Fréttablaðið - 01.08.2001, Síða 2

Fréttablaðið - 01.08.2001, Síða 2
KJÖRKASSINN HATIÐARHELGIN FÆRIST NÆR Leyfi Kaffi Austurstrætis: ~ "" fo enda á Vlsi.is ætlar að eyða verslunarmanna- helginni að þessu sinni á útihátíð. ... - v- v "V: Akvörðun borgar- ■ ' yJ r .Vr* .o innar frestað r Ætlar þú á útihátíð um verslunarmannahelgina? Niðurstöður gærdagsins á www.visir.is 22% 78% Spuming dagsins í dag: Á að leyfa maríjuana i iæknisfræðlegum tilgangi? Farðu inn á vísi.is og segðu þína skoðun Greiðendur opinberra gjalda 20 hæstu skattakóngar Eftirtaldir greiða hæst gjöld allra á landinu í ár: 93.202.895 Eiríkur Sigurðsson fyrrveranai eigandi 10-11, Seltjarnarnesi 53.099.984 Benóný Þórhallsson útgerðarmaður Grindavík 37.419.840 Jónína S. Gísladóttir ekkja Pálma í Hagkaup, Reykjavík 29.626.941 Sólveig Edda Bjarnadóttir tengist útgerð á Hornafirði, Hafnarfirði 22.630.364 Kristjana Ólafsdóttir seldi rækjuskip, ísafirði 20.348.053 Guðmundur T. Sigurðsson fyrrverandi útgerðarmaður, Reykjavík 19.994.744 Hafsteinn E. Ingólfsson Reykjanesbæ 19.139.370 Jón Guðmundsson húsasmiður, Reykjavík 18.340.786 Jón Hjartarson seldi Húsgagnahallarhúsið, Reykjavík 18.107.216 Magnús Jónasson kaupmaður, Orvis og fyrrv. Budweiser, Reykjavík 16.137.102 Jákup á Dul Jacobsen í Rúmfatalagernum, Reykjavík 15.989.313 Gunnlaugur Ólafsson Vestmannaeyjum 15.029.125 Oddur Gunnarsson Reykjavík 14.912.529 Ingibjörg S. Pálmadóttir Jónssonar í Hagkaup, Reykjavík 14.851.712 Sverrir Þorsteinsson Reykjavík 14.840.657 Haukur Garðarsson verkfræðingur, Reykjavík 14.810.702 Guðrún Þ. Jónsdóttir sjá Jón Hjartarson, Reykjavík 14.798.250 Þorsteinn Vilhelmsson í Samherja, Reykjavík 13.686.997 Steinunn Pétursdóttir hjúkrunarfræðingur, Kópavogi 13.528.340 Aðalsteinn Haraldsson útgerðarmaður Akranesi Miðvikudagsmarkaðurinn: Einnig á VísLis verslun Miðvikudagsmarkaður- inn sem hóf göngu sína hér í Fréttablaðinu hefur nú einnig ver- ið opnaður á Vísi.is. Fjöldi tilboða og afsláttarmiða er í Miðvikudagsmarkaðinum í hverri viku. Auk þess sem lesend- ur Fréttablaðsins geta hringt eins og áður og fengið vörur á tilboðs- verði fluttar heim til sín án send- ingarkostnaðar geta þeir nú keypt vörurnar á Vísi.is og notið sömu heimsendingarþjónustu. Á Miðvikudagsmarkaðnum í dag er meðal annars boðið upp á tíu vinsælustu diskana frá Skffunni og vinsælustu ensku vasabrotsbækurnar í Eymundsson. ■ FRETTABLAÐIÐ 1. ágúst 2001 IVIIÐVIKUDAGUR miðborgin Borgarráð frestaði í gær ákvörðun sinni í máli Kaffi Austurstrætis. Staðurinn hafði óskað eftir því að vínveitingar- leyfi hans yrði framlengt og lögðu borgarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins fram tillögu um að því væri hafnað þar sem að mikið hef- ur verið kvartað af vegfarendum og þeim er leigja í húsinu undan þeim sem staðinn sækja. Helgi Hjörvar, sem situr í borgarráði fyrir R-listann, lýsti yfir undrun sinni á því að staður- inn hefði fengið jákvæða umsögn lögreglu og taldi að sökum þessa væri ekki hægt að synja staðnum um áframhaldandi leyfi - þrátt fyrir að meirihluti borgarráðs- manna vildi gera það. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, sem situr í borg- arráði fyrir Sjálfstæðisflokkinn, taldi að rétt væri að borgin synj- aði staðnum um áframhaldandi leyfi og það yrði látið reyna á rétt- arstöðu borgarinnar í málinu. Borgarráð ákvað á fundi sínum í gær að fresta ákvarðanartöku í málinu til 14. ágúst þar sem ráð- inu höfðu borist bréf frá leigjend- KAFFILAUST AUSTURSTRÆTI? Enn hefur ekki verið tekin ákvörðun um Kaffi Austurstræti og verður það ekki gert fyrr en 14. ágúst. Fastagestir staðarins segja að þeim sé hvergi ætlaður staður og að með því að loka Kaffi Austurstræti sé verið að sópa þeim undir mottuna. um í húsinu er óskuðu eftir því að staðnum yrði synjað um áfram- haldandi leyfi. Þá vildi borgarráð einnig bíða eftir áliti lögfræðinga á réttarstöðu borgarinnar í mál- inu; gefa rekstraraðila staðarins tækifæri til þess að tjá sig um öll göng málsins sem liggja fyrir.B Bandarísk könnun: Fimmta hver verður fyrir árás chicago. ap. Ein af hverjum fimm bandarískum menntaskólastúlkum hefur orðið fyrir líkamlegu- eða kynferðislegu ofbeldi af strák sem þær hafa farið með á stefnumót. Þetta kemur fram í nýrri banda- rískri rannsókn þar sem lögð var könnun fyrir rúmlega 4000 mennta- skólanemendur í Massachusetts- fylki. Ofbeldi af þessu tagi er talið auka mjög hættuna á að stúlkur leiðist út í eiturlyfjanotkun, sjálfs- morðshugleiðingar ásamt annarri skaðlegri hegðun. ■ Er alltaf mögulegt að vinna sér pláss Skiptar skoðanir um Framkvæmdasýsluna, Vilhjálmur Egilsson alþingismaður segir það verk hennar að finna sér farveg. Steingrímur j. Sigfússon spyr hvort rétt sé að hafa Framkvæmdasýsl- una undir íj ármálaráðuneytinu. RÍKISFRAMKVÆMDIR „Ef það er veikt fólk í Framkvæmdasýsl- unni en sterkt fólk í ráðuneytun- um þá leiðir það af sér ósam- ræmi. Það er alltaf ákveðinn möguleiki fyrir stofnanir í stjórnsýslunni að vinna sjálfum sér pláss og farveg með öflugu starfi," segir Vilhjálmur Egils- son, alþingismaður, varðandi um- ræddan vanmátt FSR til að sinna umsjónar- og eftirlitshlutverki sínu með ríkisframkvæmdum. Hann er ekki á þeirri skoðun að líta beri til hærri stjórnvalda varðandi ábyrgð á því sem aflaga hefur farið, t.a.m. varðandi fram- kvæmdir við Þjóðleikhúsið. „Ef Framkvæmdasýslan væri almennt þekkt af vönduðum vinnubrögðum og gengi harðar fram í því að tryggja sér þá stöðu ,sem hún í raun hefur samkvæmt ilögum þá hefði hún náð betri ár- angri,“ segir Vilhjálmur. Nefnd sem fjallaði í vetur um lög um op- inberar framkvæmdir hafi lagt á það sérstaka áherslu að skil- greina nákvæmlega hver bæri ábyrgð í mi^munandi málum. Gengið hafi verið nákvæmlega frá verkaskiptingu stofnana. „Það er spurning hvort núver- andistaða stofnunarinnar undir VILHJÁLMUR EGILSSON Þingmaður Sjálfstæðisflokksins dregur úr því að líta beri til ráðuneyta varðandi ábyrgð á ríkisframkvæmdum sem aflaga hafa farið. STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON Formaður Vinstri-grænna telur að loka þurfi þeim glufum í kerfinu sem geri ráðu- neytum eða nefndum kleift að virða leik- reglur að vettugi. fjármálaráðuneytinu gefi henni nógu sterka stöðu. Ráðuneytin virðast hafa komist upp með það að ákveða upp á sitt einsdæmi að framkvæmdir féllu innan eða utan Framkvæmdasýslunnar,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri-grænna. Hærri stjórnsýslustofnanir beri klár- lega ábyrgð á því sem sumir hafi kennt FSR alfarið um. Það sé ótækt að ráðuneytin eða einstak- ir aðilar í ríkiskerfinu geti upp á sitt einsdæmi ákveðið aðra til- högun en bundin er í reglugerðir og að Framkvæmdasýslan sé vanmáttug gagnvart slíkum yfir- gangi. „Það má vera að mönnum sé gerður of auðveldur leikur að ýta reglum um opinberar fram- kvæmdir til hliðar eftir hentug- leika," segir Steingrímur, og bendir á að FSR sé hluti af fram- kvæmdavaldinu, en ekki eftirlits- stofnun á borð við Ríkisendur- skoðun sem heyrir undir lög- gjafann. „Þess vegna virðist erfitt fyrir ráðherra að ætla að gera stofnunina að sökudólgi," segir Steingrímur, og bætir því við að nóg sé komið af útbúningi sakamannabekkja. matti@frettabladid.is Björn Bjarnason formaður Þingvallanefndar: Þingvallanefnd er leigusalinn ÞINGVALLANEFND „Við Spurðum Þingvallahrepp að því hvaða ákvarðanir hreppsnefndin hefði almennt tekið um heildarstærð húsa og við hvaða byggingar væri miðað þegar tekin er af- staða til þess að umrætt sumar- hús félli ekki að umhverfi sínu. Við beittum hreppsnefndina síð- ur en svo nokkrum þrýstingi,“ sagði Björn Bjarnason, mennta- málaráðherra og formaður Þing- vallanefndar, um afskipti nefnd- arinnar að byggingu sumarhúss Kjartans Gunnarssonar í landi Kárastaði á Þingvöllum. Björn segir, að það sé hreppsnefnd en ekki Þingvallanefnd, sem eigi síðasta orðið um byggingar á þessum stað. Ragnar Jónsson, oddviti Þing- vallahrepps, sagði í frétt í Frétta- blaðinu í gær, að Þingvallanefnd hefði verið með puttana í skipu- lagsmálum sveitarinnar og að hann skilji ekki hvernig standi á að nefndin hafi yfirtekið umsjón með miklu af landi Kárastaði, þótt það sé ekki innan þjóðgarðs- ins, og úthluti öllum lóðum sem standa næst vatninu. Björn Bjarnason segir að engri lóð hafi verið úthlutað und- ir sumarbústaði þarna frá árinu 1974. „Allir sem eru með sumar- hús eða land á þessum stað eru með leigusamninga við Þing- vallanefnd. Hreppsnefndin veit nákvæmlega um það og hefur engar athugasemdir gert. Þetta hefur viðgengist í mörg ár. Þing- vallanefnd er leigusali til þess- ara aðila.“ Björn segir einnig að hann hafi talið góða sátt um þetta en honum sé ekki kunnugt um upphaf þess að Þingvallanefnd hóf afskipti af sumarbústaða- byggð í landi Kárastaða, enda aldrei um það mál rætt við sig. Hann segir að þrátt fyrir að BJÖRN BJARNASON Hann segir að þrátt fyrir að sumarhúsalóð- in sé utan þjóðgarðsins sé hún innan áhrifasvæðis hans. byggðin sé utan þjóðgarðsins, sé hún innan svonefnds áhrifa- svæðis hans. Þá vill Björn leið- rétta það í frétt Fréttablaðsins í gær, að forsætisráðherra skipi Þingvallanefnd, svo sé ekki, því að Alþingi kjósi hana. ■ Leiðtogi Islamsþjóðar: Frjálst að fara LONPON. ap. Loius Farrakhan, leið- togi Islamsþjóðar (Nation of Islam), er frjálst að sækja Bretland heim eftir að dómstóll þar í landi komst í gær að þeirri niðurstöðu að bresku ríkisstjórninni hefði verið óheimilt að meina honum inngöngu í landið. Bannið á rætur sínar að rekja til ríkisstjórnar Margaret Thatchers. Ríkisstjórnin bannaði Farrakh- an að koma til Bretlands á þeirri forsendu að hætt væri á að vera hans í landinu myndi enda með óeirðum vegna neikvæðra ummæla sem hann hefur haft upp í garð gyð- inga. Hilary Muhammad, talsmað- ur samtakanna í Bretlandi, fagnaði dómsúrskurðinum og sagði samtök- in gleðjast því að leiðtogi þeirra gæti nú sótt þau heim. Talið er að Farrakhan sé einn áhrifamesti leiðtogi blökkumanna í Bandaríkjunum í dag. Hann skipu- lagði m.s. fjölmenna baráttugöngu í Washington árið 1995. Samtökin Is- íamsþjóð, berjast fyrir réttindum blökkumanna. Þau hafa verið um: deild vegna herskárra skoðana. I gegnum tíðina hafa þau m.a. barist fyrir sérstöku ríki fyrir blökku- menn. Á meðal fyrrverandi leið- toga þeirra er Malcolm X. ■

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.