Fréttablaðið - 16.07.2001, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 16.07.2001, Blaðsíða 6
SPURNING DACSINS Þarf fólk að vinna mikið til að lifa sómasamlegu lífi? Já. Fyrir meðaljóninn er það ekki nóg að vinna átta stundir á dag til að tryggja sér lágmarkslífsgæði. Hann þarf að afla sér aukatekna niðri á bryggju. Til dæmis við löndun. Mín reynsla er bara sú að maður skrimtir með því að vera ekki með bil, ekki með Stöð 2, ekki með hitt og ekki með þetta. Það er talað um að fólk sé orðið gráðugt i lífsgæði en það er ekki mín reynsla af fólki i kringum mig. Hetena Bragadóttir Hún er húsmóðir og gengilbeina. FRETTABLAÐIÐ 16. júlf 2001 MÁNUPAGUR DREKAR Á LOFT Italska liðið býr sig undir að koma flug- drekunum sínum á loft. Líbanon: Flugdreka -hátíð beirut. ap. Mikil flugdrekahátíð stendur nú yfir í Líbanon. Flug- drekaáhugamenn hvaðanæva að flykkjast á hátíðina og listamenn frá Kanada, Frakklandi, Spáni, Þýskalandi, Indlandi og Sviss taka þátt í hátíðinni sem stendur í sjö daga. Sjá mátti flugdreka af öllum stærðum og gerðum í Beirút um helgina en atburðir sem tengjast hátíðinni fara fram víða um Lí- banon. ¦ I ERLENT I Vaclav Havel, Tékklandsfor- seti, hélt til Portúgal á laug- arda þar sem hann mun dvelja í þrjár vikur sér til heilsubótar. Með í för er eiginkona Havels, Dagmar, svo og læknir og hjúkr- unarfræðingur. Martin Krafl, talsmaður forsetans, sagði þau hjón myndu dvelja í eigin húsi við stróndina, en læknar hafa ráðlagt Havel að dvelja í Portú- gal vegna loftslagsins þar. Havel hefur átt við veikindi að stríða, en þriðjungur lunga hans var fjarlægður vegna krabba- meinsæxlis í desember 1996. Ráðstefna vísindamanna í Hollandi: Saga jarðarinnar á hverfanda hveli visiNDi Heimildir um sögu jarð- arinnar eru á hraðri leið inn í ei- lífðina. Þetta er ein helsta niður- staða ráðstefnu sem haldin var í Amsterdam í sl. viku. Þar komu fram miklar áhyggjur vísinda- manna af þeirri hröðun sem orð- ið hefur á undanhaldi náttúru- fyrirbæra, svo sem jökla, gam- alla regnskóga og kóralrifa. Hækkandi hiti bræðir jöklana og eyðileggur kóralrifin og afdrif regnskóganna eru flestum kunn. Sem dæmi hafa vísindamenn hingað til getað gengið að því vísu að hægt sé að bora í jöklana til að fá mikilvægar upplýsingar, en nú fer hver að verða síðastur. „Þetta er eins og horfa á allt sögusafnið brenna niður. Við eig- um einungis nokkra góða áratugi eftir," segir Thomas F. Peterson, frá British Columbia-háskóla í Kanadá. Flestir tóku undir að vísindamenn þyrftu nú að fara að líta svo á að þeir væru að vinna undir tímapressu. ¦ MONSOON A INDLANDI Rannsóknir á kóralrifum á Indlandshafi hafa meðal annars aukið skilning manna á flóðum sem kosta mannslíf árlega. Samskip: Greiði upp- sagnafrest vinnulaunamál Samskipum hefur verið gert að greiða fyrrum starfs- manni 750.000 kr. í vangoldin laun auk dráttarvaxta. Maðurinn hafði starfað sem stýrimaður á Mælifelli þegar honum var sagt upp störfum með mánaðar fyrirvara. Hann taldi sig fastráðinn og því eiga rétt á þriggja mánaða uppsagnarfresti. Yfirmenn hans sögðu hann hins vegar hafa verið ráðinn sem afleys- ingamann. Þar sem enginn ráðning- arsamningur var gerður þar sem komu fram frávik frá kjarasamn- ingum dæmdi Héraðsdómur Reykjavíkur manninum í vil. ¦ íslenskunám á hjara veraldar Um 500 nemendur frá yfir 70 þjóðlöndum stunda nú nám í íslensku vítt og breitt um borgina. Kennararnir 23 kenna myrkranna á milli síglöðum og þakklátum nemendum. Námsefhið þróað af leiðbeinendum og nýtist í íjarkennslu. islenskunAm Ferðin hófst hinu megin á jarðkringlunni og endaði í íslenskukennslu í skólastofum Austurbæjarskóla. „Ég kem frá Ástralíu, nánar tiltekið Sydney, og kom hingað með mömmu en hún er íslensk," sagði Claire Dennisdóttir sem nú hefur dvalist í móðurlandinu um tveggja mánaða skeið. Claire er ein af um 500 nemendum frá um 70 þjóðlöndum sem stunda nám í íslensku á vegum Fræðslumið- stóðvar Reykjavíkur, Náms- flokka Reykjavíkur, Félagsþjón- ustunnar í Reykjavík og Iþrótta- og tómstundarráðs Reykjavíkur. Kennslan fer fram í Austurbæj- arskóla, í Miðbæjarskóla og í Mjódd og mun færri komast að en vilja þar sem allt kennslurými er fullnýtt og fjöldi einstaklinga er á biðlista. „Ég kom hingað til íslands með kærastanum mínum og ákvað að skella mér í smá ís- lenskunám," sagði Rosalind Fowler sem hefur nú stundað námið í um tvær vikur. Rosalind er frá Mið-Englandi og hefur stundað nám í ljósmyndun í Barcelona á Spáni undanfarið en ákvað nú að kýla á það, skella sér til íslands og læra fornmál vík- inganna. „Fólk á íslandi er ákaflega vinalegt og það kann mjög vel við það þegar við reynum að tjá okkur á íslensku," segja dömurn- ar í einum kór og brosa. Þær segja að þegar svo ber við að þær mismæli sig eða segja eitt- hvað orð vitlaus séu þeir sem hafa betra vald á tungunni ófeimnir við það að leiðrétta þær kurteisislega. En hvernig kunna þær við þær kennsluaðferðirnar sem boðið er upp á í Austurbæjar- skóla? „Mjög vel. Þarna er lögð mikil áhersla á málfræði sem nýtist manni vel þegar við erum að æfa Islensk Auðlind L æ k j a r t o r g i Hafnarstræti 2C 101 Reykjauik Blóma-og gjafavöruverslun Vorum að fá á söluskrá okkar glæsilega blóma-og gjafavöruverslun sem rekin er í öflugu úthverfi Reykjavíkur. Fyrirtækið er með góða viðskiptavild. Fatahreinsun Erum með í sölumeðferð öfluga fatahreinsun sem rekin er í eigin húsnæði. Fyrirtæk- ið er vel tækjum og búnaði búið og með fína viðskiptavild. Matvælaframleiðslufyrirtæki Vorum að fá á söluskrá okkar öflugt matvælaframleiðslufyrirtæki sem sérhæfir sig m.a. í sallatgerd ásamt öðru. Fyrirtækið er vél rekið og með fína viðskiptavild. Vegna mikillar sölu undarnfarió vantar okkur allar gerðir af fyrirtækjum á skrá. Erum með mjög öfluga og trausta kaupendur sem leita af ákveðnum fyrirtækjum til kaups. Fyrirtækjasala I Fasteignasala I Leigumiðlun I Lögfræðíþjónusta HAMINGJUSAMUR HÓPUR Blaðamaður Fréttablaðsins fékk að setjast niður með hópnum og hlusta á kennslu- snældur á íslensku. Hópurinn sýndi síðan kennaranum í verki hve vel hefði til tekist að skilja það sem fór fram á hljóðsnæld- unni. Ljóst er að þarna eru á ferð miklir ís- lenskuspekingar sem landi og þjóð er auður i að hafa fengið til sín. okkur í því að tala," sagði Rosa- lind og Claire bendir undirrituð- um á það að henni skiljist að námsefnið sé eitthvað breytilegt eftir því hvaða kennari á í hlut. „Ætli kehnararnir fikri sig ekki svolítið áfram og finni hvað það er sem hentar hverjum og einum hópi best. Það sem okkur er kennt hefur þegar gefið góða raun," sagði Claire. omarr@frettabladid.is MENNTUN ER LÍFIÐ SJÁLFT Þær stöllur Rosalind og Claire eru mjög ánægðar með islenskukennsluna sem þær fá og segja að Reykvíkingar og nærsveitarmenn taki þeim vel þegar þær tali íslensku; að þeir séu alveg ófeimnir við að leiðrétta þær kurteisislega. Austurríki: 20 slasast í lestarslysi vín. ap. Tuttugu manns slösuðust, þar af fjórir alvarlega, í lestar- slysi sem varð u.þ.b. tíu kílómetr- um vestur af Vín í Austurríki á laugardag. Lestarnar voru að koma hvor úr sinni áttinni inn á lestarstöðina þegar þær skullu saman. Hugsanlegt er talið að annar lestarstjóranna hafi hunsað rautt ljós en það fékkst ekki stað- fest. Lestarnar voru á 20-30 kíló- metra hraða þegar slysið varð en farþegar voru enn að leita að sæt- um og slósuðust verr fyrir vikið. Miklar tafir urðu á lestarsam- göngum vegna slyssins. ¦ ÁREKSTUR Lestirnar skullu saman í bænum Ptirkers- dorf, vestur af Vínarborg. ERLENT Eftir hundrað ár verður þriðji hver Dani nýbúi samkvæmt nýrri skýrslu um búsetu í Dan- mörku sem birtist í Jótlands- póstinum. Danmörk mun taka stökkbreytingum frá því sem þekkist í dag og einkennast af hinum ýmsu hverfum innflytj- enda. Flutningavél fórst í flugtaki á herflugvelli skammt utan við Moskvu snemma á laugardags-~ morgun. Tíu manna áhöfn var um borð í vélinni og komst eng- inn lífs af. Flugvélin, sem var á leið til Norilsk i Norður-Rúss- landi með byggingarefni, var af gerðinni 11-76.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.