Fréttablaðið - 29.06.2001, Síða 2

Fréttablaðið - 29.06.2001, Síða 2
KJÖRKASSINN FRÉTTABLAÐIÐ 29. júní 2001 FÖSTUDACUR CUNNAR BIRGISSON Mikill meirihluti telur að Lánasjóður íslenskra námsmanna hafi beitt lántakendur órétti. Hefur LÍN svínað á lántakendum? Niðurstöður gærdagsins á wwyy.vfor.is Spurning dagsins í dag: Er rétt að selja ráðandi hlut i Lands- banka (slands til útlendinga? Farðu inn á vísi.is og segðu þína skoðun III I!l sss snsH’ HÖFUÐSTAÐUR NORÐURLANDS Akureyringar aetla að beita deiliskipulagi til að útiloka nektardanstaði frá baenum. Berrassaðar dansmeyjar á næturklúbbum Akureyrar: Skipulagðar út af kortinu næturlíf Bæjarráð Akureyrar sam- þykkti í gær að útiloka næturklúbba í miðbæ Akureyrar þegar deiliskipu- lag fyrir svæðið verður endurskoðaö. Samþykktin er gerð í kjölfar ein- arðrar andstöðu jafnréttisnefndar Akureyrar við rekstur nektardans- staða í bænum en nefndin telur þá starfsemi ekki í samræmi við stefnu bæjarins í jafnréttismálum. Að auki hefur bæjarráðið sam- þykkt að við endurskoðun deiliskipu- lags annarra hverfa bæjarins, þar sem heimilt er að reka veitingastaði, verði næturklúbbar útilokaðir. ■ —«--- Gerðardómur skilar úr- skurði sínum: Sjómanna- deilunni lýkur á sunnudag kjaramál Að sögn Garðars Garðars- sonar hæstaréttarlögmanns, for- manns gerðardóms sem skipaður var til lausnar kjaradeilu útvegsmanna og sjómanna, mun dómurinn skila að- ilum málsins úrskurði sínum í málinu næstkomandi sunnudag, 1. júlí, eins lögin um gerðardóminn gera ráð fyr- ir. Með niðurstöðu gerðardómsins komast á nýir kjarasamningar milli sjómanna og vinnuveitenda eftir langvinn átök. Deilendur hafa ekki sjálfir náð samkomulagi og greip lög- gjafarvaldið til þess að leggja málið fyrir gerðadóm. ■ —»— Evrópusambandið: Belgar taka við formennsku brussel. ap. Belgar taka við for- mennsku í Evrópusambandinu, ESB, á sunnudag og leysa þá Svía af hólmi. Það eru einkum þrjú mál sem liggja fyrir í væntanlegri hálfs árs for- mannstíð Belga. í fyrsta lagi að tryg- gja að vel gangi er notkun evruseðia og myntar hefst um áramót. í öðru lagi að halda viðræðum við væntan- leg aðildarlönd í Austur-Evrópu gangandi. í þriðja lagi að reyna að koma í veg fyrir að viðlíka óeirðir brjótist út í Brussel þegar haldinn verður leiðtogafundur þar eins og gerðist í Gautaborg á dögunum. ■ 2 Orkuveita Reykjavíkur: Orkuveitan yfirtekur um milljarð í skuldum sameininc Með sameiningu orkufyr- irtækja Reykjavíkur og Akraness yfirtekur Orkuveita Reykjavíkur um einn milljarð króna í skuldum orkufyrirtækja Akraness. Guð- mundur Þóroddsson forstjóri Orku- veitunnar segir að á móti fái fyrir- tækið eignir og tekjur við samein- inguna. Þá er gert ráð fyrir að tekj- ur Orkuveitunnar muni aukast um 5% við þessa sameiningu á árs- grundvelli. Því til viðbótar telja menn að mikil sóknarfæri verði til staðar á svæðinu enda hefur verið þar töluverð fólksfjölgun svo ekki sé minnst á frekari vöxt í stóriðju í nágrenninu. Sem dæmi nefnir hann að tekjur Akranesveitunnar hefðu verið 514 milljónir króna samkvæmt árs- reikningi árið 1999 og tekjur Anda- kílsvirkjunar 217 milljónir króna, eða samtals 731 milljónir króna. Þá gerðu áætlanir ráð fyrir því að orkufyrirtæki Skagamanna yrðu skuldlaus árið 2008 miðað við óbreytta gjaldskrá. Eigið fé fyrir- tækisins eftir sameininguna verður um 34 milljarðar króna. Jafnframt er gert ráð fyrir óbreyttri arð- greiðslustefnu sameinaðs fyrirtæk- is en þau hafa greitt arð til eigenda sinna. ■ GUÐMUNDUR ÞÓRODDSSON FOR- STJÓRI ORKUVEITU REYKJAVÍKUR Mikíl ásókn í lóðir á Akranesi. DÝR UNDIRSKRIFT Óvíst er hverjar eignir Frumafls eru, en framkvæmdastjóri fyrirtækisins getur ekki gefið neinar upplýsingar um það. Hluthafar I Ll segja að verið sé að kaupa undirskrift ráðherra á tæpan milljarð króna. Eignalaust Frumafl Fyrirtækið Frumafl selst á 860 milljónir þrátt fyrir að vera eignalaust. Stjórnarformaður LI getur ekki gefið upp- lýsingar um eignir fyrirtækisins. „Verða kynntar á hluthafafundi," segir framkvæmdastjóri Frumafls. sóltúnsmAlið Eins og fram hefur kom- ið í fréttaflutningi liðinna daga er deilt um verðmæti fyrirtækisins Frumafls sem Lyfjaverslun íslands hefur fest kaup á. Deilur risu upp innan stjórnar fyrirtækisins og vilja nokkrir stjórnarmenn meina að eign- ir fyrirtækisins séu engar; að einung- is sé verið að festa kaup á samningi við heilbrigðis- og tryggingarmála- ráðuneytið um þjónustu við aldraða. Þá hafa nokkrir stjórnarmenn sagt að þeim þyki óeðlilegt að einn stjórnar- manna LÍ, Jóhann Óli Guðmundsson, sé einn aðaleigandi Frumafls og sitji því beggja vegna samningaborðsins. fslenskir aðalverktakar eru um þessar mundir að byggja öldrunar- heimili að Sóltúni 2 fyrir Frumafl og segir Lárus Blöndal, stjórnarmaður hjá LÍ, að enn sem komið er sé þetta hús eign Aðalverktaka og er Frum- afli ætlað að kaupa húsið þegar búið er að byggja það. „Fyrirtækið á engar fasteignir eða lausafé og mun húsið sem verið er að byggja í Sóltúni verða keypt fyrir lánsfé sem enn er ekki búið að útvega. Þarna er því einungis um að ræða kaup á samningi," sagði Lárus. Lyfjaverslunin greiðir 860 millj- ónir fyrir hlutinn í Frumafli og sam- kvæmt samningi Frumafls við heil- brigðisráðuneytið frá árinu 2000 skal fyrirtækið sjá um rekstur hjúkrunar- heimilis fyrir aldraða. Samningurinn var gerður til 25 ára. Aðspurður sagði Hannes Guð- mundsson, framkvæmdastjóri Frum- afls, að fyrirtækið ætti eignir en hann vildi ekki tíunda þær við blaða- mann Fréttablaðsins. Hann sagði að eignir félagsins yrðu kynntar hlut- höfum í LÍ á hluthafafundi fyrirtæk- isins þann 10. júlí. Grímur Sæmund- sen, stjórnarformaður LÍ, gat ekki gefið neinar upplýsingar um eignir Frumafls þegar haft var samband við hann í gær en fullyrti þó að fyrirtæk- ið væri ekki eignalaust. Þrír hluthafar í LÍ hafa farið fram á lögbann á kaup LÍ í Frumafli. Lög- bannskröfunni var synjað af sýslu- manni en mun hún verða tekin fyrir af héraðsdómi í dag. omarr@frettbladid.is Kaup lífeyrissjóða á Landsbankanum: Ekki uppi á borðinu bankasala „Þetta hefur ekkert verið rætt hjá okkur,“ segir Magnús L. Sveinsson, formaður stjórnar Lífeyr- issjóðs verslunarmanna, aðspurður um þaó hvort lífeyrissjóðirnir sjái tækifæri í að kaupa hlut ríkisins í Landsbankanum. Stjórnarfundur í Lífeyrissjóði verslunarmanna verður ekki haldinn fyrr en í næsta mánuði og kemst mál- ið ekki á dagskrá fyrr ef það gerir það á annað borð. Lífeyrissjóður verslunarmanna á tidsbankanum en af 30 stærstu hluthöfum í bankanum eru 10 þeirra lífeyr- issjóðir með samtals 5,04% eignarhlut. „Við hugsum númer eitt, tvö og þrjú út frá arðsemissjónar- miði fjárfest- inganna. Ef menn telja að það sé góð fjár- festing upp á arðsemi að gera, hvort sem það er banki eða annað hlutafélag, þá skoð- um við það. En það er ekkert uppi á borðinu hjá okkur,“ segir Magnús L. Sveinsson. ■ Þj óðhagsstofnun: Mikill hagvöxtur efnahacsmAl Hagvöxtur á fyrsta árs- fjórðungi þessa árs var 7,3% sam- kvæmt fjórðungsuppgjöri þjóðhags- reikninga, sem Þjóðhagsstofnun sendi frá sér í gær. „Skýringin að hluta til er sú að það er mikill útflutningur á þessum árs- fjórðungi sem gæti skekkt þessa mynd. Birgðabreytingar eru lítt þekktar milli ársfjórðunga og skort- ur á birgðatölum valda meiri sveiflu. Við teljum að nokkuð hafi verið flutt út af birgðum sem kemur fram sem framleiðsla í þjóðhagsreikningnum," segir Gamalíel Sveinsson forstöðu- maður þjóðhagsreikninga hjá Þjóð- hagsstofnun. Þetta er nokkuð meiri hagvöxtur en spá Þjóðhagsstofnunar gerði ráð fyrir á öllu þessu ári. Gamalíel segir Þjóðhagsstofnun samt standa við sína fyrri spá um 1,5% hagvöxt á ár- inu. Þetta er í fyrsta sinn sem þess- ar ársfjórðungstölur eru gefnar út og eiga tölurnar að gegna svipuðu hlutverki og árshlutauppgjör fyrir- tækja. ■ AF 30 STÆRSTU HLUTHOFUM 1 LANDSBANKANUM ERU 10 LÍFEYRISSJÓÐIR Hluthafi Hlutur f °/o Lffeyrissjóðir Bankastræti 7 1,27 Samvinnulífeyrissjóðurinn 0,98 Lífeyrissjóður sjómanna 0,90 Lífeyrissjóður verslunarmanna 0,80 Llfeyrissjóður bankamanna 0,36 Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda 0,22 Lífeyrissjóður Verkfræðinga 0,18 Lífeyrissjóður Vestfirðinga 0,14 Lífeyrissjóður Vestmannaeyja 0,12 Lífeyrissjóður Norðurlands 0,08 jegar 0,8% hlut í MAGNÚS L. SVEINSSON , Hugsum fyrst og (remst um arðsemis- sjónarmið.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.