Fréttablaðið - 03.07.2001, Side 6

Fréttablaðið - 03.07.2001, Side 6
FRÉTTABL AÐIÐ SPURNINC DACSINS £ 3. júl! 2001 ÞRIÐIUDACUR Hvað finnst þér um miðbæinn? Ég hef nú búið þarna lengi og ég verð að segja að þó það iifni yfir bænum seint á kvöldin finnst mér heldur dauf- legt um að litast að degi til um helgar. Það er ekki nema þegar gott er veður að lif kviknar á daginn. Ég held að það vanti verslanir í miðbæinn, þarna eru nánast ein- göngu veitingahús og stofnanir. Þess vegna líst mér vel á hugmyndir í líkingu við þær að byggja upp verslunarsvæði við Reykja- vikurhöfn. Sæmundur Norðfjörð, athafnamaður Svíþjóð: Eldur kom upp í sænskri ferju berlin. flp. Eldur kom upp í gær í sæn- skri ferju sem var á leið frá þýsku eyjunni Ruegen til sænska bæjarins TVelleborg. Engan, af þeim 227 mann- eskjum sem um borð voru, sakaði, en til að gæta fyllsta öryggis var þeim safnað saman á þilfarinu þar sem þeim voru fengin björgunarvesti. Fólkið þurfti hins vegar ekki að yfir- gefa ferjuna og slökkti áhöfnin eld- inn á þremur klukkustundum. Ekki er vitað hvers vegna eldurinn kvikn- aði en hann kom upp í vélarrúminu. Ferjan, sem er 172 metra löng og ber nafnið „The Sassnitz," var dregin í þýska höfn eftir atburðinn. ■ —♦— BÍLFLAK RANNSAKAÐ Lögreglumenn rannsaka annan bílanna tveggja sem sprengdir voru á tveimur mis- munandi stöðum i borginni Yehud. Átök halda áfram fyrir botni Miðjarðarhafs: Tvær bílsprengjur sprungu jerúsalem. ap. Tvær bílsprengjur sprungu í gær í borginni Yehud í Isr- ael nálægt flugvellinum í Tel Aviv. Engan sakaði í árásinni en fjórir þurftu hins vegar á áfallahjálp að halda. Palestínumenn hafa lýst ábyrgð á verknaðinum á hendur sér og segja hann vera hefndarverk vegna morða ísraela á tveimur is- lömskum hryðjuverkamönnum á sunnudag. Sprengingin átti sér stað aðeins nokkrum klukkustundum eftir að þrír Palestínumenn særðust þegar ísraelsk herþyrla skaut að þeim. Bú- ist er við að sprengingarnar seinki friðaráætlunum fyrir botni Miðjarð- arhafs enn um sinn. „Ástandið er afar slæmt. Atburðir síðustu tveggja daga sýna hversu vopnahléið er við- kvæmt. Líkur eru á því að það muni ekki halda,“ sagði Terje Roed-Larsen, norskur erindreki Sameinuðu þjóð- anna í Mið-Austurlöndum. ■ Þad getur valdiö árekstrum aö vera slcöi í umferöinni Kennarasamband íslands: Sumir óttast siðareglur sem ígildi „klöguvélar“ kennarar Innan Kennarasambands íslands er verið að huga að gerð siða- reglna fyrir kennara. Finnbogi Sig- urðsson formaður Kennarafélags Reykjavíkur segir að skiptar skoðan- ir séu um málið innan stéttarinnar og m.a. óttast sumir að slíkar reglur yrðu aðeins sem ígildi einhverskonar „klöguvélar,“ eins og hann orðar það. Hann býst þó við að þetta muni skýr- ast á fulltrúaþingi sambandsins í mars á næsta ári en gerð siðareglan hefur verið í bígerð innan sambands- ins í um áratug. Ástæðan fyrir nauðsyn á siðaregl- um kennara segir Finnbogi að það sé svo faglegt að sumra mati. Þeir hinir sömu telja einnig að siðareglur muni styrkja kennara í starfi. Hann segir að kjarninn í þeim drögum sem unn- in hafa verið kemur m.a. fram að „menn eigi að haga sér eins og siðað- ir menn í siðuðu þjóðfélagi." Þessi al- kunnu sannindi séu hins vegar iðkuð af langflestum kennurum þótt alltaf sé misjafn sauður í mörgu fé. Þá sé ekkert víst að komandi siðareglur muni verða eins fyrir grunn- og framhaldsskólakennara auk þess sem leikskólakennarar sem samein- ast sambandinu í haust eru með sínar eigin siðareglur. ■ „Krónan stendur undir meiru ‘ ‘ Er of lág miðað við efnahagsforsendur segir Ingibjörg R. Guðmundsdóttir. Verið að gera könnun á hvort tollalækkanir á grænmeti hafi skilað sér til neytenda. VERÐLACSÞRÓUN „Ég tel að ríkisstjórn og Seðlabankinn verði að grípa inn í þessa verðlagsþróun. Þeir hafa ákveðna möguleika til aðgerða sem þeir verða að nýta sem allra fyrst svo ekki líði meira á árið. Ég tel það sé al- rangt hjá Seðlabankanum að nálgast málin þannig að enn sé þensla í sam- félaginu, það er samdráttur, ekki verulegur en hann er samt sem áður hafinn", segir Ingibjörg R. Guð- mundsdóttir formaður Landssam- bands íslenzkra verzlunarmanna um þá verðlagsþróun sem nú er í gangi í þjóðfélaginu. Hún telur að gengi krónunnar sé lægra en það þurfi að vera miðað við efnahagsforsendur, það hafi fremur verið vangaveltur á fjármálamarkaði sem orsökuðu hluta þess að krónan lækkaói. „Ég tel það rétt hjá þeim sem meta það þannig að krónan standi undir meiru en þessu. Ástæður hás matarverðs eru auðvit- að að hluta til gengi krónunnar. Það er ekki hægt að kenna kjarasamning- um um, því þeir voru það hóflegir. Ég held við séum sammála um það begg- ja megin borðsins að þeir voru ekki verðbólguvaldandi. Nú skiptir mjög miklu máli að fyrirtækin sýni ábyrgð því ef allt fer af stað þá eru kjara- samningar í uppnámi. Það má ekki grípa um sig sú tilfinning að hér sé allt í kalda kolum.“ Ingibjörg segir vera mikilvægt að meta stöðuna rétt, mat fyrirtækjanna á því sem er framundan í haust og vetur og viðhorf þeirra til verðbólg- unnar. Ingibjörg segir það gott að ríkissjóður styrki ASÍ til að ráða starfsmann, Ásdísi Ragnarsdóttur, sérstaklega í það verkefni að fylgjast með verðlagsmálum. Ásdís hefur staðið fyrir könnunum sem verða til- búnar innan skamms og eiga að þjóna tilgangi eftirlits. „Við erum nú að ljúka könnun á því hvort lækkun á tollum á grænmeti hafi skilað sér út í verðlagið eða hvort verið geti að lækkunin sitji föst annað hvort hjá INGIBJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR, FORMAÐUR LANDSSAMBANDS ÍSLENZKRA VERZLUNARMANNA Hún telur afar brýnt að sporna strax við núverandi þróun í verðlagsmálum. heildsölum eða verslunum," sagði Samkeppnisstofnun áður en hún Ásdís. Könnun þessi var gerð að ósk verður gerð opinber í seinni hluta Starfsgreinasambandsins og verður vikunnar. ■ fyrst birt landbúnaðarráðuneyti og Vélinni flogið eftir flugslys: Flugmaður fékk lánaða skrúfu flugslys Flugmálastjórn hefur farið fram á það við lögregluna í Reykja- vík að hún rannsaki lendingu flugvél- ar á Túngubakkaflugvellinum í Mos- fellsbæ þann 1. júní og flug hennar í ólofthæfu ástandi þann 4. júní. Við lendingu vélarinnar, sem er af gerð- inni Falconar F-11 experimental, rak flugmaðurinn skrúfuna í jörðina af þó nokkrum krafti. Flugmaðurinn til- kynnti Rannsóknarnefnd flugslysa um brotlendinguna en fjórum dögum síðar, náði annar flugmaður í skrúfu sem hékk á vegg í flugklúbbi Mos- fellsbæjar og flaug vélinni á brott. Flugmálastjórn fór þess á leit við seinni flugmanninn að hann skilaði skírteini sínu á meðan rannsókn slyssins stóð og varð hann við þeim tilmælum á fundi með lögfræðingi Flugmálastjórnar í gær. Samkvæmt lögum um loftferðir varða brot á borð við þetta sektum eða fangelsi í allt að fimm ár. Flugmálastjórn vildi ekki tjá sig um málið í gær. ■ SLYSALAUST FLUG Flugvélin rak niður skrúfuna i lendingu og þremur dögum síðar skellti annar flugmaður annarri skrúfu á vélina og flaug henni á brott. Lögreglan í Reykjavík kannar nú málið. Innbrot í Reykjavík: Skólar vinsæl- ir hjá þjófum innbrot Skólar virðast hafa verið vin- sælir meðal þjófa um helgina. Brotist var inn í skólahúsnæði í Árbæjar- hverfi og þaðan stolið verkfærum og skemmdir unnar á innanstokksmun- um. Þá var brotist inn í skólahúsnæði í Skeifunni og í Vogahverfi og á báð- um stöðum var stolið tölvu og skjáv- arpa. Brotist var inn á fleiri stöðum um helgina. Tveir karlmenn á þrítugs- aldri voru gómaðir eftir að hafa reynt að brjótast inn í íbúðarhúsnæði á Klapparstíg á sunnudagsmorgun. Þá var brotist var inn á heimili í Þing- holtunum síðastliðinn föstudag og þaðan stolið myndbandstæki, sjón- varpi og myndbandsspólum. ■

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.