Fréttablaðið - 07.06.2001, Blaðsíða 2
KJÖRKASSINN
2
FRETTABLAÐIÐ
7. júní 2001 FIIVIIVITUDACUR
MINNI AKSTUR
Svo virðist sem bensin-
kaupendur ætli ekki að
láta bjóða sér stöðugar
verðhækkanir á bens-
íni. Tveir af hverjum
þremur segjast ætla að
draga úr akstri.
Ætlar þú keyra minna
eftir að bensínið hækkaði?
Niðurstöður gærdagsins
á www.visir.is
iá
33%
Nei
Spurning dagsins í dag:
Mundir þú hætta við utanlandsferð
vegna gengisfalls krónunnar?
Farðu inn á vlsi.is og segðu
þina skoðun I
____________ ^gftft
Ný bresk rannsókn:
Bóluefni gegn
alzheimer
heilsa. Prófanir nýs bóluefnis gegn
alzheimer-sjúkdóminum á fólki eru
skammt á veg komnar en vísinda-
mennirnir sem þróuöu það eru bjart-
sýnir. Segja þeir að aðferð þeirra
gæti valdið „byltingu" í meðferð
sjúklinga, en 80 Bretar, sem hafa
sjúkdóminn á vægu stigi, taka þátt.
BBC-fréttastofan greinir frá því að
fyrstu niðurstöður lyfjafyrirtækisins
Elan Pharma gefi tilefni til bjartsýni.
Harriet Millward, yfirmaður breskr-
ar rannsóknarstofu um alzheimer-
sjúkdóminn er á sama máli: „Auk
þess að bæla niður einkenni sjúk-
dómsins þá benda fyrstu niðurstöð-
urnar til þess að hægt sé að stöðva
framgang hans og snúa tilbaka ...
Þetta er mest spennandi rannsókn á
sjúkdómnum sem nú er í gangi,“ seg-
ir Millward.
Talið er víst að orsök alzheimer sé
að finna í ákveðinni próteinmyndun í
heilanum sem hamlar heilastarfsemi
og leiðir á endanum til dauða. Bólu-
efnið er byggt upp sem afbrigði af
helsta próteininu sem eyðileggur
taugaenda í heilanum. Þannig er því
ætlað að koma af stað ónæmisvið-
brögðum sem koma munu í veg fyrir
framgang sjúkdómsins. „Ef hægt
verður að bólusetja gegn alzheimer,
þá myndum við ákvarða hverjir
væru í áhættuhópum og gefa þeim
mótefnið," segir Dr. Mike Hall yfir-
maður rannsóknarinnar. Langur veg-
ur er þó frá prófunum og að almennri
markaðssetningu. Gangi prófanirnar
vel gætu sjúklingar í fyrsta sinn not-
ið góðs af bóluefninu eftir 4 til 5 ár. ■
...♦—
Ungt fólk fer ekki nógu varlega
Mikil aukning klamydiutilfella hjá ungu fólki bendir til þess að það gæti ekki
varúðar í kynlífi.
kynsiúkdómar Veruleg aukning er á
klamydiusmiti á íslandi, einkum hjá
aldurshópnum 15 til 24 ára. Þetta er
meðal þess sem kemur fram í yfirliti
Landlæknisembættisins um tilkynn-
ingarskylda sjúkdóma „Þetta er
slæmt mál,“ segir Haraldur Briem
smitsjúkdómalæknir. í fyrra grein-
dust 1838 manns með klamydiu, en
fyrstu þrjá mánuðina hafa 552 til-
felli komið upp, þar af 202 í mars-
mánuði.
Haraldur segir að þessarar aukn-
ingar verði einnig vart á Norður-
löndum. „Við virðumst þó vera með
heldur hærra hlutfall smitaðra hér
en þar.“ Haraldur segir að sex af
hverjum tíu smituðum séu konur og
um tíu prósent þeirra eigi eftir að
stríða við þrálátar bólgur í grindar-
holi og ófrjósemisvandamál.
Klamydia er mjög smitandi kyn-
sjúkdómur, einkum hjá yngra fólki
og er erfiður að því leyti að margir
þeir sem fá sjúkdóminn eru ein-
kennalausir svo smitið uppgötvast
seint
Haraldur segir að þessi þróun sé
vísbending um það að ungt fólk gæti
ekki að sér. Hann segir að vissulega
sé ástæða til að hafa áhyggjur af
HIV smiti sem veldur alnæmi, ef
kynhegðun sé með þessum hætti.
„Sem betur er enn sem komið er
HIV smit ekki útbreitt í þessurn ald-
urshópi, en þetta er vísbending um
að smokkurinn sé ekki notaður og að
ekki sé nógu varlega farið í þessurn
málum.
Lifrarbólga C hefur verið tíð
meðal sprautufíkla og segir Harald-
ur það líklega heppni að HIV smit
hafi ekki greinst hjá þessum hópi.
Ilaraldur segir að lekanda hafi nán-
ast verið útrýmt hér á landi, en 16
greindust með þann kynsjúkdóm á
síðasta ári. Hann segir þó að vís-
bendingar séu um að lekandinn sé í
sókn í löndunum í kringum okkur.
Á síðasta ári greindust 10 manns
með HIV smit, en það er svipað og
HARALDUR BRIEM
Ástæða til að hafa áhyggjur af kynhegðun
ungs fólks.
verið hefur undanfarin ár. Haraldur
segir það skelfilegt ef HIV smit yrði
meðal sprautufíkla og ástæður til að
hafa áhyggjur af því ef ungt fólk
gætir ekki varúðar í kynlífi. ■
Davíð segist hafa búist
við minni gengissveiflum
Hann segir hreyfingarnar bæði til góðs og ills. Vitað að flotgengisstefna myndi valda sveiflum.
Ekki mikil áhrif á daglegan rekstur fyrirtækja, segir stjórnarformaður Samherja.
DAVÍÐ ODDSSON
Hann segir að lítið heyrist til þeirra sem vildu gengisfellingu þegar krónan var hvað sterkust.
cencismál „Ég hefði kosið að sveiflur
hefðu verið heldur minni en þær
hafa verið," sagði Davíð Oddsson,
forsætisráðherra, aðspurður um
gengissveiflur krónunnar. Frá ára-
mótum hefur gengi íslensku krón-
unnar lækkað um 16,4 prósent.
Forsætisráðherra bætti því við að
á síðasta ári hefðu fyrirtæki bæði í
sjávarútvegi og iðnaði krafist þess
að gengið yrði lækkað með handafli
sökum sterkrar stöðu krónunnar.
„Það var nú ekki gert, þannig að
þeir aðilar ættu að vera ánægðir með
gengisþróunina núna. En á móti
kemur að það eru ýmsir sem hafa
tekið mjög mikið af lánum í erlendri
mynt og tekjur þeirra eru tengdar
erlendum gjaldmiðlum. Slíkir aðilar
eiga erfitt þegar að svona gengis-
sveiflur verða - á því er enginn
vafi.“
Hann bætti því að lítið hefði
heyrst til þessarra aðila þegar að ís-
lenska krónan var upp á sitt besta.
Ráðherrann sagði að stefnan hefði
haft bæði jákvæð og neikvæð áhrif á
íslenskt efnahagslíf; að vitað hefði
verið fyrirfram að flotgengisstefnan
myndi valda sveiflum á gengi krón-
unnar „á meðan fólk væri að átta sig
á þessu,“ sagði Davíð Oddsson
forsætisráóherra.
Fjölmörg fyrirtæki hafa farið illa
út úr gengisþróuninni og sem dæmi
má nefna að í ársuppgjöri Norður-
ljósa ehf., sem birt var á þriðjudag-
inn, kom fram að lánaskuldbindingar
fyrirtækisins hefðu hækkað um 600
milljónir króna vegna gengislækk-
unar krónunnar.
Finnbogi Jónsson, stjórnarfor-
maður Samherja, telur að gengis-
breytingar hafi ekki mikil áhrif á
daglegan rekstur fyrirtækja. Hann
sagði að til þess að stemma stigu við
gengisbreytingum stýrði fyrirtækið
kaupum og sölu á gjaldeyri eftir
stöðu krónunnar og væntingum
hverju sinni, „en í þessum efnum er
ekki á vísan að róa. Þegar sveiflur
eru miklar getur þetta verið óþægi-
legt,“ sagði Finnbogi.
omarr@frettabladid.is
Kaupsýslumenn eignast Eiða
Ný Gallupkönnun:
Stjórnar-
flokkarnir í
uppsveiflu
stiórnmál Samkvæmt nýrri könnun
Gallups þá bættu stjórnarflokkarnir
við fylgi sitt í síðasta mánuði. Sjálf-
stæðisflokkurinn nýtur nú fylgis 43%
kjósenda og Framsóknarflokkurinn
15%. í fréttum RÚV kom fram að fylgi
stjórnarflokkanna hefur ekki mælst
meira síðan í nóvember á síðasta ári. Þá
hefur stuðningur við ríkisstjórnina
aukist og er fylgi við hana nú 60%.
Fylgi við Samfylkinguna og Vinstri-
græna dalar nokkuð. Samfylkingin nýt-
ur fylgis 19% og Vinstri-grænir 21%.
Frjálslyndir mælast með 2% fylgi.
Rúmlega 17% voru ekki viss um hvað
þau myndu kjósa. Næstum 7% sögðust
myndu skila auðu eða ekki kjósa.
Könnunin var gerð dagana 26.apríl til
28.maí og voru rúmlega 1100 manns í
úrtakinu. RÚV greindi frá. ■
Sigurjón Sighvatsson og Sigurður Gísli Pálmason fá Eiða fyrir 35 milljóna byrjunargreiðslu. Engin skilyrði um
áframhaldandi hótelrekstur. Minnihluti bæjarstjórnar er andvígur sölunni.
alþýðuskólinn á eiðum
Kvikmyndaframleiðandinn Sigurjón Sighvatsson og kaupsýslumaðurinn Sigurður Gísli
Pálmason hafa tryggt sér Eiða.
eicnasala Sigurjón Sighvatsson og Sig-
urður Gísli Pálmason munu eignast
skólastaðinn Eiða. Bæjarstjórn Aust-
ur-Héraðs samþykkti á fundi í gær-
kvöld að selja tvímenningunum stað-
inn fyrir 35 milljónir króna sam-
kvæmt heimildum Fréttablaðsins auk
viðbótargreiðslna síðar.
Björn Hafþór Guðmundsson bæj-
arstjóri segir að sér hafi verið falið að
ganga frá endanlegum samningi við
Sigurjón og Sigurð og að ekkert sé því
til fyrirstöðu af hálfu sveitarfélags-
ins að ganga frá sölunni á næstu dög-
um.
„Hvað okkur varðar höfum við náð
til enda í málinu en nú bíðum við sam-
bærilegarar niðurstöðu hjá kaupend-
unum“ segir Björn Hafþór, sem ekki
segist mega tjá sig um innihald samn-
ingsins fyrr en hann hefur verið und-
irritaður.
Áður hefur komi fram að sveitar-
félagið vildi setja ákveðan skilmála
um nýtingu Eiða. „Menn vilja meðal
annars sjá þarna ákveðna menningar-
starfsemi," segir Björn Hafþór.
Flugleiðahótel hefur samning um
leigu Eiða undir sumarhótel en sá
samingur rennur út í haust og Björn
Hafþór segir að engin skilyrði hafi
verið sett af hálfu bæjarfélagsins um
áframhaldandi hótelrekstur á staðn-
um. „En það er ekkert sem bendir til
þess að það geti ekki verið kostur í
stöðunni til að byrja með,“ segir hann.
Austur-Hérað keypti Eiða af rík-
inu fyrir um 27 milljónir króna en þá
fylgdu með í kaupunum fjórar jarðir
og ýmis húsakostur sem ekki er inni-
falin í sölunni nú. „Við erum að selja
húseignir fyrrverandi Alþýðuskólans
á Eiðum og tvær jarðir að hluta eða
alveg," segir Björn Hafþór en flatar-
mál húsaanna telur hann vera á bilinu
tvö til þrjú þúsund fermetra.
Einn fulltrúi minnihluta F-listans í
bæjarstjórninni greiddi atkvæði gegn
sölunni en tveir félagar hans sátu hjá
við afgreiðslu málsins. Þeir höfðu á
fyrri stigum málsins bókað andstöðu
sína við söluna og varpað frá sér
ábyrgð á málinu. Þeir töldu að aug-
lýsa hefði átt Eiða að nýju til sölu og
freista þess þannig að fá betra verð
fyrir eignina. Björn Hafþór segir hins
vegar að samningaviðræður við
væntanlega kaupendur hefðu þegar
verið komnar í gang og menn hafi
viljað láta á það reyna hvort ekki
væri hægt ljúka þeim. „Ég er mjög
ánægður ef við náum þessari niður-
stöðu. Málið hefur kostað mikinn tíma
og vinnu og við teljum að salan sé
þessi virði ef málinu lyktar á þann
veg sem í stefnir, „ segir bæjarstjór-
inn.
gar@frettabladid.is