Fréttablaðið - 29.06.2001, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 29.06.2001, Blaðsíða 19
FÖSTUPAGUR 29. júní 2001 FRÉTTABLAÐIÐ 19 Kaldalónstónleikar í Árbæjarsafni Þú eina hjartans yndið mitt tónleikar I Árbæjarsafni er jafnan heilmargt um að vera á sumrin og á morgun klukkan 14 verða haldnir þar tónleikar þar sem þeir Árni Sighvats- son baritonsöngvari og Jón Sigurðsson píanóleikari flytja lög eftir Sigvalda Kaldalóns. Vel er við hæfi að flytja lög Sigvalda í Árbæjarsafni vegna þess að flygill Sigvalda er geymdur þar og not- aður þegar tækifæri gefst. Vinir hans gáfu honum flygilinn árið 1919 og færðu heim til hans í Ármúla, þar sem Sigvaldi bjó skammt frá Kaldalóni við ísafjarðardjúp. Rífa þurfti vegg úr íbúðarhúsinu til þess að koma flyglin- um inn. Sigvaldi var þá fjarverandi og vissi ekkert af gjöfinni, vinir hans stóðu í ströngu við að ganga frá öllu aftur til þess að koma honum á óvart. Sigvaidi Kaldalóns (1881-1946) starfaði sem héraðslæknir í Nauteyrarhreppi við ísafjarðardjúp um ellefu ára skeið, í Flatey á Breiðafirði um þriggja ára skeið og loks í Grindavík í um 15 ár. Sigvaldi sinnti tónlist í hjáverkum en ferðalög og annað erfiði sem fylgdi læknisstarfinu tóku mest af hans tíma. Eftir hann liggja um það bil 200 lög og af þeim ætla þeir Árni og Jón að flytja þrettán perlur. ■ SIGVALDI KALDALÓNS Tónar hans óma í Árbæjarsafni á morgun. iara sem hann hefur litið til. ina. Ég tek þetta svona í tveggja ára bitum.“ Hafliða finnst sýningin eiga vel við nú þegar umræða um kyn- þáttafordóma stendur hátt. „Ég bjó sem innflytjandi í Austurlönd- um og er nú komin heim og veit innsýn í það. Þetta finnst mér at- hyglisvert út frá félagslegum sjónarhóli. Á sýningunni er mál- um sem sagt öfugt farið miðað við það sem gerist úti á götu.“ ■ hefur verið í Safni Ásgríms Jónssonar við Bergsstaðastræti 74 í Reykjavík. Á sýningunni sem stendur til 1. september eru margar af frægustu þjóðsagnamynd- um listamannsins. Þar má einnig sjá vinnustofu, heimili og innbú hans. Önnur af sumarsýningum Listasafns Reykjavíkur - Kjarvalsstaða ber nafnið Flogið yfir Heklu. Sýningarstjóri er Ein- ar Garibaldi Eiríksson myndlistarmaður og prófessor við Listaháskóla islands. Á sýningunni getur að líta mismunandi myndir Heklu sem sýndar verða hlið við hlið. Sýningin stendur til 2. september. Hin sumarsýningin er í miðrými Kjar- valsstaða og ber hún yfirskriftina 1461 dagur. Þar sýnir Grétar Reynisson verk- efni sem hann hefur unnið að frá 1. jan- úar 1997 og sér ekki fyrir endann á enn. Þetta er vaxtarverkefni af þeirri tegund sem á ensku væri kallað „work in progress." Sýningin stendur til 19. ágúst. Ljósmyndasafn Reykjavíkur hefur opn- að sýninguna Henri Cartier-Bresson í Grófarsal, Grófarhúsi, Tryggvagötu 15. Sýnd eru verk þessa franska Ijósmynd- ara sem nú er á tíræðisaldri og hefur oftast verið kenndur við stílinn „hið af- gerandi augnablik". Sýningin er opin virka daga frá kl. 12-17 og um helgar kl. 13-17 og stendur til 29. júlí. Ari Magg sýnir Ijósmyndir á Atlantíc í Austurstræti og er þetta er fyrsta einka- sýning Ara. Þema sýningarinnar á Atlant- ic er (slenski fáninn. Gengið er inn frá Austurvelli. I Byggðasafni Hafnarfjarðar standa yfir sýningarnar Blóðug vígaferli og Götulíf víkinganna í York . Um er að ræða tvær sýningar, annars vegar endurgerð á götu í víkingaþorpi þar sem hægt er að sjá fólk við vinnu sína og hins vegar sýn- ingu sem heitir „Skullsplitter" á frum- málinu, þar má sjá beinagrind og haus- kúpur víkinga sem féllu í bardögum. Á sýningunni eru raunverulegar likamsleif- ar sem geta valdið óhug. Sýningin er opin alla daga frá 13-17, kostar 300 krónur, frítt fyrir börn, unglinga og ellilíf- eyrisþega. Miðinn gildir einnig f hin hús safnsins. Sýningarnar standa til 1. októ- ber. í Sjóminjasafninu í Hafnarfirði stendur handverkssýning Ásgeirs Guðbjartsson- ar. Frá 1. júní er Sjóminjasafnið opið alla daga frá kl. 13 til 17. Sýningin stendur til 22. júlí. Ljósmyndasýning grunnskólanema stendur yfir í Gerðubergi. í vetur hafa þeir unnið undir handleiðslu hugsjóna- mannsins Marteins Sigurgeirssonar og afraksturinn hangir á veggjum Gerðu- bergs. Sumar myndanna eru Ijóðskreytt- ar aðrar segja sjálfar allt sem segja þarf. Opnunartími sýningar er virka daga frá 12 til 17 og stendur sýningin til 17. ágúst. IWYNPUST_____________________________ Sýningin List frá liðinni öld stendur yfir í Listasafni ASÍ. Á sýningunni eru sýnd öndvegisverk úr eigu Listasafnsins. Litið er til fyrri hlutar síðustu aldar og sjónum beint annars vegar að yngri verkum frumherjanna. Sýningin stendur til 12. ágúst. Sumarsýning Listasafns Sigurjóns Ólaf- ssonar ber yfirskriftina Hefð og nýsköpun. Þar má sjá úrval verka eftir Sigurjón frá þrjátíu ára tímabili, 1930- 1960. Safnið er opið alla daga milli klukkan 14 og 17, nema mánudaga. Sumarsýning Listasafns íslands nefnist Andspænis náttúrunni. Á henni eru eingöngu verk eftir (sendinga í eigu safnsins og fjallar hún um náttúruna sem viðfangsefni íslenskra listamanna á 20. öld. Verkin á sýningunni eru eftir marga af helstu listamönnum þjóðarin- nar á nýliðinni öld, frá Þórarni B. Þorlákssyni til Ólafs Eliassonar. Opið frá kl. 11 til 17 alla daga nema mánudaga. Aðgangur er ókeypis á miðvikudögum. Sýningin stendur til 2. september. Svipir lands og sagna nefnist sýning á verkum Ásmundar Sveinssonar sem opnuð var um helgina I Listasafni Reykjavíkur Ásmundarsafni. Á sýningunni eru verk sem spanna allan feril listamannsins og sýna þá þróun sem varð á list hans í gegnum tíðina. Safnið er opið daglega 10-16 og stendur sýningin til 10. febrúar á næsta ári. Norðmaðurinn Gisle Nataas hefur opnað sýningu á Mokka-kaffi við Skólavörðustíg. Sýnínguna nefnir listamaðurinn Eitt andartak og þrjár samræður og fjallar hún um hreyfingu og rými. Ljós og skugga. Sambandið á milli mynda og samræðna og þau áhrif sem hlutirnir hafa á rýmið. Þýski myndlistarmaðurinn Werner Möller sýnir málverk í Hafnarborg. Á sýningunni verður Werner með 30 Ktil akrýlmálverk og eitt stórt textílverk. Sýningin er opin alla daga nema þriðjudaga frá kl. 11 til 17 og henni lýkur 2. júlí. í Listhúsi Ófeigs Skólavörðustíg 5 opn- aði um helgina leirlistarsýningin Neri- age Postulín. Listamaðurinn er Nanna Bayer frá Finlandi og beitir hún svo kall- aðari neriage aðferð við gerð leirmun- anna en sú aðferð er japanskrar ættar. Yfirlitssýning Errósafnsins stendur í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi. Unnar Örn Auðarson hefur opnað sýn- ingu í gallerí@hlemmur.is, Þverholti 5. Á sýningunni er Unnar að vinna með hluti úr sinu daglega lífi, eins og mat, heimili og íþróttir, sem hann hristir saman og býr til eina heild. Sýningin stendur til 15. júlí og er opin fimmtudag til sunnudags frá kl. 14-18. Fjórir listamenn hafa opnað sýningu í Nýlistasafninu. Þeir eru Daníei Þorkels, Þorkell Magnússon í Gryfju, Ómar Smári Kristinsson á palli, Karen Kirstein í forsal ogPhilip von Knorring í SÚM-sal. LEIKHUS Gamanleikur í gæðaflokki „Út með ykkur", sagði Jock Campell öryggisvörður (alias Hilmir Snær) við áhorfendur þeg- ar Hilmir Snær Guðnason og Stef- án Karl Stefánsson voru orðnir þreyttir á fagnaðarlátum í lok síð- ustu sýningar vorsins á norður- írska smellinum. Áhorfendur svör- uðu með því að rísa úr sætum og hylla frábæran leik tvímenning- anna sem túlka allar persónur leik- ritsins, íra jafnt sem Kana, konur sem karla. Veljum vináttuna, kjós- um okkar sögur og okkar ljóð og látum okkur ekki nægja að vera aukaleikarar Hollywood-iðnaðar- ins. Vanmetum þó ekki fag- mennsku Kanans og þau áhrif og andsvör sem kvik- myndaiðnaður hans kallar fram. Þetta er mín túlkun á boðskap verksins sem er annars grín með sorglegum undirtón. Hnitmiðaður og agaður ofleikur er einkunnin fyrir stórleik þeirra fé- laganna. Nú fara þeir í leikför um landið en verða aftur á f jölum Þjóðleikhússins í haust. Einar Karl Haraldsson Með fulla vasa af grjóti__________ Höfundur: Marie Jones Leikstjórn: lan McElhinney Sýnt í Þjóðleikhúsinu í einu orði sagt: Frábært LAGT AF STAÐ I SVEITINA Hilmir Snær og Stefán Karl hafa fengið frábærarar viðtökur áhorfenda og gagnrýnenda. Nú gefst íbúum Norður- og Austurlands kostur á að sjá þá í fjölmörgum hlutverkum sln- um í leikritinu Með fulla vasa af grjóti. Leikferð Þjóðleikhússins um Norður- og Austurland: Leggja land undir grjót leikhús Á morgun leggja þeir Stefán Karl Stefánsson og Hilmir Snær Guðnason upp í mikla leikferð um norður- og austurhluta landsins og sýna leikritið írska gamanleikinn Með fulla vasa af grjóti. Sýnt verður á 12 stöðum og verða sýningarnar fjórtán talsins. Leikritið Með fulla vasa af grjóti hefur gengið fyrir troðfullu húsi í Þjóðleikhúsinu frá áramótum. Verkið fjallar um tvo írska náunga sem taka að sér að leika í alþjóðlegri stór- mynd. Fjölskrúðugar persónur verksins eru allar leiknar af Stefáni Karli og Hilmi Snæ, kvikmyndaleik- stjórinn, Hollywoodstjarnan, þorps- búarnir og allir aðrir en hlutverkin eru 14. Hilmir Snær og Stefán Karl hafa fengið einróma lof fyrir leik sinn í þessari sýningu. Útfærsla á leik- mynd og búningum er í höndum Elín- ar Eddu Árnadóttur, Ásmundur Karlsson hannaði lýsinguna, aðstoð- arleikstjóri er Björn Gunnlaugsson. Leikstjóri sýningarinnar er Ian McElhinney og Guðni Kolbeinsson þýddi verkið. Fyrsta sýningin verður í Félags- heimilinu á Blönduósi á sunnudaginn, 1. júlí. Næst verður sýnt á mánudag, 2. júlí í Miðgarði i Varmahlíð, 3. júlí í Tjarnarborg á Ólafsfirði, 4. og 5. júlí í Freyvangi í Eyjafirði, 6. og 7. júlí í Samkomuhúsi Húsavíkur, 9. júlí í Miklagarði á Vopnafirði, 10. júlí í Herðubreið á Seyðisfirði, þann 11. júlí verður leikið í Valaskjálf, Egils- stöðum, 12. júlí í Egilsbúð í Nes- kaupsstað, 13. júlí í Skrúði á Fá- skrúðsfirði og þann 14. júlí í Mána- garði í Hornafirði. Ferðinni lýkur þann 15. júlí á Kirkjubæjarklaustri þar sem sýnt verður í Kirkjuhvoli. Fararstjóri í leikferðinni er Sig- mundur Örn Arngrímsson skipulags- stjóri Þjóðleikhússins. ■ Grunnskólakrakkar halda í leikferð um landið: Setja svip á bæjarlífið jncmenni Hópur ungra leikara úr efstu bekkjum grunnskóla eru að leg- gja upp í hringferð um landið, byrja á Isafirði nú í dag og enda með uppá- Komum í Reykjavík þann 1. ágúst. „Við ætlum að heimsækja leik- skóla og elliheimiii og vera með fjör :í götunum," segir ísfirðingurinn Greipur Gíslason, en hugmyndin að þessu samstarfsverkefni sex sveitar- félaga er frá honum komin. „Þetta er þannig að sex sveitarfé- lög, Bolungarvík, Kópavogur, Egils- staðir, Sauðárkrókur og Selfoss, auk ísafjarðar, leggja hvert til tvo leikara á vinnuskólaaldri. Krakkarnir koma allir úr vinnskólum viðkomandi sveitarfélags og eru á launum hjá þeim. Sveitarfélögin sjá líka um að taka á móti okkur á hverjum stað og bera allan kostnað af gistingunni." Á ísafirði hefur leikhópur grunn- skólakrakka starfað í nokkur ár að frumkvæði Greips og með góðum stuðningi Gamla apóteksins, sem er menningarmiðstöð unglinga þar í bæ. Út frá því kviknaði svo sú hugmynd að gera þetta að veruleika á lands- vísu.“ „íslandsleikhúsið á að stuðla að íslandsvæðingu, eins og við orðuðum það í umsókninni til Menningarborg- arsjóðar,“ segir Greipur. „Hugmynd- in er auðvitað sú að efla tengslin milli unglinga á íslandi. Ég til dæmis á fleiri vini í Kaupmannahöfn heldur en á Hornafirði og ég sendi oftar tölvupóst til Ástralíu heldur en til Hornafjarðar. Heimsvæðingin er mikilvæg, en íslandsvæðingin þarf að koma fyrst.“ En hvernig skyldi hafa gengið að fá vinnuskólana til liðs við þetta verkefni? „Við bentum bara sveitarfélögun- um á að þannig væri auðveldast að gera þetta sem ódýrast. Hverju sveit- arfélagi munar ekkert um fjórar hendur úr arfatínslunni.“ FYRIR UTAN GAMLA APÓTEKIÐ Leikhópurinn kom saman í fyrsta sinn á ísafirði á mánudaginn.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.