Fréttablaðið - 07.06.2001, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 07.06.2001, Blaðsíða 12
12 FRÉTTABLAÐIÐ 7. júní 2001 FIMMTUDACUR Ákvarðanir í umhverfismálum: Ohlutdrægt mat? nýsköpun Óli Halldórsson meistara- nemi í umhverfisfræði við Háskóla íslands var einn þeirra sem fékk út- hlutað styrk til rannsóknarverkefnis hjá Nýsköpunarsjóði í fyrradag. Rannsóknarverkefnið f jallar um mat á umhverfisáhrifum sem tæki til ákvarðanatöku í umhverfismálum. Styrkurinn er til tveggja mánaða og að sögn Óla er markmið rannsóknar- innar að kanna stöðu, hæfi og rétt þeirra aðila sem fella dóma um um- hverfisáhrifin og taka ákvarðanir þar að lútandi. Að því mati koma Skipulagsstofnun, umhverfisráðu- neytið og sveitastjórnir sem eru framkvæmdaleyfisveitendur. Óli ætlar að komast að því hvort ákveðn- ar tilhneigingar séu ríkjandi í niður- stöðum þessara aðila. Er það eðli til- tekinna aðila að komast iðulega að sömu niðurstöðu um ágreiningsmál í þessum efnum eða eru niðurstöður misjafnar eftir eðli tilfella hverju sinni? Hann hefur ákveðnar hug- myndir við upphaf rannsóknar sinn- ar en það mun væntanlega koma í ljós að tveimur mánuðum liðnum hvort þær eiga við rök að styðjast. ■ NÁMSMENN STYRKTIR Páii Skúlason rektor Háskóla íslands, Björn Bjarnason menntamálaráðherra og Haf- steinn Helgason verkfræðingur við úthlut- un 150 styrkja úr Nýsköpunarsjóði Tékkland: Kúariða greind prag. flp. Grunur leikur á að riða hafi greinst í Tékklandi í ákveðinni kú sem slátrað var þar í landi nýlega. Frekari rannsóknir munu leiða sannleikann í ljós á föstudaginn, segja yfirvöld. Þetta yrði í fyrsta sinn sem kúariða greindist í Tékklandi, en kjöt- og beinamjöl handa búfénaði er bannað í landinu. Talsmaður yfirdýralæknis landsins greindi frá því að strangar varrúðarráðstafanir hafi verið gerðar á bóndabýlinu þar sem sjúkdómurinn greindist. Sagði hann að sjúkdómur- inn gæti hafa borist í viðkomandi kú með unninni mjólk þegar hún var kálfur. Stutt er síðan Tékkar hófu rann- sóknir sínar á nautakjöti vegna kúar- iðu og hafa alls yfir 10 þúsund naut- FJÓS í TÉKKLANDI Dýralæknar telja sig hafa fundið kúariðu I kú sem slátrað var úr hjörðinni á myndinni. gripir verið skoðaðir síðan í janúar. Talið er að kúariða valdi Creutzfeld- Jacob-sjúkdóminum sem dregið hefur yfir 80 manns til dauða í Bretlandi. ■ Bandaríkin: Napster rær lífróður san FRflNcisco. ap. Hinn umdeildi tón- listarmiðill á Netinu, Napster, hefur gert samning við þrjú stór útgáfufyr- irtæki um að koma á fót áskriftar- þjónustu fyrir netverja í sumar. Samningurinn gæti reynst eina von fyrirtæksins til að lifa áfram í ein- hverri mynd eftir lögbannið sem sett var á það í mars sl. Sumir markaðs- sérfræðingar telja samninginn benda til þess að stóru útgáfufyrirtækin séu að læsa klónum um tónlistarmarkað- inn á Netinu og því sé Napster-hug- sjónin úr sögunni. Samningurinn, sem er við MusicNet færir fyrirtæk- ið í átt að hefðbundinni og lögmætri útgáfustarfsemi, en meðal eigenda MusicNet eru risarnir AOL Time Warner, Bertelsmann, EMI og Real- Networks. Fyrirhuguð áskriftarþjón- usta mun gera notendum kleift að taka tónlist af netinu gegn ákveðnu gjaldi. Napster hefur einnig ákveðið að koma á fót kerfi nú í sumar sem tryggja mun lagahöfundum og út- gáfufyrirtækjum höfundagreiðslur fyrir notkun á lögum þeirra. Forstjóri samkeppnisaðilans MP3.com, Michael Robertson, gaf lítið fyrir samninginn milli Napster og MusicNet, en hann telur hvorugt fyrirtæki hafa yfir þeirri tækni að búa sem þarf til að komast af. „Þeir hafa byggt spilaborg ofan á aðra spilaborg," segir Robertson. Reiknað er með að Napster breyti þjónustu EFTIR DÓMINN í MARS Shawn Fanning (t.v.) stofnandi Napster ásamt Hank Barry, framkvæmdastjóra Nap- ster á blaðamannafundi fyrir utan dóms- húsið í San Francisco. sinn í júlí til samræmis við samning- inn.B Flensborgarskólinn auglýsir Við tökum á móti umsóknum frá nýnemum og nemendum sem vilja flytjast milli skóla kl. 8.30-18.00 í dag. Námsráðgjafi, aðstoðarskólameistari og umsjónarkennarar verða til viðtals. Innritað er samkvæmt nýrri námskrá og þurfa foreldrar að staðfesta umsóknir umsækjenda sem eru undirsjálfræðisaldri. Nemendur geta sótt um að skrá sig í eftirfarandi brautir: Almenn námsbraut Félagsfræðibraut íþróttabraut Listnámsbraut Málabraut Náttúrufræðibraut Uppeldisbraut Upplýsinga- og fjölmiðlabraut Viðskiptabraut. Inntaka á þessar brautir ræðst af þátttöku. Hægt er að flytja nám af almennri braut, styttri braut eða starfsnámsbraut yfir á stúdentsbraut. Nemendur sem eru með góðar einkunnir úr grunnskóla geta sótt um sérþjónustu innan skólans. Nemendur sem gert hafa hlé á námi sínu í Flensborgarskólanum en óska að taka upp þráðinn að nýju þurfa að staðfesta slíkt í síðasta lagi 7. júní. Nemendur sem koma með nám úr öðrum skólum þurfa að staðfesta slíkt með viðurkenndum prófgögnum. Vakin er athygli á því að Flensborgarskólinn býður afbragðs þjónustu á sviði upplýsinga- og tölvutækni og að nemendum stendur til boða að nota fartölvur með þráðlausu sambandi við skólanetið. Nánari upplýsingar er að finna á vef skólans þar með talið umsóknareyðublað. http://www.flensborg.is netfang: flensborg@flensborg.is Sími: 5650400 Myndsími: 5650491 Skólameistari. FLENSBORGARSKOUNN í HAFNAREIRÐI Kjör þrosk dregist óeðl Þroskaþjálfar greiða atkvæði um samning við launanefnd Reykjavíkurborgar hafa verið tilbúna að kjarabarátta Birgir Bjöm Sigurjónsson formaður samninganefndar Reykjavík- urborgar segir kjör þroskaþjálfa hafa dregist óeðlilega mikið aftur úr kjörum annarra fagstétta og telur mál til kom- ið að bæta þar verulega úr. Byrjunar- laun þroskaþjálfa eftir þriggja ára há- skólanám eru nú 101 þúsund krónur og fara í 109 þúsund eftir 18 ár í starfi. Sólveig Steinsson formaður þroska- þjálfafélagsins, sem telur eðlilegt að launakjör séu miðuð við önnur félög inn- an Bandalags há- skólamanna, segir „þegar þróun heild- arlauna hjá þessum félögum og þróun meðal dagvinnu- launa er skoðuð út frá því hvernig þetta lítur út hjá þroskaþjálfum, kemur í ljós mikill og stór munur.“ Nú hefur verið undirrit- aður samningur við launanefnd sveitar- félaganna sem fer til atkvæðagreiðslu þroskaþjálfa á laug- ardag. Þá á enn eftir að semja við hina tvo aðilana sem að málinu koma, Reykjavíkurborg og rík- ið. Birgir segir nefnd sína hafa verið tilbúna að bjóða þroskaþjálfum í Reykjavík ríflega 30% hækkun við undirritun samnings og 50% launa- hækkun á samningstímanum auk frel ari leiðréttinga vegna starfsmatsker is. Þetta segir hann verulega hærri pr sentutölu en nokkrum öðrum hópi ha verið boðin. Núna segir hann stöðuna málinu vera þá að Reykjavíkurboi vilji gera samning sem er eins í öllui atriðum og sá sem undirritaður hefi verið við samninganefnd sveitarfélag Það þýðir á milli 35 og 40% upphaf hækkun. Sólveig Steinsson formaði þroskaþjálfafélagsins, sem segir að þ< Efling verk og tæknimenntunar: Þrír hlutu viðurkenningu menntun Þrír hlutu viðurkenningu fyr- ir eflingu stærðfræðimenntunar sem Hagsmunafélag um verk- og tækni- menntun veita. Þeir sem það hljóta eru Anna Kristjánsdóttir, prófessor við Kennaraháskóla íslands, Ari Ólafsson, dósent við Háskóla íslands og Meyvant Þórólfsson, kennsluráð- gjafi hjá Fræðslumiðstöð Reykjavík- ur. Anna Kristjánsdóttir hlýtur viður- kenninguna fyrir ötult starf að fram- gangi stærðfræðinnar í skólum og á opinberum vettvangi. Ari Ólafsson og Meyvant Þórólfsson hafa unnið saman og hvor í sínu lagi að verkefnum til að styrkja stöðu stærðfræði og raunvís- inda í skólakerfinu. Verk þeirra hafa bæði beinst að því að efla kennslu í greinunum og að auka áhuga ungs fólks á raunvísindanámi. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.