Fréttablaðið - 12.06.2001, Side 8

Fréttablaðið - 12.06.2001, Side 8
FRETí ABLAÐIÐ Útgáfufélag: Fréttablaðið ehf. Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjóri: Einar Karl Haraldsson Fréttastjóri: Pétur Gunnarsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Pverholti 9, 105 Reykjavík Aðalslmi: 515 75 00 . Slmbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Slmbréf á auglýsingadeild: 515 75 16 Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Fréttablaðið ehf. Plötugerð: (P-prentþjónustan ehf. Prentun: Isafoldarprentsmiðja hf. Dreifing: Póstflutningar ehf.slmi 595 6500 Fréttaþjónusta á Netinu: Vísir.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis til allra heimila á höf- uðborgarsvæðinu. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta alft efni blaðsins I stafrænu formi og I gagnabönkum án enduigjalds. BRÉF TIL BLAÐSINS AFNÁM DAUÐAREFSINGA Trmothy McVeigh er fyrsti alríkisfanginn I 40 ár sem tekinn er af lífi. Mikið áfall Amnesty-félagi skrifar:_________ amnesty Aftaka Timothys McVeigh’s er mikið áfall. Þetta er í fyrsta sinn síðan 1963 sem alríkisfangi er tekinn af lífi í Bandaríkjunum. Þar með staðfestir Gerge W. Bush Banda- ríkjaforseti að hann ætlar að halda fast við þá línu sem hann mótaði á 5 árum sínum sem ríkisstjóri í Texas, en þá voru 152 fylkisfangar teknir af lífi £ Texas. Með því að taka af lífi al- ríkisfanga eftir 40 ára hlé, þá gefur Bandaríkjaforseti tóninn, og það þýð- ir að ekki mun fækka dauðarefsing- um i Bandaríkjum, en þar hafa 716 fangar verið teknir af lífi í fylkjunum frá því 1977. Ég vil koma á framfæri þeirri skoðun samtakanna Amnesty International að með ákvörðun sinni er Bush að staðfesta þann skilning að viðeigandi svar við drápi sé dráp. Það var einmitt röksemdin sem sögð var vera á bak við morðárisina í Okla- homa City 19 apríl 1995, sem Timothy McVeigh stóð fyrir. Að viku liðinni verður siðan annar alríkis- fangi, Juan Raul Garza, teikn af lífi. Amnesty berst gegn dauðarefs- ingum vegna þess að samtökin líta á þau sem ómannúðlegt andsvar við voðaverkum. Krafa okkar er sú að ai- ríkisstjómin slái öllum aftökum á frest og taki þannig fyrsta skrefið að því að dauðarefsing verði afnumin í Bandaríkjunum. ■ 1$; MARAZZI Flísar - úti og inni lAiFABORG” KNARRARVOGI4«.« Þ6S 67.55.. FRÉTTABLAÐIÐ 12. júní 2001 ÞRIÐJUPAGUR Hvalkjöt fyrir pasta- og pítsukynslóðina! Líklega er ákvörðunin um að ganga úr Alþjóðahvalveiðiráðinu í árslok 1992 einhver verst undirbyggða stefnumótun í utanríkismálum á síð- ari árum. Hugmyndin um að hægt yrði að fullnægja skilyrðum um aðild Við Eyjafjörð aö alþjóðlegum sam- var t.d. ekki tökum sem forsendu óalgengt að fá hvalveiða með því að hvalkjöt allt stofna samtök þjóða upp í einu við Norður-Atlants- sinni í viku. haf (NAMMCO) var —*— andvana fædd. Hið eina sem útganga fs- lendinga hafði í för með sér var að gera ísland berskjalda fyrir þrýstingi Bandaríkjastjórnar. Þar sem ekkert skjól var af þátttöku í alþjóðasamtök- um var hótun bandarískra stjórnvalda um efnahagslegar refsiaðgerðir, ef ís- lendingar hæfu hvalveiðar, nóg til þess að ekki hefur veirð hægt að hrey- fa skutul hér við land í áratug. Ekki til vísindaveiða eins og Japönum hefur haldist upp með né til veiða á hrefnu til innanlandsbrúks eins og Norðmenn hafa stundað. Ekki einu sinni frum- byggjaveiðar komu til álita enda þótt íslendingar hafi nýtt hval frá upphafi íslands byggðar. Það var mikil niðurlæging fyrir þjóðina að fá ekki einu sinni að veiða hval sér til matar. Hvalkjöt var víða á landinu reglulega á borðum á liðinni öld. Við Eyjafjörð var t.d. ekki óal- gengt að fá hvalkjöt allt upp í einu sinni í viku þegar ég var að alast upp. Og í borðinu í Kjötbúð KEA var alltaf hægt að ganga að súru hvalspiki og Einar Karl Haraldsson harmar hvalveiðibannið og áhrif þess á matarmenninguna rengi. Nú hefur það ekki einu sinni verið ínáanlegt fyrir þorrablót í áraraðir. Það liggur við að það sé skerðing á mannréttindum, að minns- ta kosti eyðilegging á þorrablótum. Afleiðing af hvalkjötsskortinum inn- anlands er sú að heil kynslóð hefur alist upp án þess að þekkja hvalkjöt, nema til þess að horfa á í hvalaskoð- unarferðum. Hvalur hf. og hrefnu- veiðimenn um allt land þurfa því, ef hvalveiðar verða leyfðar á ný, ekki að- eins að berja ryðið af gömlum kláfum og skutlum, heldur einnig að kenna þjóðinni upp á nýtt að meta og mat- reiða hvalkjöt. Hætt er við að pasta- og pítsukynslóðin muni láta sér fátt um finnast. ■ Arnbjörg Sveinsdóttir þingmaður Ibúðalánasjóði ekki breytt a þessu kjörtímabili húsnæðislán „Ég held að í framtíðinni sjái fólk það sem lausn að flytja fast- eignalán yfir í bankakerfið," segir Arnbjörg Sveinsdóttir þingmaður, sem sat £ stjórn Húsnæðisstofnunar og vann að undirbúningi að stofnun fbúðalánasjóðs. Hún segir að mismunandi áhersl- ur séu um hvaða leið skuli farin inn- an stjórnarflokkanna og erfitt að segja til um hvenær af breytingu gæti orðið. Þó reiknar hún ekki með að það verði á þessu kjörtimabili en vissulega fari alltaf fram umræða um kerfið á hverjum tíma og verður málið rætt meðal annars á landsfundi Sjálfstæðisflokksins i haust. Arnbjörg segir það skoðun mar- gra að það beri að færa ibúðalán yfir í bankakerfið eða hreinlega einka- væða sjóðinn, sem er annar valkost- ur. Það þurfi fyrst að fara fram mikil vinna og umræða til að finna út með hvaða hætti það verði gert. „Ef ríkisábyrgðin af lánunum yrði aflétt myndi það þýða vaxtahækkan- ir og spurningin er hvenær við erum tilbúin að fara í gegnum þá umræðu,“ segir Arnbjörg Sveinsdóttir. ■ ARNBJÖRG SVEINSDÓTTIR Það á eftir að fara fram mikil umræða áður en við komumst að niðurstöðu um breytingu á íbúðalánakerfinu. Sérfræðingur Landsbankans: íbúðalán ekkert frábrugðin öðrum lánum húsnæðislán „Þróunin í nágranna- löndum okkar hefur verið sú að fast- eignalán hafa færst inn í bankakerfið ýmist með beinum hætti eða í gegn- um verðbréfastarfsemi," segir IVyggvi Tryggvason, sérfræðingur hjá Landsbankanum. Hann segir mikilvægt nú í ljósi síðustu breytinga íbúðalánasjóðs að huga að hlutverki hans og verkaskiptingu á fjármála- markaði. Að mati margra er íbúðalánasjóð- ur lítið frábrugðinn gömlu Húsnæð- isstofnun en Tryggvi segir að með stofnun hans hafi margir haldið að verið væri að færa sjóðinn nær al- menna bankakerfinu með það í huga að sameina hann einhverjum banka- stofnunum í framtíðinni. Hann vill sjá almenn húsnæðislán í bankakerfinu eins og annars staðar. Lán til íbúðakaupa eru ekkert frá- brugðin öðrum bankalánum. Hugsan- legt er að lán á félagslegum forsend- um réttlæti ríkisrekstur af þessu tagi en almennt séð eigi þetta að vera inn- an bankakerfisins. „Ég sé ekki að almennt lán til fast- eignakaupa fyrir venjulegt fólk eigi TRYGCVI TRYGGVASON Erlendís eru víða verðbréfafyrirtæki sem einskorða starfsemi sína við íbúðalán. Þetta eru ekki bankar í þeim skilningi heldur fyrirtæki sem lána til (búakaupa en eru samt í eigu einkaaðila. að vera á vegum ríkisins. Margir eru sammála mér um það,“ segir Tryggvi TVyggvason. ■ Sérfræðingur íslandsbanka: Sjóðurinn er barn síns tíma húsnæðislán „Mín persónulega skoðun er að íbúðalánasjóð eigi að einkavæða eða færa starfsemina inn í bankakerf- ið,“ segir Eggert Þór Kristófersson, sérfræðingur hjá áhættu- og fjárstýr- ingu íslandsbanka. Gagnrýnin undan- farið hefur beinst að upplýsingagjöf íbúðalánasjóðs í kjölfar ákvörðunar sjóðsins um að hækka hámarkslán til ibúðakáupa. Sjóðurinn þarf að tryggja gegnsæi í ákvörðunum sínum og getur ekki birt upplýsingar á því formi sem stjórnendur kjósa hverju sinni. Eggert segir að ríkisábyrgðin á lán- unum stuðli að lægri lántökuvöxtum en ella og ef bankamir tækju hús- bréfakerfið yfir þá myndu vextir til íbúðakaupa hækka. Ef ríkið vill greiða þessi lán niður þá gæti rikið hins veg- ar borgað hærri vaxtabætur til að ná þeim kjörum sem talin væru æskileg. „Húsbréfakerfið er út af fyrir sig bam síns tíma. Því var komið á lagg- imar árið 1989 þegar lítil sem engin viðskipti voru með skuldabréf og is- lenskur verðbréfamarkaður var í bernsku" segir Eggert. Víða erlendis eru lán af þessu tagi lánuð af sérstök- um fyrirtækjum sem ekki eru í ríkis- eign. Hægt væri að sjá kerfið hér á landi þannig fyrir sér að íbúðalána- EGGERT ÞÓR KRISTÓFERSSON Áætlun útgáfu húsbréfa íbúðalánasjóðs hefur aldrei staðist. Þessi sjóður á að geta áætlað lán til íbúðakaupa eins og aðrar lánastofnanir. sjóður lánar fólki peninga til fast- eignakaupa og er svo með útboð sem fjármagnar lánin. Þetta myndi tryggja gegnsæi kerfisins og síðast en ekki síst væru einstaklingar að taka minni áhættu við lántöku vegna affalla á hús- bréfum. ■ ORÐRÉTT Enn leita Norðmenn til gömlu „nýlendunnar (( STóRipjfl Sú var tíðin að Noðrmenn voru mikilvirkir á Austfjörðum, og stóðu fyrir umfangsmikilli atvinnu- starfsemi, sem jafna má við stóriðju nútímans, og leiddi á sínum tíma til myndunar þorpa. Fyrst voru það síld- veiðarnar, sem hófust um 1870, og síð- an hvalveiðar um aldamót, þegar síld- in var horfin úr fjörðunum, Stór- hvelunum var nánast útrýmt af Aust- urlandsmiðum. Þessi stóriðja skildi eftir sig rústir, sem enn getur að líta, og mannlíf í rústum. Hin tímabundna fólksfjölgun hlaut að leiða til brott- flutnings, þegar auðlindinni var eytt. Enn leita Norðmenn til þessarar gömlu „nýlendu" sinnar á Austur- landi, og enn sækja þeir i auðlindir OFVEIÐI Á SÍLD Norðmenn ryksuguðu síldina úr austfirsk- um fjörðum fjórðungsins, nú með dyggri aðstoð ís- lensku ríkisstjórnarinnar og hins al- þjóðlega auðmagns. Nú er það annars vegar vatrnsorkan, og hins vegar sjórinn, sem talinn er henta vel fyrir uppeldi laxfiska, sem þeir sækjast eft- ir. Þeir eru „komnir yfir kvótann" heima hjá sér, og því er þetta þrauta- lendingin. Og það sem meira er: Enn gína Austfirðingar við því agni sem fyrir þá er beitt, eins og laxinn sem þar á fara að rækta í hverjum firði. ....Fullyrða má, að ef jöfn og eðlileg atvinnuþróun hefði orðið á Austfjörð- um, í stað hinnar sveiflukenndu stór- iðju við veiðar, hefði brottflutningur fólks ekki verið það eilífðarvandamál , sem raun ber vitni. Þorpin á Aust- fjörðumn hafa aldrei náð jafnvægi.... Engin trygging er fyrir því að þessi nútíma stóriðja endist lengur en hinar fyrri, og þá er verr af stað farið en heima setið.... Og jafnvel þótt álverið kunni að mala gull í heilda öld, og fólki muni stórfjölga á Miðfjörðum við upphaf hennar, verður sama vanda- mál upp á teningnum þegar fram í sækir, og raunar því stærra í sniðum sem fólksfjöldinn verður meiri. Ekki er stöðugt hægr að bæta við stóriðju. Reynslan frá Noregi er sú, að næsta kynslóð á eftir „álverskynslóðinni" flytur burt. Helgi Hallgrímsson náttúrufræðingur í erindi á aðalfundi Landverndar 12. maí 2001

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.