Fréttablaðið - 12.06.2001, Blaðsíða 15
ÞRIÐIUPACUR 12. júní 2001
FRÉTTABLAÐIÐ
15
Breska boxsambandið fyrir dómstóla:
Kvenboxari vill
slást við karlmenn
hnefaleikar Ef Jane Couch finnur ekki
mótherja af sama kyni fyrir laugar-
dag ætlar hún að berjast við karl-
mann. Hún mun leita réttar síns hjá
dómstólum fái hún neikvæð svör frá
Breska boxsambandinu (BBBC).
„Hún er tilbúin að mæta karlmanni
í hringnum," sagði Lex Woodward,
umboðsmaður hennar. „Þetta verður
engin leikfimisæfing, heldur alvöru
bardagi." Crouch varð fyrst kvenna til
að fá leyfi BBBC til að boxa, fyrir
fjórum árum, og er heimsmeistari í
BJARTSÝNN
David Coulthard, ökumaður McLaren, hef-
ur fulla trú á að hann geti unnið Formúlu
1 keppni ökumanna.
Fomiúla 1:
Hugur í
Coulthard
kappakstur Það er baráttuhugur í Skot-
anum David Coulthard, ökumanni
McLaren, þrátt fyrir að hann hafi
hætt keppni kappakstrinum í Kanada
á sunnudaginn vegna vélarbilunar.
Hann segist enn geta fagnað sigri í
keppni ökumanna, þó Michael
Schumacher, ökumaður Ferrari, sé
með 18 stiga forystu.
„Ég hef trú á því að ég geti unnið
titilinn og mun einbeita mér að því,“
sagði Coulthard. „Ef maður tekur
ekki áskorun á maður ekki að vera í
Formúlu 1. Michael hefur forskot, en
18 stiga munur getur auðveldlega
orðið að engu í tveimur keppnum."
Enn er nóg eftir af tímabilinu en níu
keppnum af 17 er ólokið. Næsta kepp-
ni fer fram í Nurnburgring í Þýska-
landi, þann 24. júní. ■
>niA Phlladelphia - LA Lakers
Urslitakeppni NBA kt. 01:00
fim HMiralll
kl. 20:45
fös HMiralH
kl. 20:00
fos Kraftasport
kl. 20:30
fös Plladelphia - LA Lakers
Drslítakcppni NBA kl. 01:00
lau Golf - US Open
kl. 18:00
'ai HMiralli
kl. 23:00
halskl boltlnn
kl. 12:45
sun Golf-USOpen
kl. 18:00
sun HMíralll
kl.23.-00
létt- og léttþungavigt. BBBC er á móti
bardögum milli kynjanna en Wood-
ward segist ekki trúa því að þeir geti
komið í veg fyrir bardagann. „Þeir
sögðu nei en við förum fyrir rétt. Við
sjáum ekki hversvegna á að banna
bardagann. Það stendur hvorki í
reglugerðum né á hnefaleikaleyfinu
hennar."
Samkvæmt reglum BBBC þurfa
kvenboxarar að fara í heilaskönnun
og augnskoðun. í alþjóðlegum keppn-
um þurfa þær að gangast undir HIV
BOMBA!
Jane Couch (t.v.) er afar þunghögg og hef-
ur unnið hvern bardagann af fætur öðrum.
Hún vill fá að keppa við hnefaleikakappa
af öðru kyni.
próf, koma með vottorð um að þær
séu ekki þungaðar og koma til lands-
ins 48 tímum fyrir bardaga.
„Bardaginn á Wembley hefði mikla
þýðingu fyrir mig. Ég fer í hringinn
með sama hugarfari og ég geri þegar
ég berst við konur,“ sagði Couch. ■
Þrjár skærustu stjörnur NBA íhuga að spila saman:
Snýr Jordan aftur?
nba Svo getur farið að
Michael Jordan,
Hakeem Olajuwon og
Charles Barkley séu á
leið í NBA aftur. Ola-
juwon sem hefur verið
útnefndur sem einn af
50 bestu körfubolta-
spilurum deildarinnar,
fyrr og síðar, hefur lýst því yfir að
hann hafi áhuga á að leika með Jord-
an hjá Washington Wizard. Sú saga
gengur fjöllum hærra að Jordan taki
fram skóna á ný og muni þá leika
með Wizards en hann er einn af eig-
endum liðsins. Olajuwon hefur leikið
með Houston Rockets alla sína tíð en
hefur nú lausan samning. „Ég væri
meir en til í að leika
með Jordan," sagði
Olajuwon og bætti við.
„Hver væri ekki til £
það? Það eru margar
fréttir þess efnis að
hann sé á leiðinni aftur
en ég veit ekki hvort af
því verði."
Jordan segist vera 99,9% viss um
að hann leiki ekki á ný en Charles
Barkley, ein af aðalhetjum NBA
deildarinnar, hefur verið að æfa með
Jordan undanfarna mánuði og segir
að þeir séu báðir að íhuga að spila en
þeir munu tilkynna það í júlí. Þeir fé-
lagar börðust allir um nýliða ársins
árið 1985. ■