Fréttablaðið - 16.05.2001, Page 8

Fréttablaðið - 16.05.2001, Page 8
FRÉTTABLAÐIÐ 16. maí2001 MIÐVIKUDACUR Útgáfufélag: Fréttablaðið ehf. Útgáfustjóri: Eyjóffur Sveinsson Ritstjóri: Einar Karl Haraldsson Fréttastjóri: Pétur Gunnarsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Þverholti 9, 105 Reykjavik Aðalsimi: 515 75 00 Slmbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Slmbréf á auglýsingadeild: 515 75 16 Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Fréttablaðið ehf. Plötugerð: (P-prentþjónustan ehf. Prentun: (safoldarprentsmiðja hf. Dreifing: Póstflutningar ehf. Sími 595 6500 Fréttaþjónusta á Netinu: Vísir.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis til allra hamila á höf- uðborgarsvæðinu. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og I gagnabönkum án endurgjalds. BREF TIL BLAÐSINS UMFERÐARÞUNCI I REYKJAVÍK Einkabíllinn er miðja alls skipulags og llfs í borginni Þétting byggðar Sigurður skrifar: Það er ánægjulegt að samtök eins og Landvernd beini sjónum sínum að borgarumhverfinu en látí sér ekki nægja hálendið og náttúruvernd utan borga- og bæja. Umferðarþungi og loftmengun er mikil á Reykjavíkur- svæðinu og bílaflotinn vex ár frá ári. Það er samband milli þess að almenn- ingssamgöngur eiga erfitt uppdrátt- ar og þess hve byggðin er dreifð. Al- menningssamgöngur þrífast ekki nema í borgarumhverfi þar sem eru 100- 150 íbúar á hektara en á höfuð- borgarsvæðinu eru innan við 25 íbú- ar á hektara. Við búum því í dreifðri en samfelldri byggð fremur en borg. Þess vegna skal tekið undir þau orð sem um þetta koma fram í álykt- un aðalfundar Landverndar: „f umfjöllun fundarins um þetta efni komu fram þau sjónarmið að við skipulagsvinnu verði að meta þétt- ingu byggðar m.t.t. umferðarvanda, þjónustu, menningar og atvinnutæki- færa. M.a. þarf að meta áhrif stórra verslunarmiðstöðva í þessu ljósi. Þétting byggðar getur átt þátt í því að styrkja almenningssamgöngur og snúið við þeirri óheilla þróun að einkabíllinn sé miðja alls skipulags og lífs í borginni. Þétting byggðar getur einnig átt þátt í því að hlífa verðmætum svæðum í útjaðri höfuð- borgarsvæðisins. Landvernd telur að athuga þurfi vel samgöngur á höfuð- borgarsvæðinu þar sem þau eru einn helsti vandinn í dag.“ ■ —♦—-= Norrœna skólanetið Skólamaður skrifar: Eg vil vekja athygli lesenda Frétta- blaðsins á vef Norræna skólanetsins sem nú hefur fengið nýtt útlit. Veffangið er http://www.odin.dk og þar er að finna tengingar við skóla- netin í norrænu ríkjunum m.a. ÍS- MENNT á fslandi. Á Óðni er einnig norræn orðabók þar sem hægt er að sjá hvernig orðin breytast milli norsku, dönsku og sænsku. Þannig er til dæmis jádrans á sænsku, sem þýð- ir eitthvað í líkingu við fjandans, pokkers bæði á dönsku og norsku. Gott að vita það. ■ Og sumum fannst það skrítið.. Á ársfundi Útflutningsráðs var rætt um útrás þjónustufyrirtækja, en útflutningur á þjónustu er að ..♦••••. verða einn af meg- Æ og æ börn- instoðunum í efna- in, bæði ung og hagslífi þjóðarinn- mörg" ar. Forstjórar frá Atlanta, Baugi og Kaupþingi lögðu allir á það áherslu að nauðsynlegt væri að laga sig að siðum heima- manna þegar íslensk fyrirtæki hösl- uðu sér völl erlendis með þjóðum. Og eftir föngum þyrftu menn að átta sig á mismunandi áhuga og áherslum á hverjum stað. Tryggvi Jónsson aðstoðarfor- stjöri Baugs sagði á fundinum frá kunningja sínum sem komst að því að margir sem voru honum sam- skipa á siglingu í Karabíska hafinu i 1 «m.. - manna. EINAR KARL HARALDSSON segir sögu frá ársfundi Útflutningsráðs höfðu komið til íslands. Óformleg skoðanakönnun í skemmtiferða- skipinu leiddi í ljós mjög mismun- andi viðhorf til þess sem ferðafólk- inu fannst merkilegt á íslandi. Bandaríkjamenn voru greinilega mjög hrifnir af veitingastað sem snérist ofan á hitaveitutönkum en Evrópumenn dásömuðu ferðalag þar sem Gullfoss, Geysir og Skál- holt komu við sögu. Og mest fannst þeim til um Skálholt. Og hvers- vegna? Jú vegna kaþólska biskups- ins sem höggvinn var ásamt tveim- ISlfciÉ&i ur sonum sínum. Kaþólskur biskup sem átti syni? Hér var eitthvað fróðlegt og öðruvísi á ferðinni. „Æ og æ, börn- in, bæði ung og mörg,“ sagði síra Björn sem ásamt Ara hálfbróður sínum og föður sínum Jóni Arasyni var höggvinn 7. nóvember 1550. Þeir náðu þessu aldrei með einlífið kaþólsku prestarnir á íslandi. En af þessu má sjálfsagt draga þann lærdóm að ekki dugi að mark- aðssetja útflutning á íslenskri þjón- ustu með sama hætti í Evrópu og í Bandaríkjunum. Að Evrópumenn séu meira fyrir hið huglæga en Bandaríkjamenn hið áþreifanlega. Alhæfingar af þessu tagi út af litlu tilefni eru náttúrlega út í hött, en áður en menn selja er auðvitað gott að vita hvað fólk vill og finnst mikið til koma. ■ Þörf á virku eftirliti samkeppnisstofnun Guðmundur Sig- urðsson, forstöðumaður samkeppnis- sviðs Samkeppnisstofnunar, segir helsta markmið stofnunarinnar að efla virka Sam- keppni og þar með vinna að hagsmun- um neytenda og þjóðfélagsins í heild. Aðilar á markaði verða að búa við jöfn sam- keppnisskilyrði og neytendur að vera vel upplýstir um þá kosti sem þeim standa til boða. Guðmundur seg- ir að gagnger end- urskoðun á sam- keppnislöggjöfinni GUÐMUNDUR SIGURÐSSON Markmiðið er að afnema viðskipta- hindranir og tíl- raunir fyrirtækja til að hamla sam- keppni. hafi verið gerð í desember á síðasta ári. Þá voru lögin færð til samræmis við þær reglur seni gilda hjá Evrópu- sambandinu. Lögin heimila í vissum skilningi víðtækari inngrip sam- keppnisyfirvalda í samruna fyrir- tækja og fleiri samkeppnishindranir eru bannaðar en áður. Guðmundur segir ekki síður þörf á virku eftirliti með samkeppni hér á landi, þar sem markaðurinn er tiltölulega lítill og einangraður, heldur en í stærri ríkj- um þar sem fleiri fyrirtæki starfa. Gagnrýni á Samkeppnisstofnun er oft ekki nógu málefnaleg að mati Guðmundar og oft tengd hagsmunum einstakra atvinnugreina eða fyrir- tækja. „Helst beinist gagnrýnin að því hvernig markaður sem fyrirtæki starfa á er skilgreindur. Einnig hvernig stofnunin metur styrkleika fyrirtækja og hvort þau misbeiti hon- um,“ segir Guðmundur. Hann telur að inngrip Samkeppnisstofnunar undanfarið hafi stuðlað að heilbrigð- ari samkeppni fyrirtæka, öðrum fyr- irtækjum og neytendum til góða. ■ FÁ FYRIRTÆKI ÞÝÐIR EKKIFÁKEPPNI | j Fákeppniskenningar í hagfræði byggja ekki á því að fá fyrirtæki starfi á tilteknum markaði. Til að fákeppni geti staðist verða fyrir- tækin að selja vöru á svokölluðu fákeppnisverði, sem er hærra en verðið er við fullkomna sam- keppni. Samkomulag gæti mynd- ast meðal fárra fyrirtækja, en mil il freisting er þó að svíkja því þan- nig má auka hagnað. T.d. gefa fyi - irtæki afslátt á auglýstu verði eða þjónustustig breytist. Eða fyrir- tækin víkka út starfsemina og selja t.d. mjólk um leið og bensíii. Ólíklegt er því að samkomulag standist til lengri tíma ef aðgang- ur að mörkuðunum er greiður. BIRGIR ÞÓR RUNÓLFSSON Hegðun sem boðar breytingu á markaði virðist oft óeðlileg samkvæmt sjónarhorni Samkeppnisstofnunar. Það getur leitt til þess að menn verða hræddir við að keppa og meira að segja getur samstarf aðila á markaðnum aukist. Hugmynd Samkeppnisstofnunar um samkeppni er röng Osamræmi í samkeppnislögum innbyrðis. Samkeppnisstofnun verður að byggja niðurstöðu sína á huglægu mati. Aðferðafræði við markaðsgreiningu er ófullkomin. Samkeppnisstofnun horfir ekki á hreyfiafl markaðarins. samkeppnisstofnun Birgir Þór Runólfs- son, dósent í hagfræði við HÍ, segir skýrslur sem Samkeppnisstofnun hef- ur sent frá sér undanfarið illa unnar og á engan hátt sýna fram á það sem stofnunin fullyrði. Hann segir að hug- mynd hennar um hvað felist í sam- —♦— keppni ranga og ÞÓAdamSmith stuðli hun Því að segði að ef tveir stöðnun fremur en aðilarúrsömu raunverulegri sam- atvinnugrein keppm. Það er eins gætu komist að °f . Samkeppms- ° . . • stofnun vilii frysta sam omu gi þgiminn, þannig að semynnigegn morgundagurin n®y‘®ndum verði nákvæm eftir- sa8ð'hann h . mynd af gærdegin- ao okkGrt gæti um 11 komið í veg fyrir Eftir skoðun á Það- samkeppnislögun- ...♦-— um og frumvörpum laganna segist Birgir engu nær um hvert markmið laganna sé. í raun og veru er allt leyfilegt og allt bannað. „Samkeppnisstofnun á að leggja hug- lægt mat á það, geðþóttamat, hvort henni líkar tilteknar aðgerðir eða ekki. í greinagerð með lögunum segir að hátt verð, sama verð eða lágt verð UPPHAF SAMKEPPNISLÖCCJAFAR Samkeppnislöggjöf Islendinga er sam- bærileg og er I Evrópu. Sú evrópska bygg- ir á bandarískri löggjöf og voru þeir frum- kvöðlar i lagasetningu og eftirliti með samkeppni fyrirtækja og samruna. Samkeppnislöggjöf í núverandi mynd er rakin til ársins 1890 í Banda- ríkjunum þegar Sherman lögin voru sett. í öðrum hluta laganna er sjónum beint að fyrirtækjum sem hafa stóra markaðshlutdeild. Árið 1914 voru lögin endurbætt og fengu viðurnefnið Clayton lögin. Sjö- unda grein laganna bannar kaup fyrir- tækis, að öllu leyti eða að hluta, á bréf- um eða eignum annars ef sá gjörningur leiðir til minnkandi samkeppni eða ein- okunar. Hart-Scott-Rodino lögin frá 1976 fjalla um framkvæmd eftirlits af hálfu þandaríská dómsmálaráðuneytisins og um tilkynningarskyldu fyrrrtækja ef samruni er fyrirhugaður. Auk þess er hvert fylki ábyrgt fyrir því að heil- brigðir viðskiptahættir séu stundaðir I fylkinu. - HEIMILD: ClSLI HAUKSSON, SAMRUNAR OG YFIRTÖKUR, 2000 geta öll unnið gegn samkeppni. Það eru sem sagt öll verð sem vinna gegn samkeppni! Öll hegðun fyrirtækja er þannig óeðlileg, ef Samkeppnisstofn- un segir svo vera,“ segir Birgir. Inngrip Samkeppnisstofnunar í samruna fyrirtækja hefur verið gagn- rýndur undanfarin ár. Birgir segir einn vandann liggja í því hvernig markaður er skilgreindur. Aðferðafræðin við þessar mælingar er ófullkomin og nið- urstaðan ekki marktæk. Að sögn Birg- is viðgangast þessar aðferðir hjá álíka stofnunum í öðrum löndum en það rétt- læti þó ekki að þessi marklausu vinnu- brögð séu tekin upp hér. Aðspurður segir Birgir að besta leiðin til að tryggja samkeppni sé að halda mörkuðum opnum og að ríkið hamli ekki samkeppni með lagasetn- ingu eða reglugerðum. Það verður að vera auðvelt fyrir fyrirtæki að hefja starfsemi á tilteknum markaði ef sóknarfæri gefst. „Ef eitt fyrirtæki hækkar verð of mikið miðað við mark- aðsaðstæður þá' eigi önnúr fyrirtæki að geta hafið starfsemi og boðið sömu þjónustu á lægra verði. Það er eina eftirlitið sem virkar,“ segir Birgir Þór Runólfsson. ■ ORÐRÉTT Bréf 240 hagfræðinga tilforseta Bandaríkjanna Þegar samkeppnisyfirvöld svara kröfum þeirra sem eru á móti stórum fyrirtækjum hefur það slæm áhrif á hinn frjálsa markað - það sem eitt sinn snérist um að sinna kröfum neytenda fer að snúast um pólitíska greiða. Fyrirtæki beina þá í auknum mæli orku sinni í pólitík í stað fram- leiðslu og nýsköpunnar. Frumkvöðl- um sem vel gengur er refsað, tekjur tapast og samkeppni minnkar. í stað þess að þeir sem eru á móti stórum fyrirtækjum bæti hag neytenda, hafa aðgerðir þeirra þveröfug áhrif. Mörg þeirra mála sem andstæð- ingarnir benda á máli sínu til stuðn- ings eru byggð á ályktunum um „möguleg" skaðleg áhrif á neytendur einhvern tíma í framtíðinni. Þær úr- lausnir sem þeir benda á munu veik- ja vel stæð bandarísk fyrirtæki og draga úr samkeppnisgetu þeirra á er- lendri grundu. Við hvetjum stjórn- völd til þess að halda að sér höndum í aðgerðum gegn stórfyrirtækjum þegar ekki er hægt að sýna fram á sannanlegt tap fyrir neytendur. - af vef the Independent Institute

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.