Fréttablaðið - 03.07.2001, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 03.07.2001, Blaðsíða 14
FRÉTTABLAÐIÐ HVERNIC FER? 14 3. júlí 2001 ÞRIPJUPAGUR KR-CRINDAVÍK f SÍMADEILD KVENNA? ÁSTHILDUR HELCADÓTTIR LEIKMAÐUR ÍBV „Ég hallast að sigri KR-inga og hugsa að þær vinni 5-0. Ætli Olga taki sig ekki til og skori þrjú markanna. Grindavíkur- liðið hefur komið á óvart og það er gaman að fylgjast með þeim en ég held að KR-liðið sé einfaldlega of sterkt fyrir Grindvíkinga á heima- velli." ÞÓRA BJÖRG HELCADÓTTIR LEIKMAÐUR BREIÐABLIKS ,;Ég hugsa að leikurinn verði ekki erfiður fyrir KR. Hann endar sennileg 6-1 fyrir KR. Olga Fær- seth setur þrjú mörk og Edda Garðarsdóttir alla- vega eitt fyrir KR." Þjálfari kvennaliðs FH spáir í leiki kvöldsins: ,,Auður köggull- ínn í vormnm U knattspyrna í kvöld fara fram tveir leik- ir í sjöundu umferð Símadeildar kven- na. KR fær Grindavík í heimsókn í Frostaskjólið og í Garðabænum taka Stjörnustúlkur á móti Blikastúlkum. „Það er nú auðvelt að spá um leik KR og Grindavíkur. Grindavík verður í tómu basli enda er KR með það sterkt lið. Þær eiga ekki eftir að geta varist Olgu Færseth," sagði Arnar Ægisson þjálfari kvennliðs FH um leikina. „Ég spilaði við Grindavík á föstudaginn, líkt og blöðin misstu af, og við unnum 5-0. Ef að við náum að vinna þær svona stórt eiga þær eftir að steinliggja í Frosta- skjólinu." Arnar segir liðið eiga í vandræðum þar sem annar útlendingurinn hjá liðinu, sem STÓRHÆTTULEC Olga Færseth er stórhættuleg í fram- línu KR. Arnar segir varnarmenn Grindavíkur ekki eiga eftir að ráða við hana í kvöld. er framherji, sé farinn heim auk þess sem Ólína Viðarsdóttir, sem að hans mati er besti leik- maður þeirra, er meidd. Arnar segir erfiðara að spá um leik Stjörn- unnar og Breiðabliks þó hann eigi eftir að enda með sigri gestanna. „Stjarnan er með ágætis miðju, þar sem Elfa Björk Erlingsdóttir og Steinunn H. Jónsdóttir ráða ríkjum. Síðan ætlar Justine Lorton, sem lék með þeim síð- asta og þar síðasta sumar, að spila með þeim. Auk þess er Auður Skúladóttir köggullinn í vörninni og á eftir að gera Blikastelpum erfitt fyrir en þær fara samt með sigur af hólmi. Það kæmi mér ekki á óvart að leikurinn myndi enda ARNAR ÆGISSON Þjálfari FH spáir hörkuleik í Garðabænum þegar Stjarnan tekur á móti Breiðablik. 3-0 fyrir Breiðablik." Síðasti leikur umferðarinnar verð- ur leikinn þann 10. júlí þegar FH tekur á móti Valsstúlkum í Kaplakrika. ■ MOLAR Filippo Inzaghi, framherjinn snjalli hefur sagt skilið við Juventus og hefur skrifað undir samning við AC Milan. Inzaghi skrifaði undir fimm ára samning en Juventus fær varn- armanninn Christi- an Zenoni í staðinn auk ríflegrar pen- ing greiðslu. Milan greiddi um 2,6 milljarða fyrir hinn 27 ára gamla leikmann. Svo getur verið að Andriy Shevschenko, Úkra- ínumaðurinn snjalli, muni fara frá félaginu en hann mun ekki sætta sig við að vera þriðji framherji Iiðsins, enda varð hann markahæsti leikmað- ur liðsins síðustu tvö tímabil. Svo getur jafnvel farið að hann gangi til liðs við fyrrum félaga sinn hjá Dyna- mo Kiev, Sergei Rebrov, sem spilar nú með Tottenham í ensku úrvals- deildinni. Ronaldo ætlar að koma löndum sínum til hjálpar í baráttunni um sæti í HM 2002 sem fram fer í Suð- ur-Kóreu og Japan. Brasilía tapaði fyrir Uruguay á sunnu- dag og hætta á að liðið missi af lausu sæti á HM. Ronaldo ætlar að öllum lík- indum að taka þátt í leik gegn Paraguay sem fer fram 14. ágúst n.k. en hann hefur ekki getað spilað knattspyrnu í þó nokkra mán- uði og er nýbyrjaður að sparka bolta. Hann er tilbúinn að taka áhættuna og leggja allt í sölurnar fyrir þjóð sína. Körfuboltaliðin í NBA geta nú far- ið að leita til leikmanna með frjálsa samninga. Orlando Magic hefur þegar hafið samningaviðræður við Antonio Davis. Doc Rivers, þjálfari liðsins, mætti strax á laugardagsnótt- ina, aðeins mínútu eftir að leyfið kom, heim til Davis og bauð honum samn- ing. „Þeir vöktu mig nú ekki en okk- ur brá nú samt svolítið," sagði Davis um þess óvæntu heimsókn. „Það eina sem ég gat sagt þegar tilboðið barst var Ma-gic, Ma-gic, Ma-gic. Síðan sagði ég bara Vá! Þeim er alvara og ég er ánægður með tilboðið." Phila- delphia 76ers er líka talið hafa áhuga á leikmanninum. Joe Fagan, fyrrum framkvæmda- stjóri Liverpool, lést á sunnudag, áttræður að aldri. Fagan stýrði liðinu til sigurs í þremur keppnum fyrsta árið sem hann stjórnaði árið 1984, þ.e. Enski deildar- bikarinn, Evrópu- keppnin og í Bikar- keppninni. Fagan var varnarmaður og spilaði með Manchester City á sínum yngri árum. Hann tilkynnti að hann myndi hætta þjálfun liðsins eft- ir slysið sem varð á Heysel leikvang- inum þegar 39 manns krömdust til bana á leik Liverpool og Juventus í Evrópukeppninni. Fylkir sigraði Skagann Sex mörk voru skoruð í Kópavogi í gær. Hjörtur Hjartarson er iðinn við kolann og hefur skorað átta mörk í jafn mörgum leikjum. knattspyrna Tveir leikir fóru fram í átt- undu umferð Símadeildar karla í gær. Fylkir bar sigurorð af ÍA 2-1, í hörku- leik í Árbænum og í Kópavogi sigruðu Keflvíkingar heimamenn með fjórum mörkum gegn tveimur. „Þetta var frekar opinn leikur og bæði lið fengu fullt af færum,“ sagði Guðni Kjartansson þjálfari sem fylgd- ist með leiknum. „Keflavík var í því að skora i fyrri hálfleik en Blikarnir fengu tækifærin í seinni hálfleik." Það var jaxlinn Gunnar Oddsson sem skoraði fyrsta mark leiksins í Kópavogi með glæsilegum skalla eftir aukaspyrnu frá Zoran Ljubicic á 17. mínútu. Guðmundur Steinarsson bætti við öðru marki fyrir Keflavík eftir mikinn misskilning í vörn Blika. Á 38. mínútu skoraði Hólmar Örn Rúnars- son þriðja mark Keflavíkur og þannig var staðan í hálfleik. 3-0 fyrir gestina. Seinni hálfleikur byrjaði af krafti og strax á fyrstu mínútu hálfleiksins skoraði Kristján Brooks eftir skelfileg mistök í vörn Keflavíkur. Leikmenn Biika komu mjög frískir SÍMAPEILDIN________________ Lið Leikir s J T Mörk Stig Fylkir 8 5 2 1 14 : 5 17 FH 7 4 2 1 9 : 6 14 ÍA 8 4 1 3 14 :9 13 Keflavík 8 4 1 3 12 : 11 13 ÍBV 8 4 1 3 6 : 8 13 Valur 8 3 2 3 9 : 10 11 KR 9 3 2 4 8 : 10 11 Crindavík 6 3 0 3 9:9 9 Breiðablik 8 2 1 5 8 : 14 7 Fram 8 1 0 7 6 : 13 3 til leiks og þurfti Gunnleifur Gunn- leifsson, markvörður Keflvíkinga, ósjaldan að taka á honum stóra sínum. Guðmundur Steinarsson skoraði samt fjórða mark Keflvíkinga með skalla eftir langa sendingu af hægri kanti. Bjarki Pétursson náði að minnka mun- inn á lokamínútu leiksins en þar við sat 4-2 í Kópavogi. „Varnarleikurinn var nú ekkert sérstakur en það er kannski skemmti- legt fyrir áhorfendur að fá færi í leiknum,“ sagði Guðni. „Keflavík hef- ur verið að spila góða og slaka leiki í ár, en sterk lið spila jafnari leiki. Það getur samt vel verið að það breytist. Blikarnir virkuðu hinsvegar frekar daufir og virtust ekki tilbúnir í leikinn. Þeir virkuðu á mig eins og þeir kæmu í leikinn með það hugarfar að tapa ekki. Það er annað að koma í leiki og ætla að vinna en að tapa ekki. Þeir eru að vísu með þrjá menn í banni þannig að það eru svona viss vandamál sem þeir eiga við að stríða," sagði Guðni að lokum. í Árbænum mætti Fylkir, efsta lið deildarinar, Skagamönnum sem sitja í þriðja sætinu. Hjörtur Hjartarson skoraði fyrsta mark leiksins í með góðum skalla strax á 10. mínútu. Þetta var áttunda mark Hjartar í Símadeild- inni í jafn mörgum leikjum. Stein- grímur Jóhannesson jafnaði metið og Sævar Þór Gíslason hefði getað komið Fylkismönnum í 2-1 úr vítaspyrnu en lét Ólaf Gunnarsson, markvörð ÍA, verja frá sér. Seinni hálfleikur byrjaði af miklum krafti. Liðin skiptust á að sækja og á 51. mínútu skoraði Pétur Björn Jóns- son fyrir heimamenn af stuttu færi. Gestirnir sóttu síðan af krafti það sem eftir lifði leiks en náðu ekki að skora fleiri mörk. ■ HART BARIST Fylkir og ÍA mættust í Árbænum í gær. Skagamenn sóttu af krafti og voru fyrri til að skora. Það dugði þó skammt þvf Fylkis- menn skoruðu tvö og tryggðu sér stöðuna á toppnum. r NM í knattspyrnu kvenna U-17 ára Island mætir Svíþjóð í dag knattspyrna „Skrekkurinn verður vonandi farinn þannig að við kom- um sterkari til leiks í dag“, sagði Kristín Arnþórsdóttir liðsstjóri U- 17 ára landsliðs kvenna í knatt- spyrnu. ísland tapaði 2-0 fyrir Frakklandi í fyrsta leik Norður- landamótsins sem haldið er í Nor- egi, en þær eiga að leika við Sví- þjóð í dag. „Við vorum alls ekki lakari aðil- inn í leiknum gegn Frökkum, þær frönsku fengu gefins vítaspyrnu frá dómara leiksins, sem rændi okkur síðan vítaspyrnu, þannig að við erum ósáttar við þessi úrslit" sagði Kristín ennfremur og bætti við að íslensku stelpurnar hefðu verið taugaóstyrkar enda margar hverjar að leika sinn fyrsta lands- leik. Hún sagði liðið í góðu líkam- legu ásigkomulagi, góða stemn- ingu og mikla breidd, svo engin ástæða væri til annars en bjartsýni fyrir leikina sem framundan eru. íslensku stúlkurnar mæta Svíþjóð í kvöld og Danmörku á fimm- tudaginn. Þessi lið skildu jöfn í sín- um fyrsta leik. ■ KRISTÍN ARNÞÓRSDÓTTIR LIÐS- STJÓRI U-17 ÁRA LANDSLIÐSINS Hún er bjartsýn á gott gengi í næstu leikj- um liðsins Gaui kaupir leikmenn: Skoti til Stoke knattspyrna Guðjón Þórðarson þjálfari Stoke City og fyrrum þjálfari íslenska landsliðsins hefur gert samning við David Rowson, 24 ára gamlan skota frá Aberdeen. Rowson hefur leikið 11 leiki fyrir U-21 árs lið Skotlands og var um tíma fyrirliði liðsins. Þetta er annar leikmaðurinn sem Guðjón krækir í en fyrir stuttu gerði hann samning við Si- arhei Shtaniuk, frá Hvíta-Rússlandi. Rowson segist vera ánægður með að fá að spila á Englandi. „Mig hefur alltaf dreymt um að spila á Englandi svo þetta er kjörið tækifæri fyrir mig. Stoke er betra en mörg lið sem spila í skosku úrvalsdeildinni og ég veit að við eigum eftir að fara upp.“ Rowan var með lausan samning þar sem samningur hans við Aberdeen rann út fyrir skömmu. Hann hefur verið á sölulista síðan í febrúar en er talinn ágætis leikmaður sem á eflaust eftir að styrkja Guðjón Þórðarson og félaga á Britannia i komandi baráttu. Hann kom við sögu í 40 leikjum með Aber- deen á síðasta ári. „Við erum ánægðir með að hafa náð samningi við David,“ sagði John Rudge, einn af þjálfurum liðsins. „Hann gerði góða hluti hjá Aberdeen á síðasta tímabili við góðan orðstír. Hann er leikmaður sem leggur sig 100% í leikinn." ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.