Fréttablaðið - 16.05.2001, Side 14
14
FRETTABLAÐIÐ
16. maí 2001 MIÐVIKUDACUR
1 HVERNIC FER?
Hverníg fer Evrópuleikur-
inn Liverpool- Alaves?
HLYNUR SICURÐSSON
VARAFORMAÐUR
KNATTSPYRNU-
DEILDAR FH
Englendingar fara með
sigur af hólmi. Spán-
verjarnir eiga að vísu eftir
að setja eitt en leikurinn
fer 2->l fyrir Liverpool,
McAllister á eftir að setja
eitt og svo á Berger eftir að koma inná og
setja annað.
REYNIR LEÓSON
lA
Þetta fer 2-1 fyrir Alaves
og fyrrverandi leikmaður
Manchester United, Jordi
Cruyff á eftir að setja
bæði mörkin. Fowler
skorar fyrir Liverpool.
MOLAR (
Búið er að ákveða regnhlífabann
á heimsmeistarakeppninni í
knattspyrnu í Japan og Kóreu á
næsta ári, þrátt
fyrir að mótið
verður haldið á
rigningartímabil-
inu. Ástæðan fyrir
banninu er sú að
boltabullur gætu
notað regnhlífarn-
ar sem vopn. Regn-
hlífabann hefur
þekkst í fleiri löndum en er nýtt
fyrir Japönum. Ekki er þó búið að
ákveða hvort samanbrotnar regn-
hlífar verða Ieyfðar. Ef tíðin verður
mjög blaut er líklegt að þær verði
leyfðar. Tveir þriðju stúkanna á
völlunum eru með þaki. Þá er ein-
nig búið að banna gestum að vera
með flöskur meðferðis, þó þær séu
úr plasti.
Samkvæmt heimildum mbl.is er
Tómas Ingi Tómasson á heim-
leið. Tómas hefur s.l. ár spiiað með
danska úrvals-
deildarliðinu AGF.
Hann hefur staðið í
samningaviðræð-
um við ýmis félög
hér á landi en ekki
hefur verið stað-
fest hvert hann fer.
Þau lið sem nefnd
hafa verið til sög-
unnar eru KR, ÍBV, Grindavík o.fl.
Manchester United er á höttun-
um á eftir 16 ára gömlum ung-
ling, Sulley Ali Muntari, leikmanni
Hearts of Oak í Ghana. Piltur var
til reynslu hjá Rauðu Djöflunum og
dáðust forráðamenn liðsins svo að
honum að þeir hyggjast bjóða hon-
um samning. Pilturinn minnir víst á
velska landsliðsmanninn Ryan
Giggs. Gras.is skýrði frá.
Bræðurnir Michael og Ralf
Schumacer hafa að undanförnu
eitt samanlagt rúmum fjórum millj-
örðum króna í
tvær einkaþotur.
Samkvæmt erlend-
um fjölmiðlum
keypti Ralf sér
Hawker Horizon
þotu, sem kemst
upp í tæplega 900
km/klst hraða á
rúmlega tvo millj-
arða. Þá keypti stóri bróðir hans,
Michael, Falcon þotu sem 19 far-
þegar geta ferðast með á tæpa tvo
milljarða. Þota Ralfs er með eld-
húsi, baði, fataskápum og setustofu.
Hann á eina Canadian Challenger
þotu fyrir en sagðist hugsanlega
ætla að selja hana.
Alþjóða ólympíunefndin segir
Peking, París og Toronto vera
fremstar þeirra borga sem boðist
hafa til að sjá um Ólympíuleikana
árið 2008. f áliti nefndarinnar segir
að tilboð þessara þriggja borga séu
til fyrirmyndar og mun betri en til-
boð Osaka og Istanbul. íbúar Tíbet
héldu mótmæli í fyrradag gegn því
að nefndin skyldi velja Peking þeg-
ar Kínverjar halda Tíbet enn í
„gíslingu". Alþjóða ólympíuefndin
tekur lokaákvörðun 13 júlí næst-
komandi.
Seinni leikur Guðjóns og lærisveina:
Nú er að duga eða drepast
knattspyrna Seinni leikur Stoke og
Walsall, í umspili um 1. deildar sæti,
fer fram í kvöld á heimavelli Walsall.
Síðasti leikur endaði með marka-
lausu jafntefli. Sigurlíkur íslendinga-
liðsins geta vart talist miklar ef mið-
að er við deildarleiki liðanna í vetur.
Walsali vann heimaleik sinn 3-0 en
BREYTTAR ÁHERSLUR
Walsall blés til sóknar á Brittania vellinum
á sunnudaginn. Cuðjón Þórðarson þarf
eflaust að skipuleggja leikinn í kvöld með
breyttum áherslum.
leikurinn á Britannia Stadium,
heimavelli Stoke, endaði með 0-0
jafntefli, líkt og leikurinn á sunnu-
dag.
Þrír fslendingar komu við sögu í
fyrri leiknum, Bjarni Guðjónsson og
Brynjar Björn Gunnarsson voru í
byrjunarliðinu en Ríkharður Daða-
son kom inná þegar tuttugu mínútur
voru eftir. Flestir leikmenn Stoke
ganga heilir til skógar en helmings-
líkur eru taldar á því að sænski varn-
armaðurinn Mikael Hansson verði
með en hann meiddist í leiknum á
sunnudag. Hann hefur átt við maga-
meiðsl að stríða og er í meðferð hjá
Stefáni Stefánssyni sjúkraþjálfara
Stoke. Þar að auki er Ben Petty í
banni en hann fékk rauða spjaldið í
síðasta leik. Hjá Walsall eru sömu
sögu að segja en miðvallarleikmaður-
inn Fitzroy Simpson er tæpur.
Sigurvegarinn í kvöld mætir ann-
aðhvort Reading eða Wigan í úrslita-
leik um 1. deildarsætið. Leikur þeirra
endaði einnig með markalausu jafn-
tefli.
Uppselt er á leikinn en fyrir
knattspyrnuþyrsta áhorfendur hér
heima verður leikurinn sýndur í
beinni útsendingu á sjónvarpsstöðin-
ni Sýn og hefst kl. 21.00. ■
HÖRÐ BARÁTTA
Áhugamenn um hnefaleika á Islandi hafa átt erfitt uppdráttar. Bubbi Morthens og Fjölnir Þorgeirsson voru dregnir fyrir dómstóla fyrir að standa að hnefaleikasýningu.
Hvergi bann nema hér
Alþjóða Ólympíunefndin segir ísland eina landið sem banni ólympíska hnefaleika. ÍSÍ vill lögleiða íþróttina.
hnefaleikar Samkvæmt bréfi frá Al-
þjóða Ólympíunefndinni, IOC, er ís-
land eina landið í heiminum sem
bannar ólympíska hnefaleika. Ellert
B. Schram, forseti ÍSÍ, sendi fyrir-
spurn til IOC, þann 21. febrúar s.l.
þar sem hann spyrst fyrir um ólym-
píska hnefaleika.
í svari sem barst skrifstofu ÍSÍ 9.
mars kemur fram að ísland er eina
landið í heiminum sem banni ólympís-
ka hnefaleika. Þá sé ekki vitað að
íþróttin sé skaðlegri en aðrar íþróttir.
Bréfið er undirritað af Gilbert Felli,
íþróttaráðgjafa, og svarar hann bréf-
inu í þremur liðum:
„Við vitum ekki til þess að
ólympískir hnefaleikar séu bannaðir í
öðrum löndum.
Varðandi spurninguna um hvort
banna eigi ólympíska hnefaleika. Þá
kviknar þessi hugmynd alltaf með
jöfnu millibili en engar formlegar um-
ræður hafa átt sér stað um þetta mál.
Læknanefnd IOC hefur tekið fyrir
spurninguna um öryggi íþróttarinn-
ar, og komist að þeirri niðurstöðu að
það bendi ekki til þess að áhuga-
mannabox, líkt og stundað er á
Ólympíuleikunum, valdi meiri skaða
en aðrar íþróttagreinar. Hvað þetta
varðar hefur Alþjóðasamband áhuga-
hnefaleika, AIBA, lagt aukinn kraft í
öryggiskröfur."
„Við viljum bara upplýsa þá aðila
sem hafa verið með sleggjudóma um
boxið“ sagði Stefán Konráðsson,
framkvæmdarstjóri ÍSÍ þegar hann
var inntur svara um bréfið. „Við telj-
um það sjálfsögð mannréttindi að
leyfa box á íslandi. Það var kannski í
lagi að banna þá á sínum tíma en í nú-
tíma samfélagi þar sem er mikið um
snerti íþróttir þá er box ekkert verri
íþrótt en hver önnur. Það gleymist
líka oft í umræðunni að ólympískir
hnefaleikar eru allt önnur íþrótt en
atvinnuhnefaleikar. Vegna þess að
þarna eru hlífar og allt aðrar reglur."
Munurinn á atvinnuhnefaleikum og
ólympískum hnefaleikum er tals-
verður. Engar hlífar eru notaðar í at-
vinnuhnefaleikum en það sem AIBA
hefur gert til að auka öryggiskröf-
urnar er að stytta loturnar niður í
tvær mínútur og fækka þeim í fjórar.
Fyrir vikið þreytast keppendur
minna, þeir fá færri högg á sig, auk
þess sem keppendur eru með hjálm
og mýkri hanska.
„Við höfum verið að benda á
þetta svona í mestu rólegheitum.
Þannig að okkar afstaða er sú að
það eigi að leyfa box og það megi
ekki vera með of mikla forræðis-
hyggju“ sagði Stefán að lokum. ■
BRÉFIÐ GÓÐA
Islenskum hnefaleikaáhugamönnum
hefur borist liðsauki frá Alþjóða
Ólympíunefndinni.
h«;r
’ ^ c V ** h% €) M f * tJ ff. > í 1 V*j: ■' ■ •
;.r * i
'■ s .,b„ ■ *■ ' \ \ "*** 'S \ ' - % i/' / / V
’t # .
j
ENCIR VINIR
Það var augljóst að leikmenn KR og Fylkis eru litlir vinir. Mikið var um óþarfa pústra.
KR í Árbænum:
Meistararnir
lágu í valnum
sImapeildin KR og Fylkir mættust í
fyrsta leik Símadeildarinnar í gær-
kvöld. Spilað var á Árbæjarvelli.
Grasið á vellinum var óneitanlega í
gulari kantinum. Undanfarna daga
hafa iðnaðarmenn og sjálfboðaliðar
frá Fylki staðið í ströngu við að legg-
ja lokahönd á nýja, 2000 manna stúku
á Árbæjarvelli.
Það var auðséð að þetta var fyrsti
leikur íslandsmótsins. Boltinn var
mikið í háloftunum og liðin ekki enn
búin að fínstilla strengi sína. Veðrið
var einnig erfitt til leiks, kaldur
vindur blés. Framan af leiknum
gerðist lítið markvert. Arnar Jón Sig-
urgeirsson, leikmaður KR, átti um
miðjan fyrri hálfleik skot á markið
úr þröngu færi en boltinn fór yfir. Þá
fékk Þórhallur Hinriksson, ieikmað-
ur KR, gult spjald. Það var ekki fyrr
en rétt undir lok fyrri hálfleiks sem
dró til tíðinda. Steingrímur Jóhann-
esson skoraði fallegt mark. Þetta var
fyrsta mark íslandsmótsins í ár auk
þess að vera fyrsta mark marka-
skorarans Steingríms fyrir Fylki.
KR mætti ákveðið til leiks eftir
hlé og byrjaði seinni hálfleik með
pressu. Það hélt sóknunum áfram
þegar leið undir lokin en sterk vörn
Fylkismanna hleypti litlu i gegn.
Breytingar voru gerðar á liðunum
þegar leið á seinni hálfleik. Annars
gerðist lítið eitt í leiknum og Fylkir
fær fyrstu þrjú stig sumarsins. ■
| HNEFALEIKAR |
• •
Ollum að óvörum ætlar heims-
meistarinn í hnefaleikum, Ilasim
Rahman, að berjast við Danann Bri-
an Nielsen fyrstan manna. Slagurinn
fer fram í Peking í ágúst. Það er
enginn annar en Don King sem
stendur á bak við þennan ráðahag en
hann gerðist umboðsmaður Rahman
í síðustu viku. Rahman fær tæpar
500 milljónir króna fyrir bardagann.
Þá hefur Don King lofað honum litl-
ar 1500 milljónir fyrir að keppa við
sigurvegarann í bardaga John Ruiz
og Evander Holyfield, tvo milljarða
fyrir að berjast við Lennox Lewis og
þrjá milljarða fyrir bardaga við
Mike Tyson. Þetta þýðir að Lewis fer
í mál en hann átti að eiga næsta bar-
daga við Rahman samkvæmt samn-
ingi. Ef Lewis vinnur málið gæti það
eyðilagt áætlun King. Hann er þegar
búinn að greiða Rahman fyrir fyrsta
bardagann. King náði samningi við
Rahman þegar sjónvarpsstöðvarnar
HBO og Showtime voru báðar að
gera hosur sínar grænar fyrir fyrr-
verandi umboðsmanni hans.