Fréttablaðið - 29.06.2001, Blaðsíða 13
FÖSTUPAGUR 29. júní 2001
FRÉTTABLAÐIÐ
13
Hewlett-Packard:
Aukagjald fyrir
geislaskrifara
FRANKFURT. ÞÝSKALANDI, AP. Þýskur dÓltl-
stóll hefur gert tölvufyrirtækinu
Hewlett-Packard að greiða sérstakt
aukagjald fyrir alla geisladiskaskrif-
ara sem það hefur selt á undanförn-
um þremur árum, en lög þess efnis
voru samþykkt á síðasta ári af frum-
kvæði höfundaréttarfyrirtækisins
GEMA. Gjaldinu er ætlað að bæta
tónlistarmönnum það tap sem þeir
eru taldir verða fyrir þegar lög þeir-
ra eru tekin af Netinu. Önnur fyrir-
tæki sem selja geisladiskaskrifara
þurfa nú að greiða gjald af hverjum
seldum geislaskrifara, en mál Hew-
let-Packard er talið setja fordæmi
fyrir þau. ■
ÞÓRDfS G. ARTHÚRSDÓTTIR
Ferðakortahandbókin verður endurnýjuð
árlega með uppfærðum upplýsingum um
ferðaþjónustu og vegbætur.
Ferðakortahandbók
Landmælinga:
Gagnlegar
upplýsingar í
ferðalaginu
ferðalagið Ný ferðakortabók með
nýjustu upplýsingum um vegakerfi
landsins og vegnúmer hefur verið
gefin út af Landmælingum íslands.
Einnig er að finna í bókinni mikil-
vægar upplýsingar um ferðaþjón-
ustu, svo sem bensínafgreiðslur,
gististaði, sundlaugar, söfn, golfvelli
og fleira.
Helsta nýjung bókarinnar eru
fjölmörg þjónustutákn sem gefa til
kynna hvar hægt sé að gista, taka
bensín, heimsækja minjastaði eða
fara í golf eða á skíði. í ferðakorta-
bókinni er einnig upplýsandi sérkort
um gróður, jarðfræði, sögulegar
minjar, dreifisvæði Símans GSM,
þjónustu FÍB og veðurskeytastöðvar
ásamt ítarlegri töflu um vegalengdir
milli staða. Bókin kostar 1.980 kr. og
fæst á öllum helstu sölustöðum
korta. ■
■ —♦—
Flug:
Hávaðavarnir á
Reykjavíkur-
flugvelli
hávaði Hömlur hafa verið settar á
snertilendingar á Reykjavíkurflug-
velli í sumar. Snertilendingar verða
aðeins heimilar mánudaga til föstu-
daga, og aðeins að degi til.
Áfram eru í gildi reglur sem tóku
gildi þann 21. júní 1999 um takmark-
anir á flugi við Reykjavíkurflugvöll.
Um er að ræða ýmsar takmarkanir
sem ná til nokkurra ólíkra þátta sem
stuðla þó allir að því að draga úr há-
vaða. ■
íslandsbanki kaupir 12,5% í Rietumu:
LÖGREGLUFRÉTTIR
Sættust á minni hlut
bankar „Okkar markmið með fjár-
festingunni var að ná betri aðgangi
að mörkuðum á Eystrasaltsvæðinu
og við teljum okkur vera að ná fram
þeim markmiðum án þess að þurfa að
binda jafnmikið fé og upphaflega
stóð til,“ sesir Bjarni Ármannsson,
bankastjóri Islandsbanka, um kaup á
12,5% hlut í lettneska bankanum
Rietumu í stað 56,2% eins og sam-
komulag var gert um í lok síðasta
árs. Þá segir Bjarni það jákvætt að
núverandi eigendur hafi ekki þurft
að rýra hlut sinn meira en sem nem-
ur 12,5%.
Guðmundur Kr. Tómasson, fram-
kvæmdarstjóri Þróunarsviðs, segir
rekstur lettneska bankans hafa geng-
ið mjög vel að undanförnu. Hann seg-
ir að bankinn sé tiltölulega lítið í ein-
stakiingsviðskiptum og leggi meginá-
herslu á þjónustu við fyrirtæki og
efnameiri einstaklinga. íslandsbanki
greiðir jafnvirði um 570 milljóna
króna fyrir hlutinn en samkvæmt því
má áætla að meirihluti í Rietumu
hefði kostað bankann um 2,5 millj-
arða. ■
BJARNI ÁRMANNSSON
Segir minni hlutdeild vera sameig-
inlega niðurstöðu aðilanna á þeim
tíma sem liðinn er frá samkomu-
laginu um meirihlutaeign.
Lögreglan í Hafnarfirði fylgdist
með ökumönnum í fyrradag og
voru tólf teknir fyrir of hraðan akst-
ur. Þeirra á meðal var einn stöðvað-
ur á 110 km hraða og var sá með
kamar í eftirdragi.
Aveginum sunnan við Borgar-
f jarðarbrúnna og að göngunum
biður lögreglan í Borgarnesi öku-
menn að sýna varúð. Ástæðan fyrir
því er að tjara hefur myndast á veg-
inum en það virðist gerast á þessu
svæði í miklum hita og getur þá
myndast slysahætta.
-—-♦—
Lögreglan á Patreksfirði tekur þátt
í umferðarátaki Umferðarráðs og
lögreglunnar og að þeirra sögn er
ástand bíla gott og þeir vel búnir.
stórlækkað
verð
á nokkrum sýningar-
og reynsluakstursbílum
Nú er sölusýningu B&L í kringum landið lokið.
Af því tilefni bjóðum við nokkra vel með farna
reynsluaksturs- og sýningarbíla á lægra verði
en nokkru sinni fyrr.
B&L, Grjóthálsi 1, slmi 575 1220, www.bl.is
Opið virka daga 9-18
BlLAR AF BESTU GERÐ