Fréttablaðið - 16.07.2001, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 16.07.2001, Blaðsíða 10
FRETTABLAÐIÐ Útgáfufélag: Fréttablaðið ehf. Útgáfustjóri: Eyjóifur Sveinsson Ritstjóri: Einar Karl Haraldsson Fréttastjóri: Pétur Gunnarsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Þverholti 9, 105 Reykjavík Aðalsími:515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Slmbréf á auglýsingadeild: 515 75 16 Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Fréttablaðið ehf. Plötugerð: (P-prentþjónustan ehf. Prentun: (safoldarprentsmiðja hf. Dreifing: Póstflutningar ehf. Fréttaþjónusta á Netinu: Visir.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis til allra heimila á höf- uðborgarsvæðinu. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að bírta allt efni blaðsins í stafrænu formi og (gagnabönkum én endurgjalds. BRÉF TIL BLAÐSINS HÁSKÓLINN Meirihluti Röskvu í Háskóla íslands er ein- ráður að mati bréfritara. Hver verdur ritstjóri? Þorbjörg Gunnlaugsdóttir, oddvfti Vöku, skrifar: stúdentar Umsóknarfrestur um stöðu ritstjóra Stúdentablaðsins rann út s.l. föstudag. Fróðlegt verður að sjá hverjir sækja um stöðuna enda skipt- ir það vitaskuld háskólasamfélagið miklu hver ritstýrir málgagni stúd- enta næsta vetur. Óskandi er að meirihlutinn í Stúdentaráði standi öðruvísi að málum en gert var í fyrra. Þá var Katrín Jakobsdóttir ráðin rit- stjóri Stúdentablaðsins eins og menn muna eftir. Mörgum þótti óeðlilegt að Katrín fengi stöðuna, þar sem hún hafði nokkrum mánuðum áður setið í ritnefnd blaðsins sem pólitískur full- trúi Röskvu, auk þess sem Katrín sat í tvö ár í Stúdentaráði fyrir hönd Röskvu. Það verður því að teljast ólíklegt að Katrín hafi verið fær um hlutleysi í starfi sem telja má eðlilega forsendu þess að menn ritstýri Stúd- entablaðinu. Núverandi meirihluti Röskvu hóf starfsár sitt á því að skipa þannig í stjórn Stúdentaráðs að Röskva fékk 5 fulltrúa en Vaka aðeins 2, þrátt fyrir þá staðreynd að Röskva hlaut innan við helming greiddra atkvæða í síð- astliðnum kosningum og þrátt fyrir þá staðreynd að meirihluti Röskvu byggi á aðeins 57 atkvæðum. Þá eru allir formenn nefnda Stúdentaráðs fulltrúar Röskvu. Meirihlutinn hefur því ekki sýnt nein merki þess að betri og lýðræðislegri vinnubragða sé að vænta. Það verður því fróðlegt að fylgjast með ráðningu ritstjóra Stúd- entablaðins. ¦ 10 FRÉTTABLAÐIÐ 16. júlf 2001 MÁNUPAGUR Leikmun'ageymsla Þjóðleikhússins í Vestmannaeyjum Langt er síðan borin hefur verið á borð jafn ótrúverðug saga eins og frásögn Árna Johnsen alþingis- manns af verslunarháttum sínum hjá Byko og BM Vallá. Hann sækir t.d. sjálfur timbur- ^_ pöntun sem skráð „Utboð koma er á leikmuna- ekki mikið við geymslu Þjóðleik- sögu þar sem hússin en ákvörðun- þingmaðurinn arstaður hennar er er að verki." Höfðaból í Vest- —^_..... manneyjum þar sem er setur þing- mannsins. Þegar hann er svo látinn vita af því að afgreiðslumaður hafi gert athugasemd við þetta misræmi lætur hann breyta merkingum og greiðir pöntunina. Ótrúverðugar sögur þurfa ekki að vera rangar, og oft er raunveruleikinn ótrúlegri en skáldskapur. Enginn dómur skal því lagður á það hér hvort rétt eða rangt er hermt frá, en eftirleikurinn hefur leitt í ljós sérkennilega stjórnsýslu kringum byggingarnefnd Þjóðleik- hússins sem full ástæða er til þess að rannsaka ofan í kjölinn. Sem fjárveitingarnefndarmaður, formaður samgöngunefndar, stjórn- armaður í flugmálastjórn, formaður Grænlandssjóðs, formaður bygging- arnefndar Þjóðleíkhússins, í fram- kvæmdanefndum við endurgerð Skansins í Vestmannaeyjum og Þjóð- hildarkirkju á Grænlandi og alþingis- maður, svo aðeins nokkuð sé nefnt, hefur Arni Johnsen mörg járn í eldin- um og víða ítök og sambönd. Ekki er ólíklegt að fram muni koma kröfur JVLciLjiianELGL Einar Karl Haraldsson fjallar um mál Árna Johnsen um að gerð verði rannsókn á umsvif- um hans fyrir hönd allra þessara að- ila. Sérstaka athygli vekur það hátta- lag að útboð koma ekki mikið við sögu þar sem þingmaðurinn er að verki. Víða erlendis eru tengsl stjórn- málamanna við fyrirtæki mjög til rannsóknar svo og meðferð opin- berra f jármuna í eigin þágu. Hvert hneykslismálið hefur til að mynda rekið annað í Frakklandi á síðustu misserum. Sammerkt er þessum málum að stjórnmálamönn- um sem setið hafa lengi við kjötkatl- ana hættir til að gera ekki greinar- mun á f jármálum og verkefnum rík- isins og sínum eigin. Víst er að DV, sem hóf fréttaumfjöllun um verslun- arhætti þingmannsins, mun fylgja málinu eftir, og af hálfu ríkisins verður ekki undan því vikist að greina í sundur það sem er þess og það sem er þingmannsins. ¦ Egill Egilsson eðfisfræoingur: Geymum orkukosti fyrir vetnisvæðingu virkjanir „Ekki verður betur séð en geyma þurfi virkjunarkosti sem sátt verður um til að nota þá við vetnisframleiðsluna", segir Egill Egilsson eðlisfræðingur m.a. í grein í Morgunblaðinu föstudag- inn 13. júlí. „Með tilvonandi stór- samningum um orkuafhendingu aldarfjórðung eða svo fram í tím- ann eru við að skjóta okkur í fót- inn. Miðað við væðingu bíla- og fiskiskipaflota þarf um 550 MW til þessarar framkvæmdar. Sam- kvæmt tímaáætlun þarf þessa orku til vetnisvæðingarinnar áður en losnar um samninga við álris- ana. Orka í þessu magni er ekki f yrir hendi nema f arið sé í virkjun Síðuvatna, e.t.v með vatnsvegi úr Skaptá um Langasjó niður í Þjórs- árvirkjanir. En við þurfum veru- lega meira en þessi 550 MW. Orkuþórf flutningakerfisins vex ört. Jarðhiti, sem er miklu um- hverfisvænni kostur gæti bjargað okkur í kreppu sem við lentum í. En ekki er öruggt að hann verði virkjanlegur í því magni sem þarf til, né virkjun hans verði nógu hagkvæm. Ending þeirrar orku er ekki örugglega þekkt." ¦_________ NESJAVALLAVIRKJUN Nokkrar Nesjavallavirkjanir þyrfti til að framleiða vetni fyrir allan íslenska bíla- og bátaflotann. Þorsteinn I. Sigfússon stjórnarformaður Nýorku: Island verður áfram orkuparadís vetnissamfélac „Nei, ég tel ekki að vetnisssamfélagi framtíðarinnar séu settar skorður vegna þeirra stórá- forma sem uppi eru um beislun vatnsorku.", segir Þorsteinn I. Sigfús- son stjórnarformaður íslenskrar nýorku. „Mikilvægt er að gera sér grein fyrir að ýmsar forsendur orku- beislunar eru að breytast í heiminum. Vitundin um útblástur koltvíoxíðs og nauðsyn sjálfbærra orkukerfa vex hratt. Þegar litið er til íslands er ljóst að það sem áður var kallað „hagkvæmur virkjunarkostur" fær nú einnig nýtt nálarauga að fara í gegn um, nefni- lega „vistvænn virkjunarkostur". Ljóst er að kröfur um umhverfis- vernd aukast hratt. Ef tíl vill munu þessar nýju kröfur gera erfiðara fyr- ir að virkja mörg þau vatnasvæði sem áður voru talin fýsileg og klár- lega hagkvæm." Þorsteinn segir að skoða þurfi stóra heildamynd áður en kveðinn sé upp dómur um takmörk frumorku fyrir vetnissamfélag. Nokkrar Nesja- vallavirkjanir þyrfti til að framleiða Nýir orkugjafar verða æ raunhæfari Sól, jarðhiti og sjávarföll ORKUGJAFAR HÁHITl OC LÁGHITI Ekki er nokkur vafi á að mikil aukning mun verða í virkjun jarðhita hér á landi. Islendingar hafa náð leikni í að leita, bora og virkja þegar um jarðhita er að ræða. (Háhitanum munu menn nálgast hraunkvikuna, magma, og né enn meiri orkuþétt- leika. í lághitanum munu menn geta beitt tvifasa kerfum eins og é Húsavík og í Svartsengi. VARMARAFMAGN Þá er líklegt að varmarafmagn eins og til- raunir eru gerðar með af fyrirtækinu Cenergy-Varmarafi, sem er dótturfyrirtæki Ný- sköpunarsjóðs og í fóstri hjá Orkuveitu Reykjavíkur, muni enn bætast við sem val- kostur. I Ijósi þessarar breyttu myndar býst ég við að jarðhitinn verði virkjaður í auknum mæli. Virkjun í Hellisheiði er til dæmis unnt að gera nær ósýnilega! SÓLARORKA Nýtni sólarsella eykst hratt og kostnaður við virkjað Watt lækkar ár frá ári með aukinni tækni. Þessi tækni mun hins vegar ekki henta hér á Islandi í skammdegi og skýjafari. Virkj- un sólarorku og reyndar kjarnorku eru llkleg- ustu alþjóðlegu valkostir vetnissamfélaga. VINDORKA Á nýlegri Evrópuráðstefnu í Kaupmannahöfn kom í Ijós að vindorkan er í mikilli sókn. Danir sem verið hafa í fararbroddi í heimin- um í þessarí tækni stefna nú að því að flytja vindmyllur á haf út. Þessar myllur er orðnar mjög aflmiklar og ekki óalgengt að ein mylla sé um 1A MegaWött. Þetta er mikið afl og kostnaður við uppsetninu þess kannski um 100 til 120 krónur á Wattið. Slík mylla gæti kannski annað rafmagnsframleiðslu fyrir þre- falda Crímsey! SJÁVARFÖLL Þegar kemur að afli sjávarfalla verður málið tæknilega mjög áhugavert. Vatnsstraumur inniheldur kannski um 800 sinnum meíra afl í hverjum fermetra en sambærilegur vind- straumur. Breiðafjörður er skemmtilegt dæmi um góða aðstöðu til sjávarfallavirkjunar, enda dugmiklir heimamenn I Hólminum farnir að skoða þetta alvarlega í samráði við erlenda aðila. vetni fyrir allan íslenska bíla- og bátaflotann. Ég hygg að vetnissamfé- lag framtíðarinnar á íslandi verði knúið frumorku úr jarðhita og vatns- orku, en að létt verði á vatnsorku- og jarðorkuþörfinni á ákveðnum stöðum með lausnum sem fela í sér m.a. vind- orku, lághitabeislun og hugsanlega sjáyarfallaorku. íslenska orkukerfið er nú rekið af mjög hæfum aðilum þarsem fag- mennska er í fyrirrúmi. Ég er viss um að menn munu setja saman heppi- lega valkosti og virkja af f jölbreytni. Hagkvæmni og segjum „vist- kvæmni" verður beitt og f sland held- ur áfram að vera orkuparadís! Þorsteinn I. Sigfússon er prófessor í eðlisfræði við Háskóla Islands. Hann er doktor frá Cavendish Laboratory I PORSTEINN I. Cambridge og var kjörinn SIGFÚSSON Fellow við Darwin College Ekki nóg að virkj- þar á meðan að á námi unarkostur sé hag- stóð. Hann hefur einbeitt kvæmur, hann sér að stofnun sprotafyrir- þarf einnig að veratækja sem eiga rætur í rann- vistvænn. sóknum og þróun. Hann var formaður RANNlS 1997- 2000. Hann er m.,a. (ormaður stjómar (slenskrar nýorku. ORÐRETT Ekkert vit í hörðum iðnaði upplýsincasamfélacið „Það er mikil- vægt fyrir íslendinga að skilja að það er ekkert vit að fara út í harðan iðnað sem hámenntuð þjóð í dag. Við sitjum í miðju Atlantshafinu með tengiliði bæði við Evrópu og Bandaríkin. Við getum orðið þvílíkt upplýsingasamfé- lag að það er eins og gullnáma. Og svo er verið að tala um að bæta við ein- hverjum álverum og koma 1000 - 1500 hundruð manns í vinnu þar. Ég spyr bara, hvar ætla menn að finna þetta fólk? Við verðum náttúrlega að flytja það inn frá vanþróuðum lönd- um sem eru að keppast við að byggja sinn stóriðnað á meðan á meðan önn- ur lönd í Evrópu eru á fullu við að leg- gja hann niður. Mér finnst þetta sárt því ég vil að ísland byggir upp menntakerfið sitt og ég vil að við höldum áfram á því stigi sem við erum. Við höfum alltaf verið þjóð sem hugsar í orðum. Við höfum verið skáld, rithöfundar og staðið framarlega á því sviði. Við erum alveg fullkomlega fær um að CUÐRÚN MAGNÚSDÓTTIR önnur lónd í Evrópu eru að keppast við að leggja niður sinn stóriðnað. verða mjög öflugt ríki í uppplýsinga- samfélaginu. Við höfum kunnáttuna og staðsetninguna." Guðrún Magnúsdóttir i viðtali við Morgunblaðið 15. júlf.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.