Fréttablaðið - 29.06.2001, Side 18

Fréttablaðið - 29.06.2001, Side 18
Á HVAÐA TÍMUM LIFUM VIÐ? n *n / c / ti FRÉTTABLAÐIÐ 29. júní 2001 f'öSTUDAISUR Kristín Þóra Haraldsdóttir starfsmaður Jafningjafræðslunnar Við lifum á spennandi og skemmtilegum tlma. Þó er ástæða til þess að vera svolítið var um sig og hafa það í huga að það slæma er oft handan við homið og getur brotist fram í ýms- um myndum. En umfram allt er ástæða til þess að vera jákvæður og bjartsýnn og láta gott af sér leiða. Islensk mannanöfn: Hvað má ekki? mannanöfn Út er komin hjá Vöku Helgafelli lítið kver sem ber heitið íslensk mannanöfn. í bókinni er birt skrá yfir öll leyfileg eiginnöfn ís- lenskra karla og kvenna ásamt leyfi- legum ritmyndum þeirra. Einnig er þar skrá yfir leyfileg millinöfn. Auk þess er önnur og mun styttri skrá yfir þau nöfn sem hafnað hefur verið af mannanafnanefnd. Skráin er mið- uð við 1. janúar í ár. Loks eru í bók- inni helstu reglur um mannanöfn og nafngjafir samkvæmt lögum. Hér á eftir er listi yfir drengja- nöfn sem mannanafnanefnd hefur hafnað á árunum 1997 til 2000. ADRIAN ADALBJÖ RC VIN ANTHONY ANTONIO ANTORN-CABRIEL ARNARSTEINN BALD BEN BENEDIKTS CESAR DANIEL DOMINIC EILIF FRYOLF HÁVARR HNIKARR IAN ÍSARR JÁRNSÍÐA JÓSHUA KÁ KILLIAN KOSMO KRISTOFER LEO LORENZLEE LÓRENZ LUDWIG Listasafn Reykjavíkur Hafnarhúsi: Efnt til skyndikynna myndlist Geysileg aðsókn hefur verið að yfirlitssýningu Erró í Listasafni Reykjavíkur - Hafnarhúsi frá því hún var opnuð síðastliðinn laugardag og hafa hátt á þriðja þúsund manns þeg- ar séð hana. Leiðsögn er um sýning- una kl. 16.00 á sunnudögum en vegna gríðarlegrar eftirspurnar hefur Listasafnið afráðið að efna einnig til svokallaðra Skyndikynna við Erró í hádeginu í dag. Flutt verður kynning um yfirlitssýninguna og verk lista- mannsins en sjónum sérstaklega beint að ákveðnum verkum hans með það fyrir augum að gestir fái lykil að allri sýningunni. Skyndikynnin hefj- ast kl. 12.00 og er miðað við að þau standi yfir í um tuttugu mínútur. Kaffistofa Listasafnsins verður með sérstakt tilboð í hádeginu. ■ NÝSTÁRLEGT FRAMTAK Listasafn Reykjavíkur býður upp á skemmtilega nýjung í starfi sínu. Listunn- endur sem kjósa að verja helgum til úti- vistar geta skotist niður í Hafnarhús i há- deginu í dag og notið listar, fróðleiks og fengið sér í gogginn um leið. Höfundur Múmínálfanna: Tove Jans- son látin bækur Tove Jansson, höfundur bókanna vinsælu um Múmínálfana, lést á miðvikudaginn í Helsinki 86 ára að aldri. Börn um heim allan hafa hrifist af sögunum um Múmínálfana, en alls komu út 13 bækur á árunum 1945-77. Tove Jansson bjó í Finnlandi og skrifaði á sænsku, en bækurnar hafa verið þýddar á 34 tungumál og gerðar hafa verið eftir þeim bæði bíómyndir og sjónvarpsþætt- ir. ■ UNGUR MÁLARI Hafliði Sævarsson nefnir Edvard Munk, Kjarval og Sigurð Örlygsson meðal n FÖSTUDAGURINN 29. JÚNÍ MYNPLIST___________________________ 12.00 Skyndikynni við Erró. Flutt verður kynning um yfirlitssýninguna og verk listamannsins en sjónum sérstaklega beint að ákveðinum verkum hans með það fyrir aug- um að gestir fái lykil að allri sýn- ingunni. Miðað er við að skyndikynnin standi um tuttugu mínútur. Ekkert aukagjald er tekið fyrir þátttökuna. Kaffistofa Lista- safnsins verður af þessu tilefni með tilboð í hádeginu. NÁMSKEIÐ___________________________ 13.00 Vinsamlegast plantið ekki vöru- merkjum á tunglið! (Heimsendir er í nánd!) er yfirskrift námskeiðs sem ætlað er auglýsingarfólki. Fyr- irlesarar eru tveir þekktir auglýs- ingamenn, John Boiler og Glenn Cole sem starfa hjá Wieden&Kennedy í Evrópu. Þeir munu meðal annars kanna nokkra fyndna, heimskulega og uggvekjandi tískustrauma í nú- tíma auglýsingamennsku og á sjálfumglaðan hátt greina fólkið sem veður eld og brennistein til að viðhalda þessum sömu tísku- straumum. Námskeiðið verður haldið á Grand Hótel og stendur til kl. 16.00. TÓNLEIKAR__________________________ 20.30 Hinn frábæri Benjamin Koppel Quartet frá Danmörku heldur tónleika i Salnum í Kópavogi. Kvartettinn leikur hressandi blöndu af nýrri tónlist og einstaka þekktari jazznúmerum af mikilli leikgleði, fimi og tilfinningu. Kvar- tettinn skipa Benjamin Koppel, á saxófón, Steen Rassmussen á pí- anó, Jonas Westergaard á kontra- bassa og Jakob Andersen á trommur. 23.00 The Canada Club of lceland fagn- ar þjóðhátíðardegi lands síns með tónleikum í Kaffileikhúsi Hlaðvarpans. Pað er auðvitað hljómsveit kanadísku söngkon- unnarTeenu Palmer FELICIDAE sem flytur blandaða dagskrá, ekki síst með áherslu á samba-, salsa- takta sem landanum hafa hugn- ast svo vel upp á síðkastið. Hljómsveitina skipa, auk Teenu, þeir Hilmar Jensson á gítar, Matthíasi Hemstock á trommur, Jóel Pálssyni á málmblásturhljóð- færi og Guðjón Þorláksson á bassa. Miðaverð á tónleikana er 1500 kr. og verður ágóðanum varið til kaupa á tæki handa Barnaspítala Hringsins. Húsið opnar klukkan 22:00 og boðið er Kínakrakkar í Hinu húsinu: Teiknar og málar börn mynplist Hafliði Sævarsson opnar í dag málverkasýningu í Gallerí Geysi í dag. Sýninguna nefnir hann Kína- krakka og sýnir hann aðallega mál- verk en einnig skúlptúra og teiknað- ar skissur. í verkum sínum reynir hann að fanga litríkan gáska leik- skólabarna og eldri nemenda en lista- maðurinn hefur í rúmlega þrjú ár skissað krakka í skólum, á heimilum og í lestum víðs vegar um heiminn. Hann byrjaði á þessu á ferðalagi í Kína og sú vinna ásamt áhrifum úr myndlist, landslagi og byggingum í Alþýðulýðveldinu setur svip á verkin sem að eru unnin upp úr skissunum mestmegnis með vestrænni olíulita- tækni. Hafliði er 21 árs og stundar nám í félagsvísindum og myndlist í Hollandi. „Ég byrjaði að mála um tíu ára aldur en hætti alveg þegar ég byrjaði í Menntaskólanum í Reykja- vík,“ segir Hafliði. Hann var þó á námskeiðum í Myndlistarskólanum í Reykjavík og eftir tveggja ára menntaskólanám hélt hann til Hong Kong í svo kallað IB nám. „Ég tók þar myndlist sem varð aðalviðfangsefni Á móti sól leikur á Gauki á Stöng. SÝNINGAR________________________ Sýningin Samræmd heildarmynd - Kirkja, arkitektúr, glerlist, skrúði, stendur nú yfir í Fella- og Hólakirkju. Á sýningunni eru sýnd frumdrög af teikn- ingum kirkjunnar, frumdrög, vinnuteikn- mitt þau tvö ár sem ég var þar.“ Aðspurður um þema sýningarinn- ar svarar Hafliði: „Börn, nemendur, Kínakrakkar. Myndefnin koma hvaðanæva að en sýningin er samt ákveðið uppgjör við minningarnar sem ég á frá námi mínu í Hong Kong og ferðalögum um Kína. Hafliói seg- ist hafa mjög gaman að fást við að skissa krakka vegna þess að þau eru stöðugt á hreyfingu. „Maður verður að vera alveg rosalega fljótur að teik- ingar og Ijósmyndir af vinnuferli glerl- istaverkanna og skrúðans. Hönnuðir er Leifur Breiðfjörð og Sigriður Jóhanns- dóttir. Sýningin stendur til 8. júlí og er opin alla virka daga kl. 10-16 og um helgar kl. 13-18. í Árbæjarsafni standa yfir nokkrar sýn- ingar. I húsinu Lækargötu 4 er sýningin Saga Reykjavíkur - frá býli til borgar. í Kjöthúsi er sýningin Saga bygginga- tækninnar. I húsinu Líkn er sýningin na,“ segir Hafliði og leggur áherslu á rosalega. Hafliði segist vera staðráðinn í að halda áfram að mála. „Sama hvort ég er í námi í myndlist eða sjómaður úti á sjó. Ég hef mjög gaman að því að mála og ætla að halda því áfram: segir Hafliði sem með sýningunm segist vera að ljúka tveggja ára áfanga sem hófst með útskriftarsýn- ingu hans frá skólanum í Hong Kong. „Ég veit samt ekki alveg um framtíð- Minningar úr húsi. Þar er sýnt innbú frá fjölskyldu Vigfúsar Guðmundsson- ar búfræðings sem bjó á Laufásvegi 43. Sýningin i Suðurgötu 7 ber yfirskrift- ina: il fegurðarauka. Sýning á útsaumi og hannyrðum. Sýningin í Efstabæ hef- ur verið endurgerð. Þar má sjá hvernig tvær fjölskyldur bjuggu í húsinu um 1930, þar af önnur barnmörg. íslenskar þjóðsögur og ævintýri er þema sumarsýningarinnar sem opnuð upp á Ijúffengan málsverð fyrir tóneikana fyrir þá sem það vilja. LUSIFER MARIUS MARTHEN RECIN VÍDÓ WERNER Á næstu dögum munum við birta fleiri forvitnilega lista yfir manna- nöfn. ■ VESPUR Seljum síðustu vespurnar á þessu sumri, verð frá kr. 130 þúsund. Lyftarar ehf. Sími: 585 2500 Laugardagsgangan: Mannlíf íViðey útivist Á morgun verður farin göngu- ferð um Viðey eins og jafnan á laug- ardögum í sumar. Áherslan verður lögð á að fara um svæði sem hafa að geyma sögu mannlífs í eyjunni, en hún rekur sig allt aftur til 10. aldar, og verður hún kynnt í ferðinni í stuttu máli. Farið verður með Viðeyjarferj- unni kl. 11:15 út í eynna og hefst sjálf gangan klukkan 11:30. Leiðsögnin er án endurgjalds, en ferjutollur er að- eins krónur 400 fyrir fullorðna og 200 fyrir börn. Eftir göngu er upplagt að fá sér kaffi í Vióeyjarstofu en kaffisalan þar verður opin frá klukkan 13:30- 17:00 bæði laugardag og sunnudag. Sýningin „Klaustur á íslandi" verður opin laugardag og sunnudag frá kl. 13:00-16:15. ■ Ekkja Schindlers: Fær skaða- bætur stuttgawt. ap Emilie Schindler, ekkja Oskars Schindlers sem frægur varð þegar Steven Spielberg gerði bíó- mynd um óvenjulegar hetjudáðir hans í seinni heimsstyrjöldinni, hlaut nú í vikunni 25.000 þýsk mörk í skaðabætur frá þýska dagblaðinu Stuttgarter Zeitung. Dómstóll dæmdi blaðið til þess að greiða ekkjunni bætur fyrir að birta skjöl eftir Schindler, sem hún á birtingarrétt á. Þýsk hjón fundu þessi skjöl árið 1999 og gáfu þau dagblaðinu, sem birti úr- drætti úr þeim og gaf síðan bæði skjölin og ljósmyndir til minningar- safns um Helförina í ísrael. Schindler-hjónin fluttu til Argentínu árið 1949 en hann fór frá henni árið 1958 og hélt að nýju til Þýskalands þar sem hann lést árið 1974. Hún er engu aó síður eini erfingi hans. ■ Djass í Salnum: Dansvænir Danir tónleikar Hinn frábæri Benjamin Koppel Quartet frá Danmörku verð- ur með tónleika í Salnum í Kópavogi í kvöld kl. 20:30, en á morgun leika þeir á Blue North Music tónlistarhá- tíðinni í Ólafsfirði, auk þess sem þeir spila í Deiglunni á Akureyri kl. 20:30 á sunnudagskvöldið. Benjamin Koppel Quartet spilar hressandi blöndu af nýrri tónlist og einstaka þekktari jazznúmerum af mikilli leikgleði, fimi og tilfinningu. Tónlistin er aðgengileg og oft dans- væn. Kvartettinn sendi fyrir nokkru frá sér plötuna „Armarillo Race“, sem hlaut einróma lof gagnrýnenda. En þar sýnir kvartettinn yfirburði í leikni, tæknilega og músíkalskt, í bæði fallegum lögum og logandi grófri swing músík. ■

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.