Fréttablaðið - 07.06.2001, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 07.06.2001, Blaðsíða 8
8 FRÉTTABLAÐIÐ 7. júní 2001 FIMMTUPACUR FRETTABLAÐIÐ Útgáfufélag: Fréttablaðið ehf. Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjóri: Einar Karl Haraldsson Fréttastjóri: Pétur Gunnarsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Þverholti 9, 105 Reykjavik Aðalsfmi: 515 75 00 Slmbréf á fréttadeildr 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Slmbréf á auglýsingadeild: 515 75 16 Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Fréttablaðið ehf. Plötugerð: ÍP-prentþjónustan ehf. Prentun: (safoldarprentsmiðja hf. Dreifing: Póstflutningar ehf. Fréttaþjónusta á Netinu: Vlsir.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis til allra heimila á höf- uðborgarsvæðinu. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta altt efni blaðsins I stafrænu formi og 1 gagnabönkum án endurgjalds. | BRÉF TIL BLAÐSINS alvörumAl Skrifa þarf af þekkingu um býflugurnar og ósonlagið. Eyðing óson- lagsins Auður Ingólfsdóttir skrifar umhverfi Bakþankar Þráins Bertels- sonar, sem birtust í Fréttabréfinu í morgun undir fyrirsögninni „Ósón- Iagið og býflugurnar" lýsa svo mikilli vanþekkingu að ótrúlegt er að blað með virðingu skuli birta slíkt. Dálka- höfundur er ekki að fara í felur með að hann sé ekki alveg með þetta allt á hreinu: „Efnafræðilega séð er ég nú ekki með alveg á hreinu hvernig þetta ósonlag virkar..." segir á einum stað. Og nokkru síðar „Ég þori ekki að fullyrða, án þess að ráðfæra mig við sérfræðinga..." Best hefði verið ef dálkahöfundur hefði haft vit á því að annað hvort afla sér ofurlítilla upplýsinga, eða skrifa einfaldlega um eitthvað annað. í greininni ruglar Þráinn saman þynningu ósonlagsins og breytingu á loftslagi jarðar af völdum gróðurhúsaáhrifa, sem er langt frá því að vera sami hluturinn. í ljósi þess að loftslagsbreytingar af manna völdum teljast vera með stær- ri málum sem mannkyn þarf að glíma við um þessar mundir, og þeirrar staðreyndar að hegðun einstak- linga skiptir miklu máli í því hvernig þau mál þróast - er ákaflega bagalegt þegar á baksíðu blaðs sem er dreyft í flest hús landsins skuli slíkt bull vera birt. Ég ætla ekki að rekja allar vit- Ieysurnar og misskilninginn sem birtist í dálkinum, því þá yrðu þessi skilaboð lengri en svo að nokkur nenni að lesa, en bendi á að upplýs- ingar um eyðingu ósonlagsins, gróð- urhúsaáhrif og ýmis fleiri umhverf- ismál er hægt að nálgast víða, t.d. á heimasíðu Hollustuverndar undir mengunarsviði. ■ Eiga jjölmiðlar aðjjalla um kvennaíþróttir? Ekki eru allir á eitt sáttir um aukna umfjöllun fjölmiðla á kvennaí- þróttum. Þykir sumum sem ekki sé réttlætanlegt að fjalla um greinar eins og knattspyrnu kvenna þar sem leikir þeirra séu sjaldan fjölsóttir. En er eina réttlætingin fyrir því að fjall- að sé um viðburð sú að margir séu á —♦— vettvangi? Eða er hægt að færa rök fyrir því að séu við- burðir á annað borð áhugaverðir þá sé ástæða til að fjalla um þá? Knattspyrna kvenna er ef til vill ekki áhugaverð á sömu forsendum og knattspyrna karla. Til þess er munur á líkamsburðum of mikill, hraðinn og styrkurinn kemur fram í leik karl- „Vilji til þess að einbeita sér meira að boltanum en manninum" Fjölmargar skoðanir uppi um þorskhrunið Tilraun til að greina fimm ólík sjónarmið um ástæður minnkandi þorskstofns og hvernig bregðast eigi við. þorskveiðin Svört skýrsla Hafrann- sóknastofnunar hefur verið kynnt og kemur þar fram að veiðistofn þorsks er kominn niður í 600 þúsund tonn og hafi verið ofmetinn um 300 þúsund tonn í fiskveiðiráðgjöf fyrir ári. Sam- kvæmt 25% aflareglu ætti veiðin úr þorskstofninum að vera um 150 þús- und tonn á næsta fiskveiðiári, sem hefst 1. september, en verður 190 þús- und tonn samkvæmt þeirri reglu sem sjávarútvegsráð- herra setti í fyrra að sveiflur milli ára mættu ekki nema meir en 30 þúsund tonnum. Eins og vænta mátti eru sterk viðbrögð við skýrslu Hafrann- sóknastofnunar. Svokallaðir hags- munaaðilar hafa tjáð sig svo og for- svarsmenn opinberra stofnana. En fróðlegt er að skoða þau viðhorf sem uppi eru þegar þau hafa verið aftengd hagsmunaaðilum og persónum sem halda þeim fram. „Sóknin síð- astliðna hálfa öld hefur verið allt of mikil." — 1 OFNYTING ÞORSKSTOFNSINS Allt frá 1960 hafa veiðarnar að öllu jöfnu ekki verið sjálfbærar. Á þess- um tíma hefur veiðihlutfallið verið 25% meira en skynsamlegt má telja. Allt of oft hefur heilarkvóti verið um- fram ráðgjöf fiskifræðinga. Þorskafli umfram ráðgjöf hefur verið misjafn- lega mikill frá 1984. Hann var t.d. 120 þúsund tonn umfram ráðgjöf 1985. Þessi umframafli er undirrót vandans þegar til lengri tíma er litið. Sóknin síðastliðna hálfa öld hefur verið allt of mikil. Ekki sé ástæða til þess að láta sér bregða þótt skekkjur verði eftir á varðandi niðurstöður rann- sókna. Við erum að skoða dýrastofna sem eru háðir sveiflum og duttlung- um náttúrunnar. Það er líka snúið verkefni að kortleggja athafnir veiði- skipa. Grisjun og meiri veiði úr þorskstofninum sé út í hött. Þar sem menn hafa verið að grisja þorks- stofna sé ástandið ekki gott t.d. í Norðursjó og Eystrasalti. 2 ENGIN TENGSL VIÐ KVÓTAKERFIÐ Við verðum að byggja áfram á vís- indalegri ráðgjöf. Fiskifræðin er óviss vísindi eins og reyndar á við um öll vísindi, og þá sérstaklega náttúru- vísindi. Fiskifræðingar Hafrann- sóknastofnunar vita mest allra hér- lendis um fiskistofna og afkastagetu þeirra. Leggja þarf enn meira fé í hafrannsóknir til þess að fá betri vit- neskju um lífríkið í sjónum og við- gang fiskistofna. Ekkert samband er milli ráðgjafar um heildarafla á þorski og fiskveiði- stjórnunarkerfisins. Það er vitleysa að halda því fram að aflamarkskerfið sé ástæða fyrir hruni þorskstofnsins. Eitt er að ákveða heildarafla og hitt hvaða aðferðum við beitum til þess að ná honum. Brottkast og löndun fram hjá vigt geta verið atriði sem þarf að stemma stigu við, en brottkast getur einnig verið vandamál í frjálsum veiðum. Ekkert bendir til þess að um- fang brottkasts og löndunar fram hjá vigt sé svo mikið að það skýri hrun þorskstofnins. KVÓTÁKERFIÐ SKEKKJUVALDURINN Vísindalegar aðferðir fiskifræðinga og fiskveiðistjórnunarkerfið verður að skoða í samhengi. ítrekað hefur það komið upp að spár fiskifræðinga hafa ekki gengið eftir. í fyrra var talið að veiðistofn þorsks væri 1 millj- MáLmaDm. Bryndís Valsdóttir spyr spurninga um kvennafótboltann anna er ekki sá sami og hjá kven- mönnum. Hinsvegar geta leikir kven- na einkennst af meiri mýkt og lipurð en hjá körlum. Auk þess virðist sem vilji til þess að einbeita sér „meira að boltanum en manninum11 sé einkenn- andi hjá konunum, að minnsta kosti er minna um aukaspyrnur og þau lit- ríku spjöld sem mönnum eru sýnd brjóti þeir illa af sér á velli. Það er að koma í ljós nú þegar fleiri konur æfa fótbolta en áður, auk þess sem þær byrja fyrr, að þær hafa jafn mikla möguleika og karlar á að ná góðum ón tonna en nú segir Hafrannsókna- stofnun að hann sé innan við 600 þús- und tonn. Ef fiskveiðistjórnunin leiðir til þess að fiskifræðingar fá rangar upplýsingar, eins og t.d. hvað varðar brottkast á fiski og löndun fram hjá vigt og fleira, þá hljóti það að vera skekkjuvaldur í þeim vísindaaðferð- um. Var t.d. smáfiskurinn sem talað var um að hent hefði verið í miklum mæli á árunum 1998 og 1999, þegar veiðar voru með skásta móti, ára- gangurinn frá 1993, sem nú er horf- inn og kemur ekki inn í veiðarnar öll- um að óvörum? Allt verður því að skoða saman, fiskveiðistjórnunina, vísindaaðferðirnar og náttúrulegar aðstæður. A RANGAR ALYKTANIR AF RÉTTUM GÖGNUM Ekkert er við þau gögn að athuga sem Hafrannsóknastofnun styðst við og þar eru engar þær skekkjur sem ekki er hægt að leiðrétta fyrir. Vandinn er hins vegar sá að stöðugt eru dregnar rangar ályktanir af fyrirliggjandi gögnum og ekki tekið mið af reynslu fyrri ára varðandi veiðiálag. Hátt tökum á eiginleikum eins og tækni og leikskilningi. Þegar þessar stað- reyndir verða fleirum ljósar en þeim sem næstir knattspyrnukonunum standa er aldrei að vita nema umfjöll- un um knattspyrnu kvenna verði ekki eingöngu réttlætanleg á þeim for- sendum að hún sé áhugaverð heldur líka að hún sé vinsæl. Sú er raunin hjá dönskum og norskum handknatt- leiksáhugamönnum, en þeir hafa nú um nokkurt skeið kosið handknatt- leik kvenna fram yfir handknattleik karla, meðal annars á þeim forsend- um að konurnar þykja bjóða upp á skemmtilegri handknattleik en karl- arnir. Fjölbreytt umfjöllun fjölmiðla, þar sem fleiri gildi en vinsældir eru notuð til viðmiðunar, er ein leið til að auka víðsýni almennings. ■ veiðiálag virðist leiða til stóraukinnar „framleiðslu" náttúrunnar á þorski. Lágt veiðiálag, eins og síðustu ár. virðist leiða til þess að þorskstofninn dregur úr framleiðslu. Stofninn lagar sig sjálfur að veiðiálagi og umhverf- isaðstæðum. Meðalveiðiálag á þorsk- stofninum var 45% á árunum 1972 til 1975 Óhætt sé að miða við 40% veiðiá- lag í stað 25 % eins og gert hafi verið. Það myndi þýða að veidd yrðu 240 þúsund tonn á næsta fiskveiðiári í stað 190 þúsund tonna. GRISJA ÞARF I UPPSVEIFLU Þegar þorskstofninn stækkar hömlu- laust, eins og í uppsveiflunni frá 1994 - 1998, fer að sverfa að ungviðinu og annaðhvort drepast fiskar eða fara að éta hver annan og stofninn fer þá að fara niður. Samkvæmt fyrri reynslu varir þessi niðursveifla í 4-5 ár og það fær ekkert stöðvað hana þegar hún er komin í gang. Þess vegna verður að grisja stofninn í uppsveiflunni því annars eyðist hann og horast niður. Flotanum er svo stýrt á ákveðin svæði og svæðum lok- að eftir þörfum. ■ ÞORSKURINN VANDREIKNAÐUR Hafrannsóknastofnun segir að góð aflabrögð 1997/1998 eftir sóknarminnkun upp úr 1994 hafi skekkt matið á ástandi stofnsins. Nú liggi fyrir að ekki sé góð aðferðarfræði að miða við línulegt samband milli þess hve vel fiskast og hve stór stofninn sé. Þetta þurfi að leiðrétta og það sé mögulegt. Endurskoðað stofnmat 2001 byggist á tímaraðgreiningu sem hafi ekki eins mikla tilhneigingu til ofmats. Myndin er úr fiskvinnslunni Búa. [ORÐRÉTTl Islendingar slógu í gegn í San Marínó Ipróttir Eftir ráðstefnuna í Dan- mörku fórum við Rut til San Marínó, sem er smáríki skammt frá Rimini á Ítalíu, aðeins um 60 ferkílómetrar að stærð á og við fjallstind með 26 þús- und íbúa. Þar voru smáþjóðaleikar Evrópuríkja (Andorra, íslands, Kýp- ur, Liechtenstein, Lúxemborg, Monakó, Möltu og San Marínó), sem hófust með hátíðlegri setningarat- höfn að kvöldi mánudagsins 28. maí og lauk í dag, laugardaginn 2. júní. San Marínó fagnar nú 1700 ára sjálf- stæðisafmæli sínu, en þar er lýðveldi eins og hér, þjóðhöfðingjar eru hins vegar tveir, captains regent heita þeir á ensku, eru þeir kjörnir til sex mánaða í senn. Þingmenn eru 60, en 10 sitja í ríkisstjórn, sem ekki hefur forsætisráðherra, og ríkið er með sendiráð í New York vegna Samein- uðu þjóðanna, Genf vegna alþjóða- stofnana þar og í Strassbourg vegna Evrópuráðsins auk þess að hafa sendiherra í Róm. Margir íslending- ar hafa komið San Marínó vegna ná- lægðarinnar við Rimini en það tekur innan við 30 mínútur að aka þaðan í gömlu borgina í San Marínó, heim- sækja um 3 milljónir ferðamanna landið á ári hverju en sárafáir eru þar lengur en hluta úr degi. Raunar var forvitnilegt að kynnast því, hvernig San Marínó leggur áherslu á ytri tákn sjálfstæðs ríkis, til dæmis með litlum her fyrir utan lögreglu og skrautlega varðmenn við þinghúsið og aðsetur ríkisstjóranna tveggja.“ „.. Smáþjóðaleikarnir hófust í San Marínó 1985 þannig að nú var að hefjast önnur umferð þeirra, en Evr- ópuþjóðir með innan við eina milljón íbúa eiga rétt til þátttöku. Hér voru leikarnir 1997 og við setningarat- höfnina þá var norðanblástur og hita- stigið rétt yfir frostmarki, hefði ekki þýtt að bjóða gestum að sitja tvo tíma og horfa á listamenn og skólabörn eins og við gerðum í um 30 stiga kvöldhitanum í San Marínó auk þess sem við getum ekki á þessum árstíma leikið okkur með ljóskastara eins og þarna var gert eða efnt til flugelda- sýningar. íslenska íþróttafólkið hef- ur unnið langflest gull í sögu leik- anna og sýndi enn frábæra fram- göngu í San Marínó. Var sama hvar við komum, alls staðar voru íslend- ingar að ná góðum árangri. Enn einu sinni er ástæða til að fyllast stolti yfir því, hve við eigum marga góða íþróttamenn, sem leggja hart að sér við æfingar og þátttöku í mótum, alls Við höfum unnið langflest gull I sögu smáþjóðaleikanna fengu þeir 31 gull að þessu sinni, 18 silfur og 16 brons. Björn Bjarnason menntamála- ráðherra á heimasíðu sinni, www.bjorn.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.