Fréttablaðið - 07.06.2001, Blaðsíða 14
14
FRETTABLAÐIÐ
7. júní 2001 FIIVIIVITUDAGUR
HVERNIC FER?
Þór A.- Þróttur?
VILHJÁLMUR
VILHJÁLMSSON
LEIKMAÐUR FRAM
Þróttur vinnur 2-0. Ég trúi
því og treysti að mínir
menn komist í 1-0 strax í
fyrri hálfleik. Þetta verður
harður slagur enda tvö
ung og efnileg lið sem
hafa þó gamla jaxla inn-
anborðs. Það mun mikið mæða á gömlu
mönnunum þ.e. Axel Gomez og Páli Ein-
arssyni hjá Þrótti og Hlyni Birgissyni, Páli
Gíslasyni og Hlyni Eiríkssyni hjá Þór. Þetta
verður annars skemmtilegur leikur.
RÓBERT MAGNÚSSON
FYRIRLIÐI FH
Leikurinn fer 3-0 fyrir Þór
Akureyri. Þórsarar eru
með gríðarlega sterkt lið
og sterkan heimavöll. Ég
held að Hlynur Eiríksson
skori tvö mörk og Orri
Hjaltalín eitt.
MOLAR
Spænska liöið Las Palmas, sem
Þórður Guðjónsson er samn-
ingsbundinn, á yfir höfði sér sekt-
ir fyrir að tefla
fram tveimur
ólöglegum leik-
mönnum. Spænska
knattspyrnusam-
bandinu barst
kvörtun eftir 2-1
sigurleik liðsins
gégn Racing de
Santander, 7. febr-
úar s.l. Leikmennirnir Junior Bai-
ano og Alvaro Maior frá Brasilíu
höfðu báðir portúgölsk vegabréf
og spiluðu því sem leikmenn inn-
an Evrópusambandsins. Seinna
kom í ljós að vegabréfin voru föl-
suð en þeir héldu áfram að spila
sem leikmenn utan Evrópusam-
bandsins. Racing situr á botni
deildarinnar og geta úrslit leiks-
ins haft mikið að segja. „Við höf-
um beðið um að eitthyað verði
gert frá og okkur liggur á að fá
niðurstöðu úr málinu. Það eru
miklir peningar í húfi,“ sagði
Miguel Diaz, forseti Racing.
Brasilíski varnarmaðurinn
Rodrigo Ramos, leikmaður
AEK, féll á lyfjaprófi. Þetta er í
annað sinn á
tveimur mánuðum'
sem leikmaður
liðsins er tekinn
fyrir slíkt athæfi.
„Þetta kemur mér
á óvart þar sem ég
hef ekki tekið nein
lyf nýlega," sagði
Ramos. Sýni sem
tekið var úr hinum 21 árs gamla
Ramos eftir leik við Panathinai-
kos, innihélt talsvert magn
testerónstera. í apríl var fyrirliði
gríska landsliðsins, Theodoros
Zagorakis, sýknaður af ákærum
um að hafa tekið slíka stera. Ef
seinna sýni Ramos er jákvætt á
hann yfir höfði sér leikbann.
að voru Finnland og Slóvakía
sem komu upp úr hattinum
þegar dregið var um hvaða land
fengi að senda háttvísifulltrúa í
Evrópukeppni félagsliða í gær.
Ellefu lönd sem öll eru aðildar-
lönd Knattspyrnusambands Evr-
ópu og hafa lágt spjaldahlutfall í
leikjum voru í hattinum þar sem
dregið var um aukasæti í keppn-
inni. Ef ísland hefði verið dregið
hefði ÍBV verið fulltrúinn í keppn-
inni.
Tiger Woods og David Duval
munu spila með Anniku Sor-
enstam og Karrie Webb, bestu kven-
golfurum heims, í
parakeppni. Eina
vandamálið sem
skipuleggjendur
keppninar eiga við
að etja er hversu
hátt verðlaunaféð
eigi að vera og hvor
stúlknanna eigi að
spila með besta
golfspilara í heimi. Það virðist samt
ekki skipta stúlkurnar máli hvor
spilar með Woods því líkt og Webber
sagði „Ætli við köstum bara ekki
uppá það.“ Pörin munu líklega spila
30. júlí á Bighborn golfvellinum í
Kaliforníu.
Opna franska:
Lítil hjálp í Clinton
tennis Bandaríkjamaðurinn Andre
Agassi byrjaði vel í fjórðungsúrslita-
leik Opna franska meistaramótsins í
tennis á móti heimamanninum
Sebastien Grosjean. Agassi vann
fyrstu lotuna 6-1, en þegar henni var
lokið birtist Bill Clinton, fyrrverandi
forseti Bandaríkjanna og vinur
Agassi, á Roland Garros og eftir það
fór allt úrskeiðis hjá Agassi. Hann tap-
aði næstu þremur lotum 6-1, 6-1 og 6-3
og er þar með úr leik á mótinu.
Clinton, sem eitt sinn var valda-
mesti maður heims, gat lítið gert til að
hjálpa vini sínum. A meðan frönsku
áhorfendurnir risu úr sætum og gerðu
mexíkóska öldu um leikvanginn, sat
hann dapur í bragði og horfði á Agassi
kasta frá sér leiknum. Hann sagði
reyndar eftir leikinn að spilamennska
Grosjean í síðustu tveimur lotunum
hefði verið ein sú besta sem hann hefði
séð í langan tíma. í hinum fjórð-
ungsúrslitaleiknum, sem leikinn var í
gær, sigraði Spánverjinn Alex
Corretja svissneska táninginn Roger
Federer í þremur lotum. Corretja og
Grosjean eru þar með komnir í undan-
úrslit á mótinu ásamt Juan Carlos Fer-
rero og Gustavo Kuerten. ■
HRUN
Lekur Andre Agassi hrundi þegar vinur
hans Bill Clinton kom að horfa á hann
leika á Roland Garros.
NHL deildin:
Ráðast
úrslitin í kvöld?
(sknattleikur New Jersey Devils leiða
3-2 í úrslitarimmu NHL deildarinnar,
bandarísku íshokkýdeildinni, gegn
Colarado Avalanche. Það lið sem fyrr
sigrar í fjórum
leikjum stend-
ur uppi sem sig-
urvegari og fær
hinn eftirsótta
Stanley bikar.
Það er því að
duga eða drepast fyrir Colarado í
kvöld þegar liðin mætast í sjötta
sinn. Colorado hefur átt í vandræðum
með lið sitt þar sem einn besti leik-
maður þeirra, Peter Fossberg, hefur
ekki getað leikið með. ■
Alltof mörg færi í súginn
íslenska knattspyrnulandsliðið gerði 1-1 jafntefli við Búlgara á Laugardalsvellinum í gær. íslenska liðið var mun
betri aðilinn í leiknum en náði aðeins að nýta eitt af fjölmörgum marktækifærum.
ÓHEPPNI
Það var engin sérstök lukka með íslenska landsliðinu í leiknum gegn Búlgörum í gær. Liðið hefði átt að vera búið að gera út um leikinn
áður en Búlgarar jöfnuðu.
knattspyrna Stemmningin inni í bún-
ingsklefa íslenska knattspyrnulands-
liðsins eftir leikinn gegn Búlgörum
var þrungin, menn voru ósáttir með
úrslitin - mjög ósáttir. Sjaldan hefur
íslenska liðið átt jafnmörg marktæki-
færi á móti jafn háttskrifaðri knatt-
spyrnuþjóð og í Laugardalnum í gær.
Þau fóru hins vegar öll í súginn nema
eitt og það var ekki nóg, því Búlgarar,
sem áttu undir högg að sækja mest
allan leikinn, nýttu sitt fyrsta tæki-
færi í leiknum og jöfnuðu leikinn á
80. mínútu. Um 4.500 áhorfendur
gengu hnípnir af velli.
Islendingar léku undan strekk-
ingsvindi í fyrri hálfleik. Þeir léku á
köflum skínandi vel og héldu Búlgör-
um að mestu inni á þeirra eigin vall-
arhelmingi. Miðjan, með þá Brynjar
Björn Gunnarsson, Rúnar Kristins-
son og Arnar Grétarsson var öflug,
HM 2002 - RIÐILL 3
LEIKIR u J T MÖRK STIC
Danmörk 7 4 3 0 13:5 15
Tékkland 7 4 2 1 10:3 14
Búlgaría 7 4 2 1 12:7 14
ísland 7 3 1 3 11:10 10
N-írland 7 1 1 5 6:11 4
Malta 7 0 1 6 2:18 1
Næstu leikir:
1. sept. ísland - Tékkland
1. sept. Malta - Búlgaría
1. sept. Danmörk - N-írland
5. sept. Tékkland - Malta
5. sept. Búlgaría - Danmörk
5. sept. N-írland - ísland
6. okt. Tékkland - Búlgaría
6. okt. Danmörk - ísland
6. okt. Malta - N-lrland
vörnin traust og Eiður Smári
Guðjohnsen skapaði oft mikinn usla í
vörn Búlgaranna með tækni sinni og
útsjónasemi. Það var einmitt eftir
eina rispu hans upp hægri kantinn
sem íslendingar fengu aukaspyrnu.
Eiður Smári tók hana sjálfur og sendi
knöttinn beint á höfuðið á Ríkharði
Daðasyni sem skallaði boltann í
markið af markteig. Gott mark, sem
kom á góðum tíma rétt fyrir leikhlé.
íslendingar voru miklu hættulegri í
fyrri hálfleik og átti Brynjar Björn
gott skot af um 25 metra færi sem
smaug rétt framhjá markvinklinum.
Eyjólfur Sverrison átti skot rétt
framhjá stönginni innan úr markteig,
sem og Rúnar.
í síðari hálfleik virtust íslendingar
hafa leikinn í höndum sér. Þegar lítið
var liðið af hálfleiknum átti Eiður
Smári góða sendingu inn fyrir vörn
Búlgara á Helga Sigurðsson, sem var
einn á móti markmanni, en lét verja
frá sér. Þegar líða tók á síðari hálfleik-
inn urðu leikmenn Búlgara mjög
pirraðir, enda gekk þeim lítið að skapa
sér marktækifagri. Allar tilraunir
strönduðu á Eyjólfi og Hermanni
Hreiðarssyni í vörninni og þurfti Árni
Gautur Arason í raun lítið að spreyta
sig.
Þegar tíu mínútur voru eftir af
leiknum fengu Búlgarar aukaspyrnu
rétt utan við íslenska vítateigshornið.
Þeir létu vaða á markið, Árni Gautur
varði en náði ekki að halda boltanum,
sem féll fyrir fætur Dimitar Ber-
batov, sem afgreiddi boltann í netið af
stuttu færi. Eftir markið var sem all-
ur vindur væri úr íslenska liðinu en
Búlgarar eygðu von um sigur. Þegar
fimm mínútur voru eftir gerðu þeir
nánast út um leikinn en Eyjólfur
Sverrison varði gott skot þeirra mark-
línu. Jafntefli var því niðurstaðan.
Búlgarar gengu jafnánægðir af velli
og Islendingar niðurlútir. ■
Tékkar og Danir tæpir:
Sigrar á
lokamínútum
knattspyrna Fyrir utan leik íslands og
Búlgaríu fóru tveir leikir fóru fram í
riðli 3 í undankeppni HM 2002.
Landslið N-írlands sótti Tékkland
heim til Prag. Það munaði ekki miklu
að írarnir næðu sér í kærkomið stig
en tvö mörk á síðustu mínútum leiks-
ins komu í veg fyrir það. Tékkar
byrjuðu leikinn vel og settu pressu á
íra. Þeir voru búnir að eiga tvö færi
þegar markaskorarinn Pavel Kuka
þrumar boltanum í netið á 39. mín-
útu. írarnir sögðu Kuka hafa verið
rangstæðann en markið var tekið
gilt. Græðin út í dómarann gæti hafa
hjálpað þeim er írarnir svöruðu fyrir
sig fimm mínútum síðar. Það var leik-
maður Norwich City, Philip Mulryne,
sem skallaði boltann í netið eftir
sendingu frá David Healy. írar voru
heppnir í seinni hálfleik þegar Kuka
skaut framhjá og Baros skaut í stöng.
Tveimur mínútum fyrir leikslok var
Kuka skilinn einn eftir við fjarstöng í
hornspyrnu og skoraði annað mark
Tékklands. Einni mínútu seinna spil-
aði Baros sig í gegnum vörnina og
tryggði Tékklandi 3-1 sigur.
Möltubúar mættu á þjóðarleik-
vang Dana, Parken. Möltubúar höfðu
harma að hefna þar sem Danir unnu
þá með fimm mörkum gegn engu í
BARÁTTA f PARKEN
Daninn Jon Dahl Tomasson reynir að ná
boltanum af Möltubúanum Daniel
Theuma í Parken í gær.
mars sl. Malta komst yfir strax á átt-
undu mínútu. Það var Mallia sem
nýtti sér það að Thomas Sörensen
kýldi boltann frá markinu og skoraði
í kjölfarið. Þetta dugði þó skammt
því Ebbe Sand, sem var nýlega kos-
inn leikmaður ársins 1 þýsku úrvals-
deildinni, jafnaði fyrir Danmörk á
43. mínútu. Möltubúar lögðu áhersu
á vörnina í seinni hálfleik en náðu þó
að ógna Dönum tvisvar. Sand var aft-
ur á ferðinni á 83. mínútu. Tæplega
40 þúsund Danir vörpuðu öndinni
léttar þegar þeir sáu Sand skalla
boltann í markið og koma Dönum
yfir í 2-1. ■
knattspyrna Rúnar Kristins-
son, leikmaður íslenska liðs-
ins, sagði eftir leikinn gegn
Búlgörum að honum liði
beinlínis illa.
„Þetta var hræðilegur
endir á ágætis degi,“ sagði
Rúnar. „Viö vorum með
þetta allt í okkar höndum en
fengum á okkur klaufalegt
mark sem að við hefðum
mjög auðveldlega getað
komið í veg fyrir.
Við áttum fyrri hálfleik-
inn og Búlgararnir ógnuðu
okkur lítið sem ekkert og
áttu ekki eitt einasta færi. í síðari
hálfleik komu þeir framar á völlinn
en sköpuðu sér í raun lítið og þetta
eru því gífurleg vonbrigði.
Við vorum algjörir klauf-
ar að vera ekki búnir að af-
greiða þennan leik áður en
markið þeirra kom. Þetta er
alltaf erfitt þegar maður
hefur bara eins marks for-
skot. Þá er alltaf sú hætta að
það gerist eitthvað slys.“
Rúnar sagði að miðað við
getu Búlgara í leiknum
hefðu þeir ekki átt skilið að
vera efstir í riðlinum.
„Ætli þetta sé ekki bara
þeirra keppni. Þeir voru
heppnir á móti okkur úti,
skoruðu sigurmarkið þegar fimm
mínútur voru eftir og það sama ger-
ist hér.“ ■
Dimitar Berbatov:
„íslenska liðið er mjög sterkt“
knattspyrna Dimitar Berbatov, leik-
maður Leverkusen í Þýskalandi, sem
skoraði jöfnunarmark Búlgara gegn
íslandi, sagði að leikurinn hefði verið
mjög erfiður.
„Þetta var góður leikur og mjög
mikilvægt fyrir okkur að ná í stig
hér,“ sagði Berbatov. „íslenska liðið er
mjög sterkt og erfitt heim að sækja og
því erum við mjög ánægðir með úr-
slitin. Við eigum enn góðan möguleika
á að komast áfram í riðlinum og það er
það sem við ætlum okkur.“
Aðspurður sagði hann að Eyjólfur
Sverrisson hefði verið einn besti leik-
maður íslands í leiknum, en Berbatov
átti einmitt oft í höggi við hann í leikn-
um. ■
Rúnar Kristinsson:
„Gífurleg vonbrigði“
SVEKKTUR
„Þetta var hræðile-
gur endir á ágætis
degi."