Fréttablaðið - 03.08.2001, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 03.08.2001, Blaðsíða 16
BEST í BÍÓ BJARNI HINRIKSSON myndasöguhöfundur Feðgarnir skemmtu sér „Ég fór með sjö ára syni mínum á Shrek og við skemmtum okkur báðir konunglega. Hún höfðar bæði til barna og fullorðinna. Höfundar hennar leika sér að ýmsum teiknimyndum, aðallega frá Disney, og gera grín að mörgu. Þó að söguþráðurinn sé ekki merkilegur er myndin byggð á skemmtiiegum persónum og samtölum. Syni minum fannst þetta besta mynd sem hann hafði séð." ■ FORRITARI f HÆTTU Frægð Ryan Phillipe skapaðist í unglinga- myndum. Hann er þessa dagana á myndbandsleigum bæjarins í The Way of the Gun. Antitrust frumsýnd: Stafræn samleitni og ofsóknaræði kvikmynpir Handritshöfundur Antitrust, Howard Franklin, hef- ur m.a. skrifað aðlögunina að Nafni rósarinnar eftir Umberto Eco. Hann hreifst nýlega af per- sónum og leynilegum ráðagerðum tölvuiðnaðarins. Þar svífast fyrir- tæki einskis í leit að uppgötv- unum og ungu bílskúraséníarnir eru einu skrefi á undan þeim. Franklin fór á stúfana og komst að því að handan við hornið er stafræn samleitni, sá hæfileiki allra stafrænna miðla að tala sam- an. Þegar þetta gerist mun margt breytast og sjónvörp, símar, tölv- ur og útvörp verða undir sama hatti. í kjölfarið á þessum upp- götvunum Franklin varð forritar- inn Milo (Ryan Phillippe) til. Hann er nýútskrifaður úr háskóla þegar forstjóri fyrirtækjasam- steypunnar N.U.R.V. (Never Und- erestimate Radical Vision) hefur samband við hann. Forstjórinn Gary Winston (Tim Robbins) hef- ur lengi verið átrúnaðargoð Milo og þó hann þurfi að snúa baki við hugsjónastarfsemi tekur hann til starfa hjá samsteypunni. Hann fær frábæra aðstöðu og kærastan hans (Claire Forlani) er hæstá- nægð með ráðahaginn. Fljótlega fer hinsvegar að þrengja að hon- um og maðkarnir skríða undan steinum N.U.R.V. Leikstjóri Antitrust heitir Pet- er Howitt. Hann skrifaði nýlega og leikstýrði sinni fyrstu mynd, Sliding Doors með Gwyneth Pal- trow. Sú sló í gegn, er fjórða vin- sælasta breska mynd sögunnar og vann til nokkurra verðlauna. ■ HEIMSVELDI ROBBINS Tim Robbíns kynntí sér hætti stjórnenda fyrirtækjasamsteypa og segist hafa skemmt sér konunglega við gerð Antitrust. 16 FRÉTTABLAÐIÐ 3. ágúst 2001 FÖSTUPAGUR HÁSKÓLABÍÓ HAGATORGI, SIMI 530 1919 Þar sem allir salir eru stórir BRIBGETJONES SDIASIY Sýnd kl. 4, 6, 8,10 og 12 Sýnd kl. 4, 6, 8,10 og 12 fii iviiiivmip jSHREK m/ensku tali kl.4,8,10ogl2| |theman who cried kl. 10.30 jSHREK m/íslensku tali kl. 4 og 6 \ |tomb raider kl. 4, 6, 10 og 121 |THE VIRGIN SUICIDE kl. 6, 8, 10ogl2| Itill sammans kl.sl ALFABAKKA 8. SIMI 587 8900 %zm Willfam H. Tca i tmni k V Sýnd kl. 3.50, 5.55, 8, 10.10 og 12.10 vrr 160 Sýnd kl. 3.40, 5.45, 8, 10.15 og 12.15 vit mi SHREK m/íslensku tali_____kl. 4.6og8|jaH jBRIDGETJONES DIARIES kl. 4,6,8og loj| jSHREK m/enskutali kl. 4,6,8,10 og 12pl| jCROCODILE DUNDEE IN LA kl.4og6j! DRIVEN M.10ogl2.10l^H jPEARL HARBÓF kl.8| FRÉTTIR AF FÓLKI Síðasta tískumyndin sem tekin var af þokkagyðjunni Marilyn Monroe verður brátt til sölu á uppboði. Mynd- irnar sem eru afar sjaldgæfar verða boðnar upp á Netinu á vef- Ék - slóðinni -M www.lelands.com. Myndirnar eru 1 ______ tíu talsins og voru teknar stut- tu áður en Marilyn dó úr of- neyslu eiturlyfja árið 1962, þá 36 ára gömul. Myndirnar voru eign Ian nokkurs Reid sem fékk þær að gjöf frá hafnarboltaleikman- ninum Joe DiMaggio, fyrrum eiginmanni Monroe. Reid geym- di myndirnar vandlega í nítján ár áður en hann ákvað að setja þær á uppboð. Það var ljósmynd- arinn Bert Stern sem tók mynd- irnar fyrir tímaritið Vogue en talið er að þær seljist að minnsta kosti fyrir 35,000 pund sem sam- svarar um fimm milljónum króna. Brad Pitt og eiginkona hans, leikkonan Jennifer Aniston, hafa loks fundið draumahúsið sitt. Þau borguðu 9,5 milljónir punda fyrir hús í Beverly IIills en það samsvarar einhverjum hund- ruðum milljónum íslenskra króna. Þau hafa nú verið gift í eitt ár en hafa hingað til búið í húsi Ani- ston í Hollywood hæðum. Nýja húsið var byggt árið 1930 og var eitt sinn í eigu leikarans Freder- ic March. Þar er að sjálfsögðu allt þetta hefðubundna sem kvik- myndastjörnur þurfa s.s. tennis- vellir, sundlaug, heitir pottar, sex svefnherbergi, lúxuskvik- myndasalur og vínkjallari svo eitthvað sé nefnt. Pitt, sem er 37 ára, þénar rúmar 14 milljónir punda á ári, sem eru tæpir tveir milljarðar króna, og hefur nýlok- ið við að leika í endurgerð á myndinni Ocean sem Frank Sinatra lék eitt sinn í. Aniston lauk nýverið við leik í sjöundu röðinni í þáttunum um Vini eða Friends þar sem hún leikur Rachel Green. Hún fær tugir milljóna króna fyrir hvern þátt. Allt orðið klárt fyrir stærstu ferðahelgi ársins Fjöldinn allur af útihátíðum er um verslunarmannahelgina. Skipuleggjendur eru klárir í slaginn og búast flestir vid að sín hátíð verði sú skemmtilegasta með besta veðrið. SKEMMTANIR Að vanda er boðið uppá ýmsar hátíðir víðs vegar um land um verslunarmanna- helgina. Hátíðirnar eru jafn fjöl- breyttar og þær eru margar en fjöldi þeirra slagar líklega hátt í annan tug. Á Vesturlandi, nánar tiltekið í Eldborg, munu margar af fræg- ustu hljómsveitum landsins troða upp. „Það er gríðarlega góð stemmning og miðasala hefur farið langt fram úr björtustu vonum. Við erum þegar búnir að selja meira en var á síðustu Eld- borgarhátíð," segir Einar Bárða- son, annar skipuleggjanda hátíð- arinnar. Á mánudaginn síðasta var þegar búið að selja 3.200 miða en Einar vissi ekki ná- kvæma tölu þegar Fréttablaðið hafði sambandi við hann í gær. „Við erum búnir að auka við við- búnað og erum að fókusera á hluti eins að það byrjar fólk að týnast hingað í kvöld þótt skipu- lögð hátíð hefjist ekki fyrr en á morgun [í dag]. „Það gengur bara allt ljóm- andi hjá okkur hérna á Skaga- strönd," sagði Hallbjörn Hjarta- son, aðalskipuleggjandi kántrý- hátiðarinnar á Skagaströnd. „Við vorum með rúmlega 10.000 f TJALDI Búast má við að margir muni gista í tjöldum um helgina enda stærsta ferðamanna- helgin framundan. Ef taka má mark á orðum skipuleggjenda hátíðanna verður rjóma blíða út um allt land. TRÚBADORINN Árni Johnsen mun að vanda sjá um Brekkusönginn á Þjóðhátíð. „Hann kom til landsins í fyrradag og mun að sjálf- sögðu spila," segir Birgir Guðjónsson, for- maður Þjóðhátíðarnefndar. manns í fyrra og ætli við gerum ekki ráð fyrir svipuðum fjölda í ár.“ Að sögn Hallbjarnar er fólk þegar byrjað að streyma á hátíð- ina. „Við stefnum að því að hafa þetta fyrir fjölskyldufólk frekar en einstaklinga." „Við erum bara klárir í slag- inn,“ sagði Bragi V. Bergmann, hjá fyrirtækinu Fremri sem sér um skipulagningu hátíðarinnar Ein með öllu á Akureyri. „Það er glæsileg dagskrá í boði sem kost- ar ekki neitt. Það verður eitthvað á torginu alla daganna og það verður lokahápunktur á Akur- eyrarvelli á sunnudagskvöld." Bragi segir veðurspánna góða. „Reynslan hefur sýnt að veðrið batnar alltaf þegar nær dregur. Það er alltaf gott veður á Akur- eyri þannig að það er gott hljóð í öllum hérna.“ Þjóðhátíð í Eyjum er alltaf jafn vinsæl að sögn Birgis Guð- jónssonar, formanns Þjóðhátíðar- nefndar.“Straumurinn liggur til Eyja, ég held að það sé alveg á hreinu. Við erum búnir að fá þær upplýsingar að það verði mikil traffík hérna í dag í flugi. Herj- ólfur er síðan kjaftfullur í tvær ferðir og svo er Eldingin byrjuð að sigla á milli og gerir það næstu tvo til þrjá daga.“ Aðalsteinn Gunnarsson móts- stjóri bindindismótsins í Galta- læk segir undirbúning ganga vel. „í fyrra komu um þrjú þúsund manns og aðsóknin er á uppleið." Fjöldi fólks er þegar komið í skóginn og aðspurður um veðrið sagði Aðalsteinn. „Veðrið? Hvað getur maður sagt um veðrið? Ég hef aldrei upplifað slæmt veður í Galtalæk. Þetta er útivistarpara- dís.“ Það er augljóst að allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi um helgina hvar sem er á land- inu. kristjan@frettabiadid.is NABBI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.