Fréttablaðið - 29.06.2001, Side 12

Fréttablaðið - 29.06.2001, Side 12
12 FRETTABLAÐIÐ 29. júni 2001 FÖSTUPACUR Ný handvopnakönnun: Þrír menn sóttir til saka: Um hálf milljón manna myrt á ári hverju osió. norecur. ap. Um hálf milljón manna, flestir óbreyttir borgarar, eru myrtir á hverju ári um heim allan með handvopnum. Kemur þetta fram í fyrstu árlegu handvopnakönnuninni sem gefin var út í gær í Osló. „Þad má líkja handvopnum við gjöreyðingar- vopn sem notuð eru í smáskömmtum í einu,“ segir Keith Krause, sem hafði umsjón með könnuninni sem unnin var í Genf. í könnunninni, sem er 300 blaðsíðna löng, kemur fram að um 550 milljónir handvopna séu í umferð í heiminum, allt frá skammbyssum til sjálfvirkra riffla og eldvarpna. ■ Reyndu innflutning dómsmál Ákæra hefur verið gefin út af ríkissaksóknara á hendur þremur mönnum á fertugsaldri sem allir eru taldir eiga aðild á innfiutningi á 30 kílóum af hassi á árinu 1999. Akæran er í þremur liðum og í fyrsta lið er einn mannanna ákærður fyrir að hafa reynt þennan innflutning til sölu hér á landi í ágóðaskyni. Fram kemur í ákærunni að í nóvember 1999 hafi lögreglan í Barcelona á Spáni lagt hald á fíkniefnið sem falið var í hurð sem senda átti ásamt níu öðrum hurð- um sjóleiðis til íslands á nafni fyrir- tækis í Reykjavík. Öðrum manni er gefið að sök að hafa komið hinum í samband við fíkniefnasala á Spáni. Frá þeim tíma og þar til haustið 1999 er honum gef- ið að sök að hafa liðsinnt meðákærða í símasamskiptum við milligöngu- manninn. Þetta var gert til að koma fíkniefnum hingað til lands. Þá er þriðja manninum gefið að sök að hafa útvegað upplýsingar um fyrirtækið og fá samþykki grandalausa forráða- mann þess til að nota nafn þess til að flytja inn hurðir, en ákærði vissi að í þeim voru falin fíkniefni sem ætluð voru til sölu hér á landi. Ríkissaksóknari krefst þess að ákærðu verði dæmdir til refsingar og ennfremur er þess krafist að 0,56 kg af amfetamíni sem fannst við húsleit hjá einum þeirra verði gert upptækt. ■ á 30 kílóum af hassi Lató í stað dollara Lató hyggur á landvinninga í Evrópu og vestanhafs. Krónan fellur um en Lató sækir í sig veðrið. Lítið um byrjunarörðugleika. hagkerfi Á meðan krónan fellur styrkist hagkerfi Latabæjar - Lató- hagkerfið - stöðugt. Magnús Schev- ing, „bæjarstjórinn" í Latabæ, segir að nú hyggi menn á landvinninga og að hann hafi heyrt sögur af því að fjármálaráðherrar ýmissa Evrópu- landa og í Bandaríkjunum séu að hugsa um að kasta bæði evru og doll- ar fyrir róða. „Við erum nýkomnir að utan og höfum átt í viðræðum við menn um að koma Latóhagkerfi af stað víðar en hér á íslandi og okkur hefur verið tekið gríðarlega vel. Menn segja að þetta sé eitt það sniðugasta sem hef- ur komið fram í bransanum í langan tíma,“ sagði Magnús. Að sögn Magn- úsar hafa þeir erlendu aðilar sem hann er í viðræðum við komið að framleiðslu á Disney-bíómyndum en tengjast þó ekki Disney með beinum hætti. Magnús sagði að Latóhagkerfið hefði gengið vel og litlir sem engir byrjunarörðugleikar hefðu komið upp.„Það er helst að fólk haldi að þetta sé hægt að nota á hverjum degi. Við erum að reyna að koma því þan- nig fyrir að hægt sé að notast við Latóseðlanna alltaf þannig að engin komi að tómum kofanum, en fram að því verður fólk að fylgjast vel með Fréttablaðinu hvar hægt er að nota Lató,“ sagði Magnús. Eins og kom fram í Fréttablaðinu stöðvaði Seðlabankinn útgáfu Latóseðla vegna þess að seðlarnir þóttu vera of líkir íslenskum seðlum. Eftir viðræður á milli Magnúsar og forsvarsmanna bankans náðist sam- komulag um hvernig mætti leysa málið. Magnús og félagar í Latabæ breyttu útliti seðlanna og hefur nú verið hægt að nota þá vandræðalaust. Hægt er að nota Latóseðla til þess að kaupa hollar vörur og þjónustu sem stuðlar að heilbrigðum lifnaðarhátt- um. Hægt er að kaupa fyrir seðlana skyr, morgunkorn, grænmeti og ávexti svo að fátt eitt sé nefnt. omarr@frettabladid.is EKKI LÍKIR KRÓNUM Eins og Fréttablaðíð greindi frá fyrr í mán- uðinum stöðvaði Seðlabankinn útgáfu Latóseðla vegna þess að þeir þóttu of líkir krónunni. Latóseðlunum var þó breytt og forsvarsmenn Seðlabankans - og fjöldi barna - sættust á nýtt útlit. Hér gefur að líta gömlu og nýju Latóseðlana. Thomson 10" sjónvarp 10" Black Pearl myndlampi. 1 scart-tengi. 12/24/220 volt. Inniloftnet fylgir. Fjarstýring. 2ja ára ábyrgð. BSUMAR^ SPRENGJW Fastrrq BT Skeifunni • S:550-4444 • BT Hafnarfirði • S:550-4020 • BT Kringlunni - S:550-4499 • BT Reykjanesbæ • 5:421-4040 • BT Akureyri • 5:461-5500 • BT Egilsstöðum ■ 5:471-3880 Litla systir Astrid Lindgren: Gefur út fyrstu bók 90 ára svIþjóð Litla systir Astrid Lindgren, sem m.a. skrifað bækurnar um Línu Langsokk og Emil í Kattholti, gaf nýlega út sína fyrstu bók, 90 ára að aldri. Litla systirin sem heitir Stina Hergin segir bókina vera byggða á ævi sinni, en bókin ber titilinn „Einu sinni var bóndabær" og gerist þar sem fjölskylda þeirra systra ólst upp, í Vimmerby í Smálöndum. Stina gefur bókina út sjálf og hyggst einnig þýða hana fyrir þýsk- an markað. í samtali við The Associated Press sagðist hún hafa beðið með út- gáfu bókarinnar þar til hún hefði fundið sinn eigin stíl. „Maðurinn minn sálugi var rit- höfundur svo og bróðir minn og systir, svo það var ekki auðvelt fyr- ir mig að hasla mér völl á sama sviði. En ég er hæstánægð með bók- ina mína.“ Aðspurð hvort Stina hygði á frekari bókarsmíði sagðist hún alveg eins reikna með því, hana langaði að skrifa bók um drauga því hún þekkti svo marga. ■ 1*1 I XII-OKM &BOLSIWJN* Simor: SSS 3344/694 4772

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.