Fréttablaðið - 16.05.2001, Page 10
10
FRÉTTABLAÐIÐ
16. maí 2001 MIÐVIKUDACUR
Foreldrar bama í 3. bekk í Öldutúnsskóla:
Of mörg börn í bekk
skólamál Foreldrar barna í 3. bekk í
Öldutúnsskóla í Hafnarfirði eru óá-
nægðir með ákvörðun skólanefndar
bæjarins um að fækka bekkjum í ár-
gangnum úr fjórum í þrjá fyrir
næsta vetur þegar börnin hefja nám
í fjórða bekk. Með því mun börnum
fjölga úr 19 í bekk i 26 og óttast for-
eldrar að það kunni að hafa slæm
áhrif á nám barna þeirra.
„Það hefur gengið ljómandi vel
með þessa fjóra bekki“, segir Valdi-
mar Harðarson sem á son í einum
þeirra bekkja sem nú stendur til að
sameina. Við höfum verið ánægð
með aðstöðu og aðbúnað barna okk-
ar. Þegar það er hrært í þessu býður
það upp á mikla röskun og gífurlega
aukið álag fyrir kennara. Ég tel
þetta vera áhættu og að þetta kunni
að skapa vandræði. í stærri bekkj-
um hefur reynslan sýnt að það eru
meiri vandræði og erfiðleikar í
bekkjum.“
Undir þetta tekur Grétar Jónsson
sem á tvö börn í Öldutúnsskóla. „Það
er komin reynsla á fækkun bekkja.
Ég á strák í sjötta bekk. Þar var
fækkað í þrjá bekki og nú eru 29
nemendur í hverjum bekk. Þú getur
rétt ímyndað þér hvernig gengur að
hafa stjórn á 29 krökkum sem eru að
komast á unglingsaldurinn. Það hef-
ur svo komið 1 ljós að þessi fjölgun í
bekkjum hefur bitnað á námsár-
angri og komið fram í auknu aga-
leysi. Þetta er mjög erfitt fyrir bæði
kennara og nemendur og við viljum
sporna gegn því að það sama gerist
með yngri bekkina."
Grétar er allt annað en sáttur við
fyrirætlanirnar og telur þær ekki
sæma bænum. „Hafnarfjarðarbær
hefur alltaf státað sig af því að vera
fjölskylduvænn bær en við erum
hætt að sjá hversu fjölskylduvænn
hann er.“
Foreidrarnir hafa mótmælt
ákvörðuninni við bæjaryfirvöld og
segjast vonast til þess að hætt verði
við breytinguna. ■
NÝBÚIÐ AÐ BYGGJA VIÐ SKÓLANN
Magnús Gunnarsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, segir enga afstöðu hafa verið tekna til at-
hugasemda foreldra, sem séu í vinsamlegri skoðun bæjaryfirvalda.
Fulltrúar ICAO lentir:
Flugslysa-
nefnd til
skoðunar
öRYCGisjyiÁL Tveir fulltrúar frá Al-
þjóðaflugmálastofnuninni komu til
Islands í gær en þeir hafa verið beðn-
ir að fara yfir vinnubrögð Rannsókn-
arnefndar flugslysa í tengslum við
flugslysið í Skerjafirði í fyrra.
Fulltrúar stofnunarinnar eru hér
á landi fyrir beiðni Sturlu Böðvars-
sonar samgönguntðherra sem sagði í
bréfi til stofnunarmnar að efla þyrfti
traust íslendinga til þeirra sem tryg-
gja eiga flugöryggi.
„Við væntum þess að þeir, eins og
beðið var um í bréfinu meti þá að-
ferðafræði sem Rannsóknarnefnd
flugslysa vinnur eftir. Hvort hún sé í
samræmi við það t 'm gengur og ger-
ist á álþjóðlega vís.’ á þessum vett-
vangi,“ segir Jakob Falur Garðars-
son, aðstoðarmaður samgönguráð-
herra. ■
;—♦ j
Vaxtalækkun bandaríska
Seðlabankans:
Von á fleiri
glaðningum
washington. ap. Fimmta stýrivaxta-
iækkun bandaríska seðlabankans á
árinu, að þessu sinni hálft stig, var
ekki sú vítamínsprauta fyrir þar-
lenda hlutabréfamarkaði ser.i sumir
höfðu búist við. Flestir bjuggust við
lækkuninni og hreyfðust mark-
aóir því ekki mikið við fréttirnar.
Þannig stóðu Nasdaq og 1 'ow Jones
nokkurn veginn í stað y 1 r daginn.
Margir fjármálaskýrendv ■ að bank-
inn hafi nú litlar áhyggj af því að
koma af stað verðbólgu s ;ð iækkun-
unum. Mikilvægast sé ; auka fjár-
festingu fyrirtækja og 1 í sé jafnvel
von á fleiri lækkunum. Bandaríski
Seðlabankinn sé ákveiinn í því að
gera allt sem hægt er til að halda
uppi hagvexti.
Næsti fundur er 26. júní næst-
komandi og eru margir á þeirri skoð-
un að grasið þurfi að grænka veru-
lega eigi Alan Greenspan ekki að
lækka stýrivextina enn aftur. ■
Lokaútkall
fyrir Keikó
I sumar verður reynt til þrautar að fá háhyrninginn
Keikó til þess að aðlagast villtri náttúru að nýju og
þiggja frelsi. Ella verður honum fundinn dvalarstaður
til framtíðar og er allt eins líklegt að sá staður verði
ekki við Islandstrendur.
vísinpi Dagar háhyrningsins Keikó
í Klettsvík gætu senn verið á enda.
Á næstu dögum verður Keikó flutt-
ur úr víkinni til sumardvalar á há-
hyrningaslóð þar sem þess verður
freistað fram á haust að binda hval-
inn tengslum við aðra háhyrninga
og gera hann sjálfbjarga í náttúr-
unni. Takist það ekki verður skepn-
unni hugsanlega fundinn nýr dval-
arstaður til framtíðar því aðstæður
geta verið erfiðar að vetarlagi í
Klettsvík. Sá staður er enn ekki
fundinn og óvíst hvort hann finnst
við ísland eða
hvort Keikó verð-
ur fluttur frá land-
inu enn eina ferð-
ina eða hvort
Klettsvík verður
þrátt fyrir allt
áfram fyrir val-
inu.
Á bilinu 25 til
30 manns, íslend-
Rekstrarkostn-
aður vegna
Keikóverkefnis-
ins hér við land
nálgast nú einn
milljarð króna.
ingar og Bandaríkjamenn, hafa
starfað hérlendis á vegum Keikó-
samtakanna og rekstrarkostnaður-
inn hefur numið um 30 milljónum
króna á mánuði þá 30 mánuði sem
liðnir eru síðan Bandaríkjaher
flaug hvalnum til Heimaeyjar
haustið 1998. Þannig má búast við
að kostnaðurinn þokist yfir miilj-
arðinn á næstu mánuðum en það er
fyrst og fremst Craig McCaw, fjar-
skiptamógúll og formaður Keikó-
samtakanna, sem staðið hefur undir
þessum útgjöldum.
Síðastliðið sumar var víða farið
með Keikó í 40 ferðum úr bækistöð-
inni Klettsvík og synti hann þá sam-
tals 1000 kílómetra og komst 15
sinnum í tæri við háhyrninga. „Eft-
ir því sem þessum ferðum fjölgaði
því meiri urðu samskiptin," segir
Hallur Ilallson, talsmaður Keikó-
samtakanna á íslandi, um árangur-
inn af þeim feröum.
í sumar verður enn hert á að-
NOKKRIR VIÐBURÐIR ÚR LÍFI KEIKÓS
8- September 1998 Keikó kemur til Vestmannaeyja.
September 1998 Skemmdir á kvínni í ofsaveðri.
8- Febrúar1999 The Times segir Keiko geta bjargað Islendingum frá gjaldþroti.
8- SeDtember 1999 Sjókví brotnar undan straumþunga.
8- SeDtember 1999 Frönsk tímarítsgrein um meinta vansæld Keikós.
8- Janúar 2000 Klettsvík girt af.
8_ Mars 2000 Keikó fer úr kvlnni.
H Sumarið 2000 40 ferðir á rúmsjó og snerting við aðra háhyrninga.
*- Sumarið 2001 Sjálfbjarga á ný?
HAFNAR KEIKÓ VÍÐÁTTUIVI HAFSINS?
Hallur Hallsson segir að Keikó verði að gera upp hug sinn í sumar.
gerðunum. Vísindamenn og annað
starfslið munu þá dvelja nteð Keikó
á hvalaslóðinni suður af Vest-
mannaeyjum á nótaveiðiskipi sem
tekið hefur verið á leigu og hafa
jafnframt sérstaka þyrlu frá
Bandaríkjunum og tvo öfluga létta-
báta í sinni þjónustu til að fylgjast
með ferðum Keikó og annarra há-
hyrninga um svæðið.
Heyrst hefur að Keikósamtökin
íhugi að flytja bækistöðvar háhyrn-
ingsins úr Klettsvík þurfi þau að ala
önn fyrir honum áfram eftir sumar-
ið en Hallur segir alls ekkert ákveð-
ið í þeim efnum. „Við tökum ákvörð-
un um það þegar við komum að
þeim punkti," segir hann. Hallur
segir ekki hægt að segja frá því á
núverandi stigi málsins hvaða aðrir
staðir komi til greina. Hann segir
þó að háhyrningurinn verði ekki
fluttur til Bandaríkjanna aftur en
að önnur lönd sem liggi að Norður-
Atlantshafi séu hins vegar inn í
myndinni, og nefnir þar sérstaklega
írland og Skotland.
Keikósamtökin hafa gengist fyr-
ir umfangsmiklum vísindarann-
sóknum hér við land í samvinnu við
Hafrannsóknarstofnun og sjávarút-
vegsráðuneytið og segir Hallur nið-
urstöður þeirra vafalaust verða
dýrmætar og spennandi burtséð frá
því hvort það markmið náist að fá
Keikó til að velja frelsi á ný. Ilann
segir Keikó aldrei hafa verið í betra
ásigkomulagi, hann borði stöðugt
lifandi fæðu í bland við aðra og lík-
ist nú meira háhyrningi en því
gæludýri sem hann var við komuna
til Iandsins.
;W<síN'U"",í' 71 Úsf ,sv s
visir.is
— hvernig. leyfa me>.n
Fyrstur með
FRÉTTIRNAR
þtí s* #*«*•:
á, twffliwfag Oááwse
VlÐ SEGJUM
FRÉTTIR
Frétt á bls. 4 ( DV í gær,
'l þriðjudaginn 15. maí.
Fréttavefurinn á VÍSÍr.ÍS er í ritstjórn Fréttablaðsins
|STUTT|
Borgarráð hefur samþykkt að taka til-
boði lægstbjóðanda Gísla Magnús-
sonar í útboði í 30 kílómetra hverfi og úr-
bætur á göngu- og hjólaleiðum. Tilboðið
nemur tæpum 32 milljónum króna. Alls
tóku fimm verktakar þátt í þessu útboði.
Menntamálaráðuneytið hefur úthlut-
að 49 styrkjum, að fjárhæð 17,5
milljónir króna, til þróunarverkefna í
framhaldsskólum og til fullorðins-
fræðslu á árinu 2001. Alls var sótt um
styrki til 76 verkefna og samanlagðar
fjárbeiðnir námu um 72,5 milljónum
króna.
Ríkisstjórnin ákvað í gærmorgun, að
tillögu dómsmálaráðherra, að styrk-
ja gerð könnunar á högum og líðan ungs
fólks og verður athyglinni aðallega
beint að aldurshópnum 16 til 20 ára.
Áhersla verður lögð á ungt fólk sem
ekki er í skóla.
Deiliskipulag Hörðuvalla:
Á fjórða tug
athugasemda
skipulagsmál 15 aðilar gerðu á fjórða
tug athugasemda við tillögu bæjaryf-
irvalda í Hafnarfirði að deiluskipu-
lagi Hörðuvalla en tillagan verður
tekin fyrir á fundi skipulags- og um-
ferðarnefndar í dag.
Athugasemdir bárust frá einstak-
lingum, félagasamtökum og stofnun-
um á svæðinu sem eiga hagsmuna að
gæta vegna fyrirhugaðra breytinga á
deiliskipulagi. Meðal þeirra sem gerðu
athugasemdir eru stjórn Heilsugæslu-
stöðvarinnar í Sólvangi, stjórn Iljúkr-
unarheimilisins Sólvangs, Hörðuvalla-
hópurinn og Öldrunarsamtökin Höfn
en auk þeirra bárust athugasemdir frá
íbúum á svæðinu.
Fimm athugasemdir bárust um að
deiluskipulagið stangaðist á við aðql-
skipulag og nokkuð var um að íbúar
gerðu athugasemdir við að ekki hefði
verið haft nægt samráð við þá. Þá
gerðu eigendur húsanna númer 1 og 4
við Hörðuvelli athugasemdir við hús
þeirra skuli látin fylgja samkvæmt
nýju deiluskipulagi en þeir telja að
ekki hafi verið fylgt meðalhófsreglu
stjórnsýslulaga. ■