Fréttablaðið - 16.07.2001, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 16.07.2001, Blaðsíða 8
FRÉTTABLAÐIÐ 16. JÚIÍ2001 MÁNUDACUR Beiðnir um nauðungar- sölur: Utlit fyrir fjölgun aðfarir Vísbendingar eru um að beiðnir um að nauðungarsólur verði fleiri í ár en í fyrra. I síðustu viku hafði fullnustudeild s ýslu- manns borist 2.351 beiðni um nauðungarsölu á fasteign en allt árið í fyrra voru beiðnirnar 2.882 talsins. Að sögn Úlfars Lúðvíks- sonar deildarstjóra fullnustudeild- ar lýkur þó fæstum beiðnum með nauðungarsölu. Það sem af er ári eru nauðungarsölur 88 talsins en voru allt árið í fyrra 187 talsins. ¦ Króatía: Hetjur eða glæpamenn? zacreb. ap. Margir Króatar eiga erfitt með að trúa því að stríðs- hetjur þeirra, séu í raun ekki ann- að en ótíndir glæpamenn. Talið er að stríðsglæpadómsstóllinn í Haag gefi út innan tíðar ákæru á hendur mönnum sem voru hers- höfðingjum í króatíska hernum í Balkanstríðunum. Þrátt fyrir að hulunni hafi enn ekki verið svipt af hverjir verða ákærðir er talið líklegast að Rahim Aemi og Ante Gotovina verði ákærðir fyrir grimmdarverk gegn Serbum sem bjuggu í Króatíu. Mikil reiði braust út þegar stríðsglæpadómsstóllinn tilkynnti um ákærurnar. „Ef ekki væri hon- EKKI GLÆPAMENN Króati heldur fána landsins á lofti í mót- mælum gegn ásökunum um stríðsglæpi Króata. um [Ademi] að þakka þá væri ég flóttamaður, en líklegra er að ég væri dáin," sagði Linda Kulis í samtali við AP-fréttastofuna. Króatíska ríkisstjórnin, sem er mikið í mun að ekki blossi upp öfgafull þjóðerniskennd líkt og gerðist í valdatíð Franjo Tudjmans, hefur fallist á framsal mannanna. Ekki er heldur annars auðið, eftir að Serbar framseldu Milosevic. Það er sem er ólíkt meðal Króata og Serba hins vegar er að stuðningur við Milosevic var orðinn sáralítill í Serbíu en fyrr- um hermenn í króatíska hernum líta á hershöfðingja sína sem göf- ugmenni. ¦ STUTT Agætis byrjun, plata Sigur Rósar, hefur selst í 200 þúsund eintök- um ytra, en ekki liggja fyrir ná- kvæmar tölur um söluna hér á landi. Platan er mikið keypt hér- lendis af erlendum ferðamönnum sem gefa hana vinum og kunningj- um. Bylgjan greindi frá. Eftirlitsmenn náttúrufræðistofu kærðu í vor tilraun til að koma í veg fyrir arnarvarp á þekktum varpstað. Lögreglustjórinn í Barða- strandarsýslu hefur haft málið til meðferðar. Sérstökum búnaði hafði verið komið fyrir til að hindra að örninn gæti sest upp en ernir eiga að njóta sérstakrar verndar þar sem stofninn er talinn i hættu. Maður hefur verið kærður en hann hefur áður komið við sögu lögreglu vegna hliðstæðs máls. RUV greindi frá. KANNABIS Ekki bara rólegt lið sem reykir hass. Rannsóknir: Tengsl kannabis og ofbeldis eituriyf Ungir menn sem neyta kannabis efna reglulega eru fimm sinnum líklegri til að beita ofbeldi en þeir sem ekki neyta efnanna segir í frétt BBC af nýrri ranna- sókn. Ástæðan fyrir þessum nið- urstöðum er fyrst og fremst sú að neytendur kannabis eru líklegri til að tengjast undirheimum eitur- lyfjasölu. Niðurstöðurnar komu fram í rannsókn ný-sjálenskra vísinda- manna sem fylgdust með 1.000 börnum frá fæðingu, 1972 eða '73 þar til þau voru 21 árs. 34% karl- manna sem neyttu kannabisefna reglulega áttu ofbeldissögu að baki en einungis 7% hinna. ¦ Skagafjörður: Nýr meirihluti sveitarstjórnarmál Framsóknar- flokkur og Skagafjarðarlisti hafa náð samkomulagi um meirihluta- samstarf í sveitarstjórn Skaga- fjarðar til loka kjörtímabilsins. í samkomulagi flokkanna felst að ráðinn verður nýr sveitarstjóri en Snorri Styrkársson hjá Skaga- fjarðarlista vildi ekki gefa upp hver yrði fyrir valinu þegar Fréttablaðið ræddi við hann, sagði einfaldlega að verið væri að skoða ákveðna kosti og gerði ráð fyrir að niðurstaða fengist á næstu dög- um. Snorri verður formaður byggðaráðs samkvæmt samkomu- laginu og Herdís Sæmundsdóttir, oddviti Framsóknar, forseti sveit- arstjórnar. ¦ „Siður að launa hjálpina" Ekki einsdæmi að flóttamenn á Islandi launi hjálparstofnunum aðstoðina, segir Anna M. Þ. Olafsdóttir. Francis Bukasa, 19 ára flóttamaður frá Kongó, gaf fyrstu útborgun sína til Hjálpar- starfs kirkjunar og RKÍ. Hann lætur vel af dvöl sinni á íslandi. Var vanur að hlaupa á grasi í mínu heima- landi, en ís- land er mun harðara undir fæti. ...........?........... FÓLK „Francis Bukasa kom hingað undir lok ársins 1999, þá 17 ára gamall, frá Kongó og var fyrsti pólitíski flóttamaðurinn sem fékk hæli á íslandi," segir Anna M. Þ. Ólafsdóttir, forstöðumaður Hjálp- arstarfs kirkjunnar, en Francis sýndi þakklæti sitt til stofnunar- innar á óvenjulegan og einstakan hátt. Hann fékk starf á dekkja- verkstæði fyrir atbeina fjöl- skyldu sem Anna kom honum í sam- band við og skipti fyrstu útborgun sinni á milli Rauða krossins og Hjálp- arstarfs kirkjunn- ar í þakklætis- skyni fyrir ýmsa aðstoð sem honum var veitt. Anna segir þetta ekki einsdæmi og nefnir annað nýlegt dæmi um mann sem kom frá Asíu og gerði það sama og Francis, en vildi ekki láta nafns síns getið. „Víða í Afríku, og þar á meðal þaðan sem ég kem tíðkast það að maður gefi sín fyrstu laun til þeir- ra sem hjálpuðu manni áður, það er siður að launa hjálpina," segir Francis. Hann lætur vel af veru sinni hér á landi. í haust ætlar hann að halda áfram námi í Iðn- skólanum í Reykjavík, en þar leggur hann meðal annars stund á íslensku, ensku, stærðfræði og tölvufræði. „Francis var hér f umsjá Rauða krossins fyrst um sinn, en fékk ekki sérstaka meðferð þrátt fyrir ungan aldur. Honum var komið fyrir í herbergi og átti svo að sjá fyrir sér," segir Anna. Hjálparstarf kirkjunnar hafi séð aumur á honum og veitt honum félagslegan stuðning, sem meðal annars fólst í því að koma hon- um í tengsl við hálf-franska fjöl- skyldu hér á landi. „Hann var al- ger einstæðingur þegar hann gt mgu 8| S?-\«¦ f,'^ «j<tp Wt/%",•.'rí'í.j"§ w% f\s*> dH c c-'fiUTflra §4zzur ný tilboðsverslun óiarli werður mx optmi þann 18. júlí 2001 m& disfr kl. 7 að morgní f$í snyr ndaf öt Miðvikudagsmarkaðurinn ieikf öne veitingastaðir f atna FRANCIS BUKASA Hann hefur starfað í Grasagarðinum ( Laugardal nú í sumar og hefur einnig verið mjög liðtækur sjálboðaliði í ungmennastarfi Rauða krossins. kom hingað en fyrir atbeina fjöl- skyldunnar, sem hann gat talað við á móðurmáli sínu, fékk hann meðal annars vinnu og komst inn í hlaupahóp." Þannig segir Anna að Francis hafi smám saman átt greiðari leið inn í íslenskt sam- félag. Francis segir að mikilvægt hafi verið fyrir hann að komast inn í hlaupahópinn, þar hafi hann strax komist í tengsl við íslend- inga. Hann tók í framhaldinu þátt í almenningshlaupum og meðal annars í miðnæturmaraþoni sl. sumar. Gæfan fylgdi honum þó ekki lengi á hlaupabrautinni. „Ég fór í uppskurð á hné í fyrra og er nýbyrjaður að geta hlaupið aftur. Ég var vanur að hlaupa á grasi í mínu heimalandi, en ísland er mun harðara undir fæti," segir Francis. matti@frettabladid.is I Ungabörn: Kjósa tónlist sem þau heyrðu í móðurkviði UNCABðRN Tónlist sem ungabörn heyrðu í móðurkviði er í uppá- haldi hjá þeim í allt að ár eftir að þau komu í heiminn eru niðurstöð- ur nýrrar breskrar rannsóknar sem greint er frá á fréttavef Reuters. Rannsóknin var um- fangslítil en dr. Alexandra La- mont, prófessor við háskólann í Leicester rannsakaði fjórtán mæður sem spiluðu ákveðna tón- list fyrir börn sín, allt frá poppi til reggí til klassískrar tónlistar í að minnsta kosti þrjá mánuði af með- göngutímanum. Þegar þau voru eins árs gömul var hæfileiki barn- anna til að þekkja ákveðna tónlist skoðaður. „011 börnin kusu heldur tónlistina sem þau þekktu heldur en tónlist sem þau höfðu ekki heyrt áður." Að sögn Lamonts heyrir fóstur hljóð að utan frá og með viku 20. Á tímabilinu frá fæðingu þar til börnin urðu eins árs var tónlistin ekki spiluð fyrir þau og er þetta í fyrsta skipti sem í ljós kemur að börn muna lengur en einn til tvo mánuði. Lamont leggur áherslu á að rannsóknin sýni ekki hvort að tónlist hafi áhrif á greind barn- anna. Hún hyggst næst beina I UNCABÖRN ERU TÓNELSK Langtlmaminni smábarna er meira en áður hefur verið talið. sjónum að því hvort að tónlistin sem spiluð er í móðurkviði hafi áhrif á tónlistarsmekk barnanna þegar þau verða eldri. ¦

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.