Fréttablaðið - 07.06.2001, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 07.06.2001, Blaðsíða 22
HRAÐSOÐIÐ ALFREÐ ÞORSTEINSSON borgarfulltrúi Við klárum uppbygg- inguna HVERS vegna er Reykjavíkurborg að auka hlutafé sitt í Linu.net? Átti ekki að leg- gja i fyrirtækið upphafsfjármagn og ekki sögunni meir? Það stendur allt óbreytt. Þegar búið er að ljúka lagningu ljósleiðarans og fyrirtækið er komið á fastan grunn stendur allt sem sagt hefur verið og borgin mun draga sig út úr fyrir- tækinu. En á meðan uppbyggingin stendur yfir mun borgin gera það mjög myndarlega. HVERSU mikið fé hefur Reykjavik- urborg lagt i Linu.Net? Hingað til hafa verið lagðar 274 milljónir króna í fyrirtækið og til stendur að leggja 220 milljónir til viðbótar til að ljúka uppbyggingu ljósleiðarakerfisins. Til að setja þessar upphæðir í samhengi má benda á að í fyrra keyptum við hita- veitu í Þorlákshöfn fyrir 350 milljón- ir og það hefur ekki nokkur maður sagt orð til að mótmæla því. HVERS vegna hleypið þið ekki öðrum aðilum að til fjárfesta í Lina.neti? Ég held að það sjái það allir að stað- an í íslensku efnahagslífi býður ekki upp á það að fjárfestum verði kippt inn í fyrirtæki einn, tveir og þrír. Ef við hefðum staðið í sömu sporum fyrir ári síðan hefði það ekki verið nokkurt mál en á þeim tíma hefur orðið mikil breyting á þessum mark- aði. Við verðum því að bíða í þetta sinn þar tii markaðurinn róast niður og verður eðlilegur. Á meðan klárum við þessa uppbyggingu. HVERNIG réttlætirðu að Reykja- víkurborg sé að fjárfesta í fjarskiptafyrir- tæki? Menn mega ekki gleyma því að með tilkomu Línu.nets hefur orðið gjör- breyting á samkeppni í gagnaflutn- ingum. Gjöld vegna gagnaflutninga hafa lækkað um u.þ.b. helming eftir að Lína.net kom til sögunnar. Þetta hefur verið stórkostleg búbót fyrir fyrirtæki og einstaklinga. Þá væri Íslandssími, sem vonandi verður stórt og öflugt fyrirtæki, ekki það fyrirtæki sem það er í dag ef það hefði ekki notið samvinnu við Línu.net um Ijósleiðara og önnur samskipti. Alfreð Þorsteinsson er borgarfulltrúi fyrir Reykjavlkurlistann og forstjðri Sölunefndar Varnarliðseigna. Hann er stjórnarformaður Orkuveitunnar og Línu.nets. 22 FRÉTTABLAÐIÐ 7. júní 2001 FIIVHVITUDAGUR Kárahnjúkavirkjun og vatnalíferni: Þarfnast frekari rannsókna áður en ákvörðun er tekin umhverfismat „Grundvallaratriðið í gagnrýninni er sá þekkingarskortur sem þetta er byggt á“, segir Skúli Skúlason, vistfræðingur. Skúli hefur ásamt Bjarna Kristófer Kristjáns- syni, vistfræðingi, metið áhrif fram- kvæmda og mannvirkja við Kára- hnúkavirkjun á lífríki í vötnum og ám og kynntu þeir niðurstöður sínar á fundi Landverndar síðast liðinn þriðjudag. „Við teljum að málinu hafi ekki verið gefinn nægur tími fyrir þær rannsóknir sem þurfa að fara fram. Við teljum að eðlismunur sé á því umhverfismati sem þarf fyrir svona gríðarlega stórar framkvæmdir eins og Kárahnjúkavirkjun miðað við það umhverfismat sem þarf fyrir minni framkvæmdir." Skúli og Bjarni telja að þær rannsóknir sem hafi verið gerðar í fyrra séu aðeins mæling á stöðunni eins og hún var þá. Hins vegar hafi ekki gefist færi á að kanna umhverfissveiflur og það sé bagalegt þar sem vitneskja um vatnalífríki á hálendinu sé takmörk- uð. „Það sem hefur verið gert er mjög gott en það þarf að gera mun viðameiri rannsóknir til að afla þeirrar þekkingar sem er nauðsyn- leg til að ráðast í svona gríðarlega umfangsmikið verkefni", segir Skúli. „Það er ekki hægt að taka já- kvæða afstöðu til málsins byggða á þessum niðurstöðum." ■ KYNNINCARFUNDUR LANDVERNDAR Rýnt hefur verið í gögn framkvæmdaaðila Kárahnjúkavirkjunar og álvers í Reyðarfirði á fundum Landverndar. FRÉTTIR AF FÓLKlj Framsóknarmenn eru teknir að ræða sín á milli um arftaka Sig- rúnar Magnúsdóttur í borgarstjórn Reykjavíkur, en húnhefur tilkynnt flokksmönnum að hún verði ekki í framboði við næstu borgarstjórnar- kosningar. Óskar Bergsson formaður skipulags- og bygg- ingarnefndar væri eðlilegur kandidat í að ganga upp í annað sæti Framsóknar í borgar- stjórn innan Reykjavíkurlistans, en hann hefur látið talsvert að sér kveða innan listans og á vegum borgarstjórnar. Líklegt verður þó að telja að Framsóknarmenn telji nauð- synlegt að þeir gæti síns hluta í kynjajafnréttinun á Reykjavíkurlist- anum og það kemur niður á Óskari. Ymsar konur úr Framsóknar- flokknum eru nefndar sem lík- legar til þess að berjast um hituna. En nú á allra síð- ustu dögum hefur skotið upp nýju nafni. Það er Dagný Jónsdóttir fram- kvæmdastjóri Stúd- entaráðs. Dagný var áður formaður Félags ungra fram- sóknarmanna í Reykjavík og hefur einnig skipt sér af málefnum Röskvu í Háskólanum. Sagt er að margir Framsóknarmenn renni hýru auga til þess að fá hana í framboð vegna þess að þar sé á ferðinni röskleika kona, sem auk þess hefur það með sér að vera ung og geta höfðað til unga fólksins bet- ur en margir aðrir. Dagný mun hins vegar ekkert vera sérstaklega á framboðsbuxunum og þyrftu Fram- sóknarmenn sjálfsagt að ganga á eftir henni til þess að fá hana til að fara fram. Fréttin hér í blaðinu í gær um að stjórn Orkuveitu Reykjavíkur hefói falið Guðmundi Þóroddssyni veitustjóra að hefja undirbúning að 120 megawatta virkjun á Hellisheiði, hefur vakið rnikla athygli. Orkuveitan ætlar ekki að láta setja sér afarkosti í sam- bandi við það að orkumarkaðurinn verður gefinn „frjáls“ á næstu árum. Skilaboðin með þessu útspili eru væntanlega þau að sé ætlunin með nýjum raforkulögum að gefa Landsvirkjun algjöran forgang í sölu á raforku bæði í smásölu og heildsölu vilji veitan hafa tæki í höndunum til þess að geta mætt þeirri samkeppni á jafnréttisgrunni. Orkuveitan mun hafa mótmælt því við Valgerði Sverrisdóttur iðnaðar- ráðherra að í frumvarpi að nýjum raforkulögum skuli Landsvikrjun hleypt óheft inn á smásölumarkað fyrir raforku meðan hún hefur nán- ast einokun á framleiðslu á raforku í landinu. Orkuveitan mun hafa ýmislegt fleira við frumvarp Valgerðar Sverrisdóttur iðnaðarráðherra að Skiptar skoðanir um ágæti skoðanakönnunar Fulltrúar Sjálfstæðisfélags Bessastaðahrepps vill að íbúar taki afstöðu til þess hvort fara eigi í sameiningarviðræður við Garðabæ. Fulltrúar Hagsmunafélags Bessastaðahrepps segja málið ekki nógu vel unnið. skoðanakönnun „Málið snýst alls ekki um það hvort Bessastaðahreppur eigi að sameinast Garðabæ eða ekki“, segir Guðmundur G. Gunnars- son, oddviti Bessastaðahrepps um skoðanakönnun meðal íbúa um hvort skipa eigi formlega samstarfsnefnd til að vinna að athugun á sameiningu Bessa- staðahrepps og Garðabæjar. „Málið snýst einfaldlega um það hvort kanna eigi kosti og galla sam- einingar eða ekki.“ „Við höfum reynt að leggja upp með þessa könnun á sem hlutlausastan hátt og GUÐMUNDUR C. GUNNARS- SON Stærra mál en svo að sjö hreppsnefndar- menn ráði úr- slitum þess. mælum hvorki með einum kostinum né öðrum og leggjum áherslu á að íbúar geri sjálfir upp við sig hvort þeir vilji að sameining sé könnuð. Af- staða um viðræður verða svo teknar af hreppsnefnd með hliðsjón af nið- urstöðum könnunarinnar." Guðmundur segir að rekja megi stöðu málsins nú til þess að bæjar- stjórn Garðabæjar hafi í fyrra sent Bessastaðahreppi beiðni um sameiningarviðræður. Óformlegar viðræður hafi far- ið fram eftir það en beiðninni hafi ekki verið svarað form- lega. Hins vegar verði það gert í kjölfar könnunarinnar. „Við teljum ótímabært að taka afstöðu til sameiningar- viðræðna við Garðabæ þar sem enn hefur ekkert verið gert af hálfu hreppsnefndar til að draga fram kosti og galla sameiningar“, segir Sigtrygg- SIGTRYGGUR JÓNSSON Hætt við tekju- tapi umfram hagræðingu verði sveitarfé- lögin sameinuð. ur Jónsson, fulltrúi Hagsmunasam- taka Bessastaðahrepps í hreppsnefnd. Sigtryggur seg- ir meirihlutann ekki hafa vil- jað meta áhrif sameiningar og ekki gefið kost á að safna öðrum gögnum en hagtölum sem ekki sé hægt að grund- valla afstöðu til sameiningar á. „Við í minnihlutanum höf- um sjálf leitað að kostum og göllum við sameiningu og höfum satt að segja fundið kostina. Við sjáum hins vegar ýmsa galla, ekki síst þann að við töpum sjálfræði í málum sem skipta íbúana miklu máli.“ ■ athuga. Þannig munu vera í frum- varpinu hugmynd- ir um gjaldskrá fyrir meginflutn- ingskerfi raforku sem gera það að verkum að flutn- ingur raforku frá Nesjavöllum verði mun dýrari til Reykjavíkur en t.d. til Akureyrar. Orkuveitan mun telja sig hafa skilning á þeim sjónarmiðum að jafna þurfi orkuverð en finnst óeðlilegt að það sé gert með hækk- uðu raforkuverði. Þá mun því ein- nig hafa verið mótmælt að Orku- veitu Reykjavíkur verði skipt upp í mörg fyrirtæki sem valda myndi miklu óhagræði og kostnaðarauka fyrir viðskiptavini meðan gert sé ráð fyrir að Landsvirkjun haldist í einu fyrirtæki eftir að frjálsræði er komið á í raforkuviðskiptum. Bent hefur verið á að krafa um slík upp- skipti sé ekki gerð í tilskipunum Evrópubandalagsins, sem eru und- irrótin að því að raforkusala verður gefin frjáls á íslandi á næstu árum. Síðasti fundurinn í fundaröð Landverndar um áhrifin af byggingu Kárahnjúkavirkjunar og álvers í Reyðarfirði fer fram á Grand Hótel í dag en þá kynnir Kristín Einarsdóttir, lífeðlisfræð- ingur og fyrrum þingmaður, sam- antekt sína á þeirri umfjöllun sem er að baki. Á öllum fundum hafa komið fram margþættar ábending- ar um það sem rýnendum Land- verndar þykir þurfa að skoða betur, hvað þeim þykir glatast við fram- % kvæmdir og hvaða áhætta sé fólgin Sjómennirnir fp í þessum áformum um stærstu fundu hins vegar framkvæmd í sögu íslensku þjóðar- möguleika á um- , innar. ræðum við Guðjón -v.L “ A. Kristjánsson og 1 f oft var tekist hart , É '-’*»• jL T-vingmenn Frjálslynda flokksins, á um einstaka mál. 1 \r þeir Sverrir Hermannsson og Ljóst er að Guðjón * Guðión A.Kristiánsson. efndu til er að stvrkia stöðu fundar á Kaffivagninum á miðviku- dagsmorgun. Þar var saman kom- inn töluverður hópur manna - fasta- gestir og fleiri. Þeir félagarnir messuðu yfir fundarmönnum ásamt Grétari Mar Jónssyni. Sverrir fór mikinn og gagnrýndi allt og alla. sína sem þingmaður og hann virðist hafa góðan hljómgrunn meðal þeir sem starfa við sjávarútveg. - enda nýtur hann þess greinilega að hafa verið aflaskipstjóri í áratugi. Eng- inn efast um þekkingu hans á sjáv- arútvegsmálum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.