Fréttablaðið - 03.07.2001, Blaðsíða 24
FRETTABLAÐIÐ
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00 Ritstjórn: 515 7515, símbréf: 515 75 06, rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is
Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - símbréf 515 75 16 - rafpóstur auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 20
VlÐ SEGJUM FRÉTTIR Fréttavefurinn á VÍSÍl’.ÍS Fyrstur með fréttirnar
Officeisuperstore
OPK> VIKKA DAOA KL 8-19 • LAUGARDAOA KL 10-16
Skmifunni 17, 108 Rmykjavik
Furuvöllum 5, 600 Akureyri
Sími 550 4100
Tseknival
Bakþankar ^
ÞRÁINS BERTELSSONAR
Gangandi
féþúfur
Þad er gaman á vorin þegar krían
er komin í Tjarnarhólmann (og
þeir farfuglar aðrir sem hafa þorað
að leggja leið sína aftur til Reykja-
víkur eftir flugeldasýninguna miklu
yfir Tjörninni sællar minningar).
Það er gaman þegar vængjalausu
farfuglarnir á þykku gönguskónum
eru farnir að spóka sig á götum
borgarinnar. Það er soldið alþjóðle-
gur bragur að því þegar þeir spyrja
hvort maður tali ensku og geti vísað
þeim á MacDonald's eða Pizza Hut.
SUMIR SEGJA að ferðamenn séu
gangandi féþúfur og hráefni í nýlega
atvinnugrein sem heitir „ferða-
mannaiðnaður". Fyrr á öldum datt
engum lifandi manni í hug að leggja
leið sína til íslands nema fáeinum
sérvitrum eða geðbiluðum auðkýf-
ingum sem vildu sjá fugla með járn-
gogga hnita hringa yfir Heklufjalli
ellegar fara í Fljótshlíðina að leita
að hólmanum þar sem Gunnar sneri
aftur og sumir höfðu húmor fyrir
því að tala latínu við innlenda
furðufugla sem spruttu út úr
moldarkofum og gáfu sig á tal við
hina erlendu gesti á löngu útdauðu
tungumáli Virgils og Óvíðs og
sögðust vera prestar.
—4—
FRÁ ÞESSUM TÍMA er sprottin
sú hugmynd að allir ferðamenn sem
hingað koma séu sérvitrir auðkýfin-
gar sem vilji upplifa sem allramest
óþægindi og borga sem allramest
fyrir alla hluti. í nútímanum er
þessu því miður á annan veg farið.
Síðan ferðamenn breyttust í iðnaðar-
vöru hafa þeir gefið minna og minna
af sér og orðið kröfuharðari en áður,
auk þess sem þessi iðngrein mengar
síst minna en aðrar atvinnugreinar.
—
SPARSAMIR FERÐAMENN
sitja gjarna á almenningsbekkjum
og gadda í sig skyri úr plastdósum
ellegar þá þeir koma með Norrænu
akandi á ferðamannaskriðdrekum og
hafa með sér nesti til margra ára,
meira að segja vatn til að skola úr
sokkunum sínum. Þeir kaupa í mesta
lagi póstkort og frímerki til að senda
ömmu sinni heim og pumpa ókeypis
lofti í dekkin hjá sér á bensínstöðv-
um um leið og þeir hlæja að prísun-
um sem innfæddir eru látnir borga
fyrir djúsinn. Eina leiðin til að við
getum eitthvað grætt á þeim er að
læra af þeim sparsemina svo að við
getum ferðast til útlanda án þess að
lenda í heilsársskuldabasli á eftir. ■
Nú býðst þér að borga minna fyrir millilanda-
símtölin en áður. Það eina sem þú þarft að gera
er að hafa samband við Línu.Net í síma 595-
1200 og láta skrá þig í millilandaþjónustu
Símalínu Línu.Nets. Einnig getur þú gerst
áskrifandi að þjónustunni með enn skjótari hætti
með því að skrá þig á www.lina.net. Lína.Net
býður meðal annars upp á símtöl til 19 helstu
viðskiptalanda íslands á aðeins 16,50 kr. á
mínútuna.
Eina leiðin til að láta börn
boröa allt sem þeim hnnst vont.
Libby's- Bragðmikla tómatsósan.