Fréttablaðið - 03.08.2001, Blaðsíða 7
FÖSTUPAGUR 3. ágúst 2001
FRÉTTABLAÐIÐ
7
Bátum hvolfir í Skaftá:
Ovissan hræðileg
Herdómstóll í Palestínu:
Svikari
dæmdur
til dauða
jerúsalem. flP. Palestínskur herdóm-
stóll dæmdi í gær fimmtugan
Palestínubúa til dauða fyrir að að-
stoða ísraelsher í banvænni árás.
Með dómnum eru palestínsk
dómsvöld að reyna að stemma stigu
við allri mögulegri samvinnu á milli
þjóðanna tveggja sem gæti átt sér
stað í dómsölum eða úti á götu. Mað-
urinn viðurkenndi við réttarhöldin
að hafa látið ísraelsmönnum í té
upplýsingar um ferðir Salah
Darwazeh, sem myrtur var þann 25.
júlí þegar ísraelsk eldflaug spreng-
di upp bíl hans. ■
SLYS Mun betur fór en á horfðist
á miðvikudagskvöldið þegar
tveir Zodiak-gúmmíbátar, með
starfsfólk Flugleiðahótelsins að
Kirkjubæjarklaustri og leið-
sögumenn þeirra, steyttu á skeri
í Skaftá rétt fyrir neðan bæinn
Hunkubakka og 12 manns féllu
útbyrðis. Alls voru 19 um borð í
þremur bátum og til allrar ham-
ingju var báturinn sem ekki
hvolfdi síðastur í röðinni.
„Menn vissu ekki hverjir
hefðu farið í ána og hverjir
ekki,“ sagði Kristján Gíslason,
enn yfirmanna Flugleiðahótels-
ins en ferðinni var ætlað að vera
starfsfólki hótelsins til skemmt-
unar þar sem það býr sig nú und-
ir að vinna eina mestu ferða-
helgi ársins, verslunarmanna-
helgina. Fólkið sem var í bátun-
um var á öllum aldri, frá 15 til 51
árs.
„Við vorum með lista yfir
hverjir fóru í ferðina og þegar
við töldum að flestir væru
komnir upp á árbakkann ákváð-
um við að fara upp í félagsheim-
ili og telja hausana. Þá kom í ljós
að allir höfðu skilað sér,“ sagði
Gísli. ■
SLUPPU VEL
Eftir slysið sat fólkið saman í félagsheimilinu Kirkjuhvol á Kirkjubæjarklaustri. Ein kona var
flutt til Reykjavíkur til frekari aðhlynningar og heilsast henni vel. Samtals fóru 12 manns í
ána og var á tíma tvísýnt með líf tveggja þeirra. Á myndinni er Kristján Glslason.
METHAFAR
Jóhann Friðgeir Valdimarsson tenór og
Guðmundur Sigurðsson fylltu Hallgríms-
kirkju í gær.
Bjargaði fötluðum
vini sínum úr ánni
Hádegistónleikar:
Húsfyllir í
Hallgríms-
kirkju
tónleikar Jóhann Friðgeir Valdi-
marsson tenór og Guðmundur
Sigurðsson organisti settu að-
sóknarmet á hádegistónleikum í
Hallgrímskirkju í gær. Um 600
manns fylltu kirkjuna og hlýddu á
listamennina flytja nokkur af fal-
legustu lögum liðinna alda. Að
sögn aðstandenda tónleikaraðar-
innar Sumarkvölds við orgelið
áttu þeir von á góðri aðsókn en
hún fór þó fram úr björtustu von-
um.
Áheyrendur kunnu vel að meta
flutning þeirra félaga og klöpp-
uðu þeim lof í lófa lengi eftir að
síðasti tónninn dó út. Jóhanns
Friðgeir syngur aftur í Sjallanum
á Akureyri á laugardagskvöld. ■
♦
Arafat hitti Jóhannes Pál páfa í gær og gaf
honum þá þetta forláta jötubox frá Bet-
lehem. ftalir og Vatikanið hafa lengi stutt
við bakið á Palestínumönnum í deilu þeir-
ra við Israela.
Yasser Arafat heimsækir
Italíu:
Hitti
Berlusconi
og páfann
róm. ap. Yasser Arafat, leiðtogi
Palestínumanna, heimsótti Ítalíu í
gær. Lýsti hann því yfir að hann
muni berjast fyrir því að vopnar-
hléi verði komið á við ísraela.
„Frá Róm vil ég að öllu ofbeldi
linni, þar á meðal sprengingum,
auk þess sem ég vil að alþjóðlegir
eftirlitsmenn verði sendir á vett-
vang á átakasvæðinu," sagði Ara-
fat við lok heimsóknarinnar. Ara-
fat hitti m.a. Silvip Berlusconi,
forsætisráðherra Ítalíu og Jó-
hannes Pál páfa II í heimsókn
sinni, sem stóð yfir í sólarhring. ■
Ungur maður stekkur út í Skaftá til þess að bjarga fötluðum æskuvini sínum. Hann spáði lítið í það
hversu köld áin var áður en hann lét vaða. Taldi víst að hann kæmist ekki af sjálfsdáðum á þurrt.
SLYS Það er ekki á hverjum degi
sem íslendipgar eignast hvunn-
dags hetju. Á miðvikudagskvöldið
—sl. þegar 12 manns
lentu út í Skaftá -
6 gráðu heita jök-
ulána - kom það í
Ijós að í Sveini
Hreiðari Jenssyni,
18 ára pilti frá
Kirkjubæjar-
klaustri, leyndist
ein slík.
Hann horfði á
vinnufélaga sína
steyta bátum sín-
um á skeri og
detta út í ána. Einn
„Maður spáði
ekkert í það
sem var að
gerast, heldur
einungis hvað
það væri sem
ég þyrfti að
gera til þess
að ná honum
- mér var
drullusama
um kuldann."
æskufélagi Sveins og jafnaldri
sem á við fötlun að stríða var
meðal þeirra sem flutu framhjá
honum þar sem hann stóð á ár-
bakkanum í bol og stuttbuxum.
Hann hugsaði sig ekki tvisvar um
heldur stökk út í ána vini sínum til
bjargar.
„Eg var að horfa á hópinn frá
brú sem liggur yfir ána og ætlaði
að taka mynd af þeim þegar hann
kæmi undir brúna. Síðan sé ég
fólkið koma álengdar, eitt og eitt,
og það var augljóst að bátnum
hefði hvolft. Síðan sá ég síðasta
bátinn og hann var á réttum kili
og allir enn í honum,“ sagði
Sveinn.
í sömu mund sá hann vin sinn
koma undir brúna og þar sem
hann vissi af fötlun hans taldi
hann víst að erfitt gæti reynst
honum að komast á land af sjálfs-
dáðum.
„Ég hleyp þarna meðfram ánni
og sá að þarna var einn leiðsögu-
maður að reyna að húkka hann
upp með einhverju bandi og það
var auðséð að hann var ekkert að
ná því. Ég stökk því út í,“ sagði
Sveinn.
Hann sagði að adrenalínið
hefði verið í botni hjá honum því
hefði hann ekki fundið fyrir kulda
eða hræðslu þegar hann stökk út í
kalda ána.
„Maður spáði ekkert í það sem
var að gerast, heldur einungis
hvað það væri sem ég þyrfti að
gera til þess að ná honum - mér
var drullusama um kuldann."
Sveinn er ekki mikill sundmað-
ur en hann hefur þó leikið sér að
því að synda í ánni þar sem hún er
lygnari en þá alltaf klæddur þurr-
búning.
„Það má heldur ekki gleyma
því að einn af leiðsögumönnunum
kom konu þarna til bjargar sem
hafði dottið út ánna og var síðar
flutt til aðhlynningar til Reykja-
víkur.“
omarrafrettabladid.is
HÖFUÐ UNDIR VATNI
Sjónarvottar segja að vinur Sveins hefði
verið með höfuðið undir vatni þegar að
Sveinn stökk út í ána til þess að koma
honum til bjargar. Sveinn segir að hver
sem er hefði gert þetta og gerir lítið úr
hetjudáð sinni. Hótelstjóri Flugleiðahótels-
ins er ákaflega stoltur af hetjunni sem
venjulega starfar í eldhúsi hótelsins.
Bátum hvolfir í Skaftá:
Bidin langa
slys „Frá því að bátunum hvolfdi
og þar til að fólkinu hafði verið
komið upp í félagsheimili leið einn
og hálfur tími og beið fólkið í þann
tíma í mikilli óvissu - enginn vissi
í raun hvort einhverjum hefði ekki
tekist að komast upp úr ánni eður
ei,“ sagði Bessi Þorsteinsson, hót-
elsstjóri og einn þeirra sem biðu
eftir því að heyra um örlög starfs-
manna sinna og félaga.
„Björgunarsveitarmenn voru
farnir að labba bæði upp og niður
með ánni þegar þetta gerist og
engin vissi hvort einhver væri enn
ófundin. Þá hafði enn ekki farið
fram manntal og því óvíst hvort
um einhver líf væri að tefla eður
ei,“ sagði Bessir og segir þegar
hann er spurður hvort það hafi
ekki verið mikill léttir fyrir fólkið
þegar búið var að telja hausana,
„þú getur rétt ímyndað þér.“
Bessi er sannfærður um það að
lífi hans og annarra sé féllu í ána
hafi verið bjargað sökum þess hve
vel bæði leiðsögumennirnir,
starfsfólk lögreglu og björgunar-
sveitarmenn tóku á ringulreiðinni
sem myndaðist. Hann bað Frétta-
blaðið að koma til þeim kærum
þökkum. ■
SAMHENT HÓTELSTARFSFÓLK
Bessi segir að á meðan beðið var fregna af
starfsfólkinu hafi tímin nánast staðið í
stað. Þeir sem fóru I ferðina þurftu ekki að
mæta til vinnu i dag á meðan þeir náðu
sér eftir volkið og geðshræringuna, en
flestir mættu þó, „enda mikill samhugur í
fólki hér á hótelinu," sagði Bessi.