Fréttablaðið - 13.06.2001, Page 18

Fréttablaðið - 13.06.2001, Page 18
FRÉTTABLAÐIÐ 13. júni 2001 IVilÐVIKUDACUR HVAÐ BORÐAÐIRÐU í CÆR? 18 Smári Þórarinsson Fjármálastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins Ég var niðri á Valsvelli og át víst ein- hvern hamborgara í grillveislu fyrir leik Vals og Skagans. ■ | METSÖLUBÆKURNAR | LISTINN BR BYGCÐUR A SÖLUTÖLUM PENNANNS EYMUNDSSON 1MAÍ2001 Charles og Caroline Muir Tantra, listin að elska meðvitað Bill Phillips ▲ LÍKAMI FYRIR LÍFIÐ Ql Daniel Goleman ▲ TILFINNINGACREIND O Jóhann Óli Hilmarsson ▲ ISLENSKUR FUGLAVÍSIR Q Jón R. Hjálmarsson ÞJÓÐSÖGUR VIÐ ÞJÓÐVEGINN O Ýmsir GULLKORN 1 GREINUM LAXNESS O Jane Alexander LÁTTU ÞÉR LÍDA VEL Ýmsir ▲ RAUDA SERfAN - PAKKI C% Ýmsir LÍFSSPEKI BANGSÍMONS - TILFINNINGAR (Jj) Ýmsir ▼ SAGA 20.ALDARINNAR íslenskar metsölubækur: Ráð gegn ragni og bölvi bækur Að Tantra virðist vera afar vinsælt á íslandi um þessar mundir ef marka má sölutölur Pennans Ey- mundssonar en bókin Tantra hefur vermt 1. sætið bæði í apríl og maí. Ræktun líkamar og sálar eru ein- kennandi fyrir bækurnar í 2. og 3. sætinu og bókin sem vísar veginn um íslenskt fuglalíf eftir Jóhann Óla Hilmarsson vermir 4. sætið. Nýjar inn á listann eru Þjóðsögur við þjóð- veginn eftir Jón R. Hjálmarsson, Gullkorn í greinum Laxness og Láttu þér líóa vel sem hefur að geyma heilræði um margt sem mað- ur getur gert í staðinn fyrir að ragna og bölva. ■ Sever rafmótorar Sérpöntum eftirfarandi: * Bremsumótora * 2ja hraða mótora * eín- og 3ja fasa rafaia Sever notar eíngöngu SKF eða FAG legur! Eigum til á lager margar stœrðir og gerðir af ein- og 3ja fasa rafmótorum á mjög hagstæöu verðí. Oæmi um veró á eínfasa rafmótor með fót: 0,25 kW 1500 sn/mín IP-55 kr. 6657 + vsk Vökvatæki ehf Bygggörðum 5,170 Seltjarnamesi Sími 561-2209 Fax 561-2226 Veffang www.vokvataeki.is Netfang vt@vokvataeki.is Tónleikar í Seltjamameskirkju: Fílharmónía á leið til Búdapest og Slóveníu tónust „Venjulega er helsta við- fangsefni Söngsveitarinnar Fílharm- óníu að flytja stór tónverk með sin- fóníuhljómsveit og einsöngvurum," segir Lilja Árnadóttir, en hún er for- maður kórsins. Söngsveitin heldur tónleika í Seltjarnarneskirkju í kvöld þar sem hún flytur bæði ís- lensk þjóðlög og kirkjuleg verk frá ýmsum tímum við píanóundirleik Guðriðar St. Sigurðardóttur. „Söngsveitin hefur aðeins einu sinni gert þetta áður, að syngja styt- tri verk á eigin tónleikum, en það var árið 1994. Þá fórum við til Norð- urlandanna," segir Lilja. Að þessu sinni er ferðinni einnig heitið út fyrir landsteinana, því síðar í mánuðinum fer Söngsveitin í söng- ferðalag til Ungverjalands og Sló- veníu. „Við ákváðum að tími væri komin til þess að við færum til útlanda og litum þá fyrst austur til Búdapest og svo kom Slóvenía inn í dæmið,“ seg- ir Lilja. „Það er mikil og sterk kóra- hefð þarna þannig að við erum dálít- ið spennt, við verðum að standa okk- SÖNGSVEITIN FÍLHARMÓNÍA Kemur m.a. fram á menningarhátíðinni Imago Sloveniae í Slóveníu. ur vel. Við leggjum áherslu á íslens- ka tónlist en verðum líka með kirju- verk vegna þess að við syngjum bæði í guðsþjónustu og í tengslum við guðsþjónustu. Þetta er ansi viða- mikil efnisskrá sem við flytjum í breytilegri mynd við mismunandi tækifæri." Á tónleikunum í kvöld gefst tæki- færi til að hlýða á úrval úr þessari efnisskrá. Stjórnandi er Bernharður Wilkinson. ■ MIÐVIKUDAGUR 13. IÚNÍ~ TÓNLEIKAR_________________________ Söngsveitin Fílharmónía er á förum í söngferðalag til Ungverjalands og Slóveníu síðar í júnímánaði. Af þvi til- efni efnir Söngsveitin til tónleika í Seltjarnarneskirkju í kvöld og hefj- ast þeir kl. 20.00. Efnisskráin er afar fjölbreytt. Til dæm- is má nefna að flutt verða íslensk þjóðlög sem Hafliði Hallgrímsson, Hjálmar H. Ragnarsson, Jón Ásgeirs- son, Jórunn Viðar og Jón Leífs hafa útsett. Stjórnandi Söngsveitarinnar Fílharm- óníu er Bernharður Wilkinson og píanóleíkari er Guðríður St. Sigurðar- dóttir. Rokksveitin Ham er nú búin að blása nýju lífi í glæðurnar og leika á Gauki á Stöng í kvöld. Miðasala er einungis í forsölu og í takmörkuðu upplagi. 360 gráðu-kvöld er á Thomsen þar sem plötusnúðarnir Exos og T.H. sjá um tónlistina. Aðgangseyrir er 300 kr. fyrir kl. 23 en 500 kr. eftir það. Ald- urstakmark er 18 ára. LEIKHÚS 20.00 írska verðlaunaleikritið Með fulla vasa af grjóti eftir Marie Jones er sýnt á Stóra sviði Þjóðleikhússins. Þeir Hiimir Snær Guðnason og Stef- án Hrafn Stefáns- son fara á kostum f þessarí sýningu. SÝNINGAR___________________________ l'slenskar þjóðsögur og ævintýri er þema sumarsýningarinnar sem opn- uð hefur verið í Safni Ásgríms Jónssonar við Bergs- staðastræti 74 i Reykjavík. Á sýning- unni sem stendur til 1. september eru margar af frægustu þjóðsagna- myndum listamannsins. Þar má einnig sjá vinnustofu, heimili og innbú hans. Hin sýníngin sem verður sett upp í miðrými Kjarvals- staða og ber hún yfirskriftina 1461 dagur. Þar sýnir Gretar Reynisson verkefni sem hann hefur unnið að frá 1. janúar 1997 og sér ekki fyrir endann á enn. Þetta er vaxtarverkefni af þeirri tegund sem á ensku væri kallað „work in progress. Sýningin stendur til 19. ágúst. [ Stöðlakoti við Bókhlöðustíg 6 stendur yfir sýning á útsaumsverkum Kristínar Schmidhauser. Sýningin er opin frá kl. 14-18 og lýkur 24. júní. Ljósmyndasafn Reykjavíkur hefur Æfingar hafnar á Kristnihaldi undir jökli: Stórhættulegt verk °g uppreisnargjarnt Á ÆFINGU í BORGARLEIIKHÚSINU Gísli Öm Garðarsson verður í hlutverki umboðsmannsins unga. leiklist Æfingar eru hafnar á Kristni- haldi undir jökli eftir Halldór Lax- ness hjá Leikfélagi Reykjavíkur í Borgarleikhúsinu og er notast við leikgerð Sveins Einarssonar. Áætlað er að taka leikritið til sýningar í lok september og að sögn Bergs Þórs Ingólfssonar sem leikstýrir verkinu ganga æfingar prýðilega, „í stílnum er þetta er stórhættulegt verk og uppreisnargjarnt. Halldór Laxness skiptir um stíl til höfuðs sjálfum sér og það er einmitt það sem er svo skemmtilegt við verkið að maður þarf að taka það til greina að hann er að hræra í þessu viðtekna." í hlutverki Umba hefur verið valinn Gísli Örn Garðarsson, nýút- skrifaður leikari frá leiklistardeild LHÍ. í stuttu spjalli sagði Gísli hlut- verkið leggjast mjög vel í sig. „Það er af svo mörgu að taka í þessari bók og við höfum í sameiningu verið að reyna að einangra það sem okkur langar að ná fram í leikritinu og sumarið verður síðan notað til að láta allt síast inn.“ Það er margt að gerast hjá Gísla og má m.a. nefna það að í þessari viku opnar hann veitingastað ásamt félögum sínum á Hverfisgötunni sem kallaður verður Hverfisbarinn. „Nú einhvers staðar verður maður að hafa aðsetur til að næra sig þeg- ar svona mikið er að gerast hjá manni,“ sagði Gísli glettnislega. Einnig má geta þess að tökur á kvikmyndinni Regínu hefjast í sum- ar en þar fer Gísli með eitt hlut- verkanna en sú mynd verður í leik- stjórn Maríu Sigurðardóttur. „Það er ekki annað hægt en að vera þakk- látur að fá öll þessi tækifæri svona nýútskrifaður úr leiklistarskólan- um,“ sagði Gísli að endingu. Auk Gísla leikur Árni Tryggva- son í Kristnihaldinu og er þar í hlut- verki Jóns Prímsuar, Edda Heiðrún Bachmann ieikur Frú Fínu Jónsen og Sigrún Edda Björnsdóttir fer með hlutverk Úu. Aðrir leikarar eru: Þorsteinn Gunnarsson, en þess má geta að hann var í hlutverki Umba í síðustu uppfærslu Leikfé- lagsins árið 1971, Margrét I-Ielga Jóhannsdóttir, Theódór Júlíusson, Ellert A. Ingimundarson, Eggert Þorleifsson, Olafur Darri Ólafsson og Pétur Einarsson. Hljómsveitin Quarashi með Sölva Blöndal í brod- di fylkingar semur tónlistina í sýn- ingunni. ■ opnað sýninguna Henri Cartier- Bresson í Grófarsal, Grófarhúsi, Tryggvagötu 15. Sýnd eru verk þessa franska Ijósmyndara sem nú er á tí- ræðisaldri og hefur oftast verið kenndur við stílinn „hið afgerandi augnablik". Sýningin er opin virka daga frá kl. 12-17 og um helgar kl. 13-17 og stendur til 29. júli. Sænski Ijósmyndarinn Lars Erik Björk sýnir Ijósmyndir frá Færeyjum í and- dyri sænska sendiráðsins í Lágmúla 7 sem hann nefnir Leiftur frá Færeyjum. Sýningin verður opin virka daga kl. 9- 16 til 22. júní. Freysteinn G. Jónsson sýnir Ijós- rnyndir í versluninni Míru, Bæjarlind 6. Sýningin nefnist Mannlif á Ind- landi og samanstendur af Ijósmynd- um frá Indlandi, bæði svarthvítum og í lit. Sýningin er opin á opnunartíma Míru og stendur til 20. júní. Ari Magg sýnir Ijósmyndir á Atlantic í Austurstræti og er þetta er fyrsta einkasýning Ara. Þema sýningarinnar á Atlantic er íslenski fáninn. Gengið er inn frá Austurvelli. í Byggðasafni Hafnarfjarðar standa yfir sýningarnar Blóðug vígaferli og Götuiíf vikinganna í York. Um er að ræða tvær sýningar, annars vegar endurgerð á götu í víkingaþorpi þar sem hægt er að sjá fólk við vinnu sína og hins vegar sýningu sem heitir „Skullsplitter" á frummálinu, þar má sjá beinagrind og hauskúpur víkinga sem féllu í bardögum. Á sýningunni eru raunverulegar líkamsleifar sem geta valdið óhug. Sýningin er opin alla daga frá 13-17, kostar 300 krónur, frítt fyrir börn, unglinga og ellilífeyris- þega. Miðinn gildir einnig í hin hús safnsins. Sýningarnar standa til 1. október. á sumau- u Breytílegt VISA Lokaðá laugardögum í sumar KAYS Austurhrauni 3, Hafnarfirði Sími 555 2866 Frakkland: Söngleikur með hestum söngleikir Söngleikurinn Prinsinn (Le Prince), sem nú er sýndur í smábænum Vogelgrun í Frakklandi, er óvenjulegur að því leyti að hest- ar eru í helstu hlutverkunum. Alls taka fjörutíu hestar þátt í sýning- unni ásamt hópi leikara af manna- ættum. í söngleiknum er sögð sag- an af franska prinsinum Louis Henri de Bourboun sem var á dög- um frá 1692 til 1740. Hann var sannfærður um að hann myndi end- urfæðast sem hestur og fékk þar af leiðandi arkitekt sinn til þess að PRINSINN Leikarinn Jean-Francois Pignon ásamt tveimur meðleikurum sínum. reisa glæsilegt hesthús handa sér. Tónlistin er að mestu leyti eftir Mike Túrtle, en hugmyndin kemur frá Dieter Spiedel. ■ Norræna húsið: Hvernig er norrænn hlutur? myndlist í Norræna húsinu stendur yfir sýningin Norrænir hlutir þar sem tíu norrænir listamenn sýna hluti af ýmsu tagi og innsetningar þar sem þeir velta því fyrir sér með myndrænum hætti hvers konar hlut- ir sé líklegast að geti talist norrænir. Ósk Vilhjálmsdóttir er fulltrúi ís- lands á sýningunni, en hinir lista- mennirnir eru Anna Zadros Hansen, Armen Matinjan, Khaled D. Ramad- an og Miguel Vega Olivares frá Dan- mörku, Christine Candolin og Niran Baibulat frá Finnlandi og Norðmenn- irnir Tomasz Ozdowski og Danuta Haremska. ■

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.