Fréttablaðið - 16.07.2001, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 16.07.2001, Blaðsíða 4
SVONA ERUM VIÐ TELURÐU AÐ ÞÚ HAFIR MEIRA EÐA MINNA FÉ TIL RÁÐSTÖFUNAR NÚ EN FYRIR 6 MÁNUÐUM? Þegar tekjuhópar eru bornir saman má glögglega sjá að hátekjufólk telur sig hafa tapað minnst á efnahagslægð síðstu sex mánaða. Aðeins um þriðjungur þeirra seg- ir ráðstöfunartekjur sínar hafa minnkað á móti rúmum helmingi þeirra sem verma botninn í launastiganum. 60 50 40 30 20 10 □ Meira C5 Sama ÖIF Minna Lágtekjufólk Mi litekjufólk Hátekjufólk Heimild: Skoðanakönnun PriceWater- houseCoopers, júní 2001 Hollensk rannsókn: Geðtruflan- ir líklegri ámeðal borgarbúa heilsa. Borgarlífið hefur aldrei verið þekkt fyrir róandi áhrif sin á íbúana. Ný hollensk rann- sókn hefur leitt í Ijós að fólki sem býr í stórborgum er hættara við að þjást að geðtruflunum eins og ofsóknaræði og ranghug- myndum um tilveruna, heldur en þeim sem búa í minni bæjum. Yfir 7000 Hollendingar tóku þátt í rannsókninni. Tóku vísinda- menn eftir því að á meðal þeirra sem bjuggu í borgum voru bæði stærri geðræn vandamál og minni algengari. Að því er kem- ur fram á fréttavef Reuters voru geðrænar truflanir augljósastar á meðal þeirra sem voru fæddir og uppaldir í borgum, sem gefur til kynna að umhverfi manns í bernsku hafi áhrif á geðheilsu manns þegar maður verður eldri. Voru niðurstöður rann- sóknarinnar birtar í júlíhefti sál- fræðitímaritsins Archives of General Psychiatry. ■ STUTT Akveðið hefur verið að hefja ekki laxeldi í Berufirði fyrr en næsta vor. Sveitarstjórinn, Ólafur Á. Ragnarsson, segir að forsvarsmönnum laxeldisfyrir- tækisins hafi ekki tekist að _ semja um kaup á seiðum. RÚV greindi frá. Rekstur um ferjuna Lagar- fljótsorminn á Lagarfljóti stendur frammi fyrir algjöru hruni, en farþegar með Ormin- um í sumar eru einungis 500 meðan 8.000 manns tóku sér far með ferjunni fyrir tveimur árum og 5.000 í fyrra. Benedikt Vilhjálmsson útgerðarstjóri segist ekki kunna skýringar á þessari þróun mála. RÚV grein- di frá. ára Námskeið í: •leiklist l'v j \ •kvíkmýífCfagerð •myndlrst 'tþráftywn 1 FRETTABLAÐIÐ 16. júlí 2001 MÁNUDAGUR Háskólinn á Akureyri: Hjúkrunarfræði stenst ekki mál háskólanám Hjúkrunarfræðinám við Háskólann á Akureyri nær ekki máli á alþjóðlega vísu vegna þess að suma kennara við deildina skortir tilskilda menntun. Þetta er niðurstaða matshóps erlendra og innlendra sérfræðinga sem menntamálaráðuneytið fékk til að skoða hjúkrunarfræðideildina í skólanum. „Kennarar hafa ekki allir lokið meistara- eða doktorsgráðu. Eins er hátt hlutfall stundakennara við deildina. Þetta uppfyllir ekki al- mennt viðurkennda staðla," segir í greinagerð sérfræðinganna. Nefndarmenn hrósa hjúkrun- ardeildinni hins vegar fyrir fram- lag hennar til hjúkrunar á lands- HÁSKÓLINN Á AKUREYRI Kennarar við hjúkrunadeildina hafa sumir ekki nægjanlega menntun. byggðinni og telja jákvætt að hægt er að ljúka BS gráðu og framhaldsnámi til meistaragráðu frá deildinni. Meðal annarra þátta sem taldir eru jákvæðir í starfi deildarinnar eru fræðistörf og rannsóknir sem nýtast allri fræðigreininni, ánæg- ja nemenda, góð tenging milli bóklegs og verklegs náms. ■ ERLENT Neðri deild Dúmunnar, rúss- neska löggjafarþingsins, hefur samþykkt frumvarp til laga sem sporna eiga gegn pen- ingaþvætti í landinu. Sam- kvæmt lögunum verða bankar að greina yfirvöldum í landinu frá millifærslu hárra upphæða um reikninga viðskiptavina og nafngreina fólk sem ætlar sér að kaupa hlutabréf eða gjald- eyri með reiðufé. Samþykkt efri deildar þingsins og undir- skrift Rússlandsforseta þarf til að frumvarpið verði að lögum. Vesturveldin hafa þrýst lengi á Rússa að samþykkja slík lög vegna þess hve mikið af illa fengnum fjármunum fer í gegn- um landið. Býst við sæmilegri sátt um framtíð flugvallar Borgarstjóri gerir lítið úr orðum Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar, borgarfull- trúa, að Reykjavíkurflugvelli hafi verið bætt á síðustu stundu inn í tillög- ur að aðalskipulagi, sem nú eru til meðferðar og eiga að gilda til 2024. aðalskipulag „Ég geri ráð fyrir því að ýmsir séu þeirrar skoðun- ar að ekki sé nógu langt gengið og aðrir á því að það sé alltof langt gengið", segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir aðspurð um hvort hún telji að sátt náist um tillögur að framtíð Reykjavíkur- flugvallar í drög- um að aðalskipu- lagi borgarinnar eða hvort deilur um framtíð flug- vallarins eins og risu fyrir kosn- ingar um framtíð hans rísi á nýjan leik. Ingibjörg segir að eflaust eigi menn eftir að deila um ágæti til- lagnanna en það verði einfald- lega að hafa það. „Ég tel að það sé mörkuð skynsamleg stefna í Það er ekki útilokað að hafa eina flug- braut áfram eftir 2024 ef menn vilja það en stefn- an er klárlega sett á hitt. -------♦----:■ þessu máli og býst við því að það muni nást sæmilega góð sátt um hana.“ Aðspurð um hvort það sé ekki í andstöðu við þann vilja sem kom fram í kosningum um fram- tíð flugvallarins að gera ráð fyr- ir honum í Vatnsmýri fram til 2024 segir hún að svo sé ekki. „Ég sagðist myndu taka mið af niðurstöðunni við vinnu aðal- skipulags Reykjavíkur en sagði jafnframt að það væri svo naumt á munum að við yrðum að stíga varlega til jarðar. Ég held að það endurspeglist í aðalskipulagi núna með þeim hætti að það er stefnt að því að taka þetta svæði undir blandaða byggð. Það er ekki útilokað að hafa eina flug- braut áfram eftir 2024 ef menn vilja það en stefnan er klárlega sett á hitt.“ ■ INGIBJÖRG SÓLRÚN GÍSLADÓTTIR Gerir lítið úr orðum Vilhjálms Vilhjálmssonar um að flugvelli hafi síðustu stundu. „Þó ekki hafi verið búið að kynna honum þetta var búið að kynna þetta í skipulagsnefnd' verið bætt sérstaklega í skipulagið á í borgarráði OPNAÐU MUNNINN Sjávarlíffræðingur skoðar ofan í munn annars höfrungsins, sem þakinn er sér- stöku smyrsli sem heldur honum rökum. Erlent: Yfirgefn- um höfr- ungum bjargað GUATEMALABORG. AP. Tveir höfr- ungar sem skildir voru eftir í bráðabirgðar-vatnsgeymi hátt uppi í fjöllum Guatemala, voru fyrir skömmu fluttir burt með flugi til sérstakrar kvíar við La Graciosa ströndina í Guatemala. Það voru umhverfisverndarsinn- ar ásamt hernum í Guatemala sem sáu til þess að björgunar- leiðangurinn gengi sem skildi. Höfrungarnir tveir, Ariel og lúrbo, voru á meðal fjögurra höfrunga sem fluttir voru til Gu- atemala á síðasta ári vegna dýrasýningarinnar „Water Land,“ en forsvarsmenn hennar hafa lengi verið gagnrýndir fyr- ir að fara illa með sýningardýr- in. Eftir að yfirvöld höfðu kom- ist að því að forsvarsmennirnir hefðu aðeins leyfi fyrir tveimur höfrungum, seldu þeir í febrúar hina tvo höfrungana og skildu Ariel og Turbo síðan eftir matar- lausa í óhreinni lauginni. ■ I CE Orkustofnun um Kárahnjúkavirkjun: Fórna orkunýtingu fyrir náttúruvernd PS-fcShT’' O, f '.'ÍK'f j . fcB J' 13. %i*jí \sJf TT-.Jt'"! *vUUl Karókí/Hœrfileikdkepppni Eróbik • Skartgripogerð Diskótek OQ morgt fleira i i "Aukanómskéií í umhiríu húitar -ReiSnámskeií 3.90Ö •Sjóffstyfkingarnómskei? kr. 10Ð0 ríjtg,H # i « •önnur nóniSkeiSeru imitfplin ítívaluJtajaldi. ■ VIfll yi’c 11( 1 ? 1U VIRKJANIR í skýrslu Orkustofnunar um mat á umhverfisáhrifum Kárahnjúkavirkjunar segir að stofnunin leggi áherslu á að vatns- föll og vatnasvæði, sem þegar hafi verið virkjuð, verði sem best nýtt áður en farið er enn á ný vatnasvæði. Þó enn sé orka ónýtt á Þjórsársvæðinu dugi hún ekki ein sér til að fullnægja orkuþörf fyrirhugaðs álvers á Reyðarfirði. Því er það álit Orkustofnunar að megnið af orkuöflun fyrir álverið geti ekki komið annars staðar frá en með stórvirkjunum á Austur- og Norðausturlandi. Orkustofnun segir það valda mestri óvissu þegar meta á hvaða svæði eigi að virkja hvernig virkj- anir af ólíkri stærð eru bornar saman. Ekki sé hægt að meta Kárahnjúkavirkjun nema setja hana í stærðarsamhengi og þar með einnig í samhengi við notkun raforkunnar. í því samhengi er mikilvægt að horfa heildstætt á orkuforða og orkunýtni áður en af- drifaríkar ákvarðanir séu teknar. Með því að slá saman Flótsdals-; virkjun og Kárahnjúkavirkjun breytast forsendur. Heildarorku- getan minnkar um 1.500 gígavatt- stundir, sem er fórnin sem þarf að færa til að samræma óskir um orkuvinnslu og náttúruvernd. ■ i

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.