Fréttablaðið - 16.07.2001, Blaðsíða 12
12
FRETTABLAÐIÐ
16. júlí 2001 MÁNUDAGUR
H-
Sigur fyrir Bush:
Eldflaugatilraun
vel heppnuð
washincton, MOSKVA. ap. Fyrsta til-
raun ríkisstjórnar Georgs W.
Bush, Bandaríkjaforseta, á tækni
fyrirhugaðs eldflaugavarnarkerf-
is tókst mjög vel og er vatn á
myllu forsetans og stuðnings-
manna hans.
„Samkvæmt upplýsingum sem
við höfum fengið gekk allt upp,"
sagði Ronald Kadish, hershöfð-
ingi í flughernum og yfirmaður
eldflaugavarnaráætlunarinnar í
Pentagon.
Tilraunin var byggð á tækni
sem á að verða grundvöllur eld-
flaugavarnakerfis Bandaríkja-
stjórnar. Tæknin kallast „skotið-
til-að-drepa" [hit-to-kill]. Varnar-
eldflaugin eyðir sprengihleðslu
árásareldflaugarinar þegar sú
fyrri rekst á þá síðarnefndu.
Þetta er í fjórða sinn sem til-
raun af þessu tagi er gerð. Tvær
af hinum fyrri misheppnuðust en
ein tókst vel. Blaðamenn fengu að
fylgjast með skotinu af fréttaskjá
ELDFLAUG SKOTIÐ A LOFT
Óvopnaðri eldflaug, Minuteman II, var skotið frá herstöð flughersins, Vandenberg í Kali-
forníu. Öðru flugskeyti var skotið frá Kyrrahafseyju til að eyða hinu fyrra. Þetta er fyrsta til-
raun ríkisstjómar Bush.
en gríðarlegur ljósglampi sást sprungu í rúmlega 200 metra hæð
þegar flaugarnar skullu saman og fyrir utan gufuhvolf jarðar. ¦
Nígería:
SS-bolur í
Iga Okpaya
afskekkt Baldur Steinn Helgason, fs-
lendingur sem verið hefur við hjálp-
arstarf í Nígeríu bjóst ekki við því að
rekast á margt sem minnti á heima-
slóðir þar sem hann var á ferðalagi
um afskekkta bændaþorpið Iga Okpa-
ya í Idoma-héraði, sem er í miðju
landinu. Hann taldi því við hæfi að
festa það á filmu þegar hann rakst á
barn í bol sem á stendur „íslendingar
borða SS-pylsur." Héraðið, sem geng-
ur einnig undir nafninu „matarkarfa
Nígeríu," er mjög frjósamt og byggja
flestir íbúar afkomu sína á frumstæð-
um landbúnaði. Baldur segir vélar og
dráttardýr sjaldgæf, menn plægi
Knattspyrnumenn framtíðar
800 ungir knattspyrnumenn öttu kappi á Akranesi um helgina.
lqttómót Skagamenn fengu marga
gesti um helgina þegar þangað lögðu
leið sína 800 ungir knattspyrnumenn
ásamt þjálfurum sínum, foreldrum,
systkinum og öðrum vandamönnum.
Má ætla að á þriðja þúsund aðkomu-
manna hafi verið í bænum um helg-
ina. Erindið var að taka þátt í knatt-
spyrnumóti 7. flokks - Lottó/Búnaðar-
bankamótinu - en þar eru keppendur
8 ára og yngri. I flestum liðunum
kepptu eingöngu drengir en nokkrar
stúlkur tóku þátt, t.d. keppti ein stúl-
ka með a- liði Þróttar og önnur með d-
liði heimamanna í ÍA.
16 félög sendu lið til keppni. Hald-
MARK
Lið Breiðabliks voru sigursæl á Lottó/búnaðarbankamótinu.
Hér hafa Blikar skorað í mark Fjölnís.
in voru tvö mót, hraðmót, sem fram
fór á föstudegi, og aðalmót, þar sem
leikið var í riðlum og síðan keppt til
úrslita. Keppt var í fjórum styrk-
leikaflokkum, A,B,C og D. Elstu
drengirnir voru margir á sínu þriðja
Lottómóti.
Leikgleðin og baráttuandinn var
ósvikinn hjá strákunum. Þeir sem eru
búnir að æfa lengst hafa náð góðum
tökum á íþróttinni, þekkja stöðurnar
sínar og sýna oft góðan leikskilning
og glæsileg tilþrif. Hinir yngri, sem
eru að stíga sín fyrstu spor, skemmtu
áhorfendum einnig vel með ódrep-
andi baráttuanda og leikgleði, sem
birtist stundum í því að bæði lið fyl-
gdu boltanum eins og fiskitorfa hvert
sem hann barst um völlinn.
Það var leikin drengileg knatt-
spyrna á Skaganum um helgina og
lögð mikil áhersla á prúðmennsku og
heiðarlegan leik. Það birtist m.a í því
að glæsilegasti verðlaunagripur
mótsins féll prúðasta liðinu í skaut.
Veldu
FordTransit
Sendibíl ársins 2001
Annað árið í röð skarar hann framúr í sínum flokki
FordTransit er
sterkbyggöur meö
einstaka flutnings-
og buröargetu.
í FordTransit
sameinast rúmlega
35 ára þekking og
reynsla á hönnun
sendibíla.
FordTransit er
glæsilegur og gott
útsýni um stórar
rúöur gerir aksturinn
mun þægilegri og
öruggari. Komdu og
sjáöu hversu gott þú
getur haft þaö
viö aksturinn.
Nýtt og glæsilegt útlit
Framdrif með spólvörn
Lægri viöhaldskostnaöur
Nýjar dísel vélar
Meira og þægilegra hleðslurými
S&ct
www.brimborg.is
HRAÐMÓT: AÐALMÓT:
A-LIÐ: A-LIÐ
l.HK l.FH.
2. Breiðablik. 2. Fylkir.
3. ÍA 3. valur.
B-LIÐ B-LIÐ
1. Breiðablikl 1. Breiðablik
2. Fjölnir. 2. Fylkir
3. Breiðablik 2. 3. lA
C-LIO C-LIÐ
1. Víkingur 1. Víkingur
2. Breiðablikl 2. lA.
3. Grótta 2 3. (BV
D-LIÐ D-LIÐ
1. Breiðablik 1. Breiðablik
2. Ial 2. IBV
3. (BV 3. ÍAl
Að þessu sinni voru það keppendur
Leiknis í Breiðholti, sem hlutu þann
heiður. í mótslok fengu allir keppend-
urnir 800 verðlaunapening en sigurlið
í hverjum riðli fengu einnig bikara. ¦
NESTISTfMI
Skagamenn sáu keppendum fyrir mat og
gistingu í grunnskólum og iþróttamiðstöð
bæjarins og héldu þeim grillveislu á laug-
ardagskvöld. Milli leikja snæddu keppend-
ur nesti sem foreldrar og fararstjórar út-
bjuggu. Hér fá Þróttarar sér í svanginn eftir
leiki laugardagsins.
FRAMTÍÐ ÁÆTLUNARFLUGS f ÓVISSU
Ekkert áætlunarflug var til Patreksfjarðar í vetur en í maí var það hafið að nýju. Flugfélagið
Jórvík hefur sinnt þessu flugi sem einnig þjónar nærsveitum Patreksfjarðar auk þess sem
talsverð frakt hefur verið flutt með áætlunarfluginu.
Flogið áfram
í leiguflugi
Ekki verður unnt að halda uppi áætlunarflugi til
Patreksfjarðar næstu vikur meðan flugturninum
þar verður lokað vegna sumarleyfa. Forráða-
menn flugfélagsins Jórvíkur eru ósáttir við þetta
en hyggjast þjóna Patreksfirðingum og nærsveita-
mönnum með leiguflugi.
I
FLUCSAMCðNCUR í dag verður flug-
turninn á flugvellinum á Patreks-
firði lokað og verður hann lokaður
fram í ágúst. Þetta er gert í sparnað-
arskyni vegna sumarleyfa starfs-
manns flugvallarins og hefur í för
með sér að ekki er hægt að fljúga
áætlunarflug til Patreksfjarðar.
Flugfélagið Jórvík er eina flugfé-
lagið sem sinnt hefur þessu áætlun-
arflugi um skeið en flogið hefur ver-
ið þangað sex daga í viku. Ákvörðun
flugmálastjórnar kom flatt upp á
forráðamenn flugfélagsins en þeim
er nú bent á flugvöllinn á Bíldudal.
Heimir Már Pétursson upplýs-
ingafulltrúi flugmálastjórnar segir
að öllum flugvallaumdæmum hafi
verið gert að spara á þessu ári. Tekj-
ur flugvalla ráðist af umferð en hún
hefur minnkað verulega á Vestfjörð-
um. „Það er hægt að fljúga leiguflug
I