Fréttablaðið - 16.07.2001, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 16.07.2001, Blaðsíða 22
HRAÐSOÐIÐ GfSLI S. EINARSSON alþingismaður Málið snýst um virðingu Alþingis HVERSVEGNAéskarþúeftir stjórnsýsluúttekt á byggingamefnd Þjóðleik- hússins? Ég hafði ekki gert mér grein fyrir því að Árni Johnsen væri forraaður í byggingarnefnd um leið og hann tek- ur ákvarðanir um f járveitingar til Þjóðleikhússins sem samnefndar- maður minn í fjárveitingarnefnd. Þetta finnst mér óeðlilegt og sömu- leiðis er ljóst af fjölmiðlafréttum að starfshættir nefndarinnar hafa ekki verið í samræmi við góða stjórn- sýsluhætti. Það er í hæsta máta sér- kennilegt að pólitískt kjörinn for- maður byggingarnefndar geri allt í senn, semji við verktaka, samþykki reikninga og sjái um að sækja efni til verka við viðhald og byggingar. H VAÐ veldur þvi að þú snýrð þér til forseta Alþingis en ekki til ríkisendurskoðun- ar? Þetta mál snýst fyrst og fremst um virðingu Alþingis og forseti þings á að gæta hennar. Ríkisendurskoðun heyrir undir þingið og forsetann og best fer á því að það sé á hendi for- seta að sjá svo um að þetta mál verði hreinsað og klárað skjótt og vel. tiVtKlMHj getur sá misskilningur komið upp að vörur pantaðar vegna leik- munageymslu Þjóðleikhússins eigi að senda til Árna Johnsen í Vestmannaeyjum? Ég leiði engum getum að því hvernig þetta mál er vaxið. Ég hef aðeins far- ið fram á að gerð verði bókhalds- og stjórnsýsluúttekt á f járveitingu til Þjóðleikhússins til nýframkvæmda og viðhalds vegna yfirstandandi fjár- lagaárs og liðinna ára frá skipun starfandi bygginganefndar. Ég hef óskað eftir því að gerð verði grein fyrir útboðum, eftirliti, verkisamn- ingum, fundargerðum bygginga- .-• nefndar Þjóðleikhússins og áritun . reikninga vegna ráðstöfunar þeirra fjármuna eftir verknúmerum og heitum á hverju verki fyrir sig. Það er best að bíða með allar ályktanir þangað til niðurstaða úttektar liggur fyrir. Gísli S. Einar''. in er alþingismaður Samfylking- arinnar á Ve .landi, og situr m.a. í fjárlaga- nefnd ásamt / i i Johnsen. 22 FRÉTTABLAÐIÐ 16. 'úlí 2001 MÁNUDAGUR Bandaríkin: Þyrst kameldýr roseville. michican. ap. Clyde, er 10 ára gamalt kameldýr sem þykir gott að svala þorsta sínum með ísköldum gosdrykk á heitum sum- ardegi. Eigandi Clyde er Robert Wilson, eigandi kameldýraleigunn- ar Wilson Camel, en auk þess á hann smáhestaleigu og dýragarð í Vincennes í Indiana. Kameldýra- leigan er vinsæl á meðal forvitinna ferðamanna, sem finnst spennandi að prófa að setjast á bak slfkra dýra. Að sögn Wilsori drekkur Clyde 6 til 12 gosdósir á degi hverj- um til að kæla sig niður í hitanum. ¦ STURTAR f SIG GOSI Clyde faer sér sopa I drykkjarpásu, hvíldinni feginn eftir lýjandi leiðangur með ferða- Fjölskylda táningsdrengs kærir Goca-Cola fyrirtækið: Fékk kók-sjálfsala yfir sig og lést réttarmAl. Kanadísk fjölskylda sem missti son sinn þegar hann *¦ fékk kók-sjálfsala yfir sig, hefur kært Coca Cola fyrirtækið auk fleiri fyrirtækja, fyrir vítavert kæruleysi og fer fram á um 700 milljónir króna í skaða- bætur. Atburðurinn átti sér stað þegar drengurinn, hinn 19 ára gamli Kevin Mackle, sem var nemi við Bishop'háskólann í Quebec, reyndi að hrista sjálfsalann í skólanum til þess að losa um kókdós, þegar 450 ' kílóa þungur sjálfsalinn féll niður á hann og kramdi hann til bana. Atvikið átti sér stað sér stað í desember árið 1998. í skýrslu frá líkskoðaranum í Quebec kemur fram að um slys hafi verið að ræða. Mælt er með því að settir séu viðvörunarmiðar á sjálfsala auk þess sem setja þurfi upp búnað sem tryggir að ekki sé hægt að hrista gosdósir lausar. 35 manns hafa kramist í BNA frá árinu 1978 eftir að hafa fengið gossjálfsala ofan á sig. ¦ FRÉTTIR AF FÓLKI Margir hafa velt því fyrir hvernig Árni Johnsen al- þingismaður hyggist nota grill- skálann sem hann er nú að byggja við setur sitt á Höfðabóli í Vest- manneyjum. Leg- ið hefur á að viða skálann meðal annars vegna þess að hann hef- ur boðið með- nefndarmönnum sínum í fjár- laganefnd að heimsækja sig í vikunni. Fjárlaganefndarmenn kunna að gera sér glaðan dag þegar svo ber undir og ekki er að efa að stórkostlegar móttökur voru í vændum á Höfðabóli. Spurningin er hins vegar hvort fjárlaganefndarmenn hafa mik- inn áhuga á að Iáta mynda sig í „leikmundadeild Þjóðleikhússins í Vestmanneyjum", eins og grill- skálinn er kallaður um þessar mundir, eftir það sem á hefur gengið í f jölmiðlum. Hvorki formaður né varafor- maður fjárlaganefndar munu hafa vitað að Árni Johnsen væri formaður bygg- ingarnefndar Þjóðleikhússins. Bæði Ólafur örn Haraldsson for- maður nefndar- innar og Einar Oddur Kristjáns- son varaformaður virðast hafa litið svo á að búið væri að leggja nefndina niður eftir að breyting- um á sal Þjóðleikhússins lauk. Komið hefur fram að ekki var bætt við manni í nefndina eftir að fækkaði um einn í henni, en engu að síður munu nefndar- mönnum hafa verið ákveðin laun fyrir skömmu. Eins og fram héfur komið af hálfu þingmannsins sjálfs hefur Árni Johnsen mörg járn í eldinum. Hann er m.a. formaður Grænlandssjóðs sem styrkir ýmis samstarfsverkefni milli Grænlendinga og íslendinga. Fram hafa komið ábendingar um að þörf kunni að vera á því að kanna einnig bókhald- og f jár- sokkabmm myndbönd snyrf nýtilboðsverslun verður opnuðþann 18. júlí 2001 ki. 7 aö .morgni *miðar skráutll erti mat öt Míðvikudagsmarkaðurinn leikf öng veitingastaðír fatna Ekki hafa áhyggjur George Harrison virðist taka þeim áföllum sem á honum dynja í líf- inu með stóískri ró, enda sagður hafa góð tök á sálarlífi sínu harrison „Kæru vinir og aðdá- endur, George Harrison vill að fólki verði gert ljóst að honum líður vel, er ekki á spítala og þykir miður ef f jölmiðlaumf jöll- unin hef ur valdið fólki óþægind- um. Ekki hafa áhyggjur," segir á heimasíðu Bítilsins George Harrison. Hann lauk nýlega geislameðferð vegna heilaæxlis og segja talsmenn sjúkrahúss- ins, Oncology Institute í Sviss, þar sem meðferðin fór fram „ár- angursrfkri meðferð hans lauk fyrir mánuði og við sjáum ekki ástæðu til að halda henni áfram eða endurtaka hana." Þetta er í þriðja sinn síðan 1998 að krabba- mein greinist hjá Harrison, sem er fyrrum reykingamaður. Hann fékk geilsameðferð vegna æxlis í hálsi 1998 og var litið svo á að með því hefði verið komist fyrir meinið. Fyrr á þessu ári varð Harrison síðan að gangast undir skurðaðgerð í Minnesota, til að fjarlægja æxli úr lungum. Þó sú aðgerð hafi gengið vel og fréttir verið gefnar út um „frábæran bata" eftir hana, er samt sem áður ekki undarlegt að aðdáend- ur Harrisons séu órólegir nú þegar vágesturinn knýr dyra í þriðja sinn. Hinsvegar virðist hann sjálfur vera í jafnvægi, en það er haft eftir þeim sem til hans þekkja að „háttvísi hans og það hvernig hann hefur náð að glíma við sálarlíf sitt, sé nokkuð sem meta skuli að verðleikum. GEORCE HARRISSON Hann hefur tengst fleiru en tónlist um ævina og má þar nefna aðild hans að mynd Monthy Python-hópsins, „Life of Brian". inkonu sinni í Toscana á ítalíu, Hinn hljóðláti Bítill virðist hafa mjög góð tök á þessum þætti lífs síns." Ekki vanþörf á því, til dæmis mörgum er í fersku minni þegar brotist var inn á heimili hans í Englandi 1999 og hann stunginn fjórum sinnum í brjóstkassann. Hinn 58 ára gamli Harrison býr nú með eig- og lifir ekki eingöngu í efnis- heiminum (samanber heiti plötu hans frá 1973 „Living in the ma- terial world") heldur hefur til að mynda látið sig varða hugsjónir á borð við umhverfismál og fleira. Biyndis@frettabladid.is reiður þess sjóðs sem þingmað- urinn virðist, að því er heimild- armenn staðhæfa, hafa farið með sem einkamál sitt. Kristinn Þ. Geirsson fram- kvæmdastjóri Goða er ekki vinsælasti maðurinn í bændastétt um þessar mundir. Hann hefur þegar selt kjötvinnslu Goða til KEA, og neitar að reka sláturhús fyrirtækisins á mörgum stöðum á landinu. í viðtali við Morgun- blaðið sl. laugardag segir hann að mikil hagræðingartækifæri séu í greininni en svo hart sé spyrnt á móti óllum hugmyndum um slíkt að allt sé sett í fullkom- in þrot heldur en að gera það sem augljóslega er þörf á, t.d. að stækka sauðf járbú og fækka slát- urshúsum. Menn hefðu hins vegar átt að vera búnir að sjá þetta fyrir löngu, menn hafa bara neitað að horfast í augu við vandann. Það er að vísu búið að afnema laga- skylduna að greiða bændum fyr- ir dilka að hausti en menn hafa haldið áfram að keyra eftir gamla kerfinuog ég á erfitt með að skilja það. Ég sé að vísu ákveðin rök í því: menn gera það sem þeir eru minnst skammaðir fyrir. Og ég met það þannig að í þessum geira hafi menn verið minna skammaðir fyrir að tapa peningum en að skaffa ekki nógu vel fyrir bændur." ÍK ^*£**%t- KEPPA Embættismenn fylgjast með því að allt fari vel fram. Malasía: Andasund KUAIA lumpur 80.000 gular og rauðar gúmmíendur sigldu niður Gombak ánna í Kúala Lumpur í Malasíu í gær. Um var að ræða hið árlegt 1,5 km. kappsund gúmmí- anda í góðgerðaskyni. Þátttakend- ur kaupa önd fyrir tæplega 500 ísl. kr. Eigandi sigurandarinnar fékk 27 þúsund í verðlaun ¦ „Gulli! Tókstu fiskana aftur með þéríbaoið?" ÞRUÐA %mM. I Á

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.