Fréttablaðið - 03.07.2001, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 03.07.2001, Blaðsíða 17
JKKWr-ii L1 ÞRIÐJUDACUR 3. júlí 2001 FRÉTTABLAÐIÐ n LAUCAVECI 94. SIMI 551 6500 Sýnd kl. 6, 8 og 10 jONE NIGHT AT McCOOLS kl.6.8ogloj Sýnd kl. 4, 6, 8, og 10.10 [dr. dooutle kl. 4,6,8ogl0| (SPYKIDS kl. 4, 6, 8og 101 |ÖNE NIGHT AT McCOÖLS kl 4,. 6. 8og 101 r’°f?DD/; f STUÐI FYRIR ÍSLAND KRINGLU i' i ó Sýnd kl. 6, 8, og 10 jSPYKIDS kl. 6,8, og 101 [SOMEONE LIKEYOU kl.6,8, og!0| [SAY IT ISN'T SO kl. 6 og 101 jCRIMSON RIVERS kl. 101 Hreinræktað rokk Modest Mouse heldur tónleika á Gauknum í kvöld. Hljómsveitin kemur beint frá Hróarskeldu. tónleikar „Ég ætlaði upprunalega að fá hljómsveitina til að spila hérna fyrir tveimur árum en það lognaðist út af,“ segir Kiddi í Hljómalind. Hann er búinn að vera duglegur við hljómleikahald að undanförnu og virðist ekkert vera að hægja á sér. „Ég sá að hún var að spila á Hró- arskeldu nú um helgina og fór því að spyrjast fyrir hvort þeir gætu komið hingað í leiðinni. Að ég leggi snörurnar út er eitthvað sem gerist sjaldan, í mesta lagi tvisvar á ári. Venjulega er ég að taka á móti fyr- irspurnum að utan,“ segir Kiddi. Það vildi svo skemmtilega til að umboðsmaður Will Oldham, sem Kiddi er búinn að vera í sambandi við að undanförnu, sér einnig um Modest Mouse. Þeir voru í miklu stuði fyrir íslandsferð, afboðuðu aðra tónleika og voru í gær að breyta flugmiðunum sínum til að vera lengur á landinu. Modest Mouse spila hreinrækt- að rokk. Hljómsveitin sækir áhrif sín í brautryðjendur bandarískrar rokktónlistar á níunda áratugnum, t.d. Sonic Youth og þá sérstaklega Pixies. Vinnuaðferðir Isaac Brock (gítar, söngur), Eric Judy (bassi) og Jerimiah Green (trommur) eru frumstæðari en oft vill verða í þessum geira og meira í stíl í kyndilbera lágfitlsins í Pavement. Sú staðreynd er einmitt sérstak- lega áberandi í kærileysislegum og oft fölskum söngnum og hráum gít- arhljómnum sem um leið er að- aldriffjöður líflegra laganna. Fyrsta plata Modest Mouse, samnefnd sveitinni, kom út 1994. Þessi plata var í styttra lagi og því má segja að fyrsta eiginlega breið- skífan hafi ekki komið út fyrr en árið 1996. Þá urðu þær tvær, This is a Long Way for Someone With Not- hing to Think About og Interstate 8. The Fruit That Ate Itself fylgdi síðan í kjölfarið ári síðar. The Lonesome Crowded West frá árinu 1999 ruddi brautina fyrir hljóm- sveitina og hleypti af stað stríði úgefenda um að tryggja sér undir- skrift hennar. Sony hafði vinning- inn og fljótlega kom safnplatan Building Nothing Out of Something út sem innihélt ýmis illfáanleg lög sveitarinnar frá upphafsárum hennar. Fyrsta plata Modest Mouse undir merkjum Sony leit síðan dagsins ljós árið 2000 og nefndist The Moon & Antartica. Tónleikarnir í kvöld hefjast kl.21 og er miðaverð 1500 krónur. ■ w.'.# * amm í myndinni Tillsammans er lýst lífi í kommúnu með sama nafni um miðjan áttunda áratuginn. Persón- urnar sem dregnar eru fram eru óborganlegir fulltrúar þeirrar kyn- slóðar sem nú losar fimmtugt; vina- legi skeggjaði náunginn sem öllum —♦— vill gera til hæfis, ungi brotthlaupni yfirstéttardrengur- inn sem hefur meiri áhuga á marxisma en kyn- lífi og allt hitt yfir- meðavitaða fólkið. Börnin sem heimta kjöt og sjónvarp Skyldumynd fyrir '68 kyn- slóðina, niðja hennar og yf- irleitt alla þá sem hafa kynnst henni —-. ■ verða svo ákveðinn miðpunktur og áhrifavaldur. í myndinni er gert stólpagrín að kynslóðinni sem kennd er við árið Breska konungsfjölskyldan: Annað hjónaband í súginn? kóngafólk Breska dagblaðið Daily Mirror birti í gær forsíðufrétt þar sem fram kemur að hjónaband Önnu prinsessu og sjóliðsforingj- ans Tim Laurence til átta ára sé á hálum ís. Þau hafa fjarlægst að undanförnu og búa nú í sitt hvoru lagi. Hinsvegar er því haldið fram að Anna prinsessa vilji ekki hætta á annað hneyksli innan konungsfjöl- skyldunnar, hvað þá að láta drottn- inguna ganga í gegnum annan skilnað. Innanhúsmaður sagði Daily Mirror: „Sambandið er ekki í EKKERT LAMB AÐ LEIKA SÉR VIÐ Anna Prinsessa mundar SA 80 riffil á æf- ingu hjá Konunglegu bresku lífvarðasveit- inni i síðustu viku. Hún er ofursti sveitar- innar. góðum málum en Anna veit að hún þarf að þrauka. Fjölskyldan ræður ekki við annað hjónabands- hneyksli." í höllinni er almennt talið að parið muni aldrei skilja formlega. Heimildamenn segja þriðja aðila ekki vera viðriðinn vandræðin á milli þeirra. Þeir segja rót vand- ræðanna vera þá að enn er komið fram við Laurence sjóliðsforingja, sem er fyrrum yfirhestavörður konungs, eins og hirðmann, ein- hvern sem á að „blanda martini". Hjónin sáust síðast saman á al- mannafæri í messu á páskadag. Síðan þá hefur Laurence sjóliðs- foringi ekki mætt á nokkra at- burði, sem hann ætti að sjást á. Anna prinsessa kvæntist þessum öðrum eiginmanni sínum 12. des- ember 1992. ■ Tillsammans: Steinunn Stefánsdóttir 1968. Grínið er þó góðlátlegt og kommúnuliðið er að sjálfsögðu besta fólk sem hefur að minnsta kosti betri tök á lífinu og lífsgleð- inni en nágrannar þeirra sem gjarnan fylgjast með þeim úr eld- húsglugganum gegnum sjónauka. Aðalhlutverk: Lisa Lindgren, Michael Nykvist, Shanti Roney, Olle Sarri, Sten Ljunggren, Cecilia Frode, Gustav Hammarsten, Anja Lundkvist Leikstjórn: Lukas Moodyson SNORRABRAUT 37. SIMI 551 1384 Kl. 5 og 8.20 vit 135 kl. 5.45, 8 og 10.15jplq MEMENTO TRAFFIC kl. 6 og 8.30 David Beckham, fyrirliði Englands í knattspyrnu, hefur losað sig við móhíkanagreiðsluna því hann vill ekki að börn taki upp greiðsluna og lendi í vandræðum í skóla. Hann segist jafn- fram vera orðinn þreyttur á þeirri hugmynd að hann sé ábyrgur fyrir uppá- tækum barnanna. Hann tók það samt fram að Sven Gör- an Ericsson, landsliðsþjálfari Eng- lands hafi verið hrifinn af klipping- unni. „Mér fannst ég vera ábyrgur ef börn tækju allt upp eftir mér. Ég fékk meira að segja nokkur bréf frá litlum aðdáendum mínum sem sögðu að þau yrðu rekin úr skólanum ef þau mættu aftur með hanakambinn," sagði Beck- ham. „Þetta kom krökkunum bara í vandræði. Ég sá meira að segja sex mánaða gamalt barn með svona klipp- ingu. Það var mjög undarlegt. Mér lík- ar klippingin sem ég er með núna og ég ætla ekki að safna síðu hári aftur,“ bætti hann við en hann hefur aftur tekið upp burstaklippinguna sem hann borgar fúlgur fyrir í mánuði hverjum. Mariah Carey hefur verið nefnd til sögunnar sem næsta James Bond stelpa. Henni var boðið hlutverk í næstu mynd um njósnara hennar há- tignar, sem hefur ekki enn hlotið nafn, eftir að hún hitti Pi- erce Brosnan í sam- kvæmi í London. Að sögn heimildar- manns er Carey spennt yfir hlut- verkinu. „Hún er mjög spennt. Fram- leiðendurnir eru að íhuga að skrifa hlutverk eingöngu fyr- ir hana.“ Carey, sem er vinsælasta söngkona fyrr og síðar, hefur verið að íhuga að leggja leiklistina fyrir sig. Hún hefur þegar komið fram í tveim- ur myndum, That Glitters og Wise Girls. Og meira af James Bond. Eins og kom fram í Fréttablaðinu í gær var skoski leikarinn Gerard Butler bú- inn að lýsa því yfir að Barbara Broccoli, einn aðalframleiðandi James Bond, hefði talað við hann um að taka við af Pierce Brosnan eftir næstu mynd. Nú hefur Barbara Broccoli þvertekið fyrir þetta og segir Gerard Butler vera að bulla. Pierce Brosnan er ekkert að hætta eftir næstu Bond- mynd. „Butler á eflaust eftir að skammast sín mjög mikið fyrir það sem hann sagði þegar hann les þetta,“ sagði Broccoli. Vaxmynd af Geri Halliwell í Madame llissaud safninu sem átti að sýna fyrir stuttu verður ekki sýnd fyrr en í desember þegar búið verður að lagfæra hana. Þannig er mál með vexti að vaxmyndin var gerð fyrir þremur árum þegar Geri var enn í Spice Girls, en síðan þá hefur hún misst þó nokkur kíló. Starfsfólk hefur unnið hörðum höndum við að gera hana líkari núverandi vaxtalagi Geri. „Það er mjög mikilvægt að hafa stytt- urnar eins líkar og mögulegt er,“ sagði talsmaður Madame Tussaud í London. í BÍÓ Drengirnir í költ-sveitinni Modest Mouse afboðuðu aðra tónleika til að spila hér I kvöld.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.