Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.07.2001, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 03.07.2001, Qupperneq 2
AP/RICHARD LEWIS FRÉTTABLAÐIÐ KIÖRKASSINN Þrír af hverjum fimm kjósendur á Vísi.is telja að efla þurfi þyrluflota Cæslunnar. Þarf að efla þyrluflota Land- helgisgæslunnar? Niðurstöður gærdagsins á www.visir.is Spurning dagsins í dag: Á að sleppa menningarstofnunum við fasteignagjöld? Farðu inn á vísi.is og segðu þlna skoðun I ___________________ Koizumi og Blair: Funda í London london. ap. Tony Blair, forsætisráð- herra Bretlands, og Junichiro Koizumi, forsætisráðherra Japans, féllust á það á fundi sínum í gær að áframhaldandi þátttaka Banda- ríkjamanna í um- ræðum um gróður- húsaáhrif væri mikilvæg, þrátt fyrir að Banda- ríkjamenn hafi hafnað Kyoto-bók- uninni. Koizumi, sem kom til London frá fundi með Bandaríkja- forseta í Was- MESTU MÁTAR Það fór vel á með þeim Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, og Junichiro Koizumi, forsætisráðherra Japans, í gær. hington, hefur lýst því yfir að hann styðji bókunina. Umhverfissinnar gagnrýndu forsætisráðherrana fyrir að nota ekki tækifærið til að auka þi'ýsting á stefnubreytingu hjá Bandaríkjastjórn. Auk umhverfis- mála ræddu ráðheri’arnir verslun og viðskipti og lýsti Blair yfir aðdáum sinni á umbótaáætlunum Koizumi. ■ Héraðsdómur Reykjavíkur: ASI vinnur sigur á ríkinu dómsmál Héraðsdómur Reykjavíkur hefur hafnað frávísunarkröfu sjávar- útvegsráðuneytisins í máli þess gegn Alþýðusambandinu. Jafnframt var ríkinu gert að greiða ASÍ um 300 þús- und krónur í málskostnað. Það voru þau Friógeir Björnsson, Helgi I. Jónsson og Skúli J. Pálmason sem dæmdu í þessu máli. í niðurstöðu dómsins kemur m.a. fram að Jtað samrýmist fyllilega tilgangi ASI að gæta hagsmuna aðildarfélaga sinna og þarf ekki sérstakt umboð frá þeim til málshöfðunar. Þessi dómur þýðir að efnisleg meðferð í máli ASI gegn ríkinu vegna lagasetningar á verkfall sjómanna fer fram innan tíðar. í því máli fer ASÍ fram á það að lagasetningin á verkfall sjómanna hafi falið í sér ólögmæta skerðingu á samnings- frelsi og verkfallsrétti stéttarfélaga sjómanna í kjaradeilu þeirra gegn út- vegsmönnum. Grétar Þorsteinsson forseti ASÍ segist að sjálfsögðu vera ánægður með niðurstöðu, enda hefði hún ekki komið á óvart. ■ Þroskaþjálfar og ríkið: Þokast í sam- komulagsátt KJARASAMNINGAR Nokkuð þokaðÍSt í samkomulagsátt í kjaradeilu Þroska- þjálfafélags íslands og samninga- nefndar ríkisins á fundi deiluaðila hjá Ríkissáttasemjai’a í gær. Fundur deiluaðila stóð yfir í rúma þrjá klukkutíma og hefur annar fundur verið boðaður í dag. Verkfall þroskaþjálfa sem starfa hjá ríkinu hófst 28. júní síðast liðinn. Frá þeim tíma hefur félaginu borist átta beiðnir um undanþágur sem geri þroskaþjálfum kleift að sinna neyðarþjónustu við skammtímavist- anir og hefur félagið orðið við þeim öllum. ■ 2 3. júlí 2001 ÞRIÐJUDAGUR Raungengið í sögulegu lágmarki Vantrú og óvissa um stjórn efnahagsmála efnahagsmál Gylfi Ai;nbjörnsson framkvæmdastjóri ASÍ segir að raungengi krónunnar sé í sögulegu lágmarki. Það sé m.a. vegna þess að aðilar á markaði hafa ákveðna vantrú á því sem er framundan í efnahags- málunum. Hluti af þessari vanti’ú sé líka vegna óvissu um það hvernig ríkis- stjórn og Seðlabanki ætla sér að stýra þróun efnahagsmála og hver sé trúverðugleikinn yfir þeirri stjórnun. Hann segir að það verði að viður- kennast að sá trúverðugleiki hafi ekki verið mikill upp á síðkastið. í því sambandi bendir hann á að þrátt fyr- ir lágt gengi og mikinn vaxamun á milli landa þá treysta einkaaðilar sér ekki til að fara inn á gjaldeyrismark- aðinn vegna mikils óróleika í kring- um krónuna. Hann segir af ef raungengið hækkar vegna aukinnar verðbólgu sé það ekkert annað en ávísun á það að festa verðbólguna og kaupmáttar- skerðingar í sessi. Það gæti síðan ógnað stöðugleikanum og þeim friði sem verið hefur á vinnumarkaði. Af GYLFI ARNBJÖRNSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI ASÍ Segir að einkaaðilar á markaði treysti sér ekki að óbreyttu að eiga viðskipti á gjaldeyrismarkaði. Til hægri við hann á myndinni eru þeir Crétar Þorsteinssson, forseti ASÍ og Halldór Björnsson, varaforseti ASÍ. þeim sökum sé mjög mikilvægt að lántöku, enda sé ein aðalástæðan fyr- ríkisstjórnin beiti sér fyrir því að ir vaxandi verðbólgu hækkun á verði hækka gengi krónunnar með erlendri innfluttra vara. ■ Lögfræðingar hitta Milosevic. Ramsey Clark, fyrrverandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, bauðst til þess að slást í hóp lögfræðinga Milosevic og draga lögmæti réttarins og dómsvald hans í efa. |y|| f! H’íkikáó' k* ■ „GERUM UPPREISN" 15.000 stuðningsmenn Milosevic söfnuðust saman í miðborg Belgrað í gær I fjölmennustu mótmælum þar síðan hann var framseldur. haag. belgrað. ap. Slobodan Milosevic, fyrrverandi forseti Júgóslavíu, hitti lögfræðinga sína til skrafs og ráða- gerða í gær. Hann á að mæta fyrir rétti í fyrsta skipti í dag, hlýða á ákærur gegn sér og svara því til hvort hann sé sekur eða saklaus. Milosevic hefur hins vegar lýst því yfir að hann viðurkenni ekki lögsögu Stríðsglæpadómsstóls Sameinuðu þjóðanna og ekki lá ljóst fyrir í gær hvort hann myndi svara ákærunum, eða mæta í réttarsal. Stríðsglæpadómsstóllinn var sett- ur á laggirnar 1993 til að taka á stríðsglæpum í Balkanstríðinu. Bandaríkin og bandamenn þeirra hafa haldið því fram að Milosevic hafi hvatt til átakanna sem eru þau mestu í Evrópu síðan í heimsstyrj- öldinni síðari. Talsmaður dómsstólsins sagði í gærkvöld að Milosevic hefði ekki gefið upp nafn neinna lögfræðinga sem mynduðu lögfræðingalið hans. Samkvæmt reglum dómsstólsins er sakborningi frjálst að mæta ekki í réttarsal og er aðatsaksóknara í máli þá í sjálfsvald sett hvort hann neyðir sakborning til að mæta eða ekki. Milosevic er ákærður um ábyrgð á stríðsglæpum sem hersveitir Serba frömdu í Kosovo veturinn 1998-1999. Atlantshafsbandalagið hóf loftárásir á Kosovo 1999 eftir að Milosevic hafði neitað að veita Albönum, sem eru í meirihluta í Kosovo, hlut í stjórn héraðsins. Ramsey Clark, fyrrverandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna og mikill andstæðing- ur loftárásanna, bauðst í gær til þess að slást í hóp lögfræðinga Milosevic. Clark var dómsmálaráðherra í tíð Lyndon Johnsons og starfar sem lög- fræðingur í Bandaríkjunum. Clark sagði Stríðsglæpadómsstólinn vera ólögmætan og að hann myndi „gera hvað sem í hans valdi stæði til að draga lögmæti réttarins og dómsvald hans í efa og verja Júgóslavíu." Aðalsaksóknari í málinu gegn Milosevic, Richard May, mun í dag lesa ákærunar fjórar gegn Milosevic, sem sakaður er um að hafa vísað al- bönum úr landi, morð, brot á lögum og hefðum stríða og pólitískar of- sóknii’, en öll ákæruatriðin teljast vera glæpir gegn mannkyninu. Ef Milosevic neitar að svara því hvort hann sé sekur eða saklaus af meintum stríðsglæpum fær hann 30 daga til að hugsa málið. Ef ekkert svar hefur borist þá mun dómsstóll- inn svai’a fyrir hönd Milosevic, að hann sé saklaus af ákæi’uatriðum, þannig að ekki verði töf á framgöngu málsins. Talið er að réttarhöldin hefj- ist á næsta ári. ■ Övíst hvort Milosevic muni mæta í réttarsal Gerir 16 milljóna kröfu eftir úrskurð samkeppnisráðs: Tónskóli krefst að borgin geri upp gamlar syncfir samkeppnismál Samkeppnisráð hefur beint þeim tilmælum til Reykjavík- urborgar að endurskoða framkvæmd styrkveitinga þannig að þær mis- muni ekki þeim sem starfa á viðkom- andi markaði. Tilefnið er kæra Tón- skóla Hörpunnar sem Reykjavíkur- borg synjaði um styrk vegna nem- enda við skólann. Kjartan Eggertsson, skólastjóri Tónskóla Höi’punnar, segist líta svo á að úrskurður samkeppnisráðs taki til þess liðna og því muni hann fara fram á styrk fyrir árin 2000 og 2001 sem honum hafði áður verið synjað um. Kjartan segir 85 nemendur nú vera í skóla hans og hann gerir kröf- ur um að fá 100 þúsund króna árleg- an styrk fyrir hvern þeirra - eins og aðrir tónlistarskólar. Krafa hans fyr- ir árin tvö gæti því numið á bilinu 16 til 17 milljónum króna. „Samkvæmt því sem samkeppnis- ráð segir er Reykjavíkurborg óheim- ilt að ganga fram hjá einstökum tón- listarskólum varðandi styrkveiting- ar. Spjótin standa nú á borginni að endurskoða framkvæmd styrkveit- inganna. Ég mun hins vegar leita leiðréttingar vegna þess óréttis sem Tónskóli Hörpunnar hefur verið beittur á þessu fjárhagsári og því síð- asta,“ segir Kjartan ■ KJARTAN EGGERTSSON Reykjavíkurborg er óheimilt að ganga fram hjá mér, segir skólastjóri Tónskóla Hörpunnar. AP/DARKO VOJINOVIC

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.