Fréttablaðið - 03.07.2001, Side 4

Fréttablaðið - 03.07.2001, Side 4
4 FRÉTTABLAÐIÐ 3. júlí 2001 PRIÐJUDAGUR SVONA ERUM VIÐ FJÖLDI VINNUSLYSA Heldur minna var um vinnuslys á árinu 2000 en árunum á undan. Banaslys við vinnu voru helmingi færri en 1999 en helmingi fleiri en 1998. Islensk erfðagreining og LaRoche Milljarða- samningur viðskipti Lyfjarisinn Hoffman- LaRoche hefur samió viö íslenska erfðagreingu (ÍE) um þróun og mark- aðssetningu sam- hæfðra DNA-grein- ingarprófa, hugbún- aðar og þjónustu sem tengist þessum verkefnum. Að því er segir í frétt frá ÍE er samningurinn til fimm ára. Hugsan- legt er talið að hann kAri geti fært fyrirtæk- stefánsson inu tekjur upp á 30 Forstjóri fslenskrar milljarða króna á erfðgreiningar þessu tímabili. Haft segist þess futl- er eftjr Rára stef. greiningarpróf forstjora verði mikilvægut að hann se sann- þáttur í heilsu- færður um að nýi gæslu framtíðar- samningur muni innar. skapa fyrirtækinu „umtalsverð verð- mæti á komandi árum.“ Hins vegar er sleginn varnagli í frétt ÍE og bent á að raunverulegar niðurstöður geti orðið á annan veg en stefnt sé að. DNA-greiningarprófin sem ÍE ætlar að þróa að eiga að beinast að al- gengum sjúkdómnum. Að því er seg- ir í frétt IE er talið að heimsmarkað- ur fyrir erfðafræðileg greiningar- próf muni vaxa í fjóra milljarða bandaríkjadali, ríflega 400 milljarða króna, á næstu tíu árum. Sérstaka athygli vekur að á föstu- daginn, áður en opinberlega var gert uppskátt um nýja samninginn við LaRoche, hækkaði gengi hlutabréfa í deCODE, móðurfélagi IE, um ríflega 40% á erlendum hlutabréfamörkuð- um. LaRoche er einn aðaleigenda deCODE. ■ ERLENT Um 300 íbúar í bæjunum Levice og Vrable, í suðurhluta Slóvakíu, hafa undanfarið verið greindir með salmonellusýkingu eftir að hafa borðað ís í vinsælli ísbúð í Levince. Alls hafa 28 verið lagðir inn á sjúkrahús á undanfarinni viku vegna sýkingarinnar, en 280 manns hafa þegar sýkst. ísbúðinni hefur verið lokað á meðan rannsókn málsins stendur yfir. ■ —*— Alþjóðleg ráðstefna um staðla í matarmálum er nú haldin á veg- um alþjóða heilbrigðisráðsins í Genf, en ráðstefnur þessar eru haldnar annað hvert ár. „Alþjóða- væðing matarbirgða í heiminum þýðir á sama tíma alþjóðavæðingu heilbrigðisvandamála,“ sagði Gro Harlem Brundtland, formaður heil- brigðisráðsins við upphaf ráðstefn- unnar. Sagði hún að þörf sé á nýjum öryggisreglum vegna dreifingu mat- ar í heiminum þar sem ýmis heil- brigðisvandamál geta dreifst hratt á milli landa, þ.á.m. kúariða. Alþjóða heilbrigðisráðið ætlar að koma á fót sjóði til að hjálpa þróunarlöndum að þróa með sér öryggiskerfi fyrir mat- armál, en þar hafa heilbrigðismál tengd mat verið tíð undanfarið. ■ Nýtt frjósemisgreiningartæki á markað: ERLENT Frjósemi fólks könnuð í stofunni heima lausanne. sviss. flp. Nú geta pör sem hafa átt í erfiðleikum með getnað bráðum skoðað heima hjá sér hvort að frjósemi þeirra sé ábótavant eða ekki. Vísindamenn eru um þessar mundir að þróa nýtt tæki sem er sér- hannað til að greina á mun betri hátt en áður hvort frjósemisvandamál sé í uppsiglingu. Greint var frá karlkyns- prófunarferli tækisins á frjósemis- ráðstefnu í Lausanne í Sviss fyrir skömmu. Þar kom fram að 50 menn hefðu prófað tækið og virtist það greina rétt frá í 95% tilvika um magn virkra sæðisfruma. Að sögn Dr. Ian Cooke, prófessors við háskólann í Sheffield í Englandi er þó enn erfitt að segja til um hvort tækið muni koma að notum í framtíðinni þar sem enn eigi eftir að rannsaka áhrif þess á nákvæmari hátt. Pörum sem eiga við ófrjósemi að stríða er almennt ráðlagt að reyna í eitt ár áður en það eigi að leita sér- fræðiaðstoðar, en talið er að um eitt af hverjum sex pörum eigi í vand- ræðum með að eignast börn. Að sögn lækna gæti nýja tækið fengið fólk til að fara fyrr til læknis vegna frjósem- isvanda og þannig hjálpað því fyrr að takast á við vandann. Búist er við að tækið komi á markað í mars á næsta ári. ■ tarfsmenn sjúkrahúsa og flug- valla á Grænlandi sneru aftur til vinnu í gær eftir nær vikulangt verkfall. Farþegaflug til Grænlands stöðvaðist á tímabilinu og sjúkrahús sinntu eingöngu bráðaaðgerðum. Eftir viku samningaviðræður sætt- ust fulltrúar verkalýðsfélagsins SIK og stjórnvalda á 5% launahækkun, en verkalýðsfélagið hafði farið fram á 6.8%. Leiðtogar Makedóníumanna af slavnesku og albönsku bergi brotnu hittust í gær í fyrsta skipti síðan óeirðirnar í síðustu viku brut- ust út. Viðræðurnar þykja góðs viti en óttast var að borgarastríð væri í uppsiglingu eftir að slavar efndu til fjölmennra mótmæla í Skopje í síð- ustu viku. Við vorum oftast þéraðar í þá daga Kurteisi finnst enn þá á Islandi, segir starfskona Landssímans. Fá stundum „blammeringar" frá drukknu fólki. ÞÉRUÐ I BAK OC FYRIR Dömurnar hjá Landssímanum voru lengi vel þéraðar af sínum kúnnum og þéruðu þær kúnnana á móti. Töluvert er þó síðan að það var síðast gert en kurteisi er þó enn almenn hjá þeim sem slá inn 118 i símtækin sín. kurteisi Kurteisi hefur ekki verið kastað á glæ ef marka má orð Guð- bjartar Erlendsdóttur sem starfað hefur hjá Landssímanum í 48 ár, fyrst í afgreiðslunni og nú hjá Símaskránni í síma 118. Oft hefur verið rætt um það að fólk í þjón- ustustörfum í þjóðfélaginu mæti leiðinlegu viðmóti hjá viðskipta- vinum og hafa t.d. sumir starfs- menn Skeljungs orðið svo þreyttir á dónaskapnum í íslenskri alþýðu að þeir hafa sagt starfi sínu lausu. En Guðbjört vill ekki meina að kúnnar 118 séu ókurteisir. Hún segir að vissulega eigi fólk mis- jafna daga en alla jafna séu flestir kurteisir. „Það kemur stundum fyrir að hingað hringi dauðadrukkið fólk sem er með einhverjar „blammer- ingar“ og þá látum við það bara flakka - okkur er ekki gert að hlus- ta á það. En gegnumsneitt látum við okkur hafa ansi mikið“ sagði Guðbjört og bætti því við að þegar svo bæri undir að einhver væri með dónaskap færi það bara inn um eitt eyrað og út um hitt. En eitthvað hljóta kurteisimálin að hafa breyst á sl. 48 árum? „Það voru notaðar þéringar fyrst og við þurftum alltaf að þéra alla sem hringdu. Þá var minna um upplýsingar um símanúmer og meira um afgreiðslu út á land,“ sagði Guðbjört og bætir því við að það komi „aldrei nokkurn tíma fyr- ir“ í dag að þær séu þéraðar eða að þær þéri þá sem inn hringja. „Hvorki unga né eldra fólkið gerir þetta - ég hef bara ekki lent í því í mörg ár,“ sagði Guðbjört og skellti upp úr. Stór hópur þeirra sem starfa hjá 118 er kominn með meira en 20 ára starfsaldur en á síðari árum hefur orðið meira rennsli á fólki sem vinnur með henni. „Þetta unga fólk ílengist ekki. Þetta starf er ekki svo vel launað og þau fá störf sem eru betur laun- uð en þetta og hverfa því frá. Síðan fara margir að læra eitthvað og þess háttar,“ sagði Guðbjört. omarr@frettabladid.is Frömdu rán fyrir fíkniefnaskuldum: 24 og 26 mánaða fangelsi fyrir vopnuð rán dówsmAl Héraðsdómur Reykjavík- ur dæmdi í gær tvo 21 árs gamla menn í 26 og 24 mánaða fangelsi fyrir vopnuð rán og ránstilraunir í söluturnum í borginni. Alls var um sex atvik að ræða; fimm fullframin rán og eina ránstilraun, á tímabilinu 14. janúar til 11. febrúar sl., og höfðu menn- irnir samtals um 240 þúsund krón- ur upp úr krafsinu. Þeir fóru á staðina grímuklædd- ir og vopnaðir hnífum og bareflum og ógnuðu afgreiðslufólki og neyd- du það til að afhenda sér peninga. Mennirnir voru handteknir á bíl eftir síðasta ránið og fundust í bíl þeirra ýmis sönnunargögn, þar á meðal sokkabuxur, með gati fyrir augu og nef. Mennirnir hafa setið í gæsluvarðhaldi frá því þeir voru handteknir. Þeir játuðu brot sín greiðlega og sögðust hafa ákveðið að fremja þau til að greiða fíkniefnaskuldir. Þeir höfðu áður hlotið skilorðs- bundinn dóm fyrir að ræna pissu- sendil en hlutu nú 24 og 26 mánaða óskilorðsbundið fangelsi og voru auk þess dæmdir til að greiða um 310 þúsund krónur í skaðabætur, auk sakarkostnaðar og málsvarn- arlauna. ■ FÍKNIEFNI Mennirnir tveir frömdu rán til að standa skil á skuldum vegna fíkninefnakaupa. Samtals komust þeir yfir 240 þúsund krónur upp úr glæpunum.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.