Fréttablaðið - 07.06.2001, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 07.06.2001, Blaðsíða 18
HVAÐ BORÐAÐIR ÞÚ I KVÖLDMAT? Jóhannes Felixson, bakari Ég borðaði soðna ýsu með hrísgrjónum. Hjá mér er hollustan í fyrirrúmi. Ég borða fisk minnst tvisvar í viku. Svo var náttúrlega brauð með; það er engin máltið án brauðs. Bæjarferð: Karneval- stemmning á Laugaveg- inum kaupmennska í kvöld verða margar verslanir við Laugaveginn opnar til kl. 20 í tengslum við nýtt átak sem kaupmenn við þessa rómuðu verslun- argötu standa fyrir. Átakið nefnist „bæjarferð" og byrjar það fyrsta fimmtudag í hverjum mánuði og nær hámarki á löngum laugardegi. Dans- arar frá Dansstúdíói Jóhanns Arnars dansa um Laugaveginn, harmonikku- leikarar frá Harmonikufélagi Reykjavíkur spila fyrir gesti og gangandi, fimleikadeild Stjörnunnar sýnir dansa og gefur blöðrur og ann- að góðgæti. ¦ SÆMUNDUR NORÐFJÖRÐ Tækifærin eru til staðar i dag. Spurningin sem við þurfum að velta fyrir okkur er hvernig virkjum við þekkinguna best. Ráðstefha í Salnum í Kópavogi: Virkjun þekkingar pekkincaridnaður. Sæmundur Norð- fjörð, framkvæmdastjóri RSN, segir nú sóknarfæri fyrir íslendinga að huga að nýjum tækifærum og þekk- ingariðnaður sé eitt sem horft er til. Á ráðstefnu, sem er í Salnum í Kópa- vogi kl. 13 í dag, verður fjallað um hvaða ytri aðstæður í þjóðfélaginu séu forsendur þess að við náum að virkja þekkinguna sem best og skapa sem mestu verðmæti. Æðsti yfirmaður Nokia í markaðs- og þróunarmálum, Matt Wisk, mun meðal annarra f jalla um vöxt og þró- un Nokia, en það fyrirtæki var eitt sinn þekkt fyrir skógarhögg og fram- leiðslu vaðstígvéla og er nú leiðandi á fjarskiptamarkaðnum. Að sögn Sæ- mundar hefur hann mikið álit á krafti íslendinga og uppbyggingu íslenskra fyrirtækja. Matt þessi Wisk hefur yf- irumsjón með 700 milljórðum ís- lenskra króna til að fjárfesta í mark- aðs- og þróunarmálum fyrir Nokia Networks. ¦ 18 FRETTABLAÐIÐ 7. júni 2001 FIMMTUPAGUR SumarsýningarKjarvalsstaða: Ekki bara saklaus skreyting MYNDusT „Söfnin gera það gjarnan að vera með sýningar á sumrin sem eru meira fyrir ferðamenn og fólk sem kemur til Reykjavíkur og eru með yf- irlit á hlutum í eigu safnsins," segir Einar Garibaldi Eiríksson sem hefur sett upp aðra af tveimur sumarsýn- ingum Listasafns Reykjavíkur - Kjarvalsstaða. Sýningin ber nafnið Flogið yfir Heklu. „Eg hélt eitt sinn fyrirlestur undir þessu nafni þar sem ég fjallaði um náttúruskynjun og ákvað að koma með hann hingað á Kjarvalsstaði sem hugmynd að sýningu," segir Einar. „Ég valdi Heklu af því að hún er kannski það í náttúru íslands sem til eru elstu myndirnar af. Þannig er hægt að nota hana sem einhvers kon- ar fókuspunkt til þess að lesa sögu sjónskynsins í gegnum tíðina. Það hefði verið mjög einföld og auðveld leið að velja allar helstu og fallegustu Heklumyndirnar okkar og láta þær standa hérna í einhverju þöglu sam- þykki. Það vill oft gleymast að mynd- listin er ekki bara einhver saklaus skreyting til þess að setja upp á vegg heldur aðferð til þess að benda á hluti sem eru mikilvægir í umræðunni." ¦ EINAR CARIBALDI OC HEKLUMYND KJARVALS „Það má segja að þessi sýning sé næstum því eins og fyrirlestur eða dálítil útlegging." FIMMTUDACURINN 7. JUNI Fundir 16.00 Síðasti fundur Landverndar um áhrif og afleiðingar Kárahnjúka- virkjunar. Kristín Einarsdóttir líf- eðlisfraeðingur og fyrrverandi al- þingismaður, kynnir samantekt sína á helstu niðurstöðum fundaraðarinnar, en hún hefur tekið að sér að stjórna þessari umfjöllun fyrir hönd Landverndar. 16:15 mun Catherine O. Ringen pró- fessor við Háskólann í lowa held- ur fyrirlestur í boði fslenska mál- fræðifélagsins í stofu 304 í Árna- garði. Fyrirlesturinn verður á ensku og nefnist „The Feature [spread glottis] in German". Catherine O. Ringen hefur skrifað fjölda greina þar á meðal um sér- hljóðasamræmi í finnsku og ung- versku og íslenska hljóðkerfis- fræði og er nýorðinn ritstjóri tíma- ritsins Nordic Journal of Linguist- 17.00 George Eisler mun flytja fyrirlest- ur um þróun ethernets á vegum IEEE á íslandi í húsakynnum verkfræðideildar HÍ, VR-II stofu 158. Fyrirlesturinn er öllum opinn. George Eisler hefur meira en 30 ára reynslu sem frumkvöðull í há- tækniheiminum og hefur verið virkur þátttakandi í tölvu- og fjar- skiptabyltingunni. Hann hefur unnið að þróun staðla fyrir stað- arnet (LAN) og víðnet (WAN) og leiddi m.a. hóp innan IEEE 802 staðlanefndarinnar sem þróaði gigabit ethernet yfir tvinnaðan koparvír. Cönguferð_____________________ 20.00 Þjóðminjasafn fslands stendur fyrir gönguferð um Hólavallagarð, gamla kirkjugarðinn við Suður- götu. Lagt verður af stað frá þjón- ustuhúsinu við Ljósvallagötu. Sjá nánar hér á opnunni. Tónleikar_________________________ 19.30 Lokatónleikar starfsárs Sínfóníu- hljómsveitarinnar. Tónleikarnir eru að venju I Háskólabíói og til- heyra gulri áskriftaröð. Á efnis- skránni eru 6. sinfónía Beet- hovens, Pastoralsinfónlan, og Vor- blótið eftir Igor Stravinskí. Hljóm- sveitarstjóri er aðalhljómsveitar- stjóri hljómsveitarinnar til margra ára, Petri Sakari. 21.00 Szymon Kuran fiðluleikari, Hafdfs Bjarnadóttir rafgítarleikari og Kuran kompaní með tónleika í kvöld: Piparbræðingur Kurans tónlist „Við Szymon höfum verið að starfa saman sem Kuran kompaní í eitt ár," seg- ir Hafdís Bjarnadóttir gítar- leikari. Þau Szymon Kuran fiðluleikari halda tónleika í kvöld ásamt Þórdísi Claessen slagverksleikara í Húsi mál- arans. „Við tvö höfum verið uppistaðan í Kuran kompaní, gítar og fiðla, en stundum hafa fleiri spilað með okkur." Hafdís segir erfitt að skil- greina tónlistina sem þau ætla að leika í kvöld. „Þetta er blanda úr mörgum tónlistar- stefhum. Við köllum músíkina piparbræðing. Núna ætlum við að leika okkur með ein- hvern latín-fíling Það er af því Þórdís er vel inni í þeirri tónlist og hún passar vel við slagverkið. En svo verðum við með einhvern graut, með áherslu á frjálsan spuna og oft gerist eitthvað mjög óvænt á tónleikunum," segir Þórdís. Szymon Kuran er nýkom- inn frá Póllandi þar sem hann var að flytja tónverkið sitt Requiem, sem nýlega kom út á geisladisk og hefur hvar- vetna fengið góða dóma. „Samstarf okkar Szymons Kuran byrjaði fyrir ári þegar HAFDfS BJARNADÓTTIR OC ÞÓRDÍS CLAESSEN Þær leika með Szymon Kuran á annarri hæð í Húsi málarans. við hittumst á tónleikum og fórum að kjafta saman," heldur Hafdís áfram. „Þá kom í ljós að við vorum með svipaðar hugmyndir i gangi. Svo hringdi hann í mig og var þá með tónleikaröð á Næsta bar þar sem hann spilaði með ýmsum í ýmsum samsetningum og hann hringdi í mig og spurði hvort ég væri til í að glamra með sér. Það var ekki nema viku fyrirvari en ég sagði já þótt við hefðum aldrei spilað saman. Svo mættum við bara á svæðið og tókum einhverj- ar æfingar og þetta gekk mjög vel, það var skemmti- leg stemmning, mikið spunn- ið á staðnum og okkur fannst svo gaman að við ákváðum að halda þessu áfram. Við náum einhvern veginn svo skemmtilega að fylgja hvort öðru þegar við erum að spin- na, þá eltum við einhvern veginn hvort annað í spunan- um. Það er einmitt mjög auð- velt að ná svona tengingu þegar það eru bara tveir að spinna eða fáir." Kuran kompaní verður með tónleika fyrsta fimmtu- dag hvers mánaðar nú í sum- ar í Húsi málarans. ¦ Þórdis Claessen slagverksleikari leika tónlist sem þau kjósa að kalla piparbræðing. Szymon og Hafdís mynda saman í dúettinn Kuran Kompaní, en hugmyndin á bak við kompaníið er að það geti stækkað og minnkað eftir stemn- ingu hverju sinni og orðið stór- hljómsveit ef svo ber undir. 21.00 Hip hop kvöld á Cauk á Stöng. Fram koma Ty og DJ Biznizz. Subterranen (kemur saman á ný í þetta eina skipti) og M.A.T. sjá um upphitunina. Aldurstakmark er 18 ár og það kostar 850 krónur inn. Leiksýningar 20.00 Seinni aukasýningin á Platanov eftir Anton Tékov I Hafnarfjarð- arleikhúsinu. Útskrifarhópur leik- listarnema við Listháskóla íslands hefur að undanförnu sýnt þetta verk við miklar vinsældir, en leik- ritið fjallar um samkvæmi á óð- alssetri ekkju nokkurrar sem áður en dagur rís fer gersamlega úr böndunum. 20.00 Pikusögur eru sýndar á þriðju hæð Borgarleikhússins. Höfund- ur leikritsins er Eve Ensler og Sig- rún Edda Björnsdóttir leikstýrir. Með hlutverkin fara leikkonurnar Halldóra Geirharðsdóttír, Jóhanna Vigdís Arnardóttir og Sóley Elías- dóttir. 20.00 Feðgar á ferð er sprellfjörug kvöldstund I Iðnó sem feðgamir Árni Tryggvason og Örn Árnason hafa samið og flytja einnig. Þetta er upprifjun á brotum úr gömlum revíum sem voru ein vinsælasta skemmtun Islendinga um miðja síðustu öld. Gönguferð um gamla kirkjugarðinn: Best varðveitti 19* aldar garður Evrópu minjar Þjóðminjasafn íslands stendur í dag fyrir gönguferð um Hólavallagarð, kirkjugarð- inn við Suðurgötu. Gangan hefst klukkan 20 og verður lagt af stað frá þjónustuhúsinu við Ljósvallagötu. Hólavallagarður, eða kirkjugarðurinn við Suður- götu, eins og hann er oft nefnd- ur, er af mórgum talinn einn best varðveitti 19. aldar kirkju- garður í Evrópu. Þar gefur að líta flestallar tegundir og formgerðir minningarmarka og má fylgja þróun á gerð þeir- ra allt frá því að fyrst var graf- ið í garðinum árið 1838 til dagsins í dag. Gunnar Bollason sagnfræðingur hjá Þjóðminja- safninu fer fyrir gönguhópn- um og lýsir nokkrum merkum minningarmörkum, formgerð- um þeirra, smíði og táknmáli þeirra auk þess sem persónu- sögu verða gerð nokkur skil. Gert er ráð fyrir að göngu- ferðin taki um 40 mínútur. Lagt er til að góngumenn komi vel skóaðir þar sem stígar eru víða mjóir og torfærír og klæddir eftir veðri. Gangan verður endurtekin á sunnu- daginn, á sjómannadaginn, og verður lagt upp frá sama stað klukkan 16. ¦ HÓLAVALLAGARÐUR Um þessar mundir er nýlokið skráningu og Ijósmyndun allra minningarmarka í garðinum sem náð hafa hundrað ára aldri.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.