Fréttablaðið - 16.07.2001, Blaðsíða 16
BEST í BfÓ
BÖÐVAR BJARKI PÉTURSSON
kvikmyndagerðamaður
Skylda að sjá þær
„Ég veit að það eru tvær myndir í
kvikmyndahúsunum sem ég verð að
sjá. Sú sænska og sú franska. Maður
hefði haldið að það væri skylda
að sjá þær." ¦
SKÁLDAGYÐJA
„Án mín hefði lagið aldrei verið samið,"
segir hin brasilíska Helo Pinheiro, stúlkan
frá glæsihverfinu Ipanema í Rio de Janeiro
Dánarbú lagahöfunda
ekki ánægð:
Stúlkan frá
Ipanema kærð
hÖfundarréttur Hún var hávaxin,
sólbrún, ung og yndisleg. Hin
brasilíska Helo Pinheiro var inn-
blásturinn að laginu The Girl
From Ipanema. Dánarbú lagahöf-
undanna Vinicius de Moraes og
Antonio Carlos Jobim eru búin að
kæra hana fyrir að nota lagið sér
til framdráttar. Pinheiro, sem er
nú 54 ára, hefur gert vinsæla
stuttermaboli með mynd af sér og
texta lagsins. Hún opnaði einnig
nýlega verslun í verslanamiðstöð
í Sao Paulo sem heitir The Girl
From Ipanema. Þegar textahöf-
undurinn Moraes sagði í viðtali
fyrir 36 árum að Pinheiro hefði
verið innblásturinn að The Girl
From Ipanema, varð hún f ræg um
alla Brasilíu á svipstundu. „Hún
var með græn augu, ljóshærð og
dökk. Þessi blanda er ótrúlega fal-
leg, guðdómleg," sagði Moraes.
Dánarbú höfundanna segja að hún
hafi engan rétt til að nota verk
þeirra eins og henni sýnist. „Þau
vilja bætur út af nafninu á búð-
inni," segir Pinheiro. „Þau eiga
höfundaréttinn, ég veit það. En ég
var innblásturinn að laginu,
skáldagyðjan. Án mín hefði það
aldrei verið samið. Ef Moraes og
Jobim væru á lífi hefði þetta
aldrei gerst." Lagið var samið
1962. Moraes dó 1980 og Jobim
1994. ¦
16
FRÉTTABLAÐIÐ
16. júlí 2001 MÁNUPAGUR
HASKOLABIO
BMHÍIÍ
$A€3A~r
HAGATORCI, SIMI 530 1919
Þar sem allir sahr eru stórir
BRIDBETJONESSW
Sýnd kl. 6, Sog 10
ITHEWATCHER
kl.i
TILL SAMMANS
kl. 6, 8ogl0[
JALONGCAMEASPIDER
kl.8oglQ[
Sýndkl. 6, 8ogl0
ROBERT
VECURINN HEIM
THEVIRCINSUICIDES
FRÉTTIR AF FÓLKI
*¦ i«
Leikarinn Don Johnson var
kærður sl. miðvikudag fyrir
hæstarétti San Francisco af konu
sem sagði hann
hafa gripið í hana
og beitt hana kyn-
ferðislegu áreiti.
Málinu hafði ver-
ið vísað frá í byrj-
un maí. Sam-
kvæmt kærunni
gerðist þetta á
sushi barnum Mas
Sake í San Francisco í janúar.
Konan var að snæða ásamt vinum
sínum þegar hún rekur augun í
Don. Hún er mikill aðdáandi leik-
arans, sem hefur leikið mörg
hörkutólin, þ.á.m. Sonny Crocket f
Miami Vice. Hún ákvað að kynna
sig fyrir Don og lýsa yfir aðdáun
sinni á honum. Don brást ókvæða
við og greip í konuna, sem fer
fram á bætur fyrir kynferðislegt
áreiti, líkamsárás og tilfinninga-
legt tjón. Lögfræðingar Don segja
ásakanirnar ekki standast.
Fyrrum körfuknattleikmaður-
inn Erwin Magic Johnson seg-
ist ætla að fylgjast náið með
borgarstjóra Los
Angeles, James
Hahn, næstu f jög-
ur árin. Hahn var
kosinn í síðasta
mánuði og John-
son studdi hann
opinberlega. Ef
honum finnst
hinsvegar Hahn
ekki standa sig vel ætlar hann að
bjóða sig sjálfur fram. „Ég gæti
vel hugsað mér að gera það. Ég
elska L.A. og vil sjá borgina vaxa
og dafna," sagði Johnson. „Nú til
dags eru það menn úr viðskipta-
lífinu sem stjórna borgunum. Ég
hef reynslu frá því að reka mitt
eigið fyrirtæki." Skrifstofa John-
son fékk ótal símtöl þar sem fólk
lýsti yfir stuðningi sínum við
hann eftir að hann minntist ný-
lega á að hann gæti hugsað sér að
bjóða sig fram. „Fólk sagði: „Ef
þú býður þig f ram færðu mitt at-
kvæði." Ég vissi ekki hvað var að
gerast. Þetta vatt upp á sig," segir
Johnson. Hann hætti að spila með
Los Angeles Lakers fyrir tæpum
tíu árum síðan eftir að kom í ljós
að hann var smitaður af HIV
veirunni. Hann sneri þó tvisvar
aftur á völlinn auk þess að þjálfa
liðið lítillega.
Litir og glæsileiki
Mekka tískunnar sýnir hátísku komandi hausts og vetrar.
CLÆSIKiÓLL
Hér er glæsilegur kjóll frá Yves Saint
Laurent. Hann er nokkuð gegnsær sem
er einmitt einkenni á komandi tísku.
tíska Sýningar á tísku kom-
andi hausts og vetrar standa
nú sem hæst um heim allan.
París hefur lengstum verið
vagga tískunnar þótt aðrar
borgir séu að sækja í sig
veðrið í bransanum.
Það telst alltaf til tíðinda í
tískuheiminum þegar
sýnd eru föt frá Yves
Saint Laurent. Svo
virðist sem pils séu
almennt að styttast
en Saint Laurent
sýndi engu að síður
kjóla sem náðu niður
fyrir hné og sumir
vel það.
Þýski hönnuður-
inn Karl Lagerfeld I
hjá Chanel notar í ár 1
eingöngu buxur, allt f
frá dagklæðnaði 1 I
kvöldklæðnaðinn. í j
kvöldklæðnaðinum f
er hann óspar á
glitrandi og gagn-
sæja áferð. Sögu-
sagnir herma að
Lagerfeld hygg
ist setjast f
helgan stein
og óhætt
er að
segja
að mikill missir
verður af honum hjá
Chanel
Hátískan er auðvitað
ekki ætluð venjulegu fólki.
Hins vegar má alltaf láta sig
dreyma og nýta hana til að fá
hugmyndir ¦
ÓMISSANDI HATTUR
Hattarnir eru ómissandi hluti hverrar
tískusýningar. Hér er glæsilegur hattur
með perluneti sem Yves Saint Laurent
sýndi.
EINTÓMAR BUXUR
V,jy if- Hér er dæmi um glæsilegan
kvöldklæðnað frá Lagerfeld en
hann lét pils og kjóla lönd og leið á
tfskuvikunni í París á dögunum.
NABBI
Ég er ioksins búinn að
ótlo mig hvoo ég vil
gero i framtíðinni.
Fróbært Nabbi.
Veðurfræði er hrífandi