Fréttablaðið - 10.05.2001, Qupperneq 22
22
FRÉTTABLAÐIÐ
10. maí 2001 FIMMTUDAGUR
HRAÐSOÐIÐ
Áslandsskóli í Hafnaríirði:
Ahyggjur að ástæðulausu
BOGI PÁLSSON
formaður Verslunarráðs íslands
skólamál „í sjálfu sér lít ég ekki svo
á að um einkaskóla sé að ræða enda
er ekki til þess ætlast að foreldrar
greiði skólagjöld," segir Áslaug
Brynjólfsdóttir, fyrrum fræðslu-
fulltrúi í Reykjavík. Áslaug er í hópi
nokkurra þaulreyndra einstaklinga
úr íslensku skólakerfi sem hafa
ákveðið að koma að stofnun Ás-
landsskóla í Hafnarfirði. „Áslands-
skóli verður rekinn sem hverfis-
skóli þar sem börnum verður
tryggð ókeypis skólaganga og það
kemur ekki til þess að það séu inn-
heimt skólagjöld."
Áslaug segist ekki geta tekið
undir raddir þeirra sem hafa lýst
áhyggjum af því að einkaaðilar
koma að rekstri skólans. „Það er
alltaf verið að stefna að auknu sjálf-
stæði skóla. Þá verður ennþá minni
munur á rekstri Áslandsskóla ann-
ars vegar og annarra skóla hins veg-
ar. Það vill oft gleymast. Hérna
koma vissulega einkaaðilar að
rekstrinum og eru um sumt með
öðruvísi áherslur í rekstri skólans."
Áslaug segir það þó enga ástæðu til
að hafa áhyggjur enda byggi starfið
á traustum grunni og öflugri hug-
myndafræði.
Áslaug hefur kynnt sér starf-
semi sambærilegra skóla í Indlandi
og segir að það sé ýmislegt sem hafi
heillað hana við þá hugmyndafræði
sem býr þar að baki. Sérstaklega
hafi áherslan á mannrækt og heims-
sýn nemenda heillað hana. Með
mannræktinni verði lögð áhersla á
samskipti og góða siði nemenda og
með heimssýninni sé unnið að því að
gera nemendur meðvitaðri um um-
hverfi sitt. ■
ÁSLAUG BRYNJÓLFSDÓTTIR
Áhyggjur af rekstrarformi ástæðulausar.
Skólinn verður rekinn án skólagjalda og
því engin hætta á mismunum.
Fulltrúi sveitarfélaga í Briissel:
Skiptar skoðanir
sveitarsuórnarmál Skiptar skoðanir
eru innan R-listans um það hvort
Samband íslenskra sveitarfélaga
eigi að skoða þann möguleika að
ráða fulltrúa til að gæta hagsmuna
íslenskra sveitarfélaga hjá Evr-
ópusambandinu í Brússel. Það skal
þó áréttað að engin formleg um-
ræða né samþykkt liggur fyrir um
málið innan R-lista. Árni Þór Sig-
urðsson varaborgarfulltrúi segir
að þessi umræða um ráðningu sér-
staks fulltrúa sambandsins í
Brússel sé með öllu ótímabær.
Helgi Hjörvar forseti borgar-
stjórnar segir hinsvegar að þessi
hugmynd sé skynsamleg og já-
kvæð við fyrstu sýn.
Árni Þór segir að það megi ekki
sendinefnd fara til Brússel öðru-
vísi en að allir kikkni í hnjánum, al-
veg sama hvort í hlut eiga sveitar-
félög, verkalýðsfélög eða aðrir.
Hann segir að þær álögur sem
sveitarfélögin hafa verið að taka á
sig á undnaförnum árum séu eink-
um vegna þess að ríkið hefur verið
að leggja aukin verkefni á herðar
sveitarfélaga. Hann telur því að
það sé áleitin spurning hvort það
eigi ekki frekar að styrkja starf-
semi sambandsins hér heima til að
takast á við ríkisvaldið. í því sam-
bandi bendir hann á að Samband
íslenskra sveitarfélaga hafi kanns-
Arni pór sigurðsson
VARABORGARFULLTRÚI:
Pessi umræða er með öllu ótimabær
ki ekki verið með nógu öfluga sveit
til að geta tekist á við og metið
áhrifin af öllum þeim frumvörpum
og reglugerðum sem árlega koma
frá framkvæmdavaldinu og Al-
þingi sem varða sveitarfélögin.
Helgi Hjörvar forseti borgar-
stjórnar segir að við fyrstu sýn sé
hugmyndin um fulltrúa sveitarfé-
laga í Brússel bara skynsamleg.
Hann telur því að það sé bæði
sjálfsagt og eðlilegt að sveitarfé-
lögin sæki reynslu, þekkingu og
HELGI HJÖRVAR FORSETI
BORGARSTJÓRNAR:
Jákvætt og skynsamlegt við fyrstu sýn
samstarf við erlenda aðila eins og
Reykjavíkurborg hefur t.d. gert.
Þá hefur Orkuveitan m.a. verið að
skoða evrópuáætlanir sem tengj-
ast nýsköpun og rannsóknum í
orkumálum. Þar gæti verið hægt
að sækja ýmsan stuðning svo
dæmi sé nefnt. Hann segist því
ekki geta ímyndað sér að einhver
ágreiningur geti orðið um mál sem
þetta meðal sveitarstjórna, enda
vandséð í hverju það gæti legið.
-grh@frettabladid
• •
Oryggi ógnað
HVERSU mikið þarf Seðlabankinn
að lækka vexti?
„Það er erfitt að svara því einu sér
en Seðlabankinn þarf að koma með
myndarlega vaxtalækkun sem fjár-
festar og atvinnulífið skilja sem
stefnumarkandi skilaboð um að
þenslan sé yfirstaðin og að ekki sé
þörf á aðhaldsaðgerðum í peninga-
málum. Hins vegar höfum við ekki
endilega viljað gefa út upp á hversu
margra punkta sú lækkun ætti að
vera en lækkunin gæti verið í þrep-
um.“
HVERNIG á ríkið að styrkja eigin-
fjárstöðu fjármálastofnana?
„Með því að einkavæða ríkisbank-
ana. Við erum ekki að leggja til aðra
björgunaraðgerð, eins og fyrir
Landsbankann fyrir nokkrum árum,
heldur að ríkisbön. unum sé gert
kleift í krafti þess að verða einka-
væddir að f jármagna sig eins og
þeir þurfa að gera til að hafa nægt
eiginfé."
HVERSU mikið þarf að lækka skat-
ta á fyrirtæki?
Sú tala sem forsætisráðherra
hefur nefnt um tekjuskattinn, 15 pró-
sent, teljum við að sé til þess fallin að
glæða efnahagslífið og styrkja trú
fjárfesta á að ísland sé góður fjár-
festingarkostur. Síðan höfum við lagt
ríka áhersla á að eignarskattar og
stimpilgjöldi verði lögð niður því
þessir skattar hafa verulega hindr-
andi áhrif á að útlendingar komi
hingað með sína atvinnustarfsemi.
Um leið eru þetta ákaflega hindrandi
skattar fyrir íslensk fyrirtæki í sam-
keppni við erlend.“
HVERNIG verður tekjuafgangi rik-
issjóðs best varið?
„Það er orðið lítið af peningum í
umferð og því teljum við að það sé
langbest að verja afganginum til að
greiða niður innlendar skuldir þan-
nig að magn af íslenskum krónum í
umferð aukist."
Bogi Pálsson er 38 ára forstjóri P. Samúelsson-
ar hf. og formaður Verslunarráðs Islands, lagði 1
gær fram ítarlega tillögur um aðgerðir til varnar
stöðugleika efnahagslífsins i landinu.
Tfwéttir af fólki
Columbia Ventures er í eigu Kenn-
eth D. Petersen og í fyrra seldi
fyrirtækið ýmsar eignir í Bandaríkj-
unum fyrir sem svarar 15 milljarða
íslenskra króna, aðallega í ýmsum
glugga-, hurða- og prófílaverksmiðj-
um. Þessa fjármuni ætlaði fyrirtæk-
ið að leggja í stækkun Norðuráls
sem eigið framlag á móti 30 millj-
örðum í lánsfé. Beiðni um stækkun
var send í september í fyrra og það
var ekki fyrr en undir miðjan apríl
sem iðnaðarráðherra skipaði við-
ræðunefnd til samninga við Norð-
urál. Er sagt að Ken Petersen hafi
þótt nóg um tómlætið og verið farinn
að svipast um eftir öðrum fjárfest-
ingarkostum.
Hvað dvelur Norsk Hydro Spyrja
menn gjarnan þegar á góma ber
að þar á bæ virðist ekki vera yfir-
drifinn vilji til að
gefa bindandi yfir-
lýsingar um að ætl-
unin sé að taka þátt
í byggingu álvers í
Reyðarfirði með
Geir A. Gunnlaugs-
syni og þeim Reyð-
arálsmönnum? Þeir
sem fylgst hafa
með umsvifum Norsk Hydro víða
um heim segja að það sé alþekkt
„taktík" hjá samningamönnum fé-
lagsins að draga samningaviðræður
á langinn. Það sé annarsvegar gert
til þess að „blokkera" samkeppnisað-
ila frá vænlegum staðsetningum til
álframleiðslu og hins vegar til þess
að skapa sér stöðu heimafyrir.
Þannig hafa þeir lengi þæft málin í
Trinidad/Tobaco og í Katar, en eru
um leið að fá heimild til stækkunar
álversins í Sundal í Noregi.
Ur herbúðum ríkisstjórnarinnar
heyrist að senn sé að vænta tíð-
inda af samningaumleitunum við
Norsk Hydro og
bak við tjöldin hafi
fleira gerst sem
eigi eftir að koma
mönnum á óvart í
álumræðum. Einnig
er á það bent að
senn tekur Ejvind
Reiten við stjórnar-
taumunum sem for-
stjóri Norsk Hydro, en hann var
áður sjávarútvegsráðherra í Noregi
og er Halldór Ásgrímsson honum vel
kunnur úr ráðherrasamskiptum og á
vettvangi Norðurlandaráðs. Ekki er
það talið spilla fyrir möguleikum á
samningum um þátttöku Norsk
Hydro í Reyðaráli.
fáum hefur brugðið við tíðindin
af því að nú geysi verðstríð á
bensínmarkaði enda sá markaður
ekki verið umtalaður fyrir harða
samkeppni hingað til. Ymsir segja
ákvörðun Skeljungs um að hækka
ekki bensínverð í takt við aðra í síð-
ustu viku hafa hleypt samkeppni í
greinina. Aðrir segja skýringuna þó
væntanlega vera þá að olíufélögun-
um hafi ekki verið stætt á öðru en að
gera eitthvað óvænt áður en þau
fengju sömu meðferð og grænmetis-
framleiðendurx
Agi þarf að vera í hernum, sagði
góði dátinn Sveik og Þórólfur
Halldórsson, sýslumaður á Patreks-
firði, hefur þá góðu
reglu í hávegum á
sínu liði. Umdæmi
Patreksfjarðar-
löggunnar er hið
víðlendasta á landi
hér og nær frá
botni Gilsfjarðar
vestur um Barða-
strönd, og að
minnsta kosti yfir Arnarfjörð. Það
tekur heilan dag að aka umdæmið á
enda. Til að sinna eftirliti hafa lög-
reglumennirnir haft tvo bíla til um-
ráða en fjölmiðlar voru að fjalla um
það um daginn að nú væri búið að
taka annan bílinn af þeim . Þær
þurfi þess vegna að fara af stað fót-
gangandi með nesti og nýja skó ef
útkall berst frá Bíldudal um leið og
verið er að sinna verkefnum í Reyk-
hólasveit. Fréttir af þessu tagi
mega greinilega alls ekki berast úr
ríki Sólveigar Pétursdóttur dóms-
málaráðherra, því það má bara
segja góðar fréttir átaksverkefnum,
sem enginn sér merki um eftir að
blaðamannafundunum lýkur. Nú vit-
um við ekki hvort Þórólfur fékk
skipun um ráðuneytinu um að halda
aga á sínu liði og láta það hætta að
segja blaðamönnum frá hlutunum
eins og þeir eru en hitt vitum við að
þegar blaðamenn hringja á lög-
reglustöðina á Patreksfirði þessa
dagana verður fátt um svör. „Við
erum í fréttabanni," segja löggurn-
Við gerðum það að umtalsefni í
gær að Landsbankinn hefði ekki
birt þriggja mánaða uppgjör, sem
menn á fjármálamarkaði. Halldór J.
Kristjánsson, bankastjóri, er hins
vegar greinilega ekki í þeim hópi
stjórnmála- og fjármálamanna sem
forsætisráðherra líkir við skipstjóra
sem stökkva fyrir borð í smábrælu.
„Það væri nýjung hjá mér að birta
þriggja mánaða uppgjör,11 segir hann.
Halldór segist enga ástæðu sjá til að
víkja frá þeirri ákvörðun bankaráðs-
ins frá 1998 að birta aðeins 6, 9 og 12
mánaða uppgjör, enda hvíli ekki á
bankanum nein skylda til annars.
Næsta ár mun verðbréfaþingið áskil-
ja að fyrirtæki skili 3ja mánaða upp-
gjörum og þá, en ekki fyrr, mun
Landsbankinn breyta sinni venju.
Fallegur
galla- og
hörfatriaður
Margir litir
Hverfisgata 78
s. 5528980