Fréttablaðið - 16.05.2001, Síða 17

Fréttablaðið - 16.05.2001, Síða 17
MIÐVIKUDAGUR 16. maí 2001 FRÉTTABLAÐIÐ 17 HVERFISGOTU SIMI 551 9000 www.skifan.is KRINGLUs&M-I Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20 ;T 233 [POKEMON 3 (Isltal) kl^ogelPI [EXIT WONDS H. 5.55, 8 og I0.I0ÍPI jSflVE THE LflST DflNCE kl. 8 og lO.lslPj [NÝISTÍLLINN KEISARANS (isl. tal) kl. 3.5ojjvnr| 1102 DflLMflTlUHUNDUR (ísl. tal) kl. 3.51)1^ Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30 Ienemy AT THE GATES ki. 5.30, 8 og 10.301 (imE WEDDING PLANNER kl. 5.50, 8 og 10.15 [ Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.10 iPRACULA 2001 kl. 6,8 og lp[ Sýnd kl. 6, 8 og 10 ICHERRY FALLS kl. 6, 8 og 101 CROUCHING TIGER... kl. 8 og 10.301 Imalena kl. 6 og 81 |POKEMON 3 ki. e | |MEN of honor kl. 101 KIFGNI&QGINN Fred Durst, forsprakki hljóm- sveitarinnar Limp Bizkit, á sér fleiri hliðar en almennt eru þekktar. Hann hefur verið að reyna fyrir sér . sem kvikmynda- leikstjóri og í sept- ember hefjast tök- ur á fyrstu bíó- myndinni hans í fullri lerigd. Hún nefnist „Life Wit- hout Joe“ og fjallar um hóp fótboltaleikara á ferðalagi sem koma við í smábæ nokkrum. Þar rekast þeir á nokkra furðufugla og sjá sér þann kost vænstan að flýja sem fætur toga inn í skóg. Fred Durst hefur áður leikstýrt myndböndum fyrir hljómsveitina sína. Roger Clinton, hinn alræmdi bróðir fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, var tekinn fullur undir stýri á dögun- um. Nú heldur hann því fram að hann sé alsaklaus og fórnar- lamb lögreglunnar. Lögreglan segist ekki hafa vitað hver hann var, en segulbandsupptök- ur þykja sanna að lögreglumennirnir hafi verið að tala um Clinton einni og hálfri klukku- stund áður en hann var handtekinn. Fyrrum tengdadóttir íslands, Kryddpían Mel B, fær 350.000 pund fyrir að kynna sjónvarpsþátt- inn This Is My Moment. Mel var ráðlagt, af fjár- málasérfræðingum sínum, að herða beltið þar sem tekj- ur hennar hafa dregist saman eftir að vinsældir Kryddpíanna fóru þverrandi. „Peningarnir koma að góðum notum. Hún er ekki að þéna eins mikið og áður“ var haft eftir einum fjármálasérfræðinganna. Mel B tekur við hljóðnemanum af knatt- spyrnumanninum Ian Wright. Hún þarf að selja höllina sína í Bucking- hamskíri og hyggst setjast að við norðurströndina. Brad Pitt, eiginmaður Jennifer Aniston, hyggur á framleiðslu á sinni eigin fatalínu. Pitt hefur tekið höndum saman við fataráðunaut sinn, Todd Shemarya, auk þriggja bún- ingahönnuða frá Hollywood og sam- an ætla þeir að búa til karlmannsföt. Shemarya sagði í samtali við DNR tískutímaritið að fatalínan yrði ekki skírð í höfuðið á leikaranum kyn- þokkafulla. „Brád vill vera þekktur fyrir áhrif sín, ekki sem kvik- myndastjarna, heldur sem einstak- lingur. Því ætlum við ekki að selja nafnið hans. Sean Penn fékk uppreisn æru á kvikmyndahátíðinni í Cannes í gær. Fyrir fjórum mánuðum frum- sýndi hann mynd sína, The Pledge, í Bandaríkjunum. Myndin fékk góða dóma frá gagn- rýnendum en að- sóknin var mjög slök. „Geng ég um með skilti hér í Evrópu sem á stendur: Bjargið myndinni minni? Algörlega, sagði Penn í gríni á blaðamannafundi fyrir sýninguna. „Ég vonast eftir góðum viðtökum, það skiptir mig rniklu." Penn þurfti ekki að gera annað en að nefna það, viðtökurnar voru frábærar og myndinni var hrósað í hástert. Þetta er spennumynd og í henni leikur Jack Nicholson rannsóknarlögreglu- mann í Nevada. Penn sagðist ekki vera bitur út í Bandaríkjamenn fyr- ir að vilja ekki sjá myndina. Hann líkti bransanum við pólitik og sagði uppáhaldsmyndir vera valdar eins og forsetaframbjóðendur. Þetta er þriðja myndin sem Penn leikstýrir en Woody Allen hefur sagt hann vera hæfileikaríkasta leikara Bandaríkjanna. Polar-tónlistarverðlaunin: Deila með sér verðlaunum tónlistarverðlaun Hvað í ósköpunum eiga þýska framúrstefnutónskáldið Karlheinz Stockhausen, bandaríski dægurlagahöfundurinn Burt Bacharach og bandaríski uppfinn- ingamaðurinn Robert Moog sameig- inlegt - fyrir utan að tengjast tónlist hver með sínum hætti? Þeir hlutu allir þrír á mánudag Polar-tón- listarverðlaunin úr hendi Karls Gústafs Svíakonungs. Það var Stickan heitinn Andersson sem stofnaði þessi: verðlaun fyrir tólf árum, en: hann sá á sínum tíma um fjár mál hljómsveitarinnar Abba. Þremenningarnir skipta með sér verðlaununum og fá eina milljón sænskra króna hver í sinn hlut. Á síðasta ári hlutu Bob Dylan og fiðluleikarinn Isaac Stern þessi verð' laun, en meðal fyrri verðlaunahafa eru Paul McCartney, Elton John og Ravi Shankar. ■ tónskAldið og KONUNGURINN Karlheinz Stockhausen tekur við sínum hlut verðlaunanna úr hendi Svíakonungs á mánudag. Tískusýning í Ástralíu: Tískurottur TísKfl Rottur skutust yfir sýningar- brautina á tískusýningu sem var liður í tískuvikunni í Ástralíu á dögunum. Verið var að sýna fatnað frá hönnuðinum Tsubi og munu nagdýrin hafa þótt hæfa þeim vel. Tvöhundruð rottum var sleppt á brautina og ein þeirra drapst þeg- ar hún varð fyrir tjaldstöng. Kon- unglegu dýraverndunarsamtökin í Ástralíu eru nú að rannsaka at- burðinn. Ekki fylgdi sögunni hvað varð um hinar 199 rotturnar. ■ ROTTUR A SÝNINGU Tvö hundruð rottum var sleppt á sýningarbrautina á tískusýningu hönnuðarins Tsubi. L UNDIR GEISLANUM Tvöfaldur „Bill“ Bill Wyman bassaleikari settist ei í helgan stein er hann hætti í Sto- nes. Síðan '97 hefur hann rekið Rhythm Kings og var að koma út 4. plata þeirra. Ryþmakóngarnir spila djassaðan ryþmablús sem Stones- kynslóðin ólst upp við: „gömlu upp- áhaldslögin okkar“, segir Bill. Bill & kó eru frábærir, enda tón- listarkóngar og hefði þótt saga til næsta bæjar ef þessar stjörnur hefðu náðst saman á plötu um '70: Gary Brooker úr Procol Harum, Andy Fairweather Low úr Amen Corner, nú í hljómsveit Claptons, Georgie Fame hljómborðssnilling- ur og söngvari og Albert Lee gítar- snillingur úr Heads, Hands & Feet; gestur í einu lagi (Love letters) er Bítillinn George Harrison. Nýja platan með Bill & kó er BILL WYMAN'S RHYTHM KINCS: DOUBLE BILL tvöföld; heitir því tvöfalda nafni Double Bill. Maggi Einars á Rás 2 lenti á hljómleikum með Kóngun- um í Köben um daginn og varð yfir sig hrifinn. ANDREAJ Kvikmynd frá Bosníu í Cannes: Nöturleiki stríðsins cflNNES. ap Maður les í dagblaði og hristir hausinn: „Þetta er nú meira ástandið í Rúanda," segir hann. Ástæðan fyrir því að þetta er eitt fyndnasta tilsvarið í kvikmyndinni „Einskismannsland" eftir Danis Tanovic er sú, að þessi maður er bosnískur hermaður sem felur sig á bak við víggirðingu og bíður eftir að sjá hreyfingu hinu megin víglínunn- ar hjá Serbum. Tanovic veit hvað hann er að tala um. Hann var að læra kvikmynda- gerð í Sarajevó þegar stríðið braust DANIS TANOVIC Starfaði sem myndatökumaður hjá bosníska hernum, en er nú kominn með eigin bíómynd til Cannes. út og tók meira en 300 klukkustundir af efni á vígstöðvunum fyrir bosn- íska herinn. Nú er hann búinn að gera fyrstu leiknu myndina sína og hún tekur þátt í keppninni á kvikmynda- hátíðinni í Cannes. Myndin fjallar um þrjá hermenn, tvo Bosníumenn og einn Serba, sem lenda saman í skotgröf á einskis- mannslandi á miðri víglínunni. Annar Bosníumanna liggur særður á ósprunginni jarðsprengju og má sig hvergi hæra. Hermenn Sameinuðu þjóðanna neyðast til þess að skerast í leikinn og Tanovic dregur ekki upp fagra mynd af þeim. Þeir virðast ekki hafa hugmynd um hvar þeir eru staddir og skilja ekki einu sinni hverjir aðra, hvað þá heimamenn. ■

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.