Fréttablaðið - 01.08.2001, Page 22

Fréttablaðið - 01.08.2001, Page 22
1 FRÉTTABLAÐIÐ 1. ágúst 2001 MIÐVIKUPAGUR Nýjum nágranna fagnað: Clinton fluttur til Harlem forseti íbúar Harlem í New York héldu hátíð til að fagna því að Bill Clinton, fyrrverandi bandaríkja- forseti, flutti inn í nýjar skrifstof- ur sínar í hvefinu í fyrradag. Mót- tökurnar, sem Clinton fékk, voru framúrskarandi hlýlegar og þús- undirnar sem söfnuðust saman á einum heitasta degi sumarsins létu gleði sína yfir nýja nágrannanum óspart í ljós enda er það talið til marks um endurreisn Harlem að Clinton hafi valið að slá sér þar niður með sig og sitt starfslið. Meðal viðstaddra voru framá- menn í samfélagi svartra íbúa New York, auk þingmanna og stjórnmálaleiðtoga í borginni. ■ VINSÆLL NÁGRANNI íbúar Harlem tóku á mótl Bill Clinton eins og stjörnu. Nýsköpun í ferðaþjón- ustu: Skoðunarferð í boði CIA og KBG WASHINGTON.AP Tveir gamlir and- stæðingar, annar var njósnari fyr- ir CIA en hinn fyrir KGB, hafa tekið höndum saman um að bjóða ferðamönnum skoðunarferðir um þá staði í Washingtonborg sem helst koma við sögu njósnastar- semi í kaldastríðinu. Peter Earnest, CIA-maður á eftirlaunum og Oleg Kalugin, fyrrverandi yfirmaður KGB í Bandaríkjunum bjóða nú upp á tveggja klukkustunda rútuferð LEYNDARMÁL AFHJÚPUÐ Peter Earnest, starfaði í 35 ár i CIA og Oleg Kalugin, fyrn/erandi KGB-maður hafa í sameiningu gróðursett nýjan vaxtarbrodd í ferðaþjónustu Washington-borgar. um borgina og benda á þá staði þar sem njósnarar og gagnnjósn- arar áttu leynilega fundi, aðra staði þar sem komið var fyrir hljóðnemum og myndavélum og svo staðina sem föðurlandssvikar- arnir völdu til að afhenda and- stæðingunum ríkisleyndarmál í skiptum fyrir peninga. ■ Hrafn Jökulsson hefur gert það sem aðrir blaðamenn hefðu átt að gera. í tilefni af um- mælum Davíðs Oddssonar um að sjálfstæðismenn axli ábyrgð las hann ævisögu Jóns G. Sólnes, skráða af Halldóri Halldórssyni blaðamanni. „Jón leiddi lista Sjálf- stæðismanna á Norðurlandi eystra öðru sinni í kosningunum 1978, kominn fast að sjötugu en fullur starfsorku og metnaðar,“ segir Hrafn á Pressan.is. „ Árið eftir var enn boðað til þingkosn- inga og Jón G. Sólnes sýndi sann- arlega ekki á sér neitt fararsnið úr efsta sætinu. En þá fóru skrýtnir hlutir að gerast. Skömmu áður en Sjálfstæðis- menn komu saman til að ganga frá framboðslistanum birtúst fréttir í dagblöðum um að Jón G. Sólnes hefði bæði látið Alþingi og Kröflunefnd borga reikninga fyr- ir símakostnaði sínum. Þingmað- urinn hefði þannig fengið borgað tvisvar fyrir sama reikninginn." Jón G. Sólnes viðurkenndi aldrei að hann hefði gert neitt rangt, „ segir Hrafn. „Hann kenn- di pólitískum metnaði Halldórs Blöndal um fjaðrafokið vegna ; „símamálsins" en Halldór var einn þriggja skoðunar- manna ríkisreikn- ings sem vöktu at- hygli forseta Al- þingis á málinu. Halldór hafði þrisvar skipað þriðja sætið á lista Sjálfstæðismanna á Norðurlandi eystra og jafn oft endað sem varaþingmaður. Halldór gat ekki beðið lengur, sagði Jón G. Sólnes. En þetta snerist ekki bara um kynslóðaskipti í frumskóginum: Halldór var pólitískur fósturson- ur Jóns gamla; heimagangur, skjólstæðingur, fóstri, vopnabróð- ir - vinur. Þetta var sárt. „Satt að segja fyrirlít ég Halldór Blön- dal,“ segir Jón G. Sólnes, eftir að hafa rifjað upp tildrög þess að honum var hrundið úr foringja- sæti Sjálfstæðismanna í kjör- dæminu. Allt er þetta mikil saga“, segir Hrafn, „og ég er Davíð Odds- syni þakklátur fyrir að hafa rifj- að upp nafn Jóns G. Sólnes. Ævi- sagan er stórskemmtileg lesning fyrir áhugamenn um pólitík og mannlegt eðli. Mér finnst það hinsvegar hæpin sagnfræði (eða bíræfin gamansemi) hjá forsæt- isráðherra að halda því fram að Jón G. Sólnes hafi „axlað ábyrgð" vegna mistaka sem hann gerði. Menn axla ábyrgð með því að viðurkenna mistök. Það gerði Jón G. Sólnes aldrei. Jón sagðist einfaldlega hafa ver- ið „rekinn af þingi". Og að ábyrgðin liggi hjá Halldóri Blön- dal. Hann hafi lagt á ráðin, brýnt rýtingana." HALLBJÖRN HJARTARSON Frumkvöðull Kántrýhátíðarinnar á Skagaströnd. Ætlar að flytja vinsælustu lögin sín Hallbjörn Hjartarson og Lukku Lákarnir sjó- aðir og klárir. Engin önnur tónlist nema kán- trýtónlist. kántrý Kántrýhátíðin á Skaga- strönd verður haldin nú um versl- unarmannahelgina rétt eins og undanfarin ár. Frumkvöðull að þessari hátíð er Hallbjörn Hjartar- son, verslunar-, tónlistar- og út- varpsmaður á Skagaströnd. „Fyrsta Kántrýhátíðin var haldin að minni tilstuðlan árið 1984 og svo aftur ári síðar. Svo datt hún niður í nokkur ár þegar ég var í mínum veikindum en frá því hefur hún verið árlegur viðburður og heima- menn eru farnir að líta á hana sem fastan punkt í tilverunni." Hallbjörn sagðist búast við fjölmenni í ár en á hátíðinni í fyrra voru um 10.000 manns sem mættu og vonaðist hann til að svo yrði aftur. „Það verður fjölbreytt dagskrá í gangi alla dagana. Ég ætla að troða upp ásamt hljóm- sveit minni „Lukku Lákunum" og flytja mín vinsælustu lög.“ Hall- björn var beðinn um að telja upp þau allra vinsælustu og þau eru: Hann er vinsæll og veit af því, Sannur vinur, Kúreki norðursins, Komdu út í kvöld með mér að ógleymdu Kántrýhátíðarlaginu. „Eg og hljómsveitin leikum í Kán- trýbæ laugardags- og sunnudags- kvöld og svo komum við fram á innihátíðinni í íþróttahúsinu á laugardeginum og á útisviðinu á sunnudeginum." Hallbjörn sagði hljómsveitarmeðlimi koma hvað- an æva af landinu en hann væri sá eini frá Skagaströnd. „Við æfum allir í sitt í hvoru lagi og þegar við komum saman smellur þetta yfir- leitt saman eins og stafur í bók.“ Síðan bætti hann við stríðnislega „Við eru orðnir svo sjóaðir og klárir." Hallbjörn rekur, eins og flest- um er kunnugt um, útvarpsstöð á Skagaströnd. „Við sendum út all- an sólarhringinn og ég verð meira og minna við stjórnvölinn frá klukkan ellefu á morgnana til klukkan þrjú eða fjögur um nótt- ina nema þegar ég treð upp ásamt hljómsveitinni. Blaðamaður spurði vægast sagt aulalegrar spurningar þegar spurt var hvaða tónlist það væri sem myndi hljó- ma á öldum ljósvakans og fékk svarið: „Að sjálfsögðu er ekkert leikið annað en kántrýtónlist." Hallbjörn var spurður að því að lokum hvort innkoma hans yrði jafn glæsileg og undanfarnar Kántrýhátíðir. „Ég ætla að reyna það, það má ekki bregða út af van- anum. Maður þai'f að halda uppi dampinum í þessu.“ kolbrun@frettabladid.is Komdu fagnandi og gerðu góð kaup Hamingjutilboð Kaupir þú Citroén Xsara eða Xsara Picasso á Hamingjudögumfylgja álfelg- ur, litaðar rúður, vindskeið og króm á pústið með í kaupunum. Frábærar viðtökur Nú höfum við afhent íoo. Citroén- bílinn og í tilefni af þvi höldum við Hamingjudaga Citroén í Reykjavík og á Akureyri. Komdu og gerðu frábær kaup. FRÉTTIR AF FÓLKI tuytlnlk Brimborg Bildshöfða 6 Slmi 515 7000 Bnmborg Tryggvabraut 5 Reyöarf)ör&ur Bíley Búðareyn 33 Slmi 474 1453 Saitoss Betri bilasalan Hrísmýri 2a Simi 482 3100 Bilasalan Bílavik Njarðarbraut 15 Sirai421 7800 www.biimborg.is HORFÐU í NÝIAÁTT-SIÁÐU OTROÉN Citroen Xsara Picasso Sérlega glæsilegur 5 dyra fjölnotabíll með kraftmikilli 1,81 og 16 ventla vél. CitroenXsaia Frábærir aksturseiginleikar og þétt veg- grip. 1,61 og 16 ventla vél. LQ.QQ.kr. bnmborg 4

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.