Fréttablaðið - 03.08.2001, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 03.08.2001, Blaðsíða 8
8 FRÉTTABLAÐIÐ 3. ágúst 2001 FÖSTUPAGUR Nýsjálenskir vísinda- menn geta nú glaðst: Smokkar á heimskautið WELLINGTQN, NÝJA SIÁLANP. Ráða- menn í Nýja Sjálandi hafa ákveðið setja tvo smokkasjálfsala í stærstu bækistöð landsins á suð- urheimskautinu til þess að anna mikilli eftirspurn á meðal þeirra vísindamanna sem dvelja þar allt árið um kring við kuldalegar að- stæður. „Það koma mörg hundruð manns á stöðina yfir sumartím- ann og með þessu uppátæki erum við að gera vel við þá sem þar dvelja,“ sagði talsmaður bæki- stöðvarinnar. „Við tökum ábyrgð- inni sem við berum alvarlega." ■ RÆÐA MÁLIN Tony Blair og Fernando De la Rua, forseti Argentínu ræða málin við Igazu Falls skömmu eftir komu forsætisráðherrans. Opinber heimsókn: Blair í Argentínu IGAZU FALL5, ARGENTÍNU, AP. Tony Blair, forsætisráðherra Bret- lands, heimsótti í fyrradag Argentínu fyrstur breskra for- sætisráðherra í tvo áratugi, eða síðan Falklandseyjarstríðið var háð á milli landanna tveggja. Bla- ir sagði við komu sína til landsins að i heimsókninni muni hann ræða um þó efnahagsörðugleika sem verið hafa i landinu en ekki um stríðið, sem háð var árið 1982 og stóð yfir í 75 daga. „Það sem gerð- ist í fortíðinni tilheyrir fortíð- inni,“ sagði Blair ■ —«,— Vestmannaeyj ar: Ekið á tvær stúlkur lögreglumál Ekið var á tvær stúlkur í Vestmannaeyjum um tvöleytið í fyrrinótt. Maðurinn sem ók er grunaður um ölvun við akstur og var hann fluttur í fanga- geymslur lögreglu og var þar enn um miðjan dag í gær. Vitni að slysinu komu stúlkunum til að- stoðar þar til sjúkrabifreið kom á staðinn. Önnur stúlknanna slasað- ist töluvert og var flutt í sjúkra- flugi til Reykjavíkur en hin slas- aðist minna og var hún flutt á sjúkrahúsið í Vestmannaeyjum. Maðurinn hafði áður en hann olli slysinu ekið utan í vegg og á ljósa- staur. Að sögn lögreglu er maður- inn ekki frá Vestmannaeyjum. Einnig hafði lögreglan í Vest- mannaeyjum afskipti af heima- manni um miðnætti í gærkvöldi sem þótti í annarlegu ástandi. Við nánari eftirgrennslan fundust á honum tvær e-töflur og viður- kenndi hann að hafa þegar neytt einnar töflu. Maðurinn var færð- ur í fangageymslur lögreglunnar og var þar enn þegar Fréttablaðið hafði samband. ■ | LÖGREGLUFKÉTTIR | T ögreglan í Reykjavík handtók JLitvo menn eftir innbrot í BM- Vallá um klukkan hálf fjögur í fyrrinótt. Hafði sést til mann- anna þegar þeir brutu rúður og fóru inn og beið lögreglan þeirra þegar þeir komu út með tölvu- myndavarpa. Lögfræðingar fyrrum forseta Filippseyja: Estrada mun bera vitni MANILA. FILIPPSEYJAR. AP. Joseph Estrada, fyrrverandi forseti Fil- ippseyja, var í gær gert að mæta til réttarhalda í októbermánuði vegna ákæru um meinsæri, en hann hefur einnig verið ákærður fyrir fjár- drátt. Lögfræðingar hans segja að hann muni þá í fyrsta sinn bera vitni gegn þeim spillingarásökun- um sem leiddu til þess að hann hrökklaðist úr forsetaembætti eftir að hætt hafði verið við ákæruréttar- höld yfir honum. Að sögn lögfræð- inga hans mun Estrada halda því fram við réttarhöldin að hann hafi aldrei gefið upp rangar uppýsingar um eignir sínar og að hann hafi ekki átt hlut í 55 fyrirtækjum, eins og hann hefur verið sakaður um. Estrada var handtekinn þann 25. apríl fyrir fjárdrátt, sakaður um að hafa dregið til sín um 7,5 milljarða króna, sem komu sem mútufé frá þeim sem sáu um ólöglegt fjár- hættuspil og frá hluta af tóbaks- sköttum í landinu. ■ Estrada svarar spurningum fréttamanna eftir að honum hafði verið gert að mæta til réttar í október vegna meinsærisákæru. Flann hefur undanfarið dvalið á hersjúkrahúsi á Filippseyjum. Liðin tíð að fólk fái uppgefið ólíkt bílverð Samdráttur í sölu nýrra bíla og jafnvægi í sölu á þeim notuðu. Verð í dag nær raunverði bílsins en áður. Framboð og eftirspurn eftir notuðum bílum mikil. bílar Samkvæmt bráðabirgðar- tölum Skráningarstofunnar hefur orðið samdráttur í sölu nýrra bíla á fyrstu sjö mánuðum ársins mið- að við árið í fyrra og nemur mun- urin tæplega 45%. Fréttablaðið kannaði hvort samdráttur í kaup- um á nýjum bílum hefði einhver áhrif á sölu notaðra bíla og ræddi við Sigríði Jóhannesdóttur, annan eiganda bílasölunnar Evrópu. „Ég sé enga áþreifanlega aukningu í sölu á notuðum bílum. Við byrjuð- um árið rólega en síðan hefur sal- an tekið vel við sér og finnst mér vera meira jafnvægi nú en oft áður.“ Sigríður sagði framboð á not- uðum bílum gott og eins væri eft- irspurnin mikil. „Maður fann fyr- ir því í vor að fólk hélt að sér höndunum í bílakaupum og sjálf- sagt hefur það verið svo á öllum sviðum þjóðfélagsins. Umræðan þá snérist að miklu leyti um að- hald og það kemur alltaf af stað ákveðinni hræðslu hjá fólki að fara þá út í bílakaup þar sem þau eru mjög háð lánum. En það er að sýna sig núna að bílasala er að ná aftur stöðugleika og við erum mjög bjartsýn á framhaldið." Sigríður sagði enga eina teg- und bíla vinsælli hjá kaupendum. „Það er helst að maður geti talað um ákveðna verðblokk sem fólk fer eftir en það eru bílar á um og yfir milljón krónum sem mesta hreyfingin er í. Sigríður sagði töluverða breytingu hafa orðið á verðlagi bíla. „Við á Evrópu sem bæði seljum fyrir bílaumboð og einstaklinga finnum það að um- boðin eru mun stífari á verði heldur en hinn almenni seljandi. Auðvitað er alltaf hægt að gera góð kaup innan um en það er al- veg liðin tíð að það sé svona rosa- legur munur á ásettu verði og svo aftur raunverði bílsins." Sagði Sigríður hinn nýja sameiginlega gagnagrunn Bílgreinasambands- ins hafi átt sinn þátt í því að kaup- endur fái bíla nær raunverði heldur en áður. Sagði hún bíla þar reiknaða út eftir akstri, aldri og afskriftum. „Þetta eru aðgengi- legar upplýsingar fyrir almenn- ing og þær eru að finna á Netinu og getur hver sem er fundið út raunverð bílsins nema náttúru- lega að bíllinn sé hlaðinn auka- hlutum en þá er sér verðlag. Það á að vera liðin tíð að fólk flakki á milli bílasala og séu að fá uppgef- SIGRÍÐUR JÓHANNESDÓTTIR Bendir fólki á að fara inn á vefsíðu Bílreinasambandsins þar sem með hægt er að finna út með auðveldum hætti raunverð bíla. ið ólíkt verð,“ sagði Sigríður að lokum. Þess má geta að slóðin inn á heimasíðu Bílgreinasambandsins er www.bgs.is koIbrun@frettabladid.is Samtök atvinnulífsins: Olöglegt verðsamráð atvinnulíf Samtök atvinnulífsins segja helming heilsugæslustöðva hafa hækkað gjald fyrir fjarvist- arvottorð eftir að Læknafélag ís- lands sendi út viðmiðunargjald- skrá. Slíkt verðsamráð geti ekki staðist ákvæði samkeppnislaga. SA gerir athugasemd við gjaldtöku lækna fyrir fjarvistar- vottorð til atvinnurekenda. Ekki sé að finna í lögum og reglugerð- um heimild fyrir slíkri gjaldtöku á heilsugæslustöðvum, heldur einungis heimild til að innheimta komugjald. SA segir einnig að hvergi sé tilgreint að heilsugæslulæknum sé heimilt að þiggja greiðslur fyrir útgáfu umræddra vottorða, en gjaldið rennur til læknanna sjálfra. Launakjör heilsugæslu- lækna eru heildarkjör sam- kvæmt úrskurði kjaranefndar og ekki er greitt fyrir aukaverk, nema í tilteknum tilvikum, sem ekki taka til vottorða vegna fjar- vista til atvinnurekenda. ■ VIBMIÐUNARGJALDSKRÁ send HEILSUGÆSLUSTÖÐVUM Læknaféiagið scndi leiðbeinandi gjaldskrá fyrir lækna, segir SA Eldgos: Etna gýs áfram Italía ap. Ekkert lát virðist vera á eldgosinu í Etnu. Þessi næturmynd var tekin af gosinu seint í fyrra- kvöld af suðurhlíð Etnu þar sem eldfjallið spúði gosi í allar áttir. Etna, sem stendur tæplega 11 þús- und fetum fyrir ofan Sikileyjar á Ítalíu hefur nú spýtt út gosi á suð- urhlíð fjallsins í um tvær vikur. Aska hefur dreifst víða um nær- liggjandi bæi og hafa bæjarbúar haft ( nógu að snúast við að sópa henni upp af götunum. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.