Fréttablaðið - 10.05.2001, Síða 24

Fréttablaðið - 10.05.2001, Síða 24
SfMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00 Ritstjórn: 515 7515, símbréf: 515 75 06, rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - símbréf 515 75 16 - rafpóstur auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 20 VlÐ SECJUM FRÉTTIR Fréttavefurinn á VÍSÍr.ÍS Fyrstur með fréttirnar JL Bakþankar þrAins BERTELSSONAR I Um sparnað hins opinbera ÞEGAR KONUNGSHJÓNIN SÁLUGU. þau Friðrik og Ingiriður drottning komu í opinbera heimsókn til íslands snemma á sjötta áratug síðustu aldar að heilsa upp á fyrr- verandi þegna og sýna að engin fýla væri í Dönum - þá var mikið um dýrðir! Þrátt fyrir að mörgu leyti arðbært stríð voru íslendingar ekki enn orðnir verulega ríkir. Til marks um þann siðprúða sparnað í meðferð opinberra fjármuna sem þá ríkti má nefna að fátækrahöllin Pólarnir sem stóð í krika milli Miklubrautar og Flugvallarvegar var að sjálfsögðu máluð í eðlilegum litum í nafni rausnar og gestrisni en þess var þó gætt að mála aðeins þá hlið sem þjóðhöfðingjar og mikilmenni óku framhjá í límúsínum og veifuðu glaðir til fjöldans. MENNTAMANNASKRÍLLINN á þeim tíma kallaði tiltækið Pótémkín- leiktjöld og var þeirrar skoðunar að réttast hefði verið að mála húsin all- an hringinn jafnvel bakhliðina sem enginn konungborinn maður leit nokkru sinni augum án þess að horfa í kostnaðinn. Enda hafa sannir menntamenn aldrei skilið upp né niður í fjármálum og lifað á lúsar- launum og tamið sér hundaþúfusjón- armið, að minnsta kosti allt þar til Kári stofnaði DeCode og Gullöld hófst. —«— OG NÚ ER GULLÖLD Á ÍSLANDI, hið opinbera veit ekki aura sinna tal og þarf ekki lengur að spara því alltaf koma inn meiri skattpeningar, bæði vaskurinn úr Hagkaup og Bón- us og svo þessir hefðbundnu skattar af launafólki (margt smátt gerir eitt stórt). íslensk fyrirtæki græða svo mikið á að selja okkur grænmeti og mat að þau kaupa upp verslunar- keðjur í Bandaríkjunum. Hér drýpur gull af hverju strái og meira að segja gamli allaballinn sem er for- seti okkar er trúlofaður margra- milljarðaprinsessu og hér býr múg- ur og margmenni sem veit ekki aura sinna tal. Er því nokkur ástæða til að hafa áhyggjur af því þótt fram- kvæmdir hjá hinu opinbera (sosum eins og Þjóðmenningarhús ellegar skrifstofur hins háa Alþingis) fari fáeinar grilljónir fram úr áætlun? Enda sagði Blöndal forseti Alþingis með grátstafinn í kverkunum að hann hefði lært af öllu saman. (Ég held samt að hvarmarnir á Blöndal hafi verið þurrir). Og hvað með það? í dag hikar enginn við að mála Pótémkínleiktjöldin báðum megin. ■ ÞaS er óþarfi aS fara ó marga staði. Hjá Shell færðu allt sem þú þarft til að grilla góðan mat. Sterling gasgrill sem gefur mjög jafnan og góðan hita, góð kolagrill, vönduð Grillpro áhöld og að sjálfsögðu allt hitt eins og bursta, gas, kol og grillkveikjuvökva. Ekki leita langt yfir skammt. Komdu á Shell þegar þig langar að grilla Ætlar þú í nám framtíðin bíður þín hjá okkur. Nýi tölvu- Er viðskiptaskólinn Hofnarfirði B55 4980 - Kópavogi 544 4500 - Selfossi í haust? 482 3937 A

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.