Fréttablaðið - 16.05.2001, Síða 15
MIÐVIKUDAGUR 16. maí 2001
FRÉTTABLAÐIÐ
15
HEIMSMEISTARAR
Tékkar tryggðu sér heimsmeistaratitilinn í ísknattleik á sunnudag. Þeir mættu Finnum í
spennandi úrslitaleik sem þeir unnu með þremur mörkum gegn tveimur. Liðinu var tekið
sem þjóðhetjum í Tékklandi á mánudag.
Blóðheitur knattspyrnubransi Ekvador:
Prófessorinn á
skjótum batavegi
knattspyrna Þjálfari ungliðalandsliðs
Ekvador, Hernan „Prófessorinn"
Gomez, ætlar að halda áfram í starfi
sínu. Hann var skotinn í fótinn og
barinn í andlitið af lífverði Joselo
Rodriguez, eiganda knattspyrnuliðs-
ins Santa Rita, í síðustu viku.
Rodriguez var ekki sáttur með að
Gomez skyldi ekki velja einn leik-
manna sinna, Dalo Bucaram, í lands-
liðið sem keppir á heimsmeistara-
keppni ungliða í Argentínu í sumar.
Um helgina söfnuðust saman rúm-
lega hundrað manns fyrir utan Kenn-
edy sjúkrahúsið þar sem Gomez lá.
Fólkið hyllti hann og bað hann um að
halda áfram að þjálfa. Gomez var
mjög hrærður yfir stuðningnum og
sagðist ætla að vera um kyrrt. „Mér
þykir vænt um strákana. Nú þegar
fólkið er á bak við mig held ég
ótrauður áfram að þjálfa."
Læknar sögðu Gomez vera á
skjótum batavegi. Búið er að hand-
taka Rodriguez og leit stendur yfir að
lífverði hans. ■
ÉG HELD ÁFRAM
Hernan Gomez varð hrærður þegar íbúar
Ekvador söfnuðust saman fyrir utan sjúkra-
húsið og hylltu hann.
Liveipool mætir Alaves 1 kvöld:
Owen helsta ógnin
knattspyrna „Við ætlum að spila gagn-
sókn. Þannig nýtum við tækifærin
best,“ sagði þjálfari Alaves, Jose
„Mane“ Esnal, á mánudag. Hann tók
við spænska liðinu Alaves fyrir fjór-
um árurn. Þá spilaði það í annarri
deild og úrslitaleikur UEFA-keppn-
innar var ekki líklegur áfangastaður.
Liðið flaug til Dortmund í Þýska-
landi í fyrradag til að undirbúa sig
fyrir stórleikinn í kvöld þegar það
mætir Liverpool til að berjast um
UEFA-bikarinn. Liverpool er sigur-
sælasta lið Englands fyrr og síðar en
hefur ekki haft heppnina með sér á
síðustu árum. Ef liðinu tekst hins-
vegar að vinna í kvöld verður þetta
þriðji bikarinn á árinu. Engu liði hef-
ur tekist að vinna bæði deildar- og
enska bikarinn og UEFA-keppnina
sama árið.
Mane, þjálfari Alaves, segir að
bæði lið eigi eftir að leggja áherslu á
varnarleik í kvöld. Þannig eigi leik-
urinn eftir að vera varfærnislega
spilaður. „Það lið sem spilar betri
vörn á eftir að stjórna leiknum, sér-
staklega ef það lið skorar einnig
fyrsta markið."
Miðjuleikmaður Alaves og fyrr-
um leikmaður Manchester United,
Jordi Cruyff, segir Alaves eiga eftir
að stilla sig eftir því hvernig Liver-
pool spilar leikinn. „Um leið og við
sjáum að þeir leggja áherslu á vörn-
ina gerum við það sama og gott bet-
ur. Þá verður leikurinn væntanlega
einn leiðinlegasti úrslitaleikur
UEFA-keppninnar í manna minn-
um.“
Mane brá sér ásamt aðstoðar-
þjálfara liðsins til Cardiff á laugar-
daginn til að horfa á bikarúrslitaleik-
inn. Hann sagði Michael Owen vera
„helvíti" góðan leikmann og helstu
ógn liðsins í kvöld. Hann segir leik-
inn leggjast vel í sig og mikið hafa
verið veðjað um hann í Baskahéraði.
„Það hlýtur að vera ástæða fyrir því
að við komumst svona langt. Við ætl-
um að vinna þennan bikar," sagði
Mane. Þegar hann var spurður hvort
hann hafi veðjað sjálfur á leikinn
sagðist hann kampakátur ekki hafa
fengið nógu hagstæðan stuðul. ■
SPILA í BLÁU
Hinn norski Dan Eggen leikur með
Alaves. Hér er hann á flugi í leik liðsins við
Deportivo de La Coruna í síðustu viku. Ala-
ves þarf að gefa upp appelsínugula bún-
inga sina í kvöld þegar liðið mætir
rauðu Liverpool.
Vertíðin á fullu
Nú standa yfir tvö tennisstórmót í Evrópu. Flestir
horfa þó til Opna franska meistaramótsins sem hefst
eftir tvær vikur.
tennis Það er margt að gerast í lífi
tennisleikara um þessar mundir. í
Hamborg stendur yfir Opna þýska
meistaramótið þar sem keppt er um
tæplega 300 milljónir króna og í Róm
stendur yfir kvennakeppni á Opna
ítalska meistaramótinu.
Spánverjinn Juan Carlos Ferrero
sigraði í karlakeppninni um helgina
og fékk fyrir vikið tæplega 120 millj-
ónir króna. Bæði mótin fara fram á
leirvöllum. 28. maí hefst síðan Opna
franska meistaramótið, sem allir hel-
stu tennisleikararnir stefna á að taka
þátt í. Það stendur
til 10. júní.
í gær til-
k y n n t u
skipuleggj-
endur Opna
f r a n s k a
mótsins að
rússneska
tennisstjarnan
A n n a
Kournikova
myndi ekki
taka þátt í
m ó t i n u .
Þetta eru
nokkur von-
brigði þar
sem vonast
var eftir að
Kournikova, sem
hefur ekki keppt
síðan í febrúar, myndi
sýna sig á vellinum.
Hún komst einungis í
aðra umferð á mótinu í
fyrra en hennar besti ár-
angur var árin 1998 og
1999 þegar hún komst í fjórðu umferð.
Kournikova sagði sig úr Ericsson-
mótinu í mars með skömmum fyrir-
vara vegna meiðsla í fæti. Talið er að
sömu meiðsl hrjái hana ennþá. Síðasti
tennisleikur hennar var í febrúar í
átta liða úrslitum Gaz de France inn-
anhússmótsins. Þar tapaði hún fyrir
hinni frönsku Amelie Mauresmo.
Kournikova er áttunda á heimslistan-
um þó hún hafi aldrei unnið sigur-
verðlaun í WTA-mótaröðinni. Spán-
verjinn Maria-Jose Martinez kemur í
hennar stað í Frakklandi.
Pete Sampras ætlar sér hinsvegar
að gera góða hluti á Opna franska
meistaramótinu, eins og svo margir
aðrir. Hann lét það ekki ná sér úr jafn-
vægi þó hann væri sleginn út í fyrstu
umferð á Opna þýska meistaramótinu
á mánudaginn og sagðist ætla að ná
sér í titilinn í Frakklandi. Fleiri voru
slegnir út á mánudaginn. í fyrstu um-
ferð Opna ítalska meistaramótsins
voru tvær af þremur bandarísku
konunum sem tóku þátt slegnar
út. Það er þó skárri árangur
en í fyrstu umferð karla
fyrir viku þar sem þrír
Bandaríkjamenn voru
út. ■
ILLT I FÆTINUM
Rússnesku tennisstjörn-
unni Önnu Kournikovu
hefur ekki liðið vel I
fætinum á þessu ári.
f gær tók hún aftur
þáttöku sína i Opna
franska meistara-
mótinu.
Þú leikur ekki af þér þegar þú treystir HTH
fyrir eldhúsinu þínu. Sérfræðingar okkar
þekkja allar leikfléttur eldhússins, enda eru
þeir þrautreyndir í að tefla saman því besta
úr HTH línunni og sníða að þínum þörfum.
Láttu sjá þig - Stuttur afgreiðslufrestur
aðeins betra
B R Æ Ð U R N I R
Lágmúla 8 • Sími 530 2800