Fréttablaðið - 03.07.2001, Side 11
PRIÐJUDAGUR 3. júli 2001
FRÉTTABLAÐIÐ
11
Umboðsmaður Alþingis:
Fiskifræðingnum er
heimilt að veiða þorsk
fiskifræði Umboðsmaður Alþingis vill
að sjávarúvegsráðuneytið endurskoði
umsókn Jóns Kristjánssonar fiski-
fræðings um leyfi til vísindaveiða
kjósi hann að sækja um slíka heimild
að nýju. Fiskifræðingurinn vildi fá að
veiða þorsk utan aflamarks til að stan-
da undir hluta rannsóknarkostnaðar.
Sjávarútvegsráðherra má - að
fenginni umsögn Hafrannsóknastofn-
unar - veita heimildir til vísindalegra
rannsókna í fiskveiðilandhelginni. Að
fenginni umsögn Hafrannsóknastofn-
unarinnar var fiskifræðingnum veitt
leyfi til sjálfstæðra rannsókna ef
hann teldi ástæðu til að afla gagna
sem ekki lægju þegar fyrir hjá Haf-
rannsóknastofnun.
Umboðsmaður segir hins vegar að
heimild ráðherra til að veita leyfi til
veiðitilrauna og rannsókna takmark-
ist ekki við að þær upplýsingar og
gögn, sem umsækjandi áformi að afla,
liggi ekki fyrir hjá Hafrannsókna-
stofnun. Hann segir ráðuneytið ekki
hafa ekki sýnt fram á að það hafi ver-
ið lagalega nauðsynlegt að binda leyfi
til mannsins slíku skilyrði.
Umboðsmaður segir vísindarann-
sóknir af hálfu aðila sem hafa þær að
atvinnu falla undir ákvæði um at-
vinnufrelsi og að lög um tjáninga-
frelsi taki til réttar manna til að leita,
taka við og miðla vitneskju og hug-
myndum. Slíkt sé verndað af stjórnar-
skránni. ■
ÁRNI MATHIESEN
Sjávarútvegsráðherra hefti atvinnu- og
tjáningarfrelsi fiskifræðings.
Flóttamaður:
Leitar ásjár
áHöfn
hjöjfn Rúmeni, sem kom með Nor-
rænu til íslands s.l. fimmtudag,
leitaði ásjár lögreglunnar á Höfn á
föstudaginn og vildi sækja um
landvistarleyfi.
Maðurinn átti að fara til
Reykjavíkur í gær þar sem mál
hans verður tekið fyrir en um helg-
ina dvaldi hann á gistiheimili á
Höfn á kostnað lögreglunnar. Lög-
reglan á Höfn hefur það eftir
manninum að hann eigi við vekindi
að stríða, sé m.a. sykursjúkur, en
fái ekki læknisaðstoð í heimalandi
sínu. ■
Dæmdur maður
leitar mannréttinda
Hæstiréttur hefur verið kærður til mannréttindadómstóls Evrópu fyrir dóm yfir manni sem rétturinn segir að
hafi orðið mannsbani á á skemmtistaðnum Vegas. Lögmaður mannsins segir bæði mannréttindasáttmála og lög
um meðferð opinberra mála hafa verið brotin með því að Hæstiréttur yfirheyrði sjálfur hvorki vitni né ákærða.
dómstólar Sigurþór Arnarsson, sem
dæmdur var til 27 mánaða fangels-
is í Hæstarétti árið 1998 fyrir lík-
amsárás sem leiddi til dauða manns
á veitingahúsinu Vegas í maí árið
1997, hefur leitað til mannréttinda-
dómstóls Evrópu.
Magnús Thoroddsen, lögmaður
Sigurþórs, segist telja að Hæsti-
réttur hafi bæði brotið það ákvæði
mannréttindasáttmála Evrópu sem
kveði á um réttláta málsmeðferð og
sömuleiðis ákvæði laga um með-
ferð opinberra mála þar sem segi
að Hæstiréttur geti ekki endurmet-
ið niðurstöðu héraðsdómara um
sönnunargildi munnlegs framburð-
ar nema að hlutaðeigandi vitni eða
ákærði hafi gefið skýrslu fyrir
dóminum. „Þetta er að mínum dómi
brot vegna þess að sakfellingin er
eingöngu byggð á sönnunargildi
munnlegs framburðar - það er ekk-
ert annað sem kemur þarna til
greina," segir Magnús.
Magnús segir mál skjólstæðings
síns hafa verið þingfest fyrir mann-
réttindadómstólnum og að hann
vonist til að dómurinn ákveði í
haust hvort hann muni fjalla efnis-
lega um kæruna. Dómstólinn fékk
greinagerð frá dómsmálaráðuneyt-
inu um miðjan febrúar og segist
Magnús þegar hafa gefið sína um-
sögn um greinagerðina
Að sögn Magnúsar hefur skjól-
stæðingur hans enn ekki sett fram
neinar kröfur. „Ef að kæran verður
tekin til efnismeðferðar þá er það
næsta skref að dómstóllinn leitast
við að ná sáttum í málinu. Ef það
tekst ekki þá er málið flutt munn-
lega og tekið til dóms. Þá kemur
fram í fyrsta lagi hvort um brot er
að ræða og í öðru lagi hverju það á
þá að sæta; hvort greiða eigi bætur
og kostnað af kærunni," segir
Magnús.
Björg Thorarensen, skrifstofu-
stjóri í dómsmálaráðuneytinu segir
ekki óalgengt að ráðuneytið sendi
greinagerðir til mannréttindadóm-
stólsins vegna ýmissa mála. Aðeins
hluti þeirra er síðan tekinn til
áframhaldandi meðferðar.
Annar maður var dæmdur í
tveggja ára fangelsi fyrir að hafa
banað manninum á Vegas ásamt
Sigurþóri en hann hafði einnig ver-
ið sakfelldur fyrir héraðsdómi og
er því staða hans önnur en Sigur-
þórs. ■
DÆMDUR MAÐUR
Hæstiréttur dæmdi Sigurþór Arnarson f 27
mánaða fangelsi fyrir að hafa orðið
mannsbani án þess að á hlýða framburð
hans eða vitna í málinu.
Tillögur ASI eru athyglisverðar
Formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis tilbúinn að skoða þær nánar.
Tillögur í fimm liðum til að tryggja stöðugleika, kaupmátt, gengið og minnka verðbólgu.
— ... , tiÆ t! t. I, «. M t l ,Jt _i__* ililf. tHfi
EFNAHAGUR
Alþýðusambandið leggur til fimm tillögur í efnhagsmálum og falla þær í góðan jarðveg.
ifnauacsmAl Vilhjálmur Egilsson
formaður efnahags- og viðskipta-
nefndar Alþings segist vilja skoða
nánar tillögur ASÍ um erlenda lán-
töku ríkissjóðs til að styrkja geng-
ið. Hann telur fljótt á litið að þarna
sé um athyglisverðar tillögur að
ræða og sé því ekki tilbúinn að
blása þeir af svona fyrsta kastið.
Birgir ísleifur Gunnarsson seðla-
bankastjóri sagðist í gær ekki geta
tjáð sig um tillögur ASÍ fyrr en
hann væri búinn að sjá þær með
eigin augum. Ilann bendir þó að
búið sé að ákveða að ríkissjóður
taki 25 milljarða króna lán erlendis
til að styrkja erlenda stöðu Seðla-
bankans. Sú aðgerð sé kannski
svipaðs eðlis og sú sem ASÍ leggur
til að gert verði.
Á blaðamannafundi í gær kynnti
forusta ASÍ tillögur í fimm liðum
til að tryggja stöðugleika og kaup-
mátt. Grétar Þorsteinsson forseti
ASÍ segir að við núverandi aðstæð-
ur í efnahagsmálum sé afar mikil-
vægt að lækka verðbólgu og skapa
þannig forsendur fyrir því að
Seðlabankinn geti lækkað vexti
hatt og örugglega. í húfi sé m.a.
þeir kjarasamningar sem aðilar
vinnumarkaðarins gerðu í fyrra.
Hann telur að líklegasta og fljót-
virkasta leiðin til þess sé að fram-
kalla hraða hækkun á gengi krón-
unnar með beinum aðgerðum ríkis-
stjórnar á gjaldeyrismarkaði. Af
þeim sökum leggur ASÍ það til að
ríkissjóður eigi að taka 15- 20 millj-
arða króna erlent lán og nota það til
að greiða upp innlend lán ríkis-
sjóðs. ASÍ telur að slík aðgerð muni
styrkja gengi krónunnar, lækka
langtímavexti á skuldabréfamark-
aði og draga úr vaxtakostnaði
heimila og fyrirtækja. Hækkun á
gengi krónunnar mundi einnig
skapa forsendur til að lækka verð-
lag á innflutningi og draga úr verð-
bólgu. Jafnframt mundi það gera
Seðlabankanum kleift að lækka
skammtímavexti hratt.
ASÍ leggur einnig til að heimild-
ir til lækkunar á tollum á grænmeti
verði nýttar að fullu, bensíngjald
verði lækkað og könnuð verði
lækkun annarra óbeinna skatta.
Breytingar á fasteigna-og bruna-
bótamati verði ekki nýttar til að
hækka álögur á almenning og að
efnt veröi til samstarfs aðila vinnu-
markaðar og stjórnvalda til að
tryggja aðhald með verðlagi með
virkri samkeppni sem skili sér til
neytenda.
-grh@frettabladid.is
Ráðejöf við sölu
Landsoanka Islands:
22 erlend fyrir-
tæki fengu boð
einkavæðing Framkvæmdanefnd um
einkavæðingu hefur sent 22 völdum
erlendum aðilum boð um að leggja
inn tilboð í að annast sölu á hlut ríkis-
ins í Landsbanka íslands. Aðilum hér
á landi verður kynnt útboðið í auglýs-
ingu í innlendum fjölmiðli. Frestur til
að senda inn tilboð rennur út 10.
ágúst næst komandi og eftir það
verður gengið frá samningum við
ráðgjafa. Undirbúningur sölunnar
hefst strax að því loknu undir stjórn
einkavæðingarnefndar.
Þeir aðilar sem teljast vera í bein-
ni samkeppni við Landsbankann eru
útilokaðir frá þátttöku. Sá aðili sem
valinn verður semur skilmála sölunn-
ar samkvæmt óskum einkavæðinga-
nefndar. Hann mun ákveða fyrir-
komulag sölunnar, auglýsa forval,
taka við erindum í kjölfar þess og
gera tillögu um hverjir eiga að taka
þátt í lokuðu útboði. Eftir það mun
hann gera tillögu um hvaða tilboði
skuli tekið en lokafrágangur verður á
hendi viðskiptaráðuneytisins.
Ráðgert er að salan fari fram fyr-
ir árslok 2001.
ÞESSIR AÐILAR FENGU BOÐ UM AÐ
ANNAST RÁÐGJÖF VIÐ SÖLU Á
LANDSBANKANUM.
Citibank International plc, Danmörk
Merryll Lynch International, Bandaríkin
Deutsche Bank AG London, Bretland
Enskilda Securities, Svíþjóð
Danske Securities, Danmörk
HSBC Investmest Bank, Bretland
Dresdner Kleinwort Wasserstein, Bretland
Morgan Stanley Dean Witter, Bretland
Lehman Brothers International, Bretland
ING Bank, Holland
Warburg Dillon Read, Bretland
Bank of Amerika, Bretland
The Northern Partnership, Bretland
ABN AMRO Bank NV, Bretland
Banco Bilbao Vizcaya, Spánn
Carnegie Bank A/S, Danmörk
SG Securities, Noregur
SchroderSalomonSmithBarney, Bretland
Credit Lyonnais Securites, Bretland
The Royal Bank of Scotland, Bretland
BNP Paribas, Frakkland
JP Morgan, Bretland
Ráð við hálsverkjum:
Nálarstunga
betri en nudd
HEILSA. Hvað gæti mögulega verið betra
en nudd til að draga úr ólæknandi verk
í hálsinum? Jú, að því er hópur þýskra
og svissneskra vísindamanna þá getur
nálastunga verið betra ráð. Segja þeir
að þrátt fyrir að vesturlenskt nudd sé
þekktast sem lausn við hálsverkjum til
skamms tíma þá séu líkur á að nál-
arstunga sé áhrifameiri. „Rannsókn
okkar sýnir að nálarstunga geti verið
áhrifaríkari meðferð við ólæknandi
hálsverk, ef markmiðið er að draga úr
sársauka og auka hreyfanleika hálslið-
arins,“ sagði Dr. Dominik Irnich. í
rannsókninni voru 200 aðilar sem
þjáðst höfðu af ólæknandi hálsverkjum
skoðaðir. Hópnum var skipt í tvennt,
annars vegar þá sem fengu nálarstung-
ur og hins vegar þá sem fengu nudd.
Þeir sem fengu nálarstungur sögðu að
viku eftir síðasta meðferðartímann
hafi dregið hefði úr verkjunum um
50% en hins vegar hefði dregið 32% úr
verkjum hjá þeim sem fengu nudd. ■