Fréttablaðið - 16.07.2001, Síða 12

Fréttablaðið - 16.07.2001, Síða 12
12 FRETTABLAÐIÐ 16. júlí 2001 MÁNUDAGUR Sigur fyrir Bush: Eldflaugatilraun vel heppnuð washincton. MOSKVA. ap. Fyrsta til- raun ríkisstjórnar Georgs W. Bush, Bandaríkjaforseta, á tækni fyrirhugaðs eldflaugavarnarkerf- is tókst mjög vel og er vatn á myllu forsetans og stuðnings- manna hans. „Samkvæmt upplýsingum sem við höfum fengið gekk allt upp,“ sagði Ronald Kadish, hershöfð- ingi í flughernum og yfirmaður eldflaugavarnaráætlunarinnar í Pentagon. Tilraunin var byggð á tækni sem á að verða grundvöllur eld- flaugavarnakerfis Bandaríkja- stjórnar. Tæknin kallast „skotið- til-að-drepa“ [hit-to-kill]. Varnar- eldflaugin eyðir sprengihleðslu árásareldflaugarinar þegar sú fyrri rekst á þá síðarnefndu. Þetta er í fjórða sinn sem til- raun af þessu tagi er gerð. Tvær af hinum fyrri misheppnuðust en ein tókst vel. Blaðamenn fengu að fylgjast með skotinu af fréttaskjá ELDFLAUC SKOTIÐ Á LOFT Óvopnaðri eldflaug, IWinuteman II, var skotið frá herstöð flughersins, Vandenberg í Kali- forníu. Öðru flugskeyti var skotið frá Kyrrahafseyju til að eyða hinu fyrra. Þetta er fyrsta til- raun ríkisstjórnar Bush. en gríðarlegur ljósglampi sást sprungu í rúmlega 200 metra hæð þegar flaugarnar skullu saman og fyrir utan gufuhvolf jarðar. ■ Nígería: SS-bolur í Iga Okpaya afskekkt Baldur Steinn Helgason, fs- lendingur sem verið hefur við hjálp- arstarf í Nígeríu bjóst ekki við því að rekast á margt sem minnti á heima- slóðir þar sem hann var á ferðalagi um afskekkta bændaþorpið Iga Okpa- ya í Idoma-héraði, sem er í miðju landinu. Hann taldi því við hæfi að festa það á filmu þegar hann rakst á barn í bol sem á stendur „íslendingar borða SS-pylsur.“ Héraðið, sem geng- ur einnig undir nafninu „matarkarfa Nígeríu," er mjög frjósamt og byggja flestir íbúar afkomu sína á frumstæð- um landbúnaði. Baldur segir vélar og dráttardýr sjaldgæf, menn plægi Knattspyrnumenn framtíðar 800 ungir knattspyrnumenn öttu kappi á Akranesi um helgina. lottómót Skagamenn fengu marga gesti um helgina þegar þangað lögðu leið sína 800 ungir knattspyrnumenn ásamt þjálfurum sínum, foreldrum, systkinum og öðrum vandamönnum. Má ætla að á þriðja þúsund aðkomu- manna hafi verið í bænum um helg- ina. Erindið var að taka þátt í knatt- spyrnumóti 7. flokks - Lottó/Búnaðar- bankamótinu - en þar eru keppendur 8 ára og yngri. I flestum liðunum kepptu eingöngu drengir en nokkrar stúlkur tóku þátt, t.d. keppti ein stúl- ka með a- liði Þróttar og önnur með d- liði heimamanna í ÍA. 16 félög sendu lið til keppni. Hald- MARK Lið Breiðabliks voru sigursæl á Lottó/búnaðarbankamótinu. Hér hafa Blikar skorað I mark Fjölnis. in voru tvö mót, hraðmót, sem fram fór á föstudegi, og aðalmót, þar sem leikið var í riðlum og síðan keppt til úrslita. Keppt var í fjórum styrk- leikaflokkum, A,B,C og D. Elstu drengirnir voru margir á sínu þriðja Lottómóti. Leikgleðin og baráttuandinn var ósvikinn hjá strákunum. Þeir sem eru búnir að æfa lengst hafa náð góðum tökum á íþróttinni, þekkja stöðurnar sínar og sýna oft góðan leikskilning og glæsileg tilþrif. Hinir yngri, sem eru að stíga sín fyrstu spor, skemmtu áhorfendum einnig vel með ódrep- andi baráttuanda og leikgleði, sem birtist stundum í því að bæði lið fyl- gdu boltanum eins og fiskitorfa hvert sem hann barst um völlinn. Það var leikin drengileg knatt- spyrna á Skaganum um helgina og lögð mikil áhersla á prúðmennsku og heiðarlegan leik. Það birtist m.a í því að glæsilegasti verðlaunagripur mótsins féll prúðasta liðinu í skaut. Veldu FordTransit Sendibíl ársins 2001 Annað árið í röð skarar hann framúr í sínum flokki FordTransit er sterkbyggöur meö einstaka flutnings- og buröargetu. í FordTransit sameinast rúmlega 35 ára þekking og reynsla á hönnun sendibíla. FordTransit er glæsilegur og gott útsýni um stórar rúöur gerir aksturinn mun þægilegri og öruggari. Komdu og sjáöu hversu gott þú getur haft þaö viö aksturinn. • Nýtt og glæsilegt útlit • Framdrif með spólvörn • Lægri viðhaldskostnaður • Nýjar dísel vélar • Meira og þægilegra hleðslurými & brimborg www.brimborg.is HRAÐMÓT: AÐALMÓT: A-LIÐ: A-LIÐ 1. HK 1. FH. 2. Breiðablik. 2. Fylkir. 3. ÍA 3. Valur. B-LIÐ B-LIÐ 1. Breiðablikl 1. Breiðablik 2. Fjölnir. 2. Fylkir 3. Breiðablik 2. 3. (A C-LIÐ C-LIÐ 1. Víkingur 1. Vikingur 2. Breiðablikl 2. ÍA. 3. Crótta 2 3. ÍBV D-LIÐ D-LIÐ 1. Breiðablik I. Breiðablik 2. íal 2. ÍBV 3. ÍBV 3. ÍAl Að þessu sinni voru það keppendur Leiknis í Breiðholti, sem hlutu þann heiður. í mótslok fengu allir keppend- urnir 800 verðlaunapening en sigurlið í hverjum riðli fengu einnig bikara. ■ NESTISTÍMI Skagamenn sáu keppendum fyrir mat og gistingu I grunnskólum og íþróttamiðstöð bæjarins og héldu þeim grillveislu á laug- ardagskvöld. Milli leikja snæddu keppend- ur nesti sem foreldrar og fararstjórar út- bjuggu. Hér fá Þróttarar sér í svanginn eftir leiki laugardagsins. FRAMTÍÐ ÁÆTLUNARFLUGS í ÓVISSU Ekkert áætlunarflug var til Patreksfjarðar í vetur en í maí var það hafið að nýju. Flugfélagið Jórvík hefur sinnt þessu flugi sem einnig þjónar nærsveitum Patreksfjarðar auk þess sem talsverð frakt hefur verið flutt með áætlunarfluginu. Flogið áfram í leiguflugi Ekki verður unnt að halda uppi áætlunarflugi til Patreksíjarðar næstu vikur meðan flugturninum þar verður lokað vegna sumarleyfa. Forráða- menn flugfélagsins Jórvíkur eru ósáttir við þetta en hyggjast þjóna Patreksfirðingum og nærsveita- mönnum með leiguflugi. flugsamcöncur í dag verður flug- turninn á flugvellinum á Patreks- firði lokað og verður hann lokaður fram í ágúst. Þetta er gert í sparnað- arskyni vegna sumarleyfa starfs- manns flugvallarins og hefur í för með sér að ekki er hægt að fljúga áætlunarflug til Patreksfjarðar. Flugfélagið Jórvík er eina flugfé- lagið sem sinnt hefur þessu áætlun- arflugi um skeið en flogið hefur ver- ið þangað sex daga í viku. Ákvörðun flugmálastjórnar kom flatt upp á forráðamenn flugfélagsins en þeim er nú bent á flugvöllinn á Bíldudal. Heimir Már Pétursson upplýs- ingafulltrúi flugmálastjórnar segir að öllum flugvallaumdæmum hafi verið gert að spara á þessu ári. Tekj- ur flugvalla ráðist af umferð en hún hefur minnkað verulega á Vestfjörð- um. „Það er hægt að fljúga leiguflug

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.