Fréttablaðið - 03.08.2001, Blaðsíða 19
FÖSTUDAGUR 5. ágúst 2001
FRÉTTABLAÐIÐ
19
Nýtt bókasafn í Alexandríu:
Reist á fornri frægð
alexandrIa. ap Nýtt og glæsilegt
bókasafn hefur verið reist í
borginni Alexandríu í Egypta-
landi, einungis fáeinum metrum
frá þeim stað þar sem talið er að
hið fornfræga bókasafn þar í
borg hafi staðið þangað til það
brann fyrir um tvö þúsund
árum. Safninu er ætlað að end-
urvekja að einhverju leyti anda
hins forna bókasafn ásamt því
að vera alþjóðleg rannsóknar-
miðstöð með aðdráttarafl fyrir
fræðimenn hvaðanæva úr heim-
inum.
Mörgum þykir mannréttinda-
ástandið í Egyptalandi reyndar
ekki vera góður jarðvegur fyrir
stofnun af þessu tagi, og marg-
víslegar tafir hafa orðið á bygg-
ingu þess auk þess sem fáar
tryggingar þykja vera fyrir því
að bókakostur safnsins standi
undir væntingum.
Hið forna bókasafn í Alex-
andríu var eitt merkasta bóka-
safn sögunnar, en það brann að
stórum hluta árið 48 fyrir Krist
þegar Júlíus Cæsar réðst inn í
borgina. í safninu voru um það
bil fimm hundruð þúsund bók-
rollur með öllum helstu verkum
fornaldar í vísindum og heim-
speki og hefur bruninn án efa átt
sinn þátt í því að mörg þeirra
verka eru glötuð. ■
STÓR BÓK f STÓRU SAFNI
Fyrstu bækurnar eru þegar komnar í safn-
ið, sem verður þó ekki opnað almenningi
fyrr en á degi bókarinnar, þann 23. apríl
árið 2002.
ÚTIVIST
Risastór heitur
pottur
Sundlaugin á Reykjanesi við
ísafjarðardjúp er einhver
sérstæðasta sundlaug landsins.
Eiginlega er hún fremur eins og
risastór heitur pottur en sund-
laug. Hún er ein af fáum laugum
á landinu sem er byggð 50 metr-
ar á lengd en búið er að taka 4
metra af lauginni með trétröpp-
um niður í hana sem einnig
þjóna þeim tilgangi að verja
sundlaugargesti gegn heitum
vatnsstrauminum. Hitastig
laugarinnar er það hátt að hún
telst varla henta sérlega vel til
að iðka sundíþrótt. Hins vegar
er dásamlegt að vera í lauginni,
SUNDLAUGIN f REYKJANESl
SturtugjaÍd 150
opið milli 8 og 11
einkum snemma á morgnana og
seint á kvöldin þegar lygnast er.
í lauginni eru bekkir til að sitja á
sem auka enn á heitapottsstemn-
inguna. Ágæt sólbaðsaðstaða er
við sundlaugina og gufubað.
Sturtu- og búningsaðstöðu mætti
áð ósekju hressa upp á. Rétt er
að taka fram að sundlaugagestir
eru í lauginni á eigin ábyrgð.
Steinunn Stefánsdóttir
Ungur Norðmaður, Stian Rönning, sýnir
nú í Gallerí Geysi við Ingólfstorg.
Sýningin hefur yfirskriftina Sérð Þú það
sem Eg sé. Hann sýnir Ijósmyndir sem
eru teknar á Thailandi, Laos, Noregi og
ísland á árunum 1999 til 2001. Sýningin
stendur til loka ágúst
Þóra Sigurþórsdóttir leirlistarkona sýnir
i Gullsmiðju Hansínu Jens að
Laugavegi 20b.
i Listasafni Kópavogs, Gerðarsafni
stendur nú sýning á verkum Gerðar
Helgadóttur, Glerlist og höggmyndir. f
tilefni sýningarinnar er kynning á minja-
gripum sem hópur hönnuða hefur
unnið út frá verkum Gerðar.
Minjagripirnir eru silfurmunir, postulín,
slæður, bolir og minnisbækur og verða
þeir til sölu í safninu. Sýningin stendur
til 12. ágúst og er opin alla daga nema
mánudaga frá 11-17.
fslenskar þjóðsögur og ævintýri er
þema sumarsýningar Safns Ásgríms
Jónssonar við Bergsstaðastræti 74 í
Reykjavík. Á sýningunni eru margar af
frægustu þjóðsagnamyndum lista-
mannsins og þar má sjá vinnustofu,
heimili og innbú hans. Sýningin stendur
til 1. september.
í Listasafni Reykjavíkur -
Kjarvalsstöðum er sýning sem ber
nafnið Flogið yfir Heklu. Sýningarstjóri
er Einar Garibaldi Eiríksson myndlistar-
maður og prófessor við Listaháskóla
íslands. A sýningunni getur að líta mis-
munandi myndir Heklu sem sýndar eru
hlið við hlið. Sýningin stendur til 2. sep-
tember.
í miðrými Kjarvalsstaða er sýning
sem ber yfirskriftina 1461 dagur. Þar
sýnir Grétar Reynisson vaxtarverkefni
af þeirri tegund sem á ensku væri kallað
„work in progress." Sýningin stendur til
19. ágúst
Yfirlitssýning Errósafnsins stendur í
Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi.
Fjórir listamenn sýna í Nýlistasafninu.
Þeir eru Daníel Þorkeli Magnússon í
Gryfju, Ómar Smári Kristinsson á palli,
Karen Kirstein í forsal ogPhilip von
Knorring í SÚM-sal.
Sýningin List frá liðinni öld stendur yfir í
Listasafni ASÍ. Á sýningunni eru önd-
vegisverk úr eigu safnsins. Sýningin
stendur til 12. ágúst.
Sumarsýning Listasafns Islands nefnist
Andspænis náttúrunni. Á henni eru
verk eftir íslendinga í eigu safnsins og
fjallar hún um náttúruna sem við-
fangsefni íslenskra listamanna á 20. öld.
Opið er frá kl. 11 til 17 alla daga nema
mánudaga og er aðgangur er ókeypis á
miðvikudögum. Sýningin stendur til 2.
september.
Ferðafélagið:
Þórsmörk
og Esja
gönguferðir Ferðafélag fslands
býður að vanda upp á fjölbreyttar
gönguferðir um verslunarmanna-
helgina. Hraðganga verður um
Laugveginn frá Landmannalaug-
um í Þórsmörk og er uppselt í þá
gönguferð. Þá verður einnig boðið
upp á göngudagskrá í Þórsmörk.
Farið verður frá Reykjavík kl. 19 í
kvöld og dvalið í skála Ferðafé-
lagsins í Langadal í 3 nætur. Nauð-
synlegt er að panta í þessa ferð. Þá
verður boðið upp á dagsgöngu í
Esju á mánudag og verður lagt af
stað frá BSÍ klukkan 10:30. ■
FULLTRÚAR TVEGGJA KYNSLÓÐA
Hörður Áskelsson organisti og Helgi Hrafn Jónsson básúnuleikari halda tónleika I Hallgrímskirkju um helgina. Þeir ætla að leika tónlist og
leika sér í tónlist að sögn Harðar.
Tenórbásúna og orgel í Hallgrímskirkju um helgina:
Frumflutningur og spuni
tónleikar Þeir sem ætla að sitja
heima um verslunarmannahelg-
ina eiga þess kost að njóta tón-
leika í Hallgrímskirkju bæði í há-
deginu á morgun og á sunnudags-
kvöld en þessir tónleikar eru
undir merkjum tónleikaraðarinn-
ar Sumarkvöld við orgelið. Flytj-
endurnir eru Hörður Áskelsson
sem er tónlistarunnendum af
góðu kunnur og Helgi Hrafn
Jónsson, 21 árs gamall básúnu-
leikari.
Helgi hóf básúnunám sitt 8 ára
gamall og lauk einleikaraprófi frá
Tónlistarskólanum í Reykjavík
vorið 1999. Síðan hefur hann
stundað framhaldsnám við Tón-
listarháskólann í Graz í Austur-
ríki.
Á efnisskránni er bæði gömul
og ný tónlist. Þeir félagar flytja
aðallega perlur frá barrokktíman-
um en einnig frumflytja þeir verk
eftir tónskáldið unga, Huga Guð-
mundsson, á sunnudagskvöld.
„Verkið er samið fyrir okkur,“
segir Helgi Hrafn. „Við Hugi
erum mjög góðir vinir og vorum
báðir að syngja með Röddum Evr-
ópu í fyrrasumar. Undir lok ferða-
lagsins vorum við staddir í Santi-
ago á Spáni, í munkaklaustri þar
sem við bjuggum og eitt kvöldið
þegar við sátum á svefnbekkjun-
um okkar var ég að segja Huga
frá þeim draumi mínum að spila
hér í Hallgrímskirkju með Herði.
Þetta samtal endaði með því að ég
pantaði verkið."
Á tónleikunum á laugardag
munu Hörður og Helgi Hrafn
spinna saman á hljóðfæri sín út
frá sálmalagi eftir Hörð.
„Spuninn er okkar leið til að leika
okkur enn þá meira en við megum
í hinum verkunum," segir Hörður.
„Það er aldagömul hefð organista
í Miðevrópu aö spinna og líklega
eina klassíska tónlistargreinin
þar sem spuni hefur alltaf verið
iðkaður. En það er fyrst á okkar
dögum sem farið er að gefa þessu
gaum.“
Á sunnudaginn ræðst Helgi
Hrafn svo í það stórvirki að flytja
sellósvítu nr. 2 eftir Bach á
básúnu og telst það til nokkurra
tíðinda. „Það er erfitt að líkja eft-
ir sellóinu þannig að maður nálg-
ast þetta öðruvísi. Samt er mesta
hjálpin að hlusta á sellista til að
læra verkið og fá ólíkar hliðar á
því. Þetta er geysilega erfitt fyrir
básúnu. Ég hef verið að vinna í
þessu verki síðustu ár og stíft síð-
asta hálfa árið,“ segir Helgi
Hrafn.
Tónleikarnir á morgun hefjast
kl. 12.00 en á sunnudagskvöldið
hefjast tónleikarnir kl. 20.00.
steinunn@frettabladid.is
Purcell og Bach í Skál-
holti um helgina:
Fjöldi
tónleika
skálholt Nú um verslunarmanna-
helgina er fjórða tónleikahelgi
Sumartónleika í Skálholtskirkju
en þar verða leiknar tríósónötur
eftir Henry Purcell og verk fyrir
tvo sembala eftir Johann Sebasti-
an Bach.
Sónöturnar verða fluttar í
tvennu lagi og eru það fiðluleikar-
arnir Jaap Schröder og Svava
Bernharðsdóttir, Sigurður Hall-
dórsson cellóleikari og orgelleik-
arinn Kee de Wijs sem flytja þær
og semballeikararnir Elín Guð-
mundsdóttir og Helga Ingólfs-
dóttir flytja sembalverkin. Auk
þess flytur organistinn Steingrím-
ur Þórðarson verk eftir Bach á
sunnudaginn í flutningi Stein-
gríms Þórðarsonar.
DÓMKIRKJAN í SKÁLHOLTI
Tónar munu fylla Skálholtskirkju alla
helgina.
Þriðjudagstónleikar í Listasafni Sigurjóns:
Nútímaverk en afar ólík
tónleikar Á þriðjudaginn halda
Berglind María Tómasdóttir
flautuleikari og Arne Jprgen Fæ0
píanóleikari tónleika í Listasafni
Sigurjóns Ólafssonar.
Á efnisskránni eru frönsk og
íslensk verk. „Þetta er nú-
tímatónlist í mjög mismunandi
mynd,“ segir Berglind. „Þetta
eru allt verk sem höfða mjög
mikið til mín og mér fannst þau
líka ganga mjög vel saman.“
Fvrsta verkið sem flutt verður
LEIKA SAMAN Á ÞRIÐJUDAG
Berglind Maria Tómasdóttir flautuleikari og Arne Jorgen Fæo hafa bæði stundað nám i
Konunglega Tónlistarháskólanum í Kaupmannahöfn. Berglind lauk námi þar í vor og Arne
lýkur sínu námi f haust.
á tónleikunum er Le merle noir
fyrir flautu og píanó eftir Olivier
Messiaen en í því er líkt eftir
fuglahljóði. Næst er verkið Þrjár
músíkmínútur fyrir flautu eftir
Atla Heimi Sveinsson. „Verkið
heitir Tuttugu og ein músíkmín-
úta og er jafnmörg lítil sóló-
stykki fyrir flautu. Mínúturnar
sem ég flyt eru Fuglatónar,
Tónatónar og Kvennatónar." Col-
umbine fyrir flautu og píanó er
konsert eftir Þorkel Sigurbjörns-
son sem fluttur verður næst.
„Þetta er mjög léttur og
skemmtilegur konsert," segir
Berglind. Þá verður frumflutt
verk fyrir tölvu og flautu, Tón-
smíð fyrir vinstra heilahvel -
(heilafruma deyr) eftir Kolbein
Einarsson. Loks er á efnisskránni
hefðbundið franskt flautustykki,
Sónatína fyrir flautu og píanó
eftir Henri Dutilleux .
Berglind fer að kenna við Tón-
listarskóla Kópavogs í haust og
einnig í Tónskóla Sigursveins D.
Kristinssonar. „Svo bara spila ég
við sem flest og fjölbreyttust
tækifæri," segir hinn nýútskrif-
aði flautuleikari.
steínunn@frettabladid.is
Dagskráin í Skálholti verður
eftirfarandi:
Laugardagur 4. ágúst
14:00 Jaap Schröder fiðluleikari
flytur erindi um Henry Purcell og
upphaf fiðluleiks á Englandi á 17.
öld. Erindið er flutt í Skálholts-
skóla.
15:00 Henry Purcell, Sonnataís of
III Parts. Fyrri hluti: Sónötur I-
VI.
17:00 Johann Sebastian Bach, tón-
verk fyrir tvo sembala.
21:00 Henry Purcell, Sonnataís of
III Parts. Seinni hluti: Sónötur
VII-XII.
Sunnudaginn 5. ágúst
15:00 Henry Purcell, Sonnataís of
III Parts. Fyrri hluti: Sónötur I-
VI.
16.40 Orgelverk eftir J. S. Bach í
flutningi Steingríms Þórðarsonar
17:00 Messa þar sem verða fluttir
þætti úr tónverkum helgarinnar.
Sr. Egill Hallgrímsson predikar.
Mánudaginn 6. ágúst
15.00 Johann Sebastian Bach, tón-
verk fyrir tvo sembala.
Tónleikarnir standa yfir í u.þ.b.
klukkustund og er boðið upp á
barnapössun í Skálholtsskóla fyr-
ir þá sem þurfa. Veitingasala á
milli tónleika er á vegum Skál-
holtsskóla. Aðgangur er ókeypis á
Sumartónlieka í Skálholti og eru
allir velkomnir. ■