Fréttablaðið - 03.07.2001, Side 15

Fréttablaðið - 03.07.2001, Side 15
PRIÐJUDAGUR 5. júlí 2001 FRÉTTABLAÐIÐ 15 Vandræði hjá Williamsliðinu: Fór Ralf ekki eftir fyrirmælum? formúla Ýmsir fjölmiðlar ytra vilja meina að Ralf Schumacher hafi ekki farið eftir fyrirmælum liðs- stjóra Williams liðsins og látið það vera að hleypa Juan Pablo Montoya fram úr sér í kappakstr- inum í Frakklandi um síðustu helgi. Dekkin hjá Þjóðverjanum virkuðu ekki sem skildi um miðjan kappakstur og fór hann því hægar en ella. Montoya var hinsvegar á mjög góðum hraða og báðu stjórn- endur Ralf um að hleypa Kól- umbíumanninum fram úr. Ralf við- urkenndi eftir kappaksturinn að hann hefði átt í einhverjum vand- ræðum með talstöðina og hefði ekki heyrt í stjórnendunum. Þess vegna hefði hann m.a. komið of seint í viðgerðahléið og ekki vikið fyrir Montoya. „Ralf sagðist eiga í vandræðum með talstöðina, en við vorum hræddir um að hann færi of hægt. Barrichello og Coulthard voru báð- ir farnir að nálgast hann ískyggi- lega mikið,“ sagði Patrick Head yf- irmaður tæknimála hjá Williams. „Ef hann hefði haldið sama hraða hefðum við sennilega náð fjórða og fimmta sæti. Við báðum hann því að koma inn svo við gæt- um skipt um dekk. Hann fór hins- vegar nokkrum sinnum framhjá viðgerðarsvæðinu en eins og ég sagði átti hann í vandræðum með talstöðina." Það kom kannski ekki að sök að talstöðin væri biluð því Montoya þurfti að hætta keppni vegna vél- arbilunar og Ralf hafnaði í öðru sæti á eftir stóra bróður. ■ A FLEYGIFERÐ Ralf Schumacher leiðir hér kappaksturinn i Frakklandi. Á eftir honum koma bróðir hans, Michael hjá Ferrari og David Coulthard hjá Mclaren. MOLAR Evrópumeistararnir Bayern Munchen eru hættir við að elta enska varnarmanninn Sol Campbell þar sem leikmaður- inn er allt of dýr. Að sögn yfirmanna liðsins er mikill áhugi fyrir leik- manninum en það verði erfitt að koma til móts við þær launakröfur sem hann setur upp. „Við vildum gjarnan fá Camp- bell til að spila fyrir okkur,“ sagði Karl Heins Rummenigge, varafor- seti Bayern Munchen. „Við höfum bara einfaldlega ekki efni á hon- um.“ Ekki er vitað til hvaða liðs Campbell fer en mörg eru á eftir honum s.s. Barcelona og Inter Mil- an. Phil Mickelson tryggði sér í gær sigur á Greater Hartford Open golfmótinu sem er liður í banda- rísku mótaröðinni. Hann Iauk kepp- ni á 16 höggum undir pari einu höggi færra en Billy Andrade sem lenti í öðru sæti. Andrade var mjög nálægt því að ná að komast í umspil en hann lék síðasta hringinn á 66 höggum. Mikcelson kemst þar með í hóp með Joe Durant, Tiger Woods og Sergio Garcia en þessir golfarar hafa unnið fleiri en einn sigur í bandarísku mótaröðinni í ár. Darren Anderton, leikmaður Tottenham og fyrrum samherji Sol Campbells, hefur ákveðið að skrifa undir nýjan samning við liðið. Anderton, sem er 29 ára, ætlaði að breyta til en Glenn Hoddle, stjóri Tottenham, taldi hann af því. Hann gerði því nýjan samning við Lund- únarliðið og fær rúmar 200 milljón- ir króna á ári hverju. Alex Ferguson eagnrýnir stjórn Man. Utd.: Vill kaupa nýja leikmenn knattspyrna Alex Ferguson, stjóri Manchester United, gagnrýndi stjórn félagsins í gær og segir að það verði gusa í andlitið fyrir félag- ið ef það nær ekki samningum við einhverja stórstjörnu fyrir næsta tímabil. Ferguson sagði við Peter Kenyon, stjórnarformann félagsins að hann vildi fá að sjá ný andlit hjá félaginu en þjálfarinn er nýkominn úr þriggja vikna fríi. „Þetta er mjög mikilvægt sumar fyrir Manchester United," sagði Ferguson. „Ég benti á það í lok síðasta tímabils að við þyrftum á góðum leikmönnum að halda og það hafa leikmenn liðsins einnig sagt. Það verður gusa í andlit- ið fyrir félagið, aðdáendur, liðið sjálft og alla aðra ef náum ekki að kaupa einhverja úrvalsleikmenn fyrir næsta tímabil." Ummæli Fergusonar hafa sett mikla pressu á Kenyon sem í síðustu viku sagði að það þyrfti ekki að gera miklar breyt- ingar á liðinu. „Þetta er einnig mikilvægt sumar fyrir Kenyon. Þetta er í fyrsta skip- ti sem hann fær tækifæri á að kaupa Kynþáttahatur ekki enn vandamál Geir Þorsteinsson framkvæmdastjóri KSI segir kynþáttahatur ekki enn orðið vandamál í íslenskri knattspyrnu. Sambandið hefur samt sent út bréf þar sem það biðlar til félagsliða að vera vakandi. knattspyrna Geir Þorsteinsson fram- kvæmdastjóri KSÍ segir kynþátta- hatur ekki enn vera orðið vandamál í íslenskri knatt- | spyrnu. Fréttablað- ið innti hann svara um atvik er kom upp í leik KR og Fylkis í Frostaskjóli fyrir skömmu, þeg- ar einn áhorfenda hrópaði ókvæðisorð í átt að Moussa Dagnoto, leik- manni KR. „Við vorum ein- mitt að senda bréf frá okkur núna um daginn til þess að minna menn á að halda vöku sinni og FRAMKVÆMDA- STJÓRINN Geir Þorsteinsson framkvæmdastjóri KSÍ segir kynþátta- hatur ekki orðið vandamál í Is- lenskri knatt- spyrnu. einnig vegna þess að Alþjóðaknatt- spyrnusambandið (FIFA) og Knatt- spyrnusamband Evrópu (UEFA) hafa lýst yfir áhyggjum yfir vaxandi vandamálum. Við höfum að vísu ekki verið klagaðir yfir þessum vanda- málum," sagði Geir. í bréfinu sem hann vísar til og finna má á heimasíðu KSI, www.ksi.is, segir: Sérhvert félag er ábyrgt fyrir framkomu leikmanna, forráðamanna, félagsmanna og stuðningsmanna sinna og allra þeir- ra sem hafa hlutverk á vegum þess í tengslum við kappleik. Geir segir þetta samt ekki vera vandamál. „Þetta hefur sem betur fer ekki ver- ið áberandi hjá okkur en það hafa komið upp nokkur tilfelli. Þetta hef- ur samt ekki verið neitt sérstakt vandamál." Hann segir að ef slík vandamái komi upp séu nokkrar leiðir í stöð- unni. „Ef það eru leikmenn sem eiga hlut í máli þá getur dómari gripið til aðgerða inná vellinum sjálfum. Ef það eru áhorfendur þá höfum við eft- irlitsmenn sem ættu að gefa okkur skýrslu og við getum gripið til að- gerða gagnvart félögunum. Við höf- um nægar leiðir til að taka á þessum málum innan okkar vébanda og það byggist fyrst og fremst á að við fáum skýrslur frá dómurum, eftirlits- mönnum eða frá aðildarfélögunum sjálfum eins og stundum vill verða." Samkvæmt 11. grein starfsreglna aganefndar KSÍ getur sambandið sektað viðkomandi lið ef áhorfendur gerast sekir um vítiverða eða hættu- lega framkomu gagnvart leikmönn- um, dómara og/eða eftirlitsmanni. Brot geta varðað sektum allt að 30.000 krónum en teljist brotið alvar- legt eða gerist ítrekað er heimilt að svipta liðið næsta eða næstu heima- leikjum, þar til öryggi leikmanna og starfsmanna leiksins telst tryggt. „Ég myndi ekki flokka þetta und- ir vandmál hjá okkur ennþá, en við höfum fyrst og fremst verið að minna félögin á að halda vöku sinni. Það hefur verið mikil umræða í þjóð- félaginu um svona mál upp á síðkast- ið. Þessvegna höfum við beint sjón- um okkar að þessu,“ sagði Geir að lokum. ■ KAUPÓÐUR Alex Ferguson nýtti fríið sitt vel og fór meðal samt ósáttur við stjórn Man. leikmenn síðan hann tók við starfinu í fyrra og þetta er fyrsta tækifæri hans til að sýna aðdáendum að hann vilji gera sitt besta fyrir liðið. Þeir munu bíða með öndina í hálsinum eftir að eitthvað gerist og þeir verða afar ósáttir ef ekkert gerist," sagði Ferguson. A síðasta ári seldu ensku meist- ararnir fimm leikmenn en keyptu einungis einn, markvörðinn Fabien Barthez. í ár hefur liðið bara keypt einn leikmann, framherjan Ruud Van Nistelrooy frá PSV Eindhoven fyrir 19 milljónir punda. Ferguson segir að það verði erfitt annars á Wimbledon mótið I tennis. Hann er Utd. og vill fá nýja leikmenn. að endurtaka fyrri sigra ef það verði ekki hleypt nýju blóði í mannskap- inn. „Ólíkt fyrri tímabilum, þegar liðið var á siglingu, held ég að liðið þurfi og vilji takast á við meiri áskorun,11 sagði Ferguson í samtali við Manchester Evening News. „Ég finn fyrir þessu í búningsherberg- inu.“ Ensku meistararnir hafa verið á höttunum á eftir Patrick Viera leik- manni Arsenal og Juan Sebastina Veron, leikmanni Lazio. Það hefur þó ekkert kothið í ljós varðandi þau mál en talið að þau muni skýrast á næstu dögum. ■ DAGNOTO MOUSSA Franski leikmaður KR var kallaður illum nöfnum á leik KR og Fvlkis fvrir skðmmu. Fjórða umferð Wimbledon: Sampras úr leik tinga i. I £ tennismótinu í Wimbledon. 1 gær fór fram fjórða umferð í skýjuðu veðri og voru flestir efstu tennis- leikara á styrkleikalista mótsins að spila. Sigurvegari síðasta árs, Pete Sampras, þurfti að játa sig sigrað- an af Svisslendingnum Roger Federer í síðasta leik dagsins á að- alvellinum. Federer vann fyrsta settið 7-6, Sampras það næsta 7-5, Federer það þriðja 6-4, Sampras það fjórða 7-6 og það fimmta vann Federer 7-5. Ástralinn Patrick Rafter, sem er í þriðja sæti á styrkleikalista mótsins, sigraði Rússann Mikhail Youzhny 2-6, 6-3, 6-2 og 7-5. Andre Agassi vann öruggan sig- ur á Þjóðverjanum Nicolas Kiefer 6- 3, 7-5 og 7-5. Rússinn Marat Safin, sem er í fjórða sæti á styrk- leikalista, vann Frakkann Armaud Clement 6-0, 6-3 og 6-2. Króatinn Goran Ivanisevic sigr- aði heimamanninn Greg Rusedski 7- 6, 6-4 og 6-4. Lindsay Davenport hafði betur í viðureigninni á móti Júgóslavan- SÆTUR STRÁKUR Svisslendingurinn Roger Federer vann fræknan sigur á Bandaríkjamanninum Pete Sampras í æsispennandi viðureign gær. um Jelena Dokic, 7-5 og 6-4. Jenni- fer Capriati sigraði Frakkann Sandrine Testud örugglega, 6-1 og 6-2. Þá tók Serena Williams Búlgarann Magdalena Maleeva létt, 6-2 og 6-1. ■

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.