Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.07.2001, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 03.07.2001, Qupperneq 16
FRÉTTABLAÐIÐ (BÍÓ 16 3. júlí 2001 ÞRIÐJUDACUR SÖLVI BLÖNDAL tónlistarmaður Þá kýs ég frekar Stephan Derrick „Ég fór á Tomb Raider í gær. Það er nú léleg mynd. Hún er það slöpp að ég hefði frekar viljað sitja heima og horfa á Derrick. Angelina Jolie kom samt ágætlega fyrir með sín stóru brjóst" TOPP 10 í BANPARÍKJUNUIVt | O The Fast and the Furious ▼ O Dr- Dolittle 2 ▼ lO Tomb Raider ▼ Baby Boy rcr» CJ Atlantis ▼ Shrek ▼ Crazy/Beautiful ca Q Pearl Harbor ▼ 0 Swordfish ▼ GIGOLO JOE Jude Law leikur ástarvélmennið Gigolo Joe I A.l. Hann er hannaður til þess eins að þóknast konum. Bíóferðir Bandaríkjamanna: Gervigreind- in í óvissu kvikmyndir Artificial Intelligence var frumsýnd í Bandaríkjunum um helgina við hvorki góðar né slæm- ar viðtökur áhorfenda. Það voru aðallega eldri óhorfendur sem létu sjá sig á myndinni á meðan yngra fólk flykktist ennþá á The Fast and the Furious og Dr. Dolittle 2. Líklegt er að gáfulegt útlit og drungaleg stemmning hafi fælt krakkana frá A.I., sem er nýjasta mynd Steven Spielberg. Hann tók við handritinu að henni frá Stanley Kubrick þegar hann lést. Haley Joel Osment leikur aðalhlutverkið, lítinn vélmennastrák sem vill verða mennskur, en einnig leika í henni Jude Law, Frances OíConnor og William Hurt, Þar sem það er eldri áhorfenda- hópur sem sækir í A.I. þykir lík- legt að hún eigi eftir að halda.svip- aðri stöðu áfram þar sem eldra fólk sækir ekki endilega í frum- sýningarhelgina. Ekki eru allir á sama máli og telja hana eftir aö hrapa í vinsældum. Baby Boy, nýjasta mynd John Singleton, sem gerði m.a. Boyz in the Hood, er í fimmta sæti. í henni leika Tyrese Gibson, Omar Good- ing og rapparinn Snoop Dogg. Að- sóknin olli nokkrum vonbrigðum aðstandenda hennar. Eina myndin af sex eftir Singleton sem færri komu að sjá frumsýningarhelgina var Rosewood árið 1997. Táningamyndin Crazy/Beauti- ful með Kirsten Dunst 1 aðalhlut- verki var einnig frumsýnd um helgina. Hún fjallar um strák af latnesku bergi brotinn sem fellur fyrir villingnum Dunst og kyn- þáttaárekstrunum sem fylgja í kjölfarið. ■ HÁSKÓLABÍÓ ALFABAKKA 8. SIMI 587 8900 www.samfilm.is HACATORCI. SÍMI S30 1919 RQBERTI kl. 6, 8 og 10 SOME VOICES kl.8 APPELSÍNUGULA TJALDIÐ Fyrir hátíðina var skipt um appelsínugula tjaldið. Pað nýja er þriðjungi stærra en það gamla. Hróarskelda gekk vel í ár 70 þúsund gestir á Hróarskeldu um helgina. Hátíðin gekk vel og allir voru ánægðir. tónlistakhátíð íslendingar hafa löng- ingum er rosaleg. Góður skunkur,“ um lagt leið sína til Hróarskeldu segir Friðrik. fyrstu helgina í júlí ár hvert. Þetta Þeir félagar voru mættir á svæð- árið seldust um 500 miðar hér heima á hátíðina en fjöldinn sem fór er væntanlega mun meiri. „Það var rosalega góð stemmn- ing og mikið af fólki,“ segir Friðrik Þórsson sem fór ásamt þremur ís- lenskum og fjórum dönskum vinum sínum. Þegar Fréttablaðið talaði við Friðrik í gær var hann ásamt félög- um sínum í strætisvagni í Kaup- mannahöfn. Þetta er í annað skipti sem Friðrik fer á Hróarskelduhátíð- ina. Hann fór áður 1996. „Hátíðin var eiginlega betri ‘96. En það var rosalega gott veður núna, sól alla daga. Það kom að vísu smá demba aðfaranótt sunnudags en það gerði ekkert til.“ Það þykir jafnan gott að fá smárigningu þegar líður á hátíðina til að binda hlandlyktina. „Pissulyktin meðfram öllúm girð- ið á þriðjudagskvöld og fóru ekki fyrr en í gærmorgun. Hátíðin byrj- aði á fimmtudag en margir mæta snemma til að ná betra tjaldstæði. „Við náóum góðum stað. Rétt við tónleikasvæðið, upp við vindmyll- una.“ Fjölmargir listamenn og hljóm- sveitir komu fram á hátíðinni. Einn af þeim sem stóð upp úr að mati Friðriks var „íslandsvinurinn" Robbie Williams. „Robbie var góður. Hann var með frábæra sviðsfram- komu. Gleðin skein af honum. Svo var hljómsveitin Apocalyptica í græna tjaldinu góð. Sol Williams í bláa tjaldinu í gær var flott hip hop.“ Eina íslenska hljómsveitin sem kom fram á hátíðinni í ár var Orgel- kvartettinn Apparat með þeim Herði Bragasyni, Jóhanni Jóhanns- syni, Sighvati D. Kristinssyni og Úlfi Eldjárn. „Þeir stóðu sig vel, spiluðu í bláa tjaldinu í gær. Það var heilmik- ið fólk og góð stemmning,“ segir Friðrik. Hann ber íslendingum á há- tíðinni, fyrir utan Apparat, ekki góða söguna. „Við hittum einu sinni aðra ís- lendinga og þeir reyndu að berja okkur. Alveg dæmigert, einu menn- irnir sem ekki kunna að haga sér. Aldir upp í Húnaveri og reyna að berja sem flesta,“ segir Friðrik en tekur þó fram að þeir hafi náð að róa óaldarseggina niður áður en allt fór í háalpft. „{ gærkvöldi kveikti fólk í tjöld- unum sínum og öllu iauslegu og bjó til bál eins og hefð er fyrir. Maður varð óneitanlega svolítið stressaður þegar tjöldin í kringum okkar voru að brenna," segir Friðrik. Hann og fjöldi Hróarskeldufara halda heim í dag. ■ | FRÉTTIR AF FÓLKI Rapparinn Eminem, sem hefur verið sakaður um að koma röng- um skilaboðum til unglinga með text- um sínum, hefur fengið uppreisn æru í Þýskalandi. Að sögn sálfræð- ingsins Hannesar Niggenaber hjálpa textar Eminems uppreisnarþörf ung- linga. Dóp og áfeng- istextar rapparans eru einnig skaðlausir og að hans sögn þurfa unglingar á ímynd vonda karls- ins að halda líkt og Eminem er. „Ung- menni hafa uppreisnareðli. Ef þau gera ekki sjálf uppreisn þurfa þau að láta einhvern annan vondan strák gera það t.d. Eminem. Foreldrar vilja að börn sín verði vísindamenn, íþróttastjörnur eða eitthvað álíka, en krakkarnir hlæja að þeirri hugmynd og leita að fyrirmynd sem hentar þeim. Fyrirmynd sem þau geta litið upp til,“ sagði þýski sálfræðingurinn. Forsætisráðherra Ástralíu, John Howard, er þýska sálfræðingnum ekki sammála. Enn er ekki búið að ákveða hvort Eminem fái að halda tónleika í landinu seinna í júlí. Howard er eindregið á móti því, seg- ir Eminem m.a. niðurlægja konur. „Það er ekki hægt að vitna svona mikið í og upphefja ofbeldi án þess að búast við viðbrögðum," sagði Howard. Annar ástralskur stjórn- málamaður, Peter Slipper, tók heldur dýpra í árina. „Eminem er veikur á geði. Það á að loka þennan mann inni og eyðileggja lykilinn," sagði Slipper. Aðdáendum Elton Johns gefst tækifæri til að sjá tónleika hans í beinni útsendingu á netinu þann 17. júlí n.k. Tónleikarn- ir verða haldnir í hinu 2500 ára gamla Amphileikhúsi í Tyrklandi og hefjast klukkan 17.30. Þeim verður varpað á breiðbandi til að gæðin verði sem best. Þeir sem hafa slíka tengingu geta skráð sig á vef- svæðið www.msn.co.uk/eltonjohn. Þeir fá þá leynislóð sem gefur þeim möguleika á að skrá sig og fylgjast með tónleikunum. Áætluð lengd tón- leikanna er 90 mínútur og mun hann spila lög af nýju plötunni sinni Song From The West Coach, sem kemur út 24. september n.k. NYÍ SIÍLUNN KEISARANS (IsL teT) id. S.45: HEADOVERHEAIS kl. 4, 6, rögTo| pff| ALONG CAME A SPIDER ki. 5.30 og 10.30 j [till sammans kl.6,8og 10| Sýnd kl. 6, 8 og 10 yjLIVIUNPUR Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10 V,TJ« |THÉ MUMMY 2 kL 3.45, 530, 8 og 2030] plj VALENTINE Sýnd kl. 4, 6, 8, og 10 viths wmmmmmmmmmmmMmmmmmmrnmmmmvmmmmmmmíWMmmmmwKmmwmmMtomwMiimFi!(ia&mœ?Jsx>t&!m£m&.ssimœs£:tstii*;i'stœ<i*z»íss!-4

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.