Fréttablaðið - 01.08.2001, Síða 4

Fréttablaðið - 01.08.2001, Síða 4
FRÉTTABLAÐIÐ 1. ágúst 2001 MIOVIKUPAGUR SVONA ERUM VID ÓFRJÓSEMISAÐGERÐIR A KÖRLUM Á ári hverju fer nokkur fjöldi einstaklinga ( ófrjósemisaðgerð. Stærri hluti þessa hóps er konur en einnig fara nokkrir karlar á ári hverju. Flestir eru á aldrinum 35-44 ára. Árið 1997 fóru 641 kona I ófrjósemisað- gerð en 134 karlar. Tolurnar hér að neðan geyma tölur yfir karla og sést hver aukn- ingin hefur verið sfðasta áratug. 1992 1993 1994 1995 1996 1997 HEIMILD: LANDLÆKNISEMBÆTTIÐ Efnahagsmál í Frakk- landi: Atvinnuleysi eykst í fyrsta sinn í 3 ár parís. ap. Atvinnuleysi í Frakk- landi jókst um 0,1% í júnímánuði og fór í 8,8%. Er þetta í fyrsta sinn sem atvinnuleysi eykst á milli mánaða í landinu síðan í ágúst árið 1998. Þessar tölur eru taldar koma á slæmum tíma fyrir Lionel Jospin, forsætisráðherra Frakklands, sem lagt hefur áher- slu á að styrkja hagvöxt í landinu fyrir forsetakosningarnar á næsta ári þar sem búist er við að hann muni etja kappi við núver- andi forseta Jacques Chirac. ■ ♦ GRAFA EFTIR FÓRNARLAMBI Um 50 manns grafa eftir manni sem grófst undir í aurskriðu I Taíwan eftir að fellibyl- urinn Toraji gekk yfir landið. Náttúruhamfarir í Taíw- an: 52 látnir eftir fellibyl hualien, TAÍWAN. AP. 52 hafa fundist látnir og 150 er saknað eftir að fellibylurinn Toraji gekk yfir Taíwan í fyrradag. Bylurinn, sem væntanlegur var á suðurströnd Kína í gær, kom af stað miklum aurskriðum og flóðum í Taíwan sem urðu til þess að bílar, hús, vegir og bryggjur eyóilögðust. „Ég vil lýsa yfir sorg minni vegna þeirra sem létust og þeirra sem saknað er og fjölskyldum þeirra,“ sagði Chen Shui-bian, forseti Taíwan í yfirlýsingu eftir hamfar- irnar. „Ég vona að þið getið endur- byggt heimili ykkar.“ ■ —«— Brotist inn í póstkassa: Reif upp álagningar- seðla LÖCREGLUMÁL Lögreglunni í Reykja- vík barst tilkynning um hálftólf í fyrrakvöld að farið hefði verið í póstkassa í íbúðarblokk í Breið- holtinu. Þar hafði sá sem verknað- inn framdi rifið upp álagningar- seðla og var í fyrstu talið að ávís- anir hefðu verið teknar. í ljós kom að engu hafði verið stolið þar sem ekki er enn farið að senda út end- urgreiðslur frá skattinum. Taldi lögregla víst að sá sem verknaðinn framdi hefði haldið að þarna kæm- ist hann í feitt. ■ 4 Skemmtigarður í Bandaríkjunum: Tugir slösuðust efitir ferð í „óreiðuhjóli“ MjJSKECQN. MICHICAN. AP. Tugir slösuðust þegar hjól brotnaði undan hluta sérstakrar tegundar parísarhjóls sem við það hrapaði til jarðar í skemmtigarði í Michigan í dag. Margir sem um borð voru í parísarhjólinu þurf- tu að bíða í þrjár klukkustundir eftir því að björgunarstarfs- menn gætu náð þeim úr hlutun- um sem flestir voru á hvolfi þeg- ar þeir voru stöðvuðust. Þessi tegund parísarhjóls sem um er að ræða kallast „Óreiðan." Byrj- ar það á því að snúast lárétt í loftinu og þegar það hefur náð meiri hraða fer það að snúast lóðrétt í hringi. Mildi þykir að enginn hafi slasast á jörðu niðri þar sem hlutar úr tækinu skutust í allar áttir. 25 til 30 manns voru um borð í hjólinu og voru allir nema tveir fluttir á sjúkrahús. Talið var að feðgar sem bjarg- að var síðast úr hlutanum sem féll til jarðar, hafi slasast alvar- lega. ■ BEÐIÐ EFTIR HJÁLP Björgunarstarfsmenn tala við þá sem fastir voru um borð í tækinu á meðan unnið var að því að halda hjólinu stöðugu svo hægt væri að bjarga þeim. | EFNAHAGSMÁL Dregið hefur út atvinnuleysi í Noregi í sumar og er það nú 2,8%. 65.200 manns eru nú at- vinnulausir í landinu og er það fækkun um 3200 manns frá því á sama tíma í fyrra. Kom þetta fram á fréttavef Aftenposten. —♦— Atvinnuleysi í Japan mældist 4,9% í júní og stóð það í stað frá því í maímánuði. Ráðamenn óttast að efnahagsástandið í landinu muni versna á næstunni þar sem fyrirhugað er að draga úr útgjöldum til almennings auk þess sem reyna á að fá banka til að afskrifa skuldir. ■ Fyrirtæki alþingismanns úthýst undir fógetavaldi Gunnar I. Birgisson og adrir eigendur verktakafyrirtækisins Klæðningar ehf. eru sagðir hafa svikið síendurtekin loforð um að fiytja starfsemi fyrirtækisins úr leiguhúsnæði í Garðabæ. Það var ekki fyrr en útburðarmál var höfðað gegn Klæðningu að sátt náðist í málinu og hefur fyrir- tækið nú frest til 11. ágúst til að rýma lóð og salarkynni að Vesturhrauni. dómsmál Verkatakafyrirtækið Klæðning ehf. hefur gengist undir dómssátt í héraðsdómi Reykjaness um að rýma hús- næði og lóð sem það hefur haft til leigu við Vesturhraun 5 í Garðabæ. Aðaleig- andi Klæðningar er Gunnar I. Birgis- son, alþingismaður og formaður bæjar- ráðs í Kópavogi. Eigandi hússins og lóðarinnar er Wurth á íslandi ehf. Fyrirtækið leitaði atbeina dómsstóla þegar forsvars- mönnum þess þótti útséð um að eigend- ur Klæðningar hyggðust standa við endurtekin loforð um að rýma hús- ið og lóðina. „Þeir sem þekkja verkataka- bransann eins hann er í dag vita að hann er erfiður. Það var margoft búið að tala um ákveðnar dagsetn- ingar í sambandi við það að Klæðn- ing færi út en þær gengu aldrei eftir og því var ekki hægt að fara neina aðra leið,“ segir Grímur Sig- urjónsson, yfirsölustjóri hjá Wurth á Islandi hf., um þá ákvörðun að höfða útburðarmál á hendur Klæðningu. GUNNAR I. BIRGISSON Eigandi Klæðn- ingar segir leig- una að Vestur- hrauni 5 hafa verið „rosalega dýra" en að húsnæðið hafi hentað fyrirtæk- inu vel. ATHAFNASVÆÐI KLÆÐNINGAR Verktakafyrirtækið Klæðning hefur nú gengist undir að rýma húsið sem það byggði sjálft fyrir rúmum áratug. Wurth á íslandi er þýskt fyrir- tæki sem selur ýmis tæki og tól handa iðnaðarmönnum og hefur haft um tvo þriðju hluta hússins að Vesturhrauni 5 til umráða og ætlar nú einnig að nýta þann þriðjung hússins sem Klæðning hefur haft á leigu undir sína starfsemi. Að sögn Gunnars Birgissonar byggði Klæðning húsið árið 1989 og miðaði hönnun þess þá við eigin þarfir. Því hafi það hentað þeim vel og þeir viljað vera áfram þótt leigan væri „rosalega dýr“ end væri mjög kostnaðarsamt að flytja og innrétta starfsemina annars staðar. „Leigusamningurinn var út- runninn en við fengum alltaf rukk- un fyrir húsaleigunni áfram. Um leið og hún var borguð var sjálf- virkt kominn þriggja mánaða upp- sagnarfrestur þannig að ég er hissa hvað þeir keyrðu þetta hart. En síðan töluðu lögmennirnir sam- an og þetta er allt gert í góðu sam- komulagi," segir Gunnar. Klæðning hefur nú frest til 11. ágúst til að flytja frá Vesturhrauni 5 og Gunnar segir að það verði ekki langt að fara því fyrirtækið hafi þegar tryggt sér aðstöðu í næsta húsi. gar@frettabladid.is Innbrot í bíla: Talið að um skipulagða hópa sé að ræða INNBROT í BIFREIÐAR Talið er að I allflestum tilfellum séu fjármögnun til flkniefnakaupa helsta ástæða þessara innbrota. lögreglumál Brotist var inn fjöl- marga bifreiðar í fyrrinótt og í gærmorgun. Farið inn í þrjá sendibifreiðar við Þverholtið og teknir úr þeim útvörp og geisla- spilarar. Tveimur gsm símum var stolið úr bifreið í gærmorgun fyr- ir utan Fjarðarsel í Breiðholti. Einnig var farin inn nokkra bif- reiðar í bílskýli í Dalseli. Að sögn lögreglunnar í Reykja- vík eru uppi ákveðnar grunsemd- ir að um skipulagða hópa sé að ræða. Sagði viðmælandi Frétta- blaðsins að í flestum tilfellum væri um að ræða fjármögnun til fíkniefnakaupa og á ferðinni væru mikið til sömu mennirnir sem væru að verki. „Tilfelli sem þessi eru allt of algeng þrátt fyrir að við séum með ómerkta bíla frá lögregluembættinu á ferð um nætur. Þeir þyrftu að vera marg- falt fleiri til að geta fylgst betur með en það verður að segjast að Reykjavík er orðin of stór.“ Þrátt fyrir þessa annmarka sagði tals- maður lögreglunnar mál af þessu tagi yfirleitt upplýsast á endan- um. ■ Sigurður Á. Snævarr borgarhagfræðingur? Ráðningu frestað borgarmál Á fundi borgarráðs í gær var til afgreiðslu tillaga um að Sigurður Á. Snævarr, hag- fræðingur á Þjóðhagsstofnun, yrði ráðinn í embætti borgarhag- fræðings, en það var auglýst laust til umsóknar fyrir nokkru eftir að hafa verið ósetið um hríð. Minnihluti sjálfstæðismanna í borgarráði óskaði eftir frestun á afgreiðslu tillögunnar þar sem beðið var um skýringar hvers- vegna þyrfti að ráða í embættið nú. Sigurður Á. Snævarr er for- stöðumaður tekjuathugana og tekjuspár hjá Þjóðhagsstofnun, er í ritstjórn þjóðhagsáætlunar og þjóðarbúskapar, og hefur sinnt sérstökum verkefnum á sviði launamála, húsnæðis- og líf- eyrismála. Hann hefur einnig verið í verkefnastjórn evrópskra rannsóknarstofnana um þróun smárra- og meðalstórra fyrir- tækja. ■

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.