Fréttablaðið - 12.06.2001, Page 18

Fréttablaðið - 12.06.2001, Page 18
HVER ER TILGANGUR LÍFSINS Sveinn Magnússon framkvæmdastjóri Geðhjálpar Sem þátttakandi í lífinu og hluti af mannskepnunni hlýtur maður að leitast við að reyna að betrumbæta umhverfi sitt. Mér finnst vera miklir gallar á og undanskil mig ekki sem hluta af vanda- málinu. ■ Listasafn Sigurjóns Olafssonar: Sumartón- leikar hefjast í kvöld tqnleikar Listasafn Sigurjóns Ólafs- sonar efnir þrettánda árið í röð til sumartónleika á þriðjudagskvöldum kl. 20.30. Fyrstu tónleikarnir verða í kvöld en þá flytja Sif 'Itilinius, fiðlu- leikari og Steinunn Birna Ragnars- dóttir, píanóleikari, vel þekkt og vinsæl verk eftir eftirtalin tónskáld: C.W. Gluck, A. Corelli, Henri Wi- eniawski, Eugéne Ysaye, Chopin, Claude Debus- sy,Fritz Kreisler, Ernest Chausson og Maurice Ravel. Sif Thlinius lauk einleikaraprófi frá Tónlistarskólan- um í Reykjavík og lauk Bachelor of Music gráðu frá Oberlin College í Ohio og Master of Music gráðu frá Stony Brook University í New York. Hún hefur komið fram sem einleik- ari og tekið þátt í flutningi kammer- tónlistar í Bandaríkjunum, Evrópu og Japan. Steinunn Birna stundaði nám við Tónlistarskólann í Reykjavík og lauk einleikaraprófi þaðan árið 1981. Hún lauk meistaragráðu frá New England Conservatory of Music í Boston. ■ Stretchbuxur St. 38-50 - Frábært úrval Verslunarmiðstöðinni Eiðistorgi Sími: 552 3970 HAFNAR- FJÖRÐUR Til sölu verslun með eigin innflutningi á kvennfatnaði, skartgripir og fl. Mjög góðar vörur. Staðsett í leiguhúsnæði. Upplýsingar í síma 847-1167 18 FRÉTTABLAÐIÐ 12. júní 2001 ÞRIÐJUDAGUR Gafé Ozio: Gamalt gæðapopp tónlist „Þetta eru mikið lög eftir ein- herja poppsögunnar sem við ætlum að flytja,“ segir Stefán Már Gunn- laugsson söngvari, en hann verður með tónleika á Café Ozio í kvöld ásamt þeim Ragnari Emilssyni á gítar og Jóni Ingólfssyni á bassa. „Lög eftir karla eins og Bowie, Tom Waits og Paul Simon. Við ætlum ekkert að herma eftir ÞRÍR í ÞREMUR Jón Ingólfsson, Stefán Már Cunnlaugsson og Ragnar Örn Emilsson koma fram á Café Ozio í kvöld og taka m.a. lög eftir Bowie, Tom Waits og Paul Simon. upprunalegum útgáfum laganna enda erum við bara þrír með kontrabassa og kassagítar. Við tök- um lög þar sem heilu sinfóníuhljóm- sveitirnar eða rokkhljómsveitir voru á bak við þannig að við verðum að laga þau að okkur. Við höfum heldur ekkert alltaf hlustað á gömlu útgáfuna og erum ekkert að reyna að láta lögin hljóma alveg eins held- ur slökum bara á og tökum þetta svolítið með okkar nefi. Þeir Ragnar og Stefán Már hafa komið nokkrum sinnum fram sem dúett, en þetta er í fyrsta sinn sem þeir þremenningarnir spila saman opinberlega. ■ ÞRIÐIUDAGURINN 12. JÚNÍ HJÓLREIÐAR ísienski fjallahjólaklúbburínn býður til kvöldhjólaferðar og verður farið um Sel- tjarnarnesið í kvöld um 25 km leið. Að venju er brottför frá vestanverðri skipti- stöð SVR í Mjódd kl. 20. Ekkert þátttöku- gjald er en ætlast er til að þátttakendur noti hjálm og séu á löglega búnum hjól- TÓNLIST Það er hljómsveitin Maus sem leika á Stefnumótakvöldi Undirtóna á Cauki á Stöng í kvöld. Hljómsveitin 3 heldur tónleika á Café Ozio í kvöld og hefjast þeir kl. 21.30. Leikin verða lög eftir Tom Waits, David Bowie, James Taylor o.fl. Miðaverð 600 kr. SÝNINGAR_____________________________ Önnur af sumarsýningum Listasafns Reykjavíkur - Kjarvalsstaða ber nafnið Flogið yfir Heklu. Sýningarstjóri er Ein- ar Garibaldi Eiríksson myndlistarmaður og prófessor við Listaháskóla íslands. Á sýningunni getur að líta mismunandi myndir Heklu sem sýndar verða hlið við hlið. Sýningin stendur til 2. september. Hin sýningin sem verður sett upp í mið- rými Kjarvalsstaða og ber hún yfirskrift- ina 1461 dagur. Þar sýnir Gretar Reynis- son verkefni sem hann hefur unnið að frá 1. janúar 1997 og sér ekki fyrir end- ann á enn. Þetta er vaxtarverkefni af þeirri tegund sem á ensku væri kallað „work in progress. Sýningin stendur til 19. ágúst. í Stöðlakoti við Bókhlöðustíg 6 stendur yfir sýning á útsaumsverkum Kristínar Schmidhauser. Sýningin er opin dag- lega kl. 14-18 og lýkur 24. júnf. Ljósmyndasafn Reykjavíkur hefur opn- að sýninguna Henri Cartier-Bresson í Grófarsal, Grófarhúsi, Tryggvagötu 15. Sýnd eru verk þessa franska Ijósmynd- ara sem nú er á tíræðisaldri og hefur oftast verið kenndur við stílinn „hið af- gerandi augnablik". Sýningin er opin virka daga frá kl. 12-17 og um helgar kl. 13-17 og stendur til 29. júlí. Sænski Ijósmyndarínn Lars Erik Björk sýnir Ijósmyndir frá Færeyjum í anddyri sænska sendiráðsins í Lágmúla 7 sem hann nefnir Leiftur frá Færeyjum. Sýn- ingin verður opin virka daga kl. 9-16 til 22. júní. Freysteinn G. Jónsson sýnir Ijósmyndir í versluninni Míru, Bæj^rlind 6. Sýningin nefnist Mannlíf á Indlandi og sam- anstendur af Ijósmyndum frá Indlandi, bæði svarthvítum og í lit. Sýningin er opin á opnunartfma Míru og stendur til 20. júní. GRÉTAR REYNISSON MYNDLISTARMAÐUR Fjögur ár með einum hlaupársdegi eru nákvæmlega 1461 dagur. Grétar Reynisson sýnir á Kjarvalsstöðum: Dregst inn í verkið iviyndlist „Maður veröur mjög meö- vitaður um tímann bara með því að Ieggja alltaf nýtt og nýtt verk frá sér. Svo fer þetta að hrúgast upp og þá sér maður áþreifanlega hvernig tíminn líður,“ segir Grétar Reynis- son myndlistarmaður sem nú er með sérstæða sýningu á Kjarvals- stöðum. 1. janúar árið 1997 byrjaði Grét- ar að teikna ýmis konar munstur með blýi á litla krossviðarplatta, einn platta á dag allt árið. Árið eftir gerði hann einn piatta á viku, svolít- ið stærri en dagsplattarnir. Árið 1999 urðu plattarnir tólf en á síð- asta ári gerði Grétar einn stóran platta. „Það eru ákveðin skil í þessu verkefni núna, en ég verð með þetta í huga áfram og held bara áfram að vinna,“ segir Grétar. „Myndlistar- maður stendur frammi fyrir því að hefja verk á hverjum degi. Þetta er fyrst og fremst spurning um að vera að og þá skilar það árangri." Grétar hefur í lok hvers árs haldið sýningu á afrakstrinum á ólíkum stöðum og hverju platta- verki fylgdi annað verk sem unnið var meðfram. 1998 sýndi hann dagsplattana frá árinu áður í Ný- listasafninu ásamt 365 sjálfsmynd- um sem hann gerði, einni á dag með ýmsum aðferðum. 1999 voru vikuplattarnir sýndir í Gallerí i8 ásamt 365 litlum brauðum sem hann bakaði, eitt á degi hverjum allt árið 1998. Árið 2000 sýndi hann svo mánaðarplattana í Gryfju Lista- safns ASI, og þá fylgdu svonefndar kaffidagbækur, ein bók fyrir hvern mánuð og á hverri blaðsíðu er far eftir kaffibolla. „Nýjasta verkið eru 52 hand- klæði sem ég notaði sjálfur, eitt á hverri viku og svo rúllaði ég þeim upp þannig að í þeim er eins konar afþrykk af mér líkt og kaffið sem ég drakk, brauðin sem ég hnoðaði sjálfur og sjálfsmyndirnar. Ég dregst þannig sjálfur inn í verkið eins og hluti af öllum myndlistar- mönnum er í verkunum sem þeir vinna." Sýningunni á Kjarvalsstöðum fylgir skrá með myndum af öllum verkunum og texta Ólafs Gíslason- ar sem hefur skrifað um allar sýn- ingarnar. „Hann skrifar núna fjórða og síðasta textann í þessa bók. Eg er mjög kátur með þessa skrá þar sem hann er á heimspekilegum nótum að útlista þetta verk mitt. Ég hef þannig fengið jafnóðum vissa svör- un frá honum,“ segir Grétar. ■ MYNDLIST Nú stendur yfir i Kaffistofu Hafnarborgar, menningar- og listastofnunar Hafnarfjarðar, sýning á grafíkverkum Magdalenu Mar- grétar Kjartansdóttur. Sýningin sam- anstendur af skissum og skyssum sem rispaðar eru á kopar-, plast- eða tréplötur með beittum verkfærum. Sýningin er opin alla daga nema þriðjudaga frá klukkan 11 til 17 og hún stendur til 2. júlí. Margrét Magnúsdóttir sýnir í listhúsi Ófeigs Sýningin samanstendur af málverk- um og þrívíðum hlutum. Sýningin stendur til 23. júní og er opin á verslunartíma. Sýningin List frá liðinni öld stendur yfir í Listasafni ASÍ. Á sýningunni eru sýnd öndvergisverk úr eigu Listasafsnins. Litið er til fyrri hlutar siðustu aldar og sjónum beint annars vegar að yngri verkum frum- herjanna. FUNDIR Heimdallur heldur opinn fund um virkjanir á íslandi kl. 17 1 dag í Valhöll við Háaleit- isbraut. Þorsteinn Siglaugsson, rekstrar- hagfræðingur ræðir tap á virkjunum og Stefán Pétursson, fjármálastjóri Landsvirkj- unar, svarar gagnrýninni. Þorsteinn leggur fram nýtt mat byggt á nýjum upplýsing- um. Eftir framsögur mun Jóhannes Geir Sigurgeirsson sitja fyrir svörum ásamt framsögumönnum. Allir velkomnir íslenskir fatahönnuðir gera samning í Bandaríkjunum: Ætlum okkur gríðarlega mikla hluti hönnun Fyrirtækið ELM, sem sam- anstendur af Ernu Steinu Guðmunds- dóttur, textílhönnuði, Lísbet Sveins- dóttur, myndlistarmanni og Matthildi Halldórsdóttur, framleiðslustjóra, hefur nýlega gengið frá sölu á fatalínu sinni fyrir haust-vetur 2001-2002 til 14 verslana í Bandaríkjunum í kjölfar sölusýningarinnar Workshop N.Y. sem haldin var í New York í febrúar sl. Gengið hefur verið frá sölu á um 2000 flíkum. „Þessi samningur sýnir okkur það að við eigum heima á tískuvikum sem þessari. Frá því fyrirtækið var stofnað fyrir tveimur árum hefur ver- ið stefnt að slíkum samningi á erlend- um markaði og var þetta fyrsta til- raun til að sýna og selja vöru okkar á þessum faglegu nótum," sagði Lovísa Óladóttir hjá ELM. ELM Design var eina íslenska fata- hönnunarlínan sem tók þátt í þessari sýningu en markmiö hennar er að kynna nýja fatahönnuði, aðallega frá Evrópu. „Við ætlum okkur gríðarlega mikla hluti og munum taka þátt í annarri sýningu í september og á næsta ári er stefnt að því að fara beg- gja vegna Atlantshafsins." ELM Design sérhæfir sig í prjónavöru úr alpacaul og silkibómul og fylgihlutum sem ekki eru háð ströngustu tísku- straumum. Framieióslan fer öll fram í Perú og aðspurð hverju það sætti sagði Lovísa hönnuðina þrjá vera nán- ar vinkonur og ein þeirra byggi og ætti eiginmann frá Perú. Hún sagði að í einni Islandsheimsókninni hefði hug- myndin að samstarfinu kviknað og það síðan undið upp á sig. „Við höfum mikla framtíðarsýn og í henni er hugmyndir um að vinna með íslenskum hönnuðum. Við ætlum ekki að fara út í neinar tilraunastarf- sem heldur einblína á það sem er að ELM REKUR VERSLUN Á LAUGAVEGI Sérstaða framleiðslunnar liggur í því að hver fllk er prjónuð á handknúnni vél eftir máli og allur frágangur er unnin í höndun- um og flokkast því á alþjóðamarkaði sem handunnin vara. gerast hjá okkur núna. Við lítum björtum augum til framtíöarinnar," sagði Lovísa að lokum. Þess má geta að fyrirtækið rekur verslunina ELM á Laugavegi 1 ■

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.