöðu sína og ekki alveg vitað hvað var á seyði vegna tungu- málaörðugleika. „En öllum er haldið á launaskrá í Granda og svo lengi sem það er gert eru þeir í sömu stöðu og við.“ Kristbjörg segir að hún hafi af því áhyggjur að ef verkfallið dragist á langinn muni það koma niður á sumar- fríi fiskverkunarfólks. „Venjulega er Granda lokað í einn mánuð á sumrin og þá fer fólk í sumarfrí. Ef verkfall- ið hefur þau áhrif að húsið verður opið í sumar er hætta á því að fólk tími ekki að sleppa vinnu þá. Þó að segja megi að góða hliðin á verkfallinu sé það fri sem við fáum núna þá er það ekki sjálfvalið frí.“ sigridur@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.