Fréttablaðið - 16.07.2001, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 16.07.2001, Blaðsíða 11
MÁNUDAGUR 16. júlí 2001 FRÉTTABLAÐIÐ 11 Morð aðskilnaðarsinna: Spánverjar syrgja madrid.ap. Spánverjar syrgðu í gær morð á stjórnmálamanni og lög- reglumanni sem talið er að aðskiln- aðarhreyfing Baska, ETA, standi fyrir. Jose Javier Mugica, liðsmað- ur Samtaka alþýðunnar í Navarr, lést í bílsprengju í bænum Leiza á Norður-Spáni á föstudagskvöld. Sprengjan sprakk er hann ræsti bíl sinn og horfðu kona hans og börn á bílinn brenna til ösku. Tíu klukku- stundum síðar var yfirmaður rann- sóknardeildar lögreglunnar í Guipuzcoa héraði í Baskalandi skotinn til bana í bíl sínum í bænum Leaburu. Einungis 20 km eru á milli bæjanna og telur lögregla að sama sveitin hafi framið hryðjuverkin. ¦ A PAMPLOMA TORCI Fjöldi manns safnaðist saman til að mót- mæla síðustu hryðjuverkum ETA. Leiðtogafundur á Indlandi: Heidarlegar og upp- byggilegar viðræður agra. ap. Leiðtogar Indlands og Pakistan ræddu kjarnorkuvopn, átökin í Kasmír og verslunarfrelsi á „heiðarlegan og uppbyggilegan" hátt í sínum fyrstu viðræðum í tvö ár í gær. Þeir Perves Musharraf, forseti Pakistan og Atal Bihari Vajpayee, forsætisráðherra Ind- lands, héldu viðræðunum áfram í gærkvöldi og munu einnig ræðast við í dag. Þrátt fyrir viðræðurnar kom til átaka á milli liðsveita Indverja og Pakistana við landamæri Kasmír sem lengi hefur verið deilt um. Enginn særðist að því er talið er. Vajpayee þáði boð Musharra til Islamabad, höfuðborgar Pakistan. ¦ kr. 8,800 Útboð í Sóltún: Misvísandi ummæli öldrunarpjónusta „Það er mjög misvísandi þegar Ingibjörg Pálmadóttir segir að öllum hafi verið heimilt að bjóða í reksturinn á sínum tíma", segir Ögmundur Jónasson, þing- maður Vinstri- hreyfingarinnar, um ummæli fyrr- um heilbrigðis- ráðherra í nýlegu viðtali þar sem hún ver þá ákvörðun að semja við Öldung hf. um rekstur öldrunarheimilis- ins Sóltúns. „Það var gagn- rýnt hvernig staðið var að útboð- inu og samið við Öldung um rekst- LÉTT YFIR LEIÐTOGUM Pervez Musharraf og Atal Bihari Vajpayee virtust mjög afslappaðir þegar þeir hittust í gær. kr. 9.500 riíiMátolBíBfljl. ÖGMUNDUR JÓNASSON Ekkert annað rétt- lætanlegt en að rifta samningnum við Öldung urinn. Ríkisendurskoðun vildi láta bjóða aftur í verkið eftir að tilboð- unum í úfboðinu var öllum hafn- að." Ögmundur segir þó alvar- legra að tilboði Hrafnistu um að byggja við og samnýta grunnþjón- ustu Hrafnistu skyldi hafnað. Það segir hann að hefði verið mun hagkvæmari kostur fyrir skatt- greiðendur heldur en að semja við Oldung. Heilbrigðisráðuneytið hefði úrskurðað að ekki mætti bjóða það fram öðru vísi en sem sjálfstæða einingu. Því hefði nið- urstaðan orðið sú að hlutafélag fengi greidda hærri þóknun en óðrum stofnunum. Þar segir hann ekki nægja að vísa til þess að á Sóltúni skuli vista veikasta fólkið sökum þess að í samningnum er kveðið á um að greiðslur hækki fyrir veikari sjúklinga. ¦ - V rétfevttðikríHM íiJiiJJjjJj'íjlíji'ÍJJJÍi: Smí Jshuí 6 210 Garðabæ Sliiii itU MI4D lax hU bím Útboð í Sóltún: Staða okkar alltaf ljós öldrunarþjónusta „Ástæða þess að við buðum ekki í rekstur Sól- túns var sú að ákvæði í útboðinu gerðu það að verkum að við gátum ekki boðið í reksturinn á okkar forsendum", segir Sveinn H. Skúlason, forstjóri Hrafnistu, sem furðar sig á ummælum Ingi- bjargar Pálmadóttur, fyrrum heil- brigðisráðherra, í viðtali í Árbók Akurnesinga að það hafi komið henni á óvart að stofnanir á borð við Hrafnistu hafi ekki boðið í reksturinn. Sveinn segir að vegna þess að meðal þátttakenda í útboðinu hafi verið hlutafélög sem starfa á öðr- um grundvelli en Hrafnista hafi verið sett inn ákvæði sem gerðu það að verkum að Hrafnista hefði þurft að stofna sérstakt félag um rekstur nýja öldrunarheimilisins. Þá hefði einnig reynst ókleift að samnýta með hagkvæmum hætti þá stoðþjónustu sem væri fyrir. Þess í stað hefði þurft að kaupa alla slíka þjónustu á kostnaðar- verði og greina sundur allan kostnað við reksturinn. Það hafi SVEINN H. SKÚLASON Á sama tlma og ríkið sameinar spítala og hagræðir gerðu útboðsreglur öðrum aðil- um erfiðara fyrir að.gera það sama. gert það að verkum að Hrafnista hefði ekki náð fram þeirri hag- ræðingu sem stjórnendur hennar vonuðust eftir og því ekki reynst fýsilegur kostur að bjóða í rekst- urinn. ¦ Kynning á tillögum að matsáætlun fyrir Urriðafossvirkjun og Núpsvirkjun Landsvirkjun undirbýr nú tvær nýjar virkjanir í neðri hluta Þjórsár. Virkjanirnar hafa fengið vinnuheitin Núpsvirkjun og Urriðafossvirkjun. Landsvirkjun mun kynna fyrirhugaðar framkvæmdir ásamt tillögu að matsáætlun með opnu húsi á eftirtöldum stöðum: í Árnesi í Gnúpverjahreppi, þriðjudaginn 17. júlí kl. 16 - 22, að Laugalandi í Holta- og Landsveit, miðvikudaginn 18. júlí kl. 16 - 22 og í kjallara húss Landsvirkjunar, Háaleitisbraut 68, Reykjavík, fimmtudaginn 19. júlí kl. 14 - 20. Landsvirkjun hvetur alla, sem áhuga hafa, til að mæta og kynna sér þessi málefni. Áhugasamir geta einnig kynnt sér drög að tillögum að matsáætlun á heimasíðu Landsvirkjunarw»«ltóí§ Einnig er hægt að hafa samband við bókasafn Landsvirkjunar í síma 515-9000 og fá skýrsluna senda gegn 1000 kr. gjaldi.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.