Fréttablaðið - 16.07.2001, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 16.07.2001, Blaðsíða 18
FRÉTTABLAÐIÐ 16. júlí 2001 MÁNUDACUR HVER ER TILGANCUR LÍFSINS? Þjóðminjasafn í Hafnarborg: Skotskífur og ljósmyndir Eidar Ástþórsson baráttumaður Tilgangur lífsins er að njóta þess og um leið reyna að láta eitthvað gott af sér leiða. sýnincar Þjóðminjasafn íslands stendur nú fyrir tveimur sýning- um í Hafnarborg í Hafnarfirði. Önnur nefnist ísland 1951 og er sýning á ljósmyndum sænska ljós- myndarans Hans Malmberg. Hin sýningin er á skotskífum í eigu Det Kongelige Skydeselskab og Danske Broderskab. Hans Malmberg var talinn einn fremsti ljósmyndari Svía á sinni tíð og birtust myndir hans í sænsk- um blöðum og tímaritum. Hann tók myndir af daglegu lífi og við- burðum í Svíþjóð en ferðaðist ein- nig um heiminn og myndaði styrj- aldir og heimsþekkta menn. Nokkrar ljósmyndabækur voru ÍSLANOSMYND Skotskífurnar á sýningunni eru merkar heimildir, ekki sist vegna þess hve lítið er til af myndum frá Islandi fyrr á öldum. gefnar út með myndum Hans Malmberg, ein þeirra með mynd- um frá Islandi. Bókin hefur að geyma ferska sýn á ísland og úr- vals ljósmyndir. Á sýningunni verða sýndar nýjar stækkanir á ís- landsmyndum Hans Malmberg og frummyndir af nokkrum þeirra. Det Kongelige Skydeselskab og Danske Broderskab er eitt elsta starfandi félag í Danmörku og margir íslendingar og íslands- kaupmenn hafa verið meðlimir þess. Sérhver félagi lét mála skot- skífu með sérvöldu myndefni og skotskífurnar urðu síðan eign Det Kongelige Skydeselskab. Á sýn- ingunni eru um 15 skotskífur með íslensku myndefni eða frá íslensk- um félögum skotfélagsins frá ár- unum 1787 til 1928. Sýningarnar er opnar alla daga nema þriðjudaga og lýkur þeim 6. ágúst. ■ Listagilið á /vkureyn: Listnemar °g finnsk kona sýningar Um helgina voru opnaðar tvær myndlistarsýningar í Ketil- húsinu, annarsvegar sýna nemar í Listaháskóla íslands afrakstur verkefnisins „Hringur" sem var hringferð um landið með sýning- um á ýmsum stöðum. Sýning nem- anna ber yfirskriftina „Bæjó, hver vegur að heiman er vegurinn heim“. Á svölum Ketilhússins var opnuð sýning Elinu Koskimies frá Finnlandi en hún dvelur í Gesta- vinnustofunni út júlí. Sýningarnar standa til og með 29. júlí. ■ 1 METSÖLULISTI [ Mest seldu bækurnar á Amazon.com Montel Wllliams, Wini Linguvic BODYCHANGE David McCullough JOHN ADAMS ÉJ James Patterson SUZANNf S DIARY FOR NICHOLAS (ekki komin út) Q Andrew Solomon NOONDAY DEMON: AN ATLAS OF ____DEPRESSION____________________ Kathleen J. Reichs og Kathy Reichs FATAL VOYAGE (ekki komin út) C) Ric Edelman ORDINARY PEOPLE, EXTRAORDIN- ARYWEALTH Bruce H. Wilkinson THE PRAYER OF JABEZ Q Linda Howard OPEN SEASON (ekki komin út) Q Lalita Tademy CANE RIVER ___________________ © Brad Schoenfeld og Carole Semple- Marzetta LOOK GRATE NAKED Metsölubækurnar á Amazon: Skrokka- bækur bækur Ótrúlega algengt er að óút- komnar bækur séu meðal 10 mest seldu bókanna á Amazon.com og á listanum hér eru þær hvorki meira né minna en þrjár. List- inn er annars fjöl- breyttur að vanda en greinilegt er á hon- um að þeir sem kaupa bækur á Net- inu eru býsna upp- teknir af skrokkn- um. Ein bókin á listan- um ætti að höfða sérstaklega til okkar hér á norðurhveli, en það er bókin Noonday Demon: An Atlas of Depression. ■ MÁNUDAGURINN ____ 2. JÚLÍ SÝNINGAR__________________________ I Ljósmyndasafni Reykjavíkur stendur Ijósmyndasýning Henri Cartier-Bresson í Grófarsal, Grófarhúsi, Tryggvagötu 15. Sýnd eru verk franska Ijósmyndarans sem nú er á tíræðisaldri. Sýningin er opin virka daga frá kl. 12-17 og um helgar ki. 13-17 og stendur til 29. júlí. I Byggðasafni Hafnarfjarðar standa yfir sýningarnar Blóðug vígaferli og Götulíf víkinganna í York . Um er að ræða tvær sýningar, annars vegar endurgerð á götu í víkingaþorpi og hins vegar sýn- ingu þar sem má sjá beinagrind og hauskúpur víkinga sem féllu í bardög- um. Sýningarnar eru opnar alla daga frá 13 til 17 og standa til 1. október. I Sjóminjasafninu í Hafnarfirði stendur handverkssýning Ásgeirs Guðbjartsson- ar. Sjóminjasafnið er opið alla daga frá kl. 13 til 17. Sýningin stendur til 22. júlí. Á efri hæð Hafnarborgar stendur Þjóð- minjasafn íslands fyrir sýningu á Ijós- myndum eftir Hans Malmberg frá því um 1950. Sýningin nefnist fsland 1951. Sýningin er opin alla daga nema þriðju- daga og henni lýkur 6. ágúst MYNPLIST_____________________________ Eggert Pétursson sýnir blómamyndir sínar galleríi i8 Klapparstíg 33. Sýningin stendur til 28. júlí. Hafliði Sævarsson sýnir í Gallerí Geysi í Hinu húsinu. Sýninguna nefnir hann Kínakrakka og sýnir hann aðallega mál- verk en einnig skúlptúra og teiknaðar skissur. Yfirlitssýning Errósafnsins stendur í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi. Fjórir listamenn sýna nú í Nýlistasafn- inu. Þeir eru Daníel Þorkell Magnús- son í Gryfju, Ómar Smári Kristinsson á palli, Karen Kirstein í forsal ogPhilip von Knorring í SÚM-sal. Sýningin List frá liðinni öld stendur yfir í Listasafni ASÍ. Á sýningunni eru önd- vegisverk úr eigu safnsins. Sýningin stendur til 12. ágúst. Svipir lands og sagna er yfirskrift sýn- ingar á verkum Ásmundar Sveinssonar í Listasafni Reykjavíkur, Ásmundar- safni. Á sýningunni eru verk sem span- na allan feril listamannsins. Safnið er opið daglega 10-16 og stendur sýningin til 10. febrúar á næsta ári. Bónstöðin TEFLONj/j GSM 821 4848 Sími 567 8730 I Lakkvörn 2. ára ending Teflonhúðun Djúphreinsun Blettanir Mössun Alþrif Opið alla virka daga 8.30-18.00 www.teflon.is • Krókhálsi 5 • Toughseal umboðið Útsalan í fullum gangi 20% aukaafsláttur! JFlott - J^öt Hlíðarsmára 17.200 Kópavogi . S 554-7300 Opið frá 10-18 virka daga 10-16 laugardaga Erum beint á móti Sparisjóði Kópavogs Z 0 J IL U1 H Feneyj atvíæringurinn: Bönn og rit- skoðun myndlist Nú stendur í Feneyjum Bíenallinn eða Tvíæringurinn sem kenndur er við borgina. Þetta er í 49. sinn sem Feneyjat- víæringurinn er haldinn en hann er talinn stærsti viðburður heims á sviði samtímalistar og má í raun líkja honum við Cann- eshátíðina í kvikmyndunum. Finnbogi Pétursson er fulltrúi íslands á Tvíæringnum í ár og sýnir þar verk sitt Diabolus. „Þessi diabolustónn hefur verið að þvælast í kringum mig síðan ég var unglingur," segir Finn- bogi um tilurð verksins. „Þetta tónbil var bannað af kaþólsku kirkjunni á miðöldum. Ástæð- urnar eru óljósar en talið var að tónninn hefði meðal annars áhrif á kynhvöt fólks og væri því runnin undan rifjum djöfulsins." Finnbogi fór fyrst til Feneyja í ágúst í fyrra. Þá var hann búinn hanna í huganum göngin sem ganga í gegnum skálann. „Þar poppaði upp hugmyndin um di- abolusinn og ég festi hana í þess- ari ferð.“ Þegar heim kom útfærði Finnbogi hugmyndina og ákvað að vera annars vegar með org- eltón sem tákn miðaldanna í göngunum og hins vegar el- ektrónískan tón sem táknar nú- tímann. Diabolustónninn verður til í samspili þessara tveggja tóna sem mynda 17 riða sveiflu. Hún veldur víbringnum í göng- unum sem hreyfir verulega við áhorfendum sem ganga inn í göngin, röddin titrar og sumum sundlar jafnvel. Þegar komið er í enda ganganna fyllir áhorfand- inn upp í þau og stoppar þar með loftflæðið úr orgelpípunni. Finn- bogi segist í verkinu fyrst og fremst vera að fást við bann og ritskoðun og notar til þess þetta FULLTRÚI ÍSLANDS Finnbogi Pétursson er fulltrúi (slands á Feneyjatvíæringnum ár. Á veggnum er líkan af íslenska skálanum 1 Feneyjum. fyrrum bannfærða tónbil. Finnbogi hefur fengist við myndlist í nærri 20 ár. Undan- farin tvö ár hefur hann tekið þátt í listamessum á vegum gallerís- ins i8. „Á þessum tveimur árum hefur meira gerst á mínum ferli en öll hin árin,“ segir Finnbogi. en þátttaka í Feneyjatvíæringn- um skiptir miklu máli því þang- að koma allir þeir sem eitthvað hafa að segja í myndlistarheim- inum. Þegar Tvíæringnum lýkur í nóvember verður verkið flutt heim og sýnt í Listasafni íslands í desember. „Ég nýti efniviðinn úr stórum verkum sem ekki selj- ast í önnur verk. Ef til þess kem- ur að setja Diabolusinn upp aftur DIABOLUS Verk Finnboga eru göng úr krossviði. Þau eru 2,5 metrar á breidd fremst, mjókka inn og eru 1/2 metri á breidd innst þar sem er orgelpípa. Innan í og undir píp- unni er hátalari sem gefur frá sér el- ektrónískan tón. Daníel Magnússon, annar aðstoðarmanna Finnboga i Fen- eyjum tók myndina. fer ég bara í Húsasmiðjuna, kaupi krossvið og smíða verkið upp á nýtt.“ steinunn@frettabladid.is íslensk skáldverk ápólsku: Bækur og rafbækur bækur Pólska forlagið Tower Press hefur keypt réttinn til útgáfu á Englum alheimsins eftir Einar Má Guðmundsson, Þar sem djöflaeyj- an rís eftir Einar Kárason og 101 Reykjavík eftir Hallgrím Helga- son í rafbókarformi en Pólverjar standa mjög framarlega í útgáfu rafbóka. Um 300 titlar eru nú fá- anlegir í netklúbbi Tower Press, www.literatura.net.pl. Þar sem djöflaeyjan rís kom út í Póllandi fyrir nokkrum árum en Englar Alheimsins og 101 Reykja- vík eru væntanlegir þar á bók. Jacek Godek þýðir allar bækurn- ar úr íslensku. ■ UTIVIST r A Heklutindi Hekla er án efa eitt frægasta fjall íslands. Hér áður fyrr trúðu menn því að þar væri að finna innganginn til helvítis og barst sú saga víða. Þrátt fyrir að nútímamenn óttist ekki púkana á Heklu þá er samt eitthvað mys- tískt við fjallið. Það sést víða að á Suðurlandi en æði oft er topp- urinn hulinn skýjum, svona eins og til að halda dulúðinni. Mig hefur lengi langað á toppinn og lét verða af því að dögunum í fylgd Útivistarfólks. Gengið var upp frá Skjólkvíum svokölluð- um, sem leið lá á hátind Heklu. Það kom mér á óvart að gangan var ekki svo erfið.Tek reyndar fram að veður var afar gott og fékk á tilfinninguna að ég sæi hálft landið. Fjallið er líka mjög spennandi, alls kyns hraun- myndanir og svo rýkur úr því! Ég mæli eindregið með göng- unni á Heklutopp, hún ætti ekki að reynast neinum ofviða sem kemst á Esjuna. Sem fyrr er gott að hafa varann á, vera með átta- vita eða ferðast með vönum aðil- um því veður eru, eins og allir vita, válynd á íslandi. Sigríður B. Tómasdóttir Hæð: Tæpir 1.500 m.y.s. Keyrslutími að Skjólkvíum: Rúmir tveir tímar frá Reykjavík. Göngutími: Um sex til átta tímar. Góð ganga fyrír þá sem em ■ sæmilegu formi

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.