Fréttablaðið - 07.06.2001, Blaðsíða 18
18
FRÉTTABLAÐIÐ
HVAÐ BORÐAÐIR ÞÚ f
KVÖLDMAT?
Jóhannes Felixson,
bakari
Ég borðaði soðna ýsu með hrísgrjónum. Hjá
mér er hollustan í fyrirrúmi. Ég borða fisk
minnst tvisvar i viku. Svo var náttúrlega
brauð með; það er engin máltið án brauðs.
Bæjarferð:
Karneval-
stemmning
á Laugaveg-
inum
kaupmENNSKA í kvöld veröa margar
verslanir við Laugaveginn opnar til
kl. 20 í tengslum viö nýtt átak sem
kaupmenn viö þessa rómuöu verslun-
argötu standa fyrir. Átakið nefnist
„bæjarferð" og byrjar það fyrsta
fimmtudag í hverjum mánuöi og nær
hámarki á löngum laugardegi. Dans-
arar frá Dansstúdíói Jóhanns Arnars
dansa um Laugaveginn, harmonikku-
leikarar frá Harmonikufélagi
Reykjavíkur spila fyrir gesti og
gangandi, fimleikadeiid Stjörnunnar
sýnir dansa og gefur blöðrur og ann-
að góðgæti. ■
SÆMUNDUR NORÐFJÖRÐ
Tækifærin eru til staðar í dag. Spurningin
sem við þurfum að velta fyrir okkur er
hvernig virkjum við þekkinguna best.
Ráðstefna í Salnum í
Kópavogi:
Virkjun
þekkingar
pekkingariðnaður. Sæmundur Norð-
fjörð, framkvæmdastjóri RSN, segir
nú sóknarfæri fyrir íslendinga að
huga að nýjum tækifærum og þekk-
ingariðnaður sé eitt sem horft er til.
Á ráðstefnu, sem er í Salnum í Kópa-
vogi kl. 13 í dag, verður fjallað um
hvaða ytri aðstæður í þjóðfélaginu
séu forsendur þess að við náum að
virkja þekkinguna sem best og skapa
sem mestu verðmæti.
Æðsti yfirmaður Nokia í markaðs-
og þróunarmálum, Matt Wisk, mun
meðal annarra f jalla um vöxt og þró-
un Nokia, en það fyrirtæki var eitt
sinn þekkt fyrir skógarhögg og fram-
leiðslu vaðstígvéla og er nú leiðandi á
fjarskiptamarkaðnum. Að sögn Sæ-
mundar hefur hann mikið álit á krafti
íslendinga og uppbyggingu íslenskra
fyrirtækja. Matt þessi Wisk hefur yf-
irumsjón með 700 milljörðum ís-
lenskra króna til að fjárfesta í mark-
aðs- og þróunarmálum fyrir Nokia
Networks. ■
7. júní 2001 FIMMTUPAGUR
Sumarsýningar Kj arvalsstaða:
Ekki bara saklaus
skreyting
MYNDiisT „Söfnin gera það gjarnan að
vera með sýningar á sumrin sem eru
meira fyrir ferðamenn og fólk sem
kemur til Reykjavíkur og eru með yf-
irlit á hlutum í eigu safnsins," segir
Einar Garibaldi Eiríksson sem hefur
sett upp aðra af tveimur sumarsýn-
ingum Listasafns Reykjavíkur -
Kjarvalsstaða.
Sýningin ber nafnið Flogið yfir
Heklu. „Eg hélt eitt sinn fyrirlestur
undir þessu nafni þar sem ég fjallaði
um náttúruskynjun og ákvað að koma
með hann hingað á Kjarvalsstaði sem
hugmynd að sýningu," segir Einar.
„Ég valdi Heklu af því að hún er
kannski það í náttúru íslands sem til
eru elstu myndirnar af. Þannig er
hægt að nota hana sem einhvers kon-
ar fókuspunkt til þess að lesa sögu
sjónskynsins í gegnum tíðina. Það
hefði verið mjög einföld og auðveld
leið að velja allar helstu og fallegustu
Hekiumyndirnar okkar og láta þær
standa hérna í einhverju þöglu sam-
þykki. Það vill oft gleymast að mynd-
listin er ekki bara einhver saklaus
skreyting til þess að setja upp á vegg
heldur aðferð til þess að benda á hluti
sem eru mikilvægir í umræðunni." ■
EINAR GARIBALDI OG HEKLUMYND KJARVALS
„Það má segja að þessi sýning sé næstum því eins og fyrirlestur eða dálitil útlegging."
FIMMTUDAGURINN
__________7. JUNÍ__________
Fundir_____________________________
16.00 Síðasti fundur Landverndar um
áhrif og afleiðingar Kárahnjúka-
virkjunar. Kristín Einarsdóttir líf-
eðlisfræðingur og fyrrverandi al-
þingismaður, kynnir samantekt
sína á helstu niðurstöðum
fundaraðarinnar, en hún hefur
tekið að sér að stjórna þessari
umfjöllun fyrir hönd Landverndar.
16:15 mun Catherine O. Ringen pró-
fessor við Háskólann í lowa held-
ur fyrirlestur í boði íslenska mál-
fræðifélagsins í stofu 304 í Árna-
garði. Fyrirlesturinn verður á
ensku og nefnist „The Feature
[spread glottisj in German".
Catherine O. Ringen hefur skrifað
fjölda greina þar á meðal um sér-
hljóðasamræmi í finnsku og ung-
versku og íslenska hljóðkerfis-
fræði og er nýorðínn ritstjóri tíma-
ritsins Nordic Journal of Linguist-
ics.
17.00 George Eisler mun flytja fyrirlest-
ur um þróun ethernets á vegum
IEEE á íslandi í húsakynnum
verkfræðideildar Hl, VR-II stofu
158. Fyrirlesturinn er öllum opinn.
George Eisler hefur meira en 30
ára reynslu sem frumkvöðull í há-
tækniheiminum og hefur verið
virkur þátttakandi í tölvu- og fjar-
skiptabyltingunni. Hann hefur
unnið að þróun staðla fyrir stað-
arnet (LAN) og víðnet (WAN) og
leiddi m.a. hóp innan IEEE 802
staðlanefndarinnar sem þróaði
gigabit ethernet yfir tvinnaðan
koparvír.
Gönguferð__________________________
20.00 Þjóðminjasafn fslands stendur
fyrir gönguferð um Hólavallagarð,
gamla kirkjugarðinn við Suður-
götu. Lagt verður af stað frá þjón-
ustuhúsinu við Ljósvallagötu. Sjá
nánar hér á opnunni.
Tónleikar__________________________
19.30 Lokatónleikar starfsárs Sinfóníu-
hljómsveitarinnar. Tónleikarnir
eru að venju f Háskólabíói og til-
heyra gulri áskriftaröð. Á efnis-
skránni eru 6. sinfónía Beet-
hovens, Pastoralsinfónfan, og Vor-
blótið eftir Igor Stravinskí. Hljóm-
sveitarstjóri er aðalhljómsveitar-
stjóri hljómsveitarinnar til margra
ára, Petri Sakari.
21.00 Szymon Kuran fiðluleikari, Hafdís
Bjarnadóttir rafgítarleikari og
Kuran kompaní með tónleika í kvöld:
Piparbræðingur Kurans
tónlist „Við Szymon höfum
verið að starfa saman sem
Kuran kompaní í eitt ár,“ seg-
ir Hafdís Bjarnadóttir gítar-
leikari. Þau Szymon Kuran
fiðluleikari halda tónleika í
kvöld ásamt Þórdísi Claessen
slagverksleikara í Húsi mál-
arans. „Við tvö höfum verið
uppistaðan í Kuran kompaní,
gítar og fiðla, en stundum
hafa fleiri spilað með okkur.“
Hafdís segir erfitt að skil-
greina tónlistina sem þau
ætla að leika í kvöld. „Þetta er
blanda úr mörgum tónlistar-
stefnum. Við köllurn músíkina
piparbræðing. Núna ætlum
við að leika okkur með ein-
hvern latín-fíling Það er af
því Þórdís er vel inni í þeirri
tónlist og hún passar vel við
slagverkið. En svo verðum
við með einhvern graut, með
áherslu á frjálsan spuna og
oft gerist eitthvað mjög
óvænt á tónleikunum," segir
Þórdís.
Szymon Kuran er nýkom-
inn frá Póllandi þar sem hann
var að flytja tónverkið sitt
Requiem, sem nýlega kom út
á geisladisk og hefur hvar-
vetna fengið góða dóma.
„Samstarf okkar Szymons
Kuran byrjaði fyrir ári þegar
HAFDÍS BJARNADÓTTIR OG ÞÓRDÍS CLAESSEN
Þær leika með Szymon Kuran á annarri hæð í Húsi málarans.
við hittumst á tónleikum og
fórum að kjafta saman,“
heldur Hafdís áfram. „Þá
kom í ljós að við vorum með
svipaðar hugmyndir í gangi.
Svo hringdi hann í mig og
var þá með tónleikaröð á
Næsta bar þar sem hann
spilaði með ýmsum í ýmsum
samsetningum og hann
hringdi í mig og spurði hvort
ég væri til í að glamra með
sér. Það var ekki nema viku
fyrirvari en ég sagði já þótt
við hefðum aldrei spilað
saman. Svo mættum við bara
á svæðið og tókum einhverj-
ar æfingar og þetta gekk
mjög vel, það var skemmti-
leg stemmning, mikið spunn-
ið á staðnum og okkur fannst
svo gaman að við ákváðum
að halda þessu áfram. Við
náum einhvern veginn svo
skemmtilega að fylgja hvort
öðru þegar við erum að spin-
na, þá eltum við einhvern
veginn hvort annað í spunan-
um. Það er einmitt mjög auð-
velt að ná svona tengingu
þegar það eru bara tveir að
spinna eða fáir.“
Kuran kompaní verður
með tónleika fyrsta fimmtu-
dag hvers mánaðar nú í sum-
ar í Húsi málarans. ■
Þórdís Claessen slagverksleikari
leika tónlist sem þau kjósa að
kalla piparbræðing. Szymon og
Hafdís mynda saman í dúettinn
Kuran Kompaní, en hugmyndin á
bak við kompaníið er að það geti
stækkað og minnkað eftir stemn-
ingu hverju sinni og orðið stór-
hljómsveit ef svo ber undir.
21.00 Hip hop kvöld á Gauk á Stöng.
Fram koma Ty og DJ Biznizz.
Subterranen (kemur saman á ný í
þetta eina skipti) og M.A.T. sjá um
upphitunina. Aldurstakmark er 18
ár og það kostar 850 krónur inn.
Leiksýningar________________________
20.00 Seinni aukasýningin á Platanov
eftir Anton Tékov í Hafnarfjarð-
arieikhúsinu. Útskrifarhópur leik-
listarnema við Listháskóla fslands
hefur að undanförnu sýnt þetta
verk við miklar vinsældir, en leik-
ritið fjallar um samkvæmi á óð-
alssetri ekkju nokkurrar sem áður
en dagur rís fer gersamlega úr
böndunum.
20.00 Píkusögur eru sýndar á þriðju
hæð Borgarleikhússins. Höfund-
ur leikritsins er Eve Ensler og Sig-
rún Edda Björnsdóttir leikstýrir.
Með hlutverkin fara leikkonurnar
Halldóra Geirharðsdóttir, Jóhanna
Vigdís Arnardóttir og Sóley Elías-
dóttir.
20.00 Feðgar á ferð er sprellfjörug
kvöldstund í Iðnó sem feðgarnir
Árni Tryggvason og Örn Árnason
hafa samið og flytja einnig. Þetta
er upprifjun á brotum úr gömlum
revíum sem voru ein vinsælasta
skemmtun Islendinga um miðja
síðustu öld.
Gönguferð um gamla kirkjugarðinn:
Best varðveitti
19. aldar
garður Evrópu
minjar Þjóðminjasafn íslands
stendur í dag fyrir gönguferð
um Hólavallagarð, kirkjugarð-
inn við Suðurgötu. Gangan
hefst klukkan 20 og verður
lagt af stað frá þjónustuhúsinu
við Ljósvallagötu.
Hólavallagarður, eða
kirkjugarðurinn við Suður-
götu, eins og hann er oft nefnd-
ur, er af mörgum talinn einn
best varóveitti 19. aldar kirkju-
garður í Evrópu. Þar gefur að
líta flestallar tegundir og
formgerðir minningarmarka
og má fylgja þróun á gerð þeir-
ra allt frá því að fyrst var graf-
ið í garðinum árið 1838 til
dagsins í dag. Gunnar Bollason
sagnfræðingur hjá Þjóðminja-
safninu fer fyrir gönguhópn-
um og lýsir nokkrum merkum
minningarmörkum, formgerð-
um þeirra, smíði og táknmáli
þeirra auk þess sem persónu-
sögu verða gerð nokkur skil.
Gert er ráð fyrir að göngu-
ferðin taki um 40 mínútur.
Lagt er til að göngumenn komi
vel skóaðir þar sem stígar eru
víða mjóir og torfærir og
klæddir eftir veðri. Gangan
verður endurtekin á sunnu-
daginn, á sjómannadaginn, og
verður lagt upp frá sama stað
klukkan 16. ■
HÓLAVALLAGARÐUR
Um þessar mundir er nýlokið skráningu og Ijósmyndun allra minningarmarka í garðinum sem náð hafa
hundrað ára aldrí.