Fréttablaðið - 03.08.2001, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 03.08.2001, Blaðsíða 18
18 FRETTABLAÐIÐ 3. ágúst 200'i FÖSTUPAGUR HVERJU MÆLIR ÞÚ MEÐ? Hægt að tjalda í Viðey: Saga og göngu- ferðir STUTT AÐ FARA Viðey er við bæjardyrnar, en þar verður hægt að tjalda um helgina og njóta menningar og útivistar. dag frá kl. 13:00-16:15. Á sunnudag verður síðan hald- in messa kl. 14:00 þar sem Jakob Á. Hjálmarsson predikar. Kl. 16:00 er í boði fyrir messugesti, sem og aðra gesti, létt ganga með leiðsögn og hefst gangan á klaust- ursýningunni. Þaðan verður geng- ið í átt að Viðeyjarstofu. Þátttakendur í laugardagsgöng- unni eru beðnir um að klæða sig eftir veðri og vera vel skóaðir. ■ hefst svo við kirkjuna í Viðey og verður farið um austurhluta eyj- unnar, í átt að þorpinu sem þar var í byrjun síðustu aldar. Saga þess verður kynnt í stuttu máli, en í þorpinu bjuggu um 300 manns þegar útgerðin þar var í sem mestum blóma. Loks er litið inn á sýninguna Klaustur á ís- landi áður en haldið er til baka. Sýningin er í skólahúsi þorpsins og er opin laugardag og sunnu- Elva Hrönn Guðbjartsdóttir húsmóðir Ég mæli bara með góðri afslöppun. útilega Ýmislegt verður i boði í Viðey fyrir þá sem ekki ætla sér langt út úr borginni um verslunar- mannahelgina. Hjól eru lánuð út án endurgjalds við bryggjusporð- in í Bæjarvör og ókeypis tjald- stæði er í eynni, en skilyrði er að hafa samband við ráðsmann áður en haldið er í útilegu þar. Á laugardaginn er svo haldið í göngu, en ferðin hefst á siglingu til Viðeyjar kl. 11:15. Gangan METSÖLULISTI REYFARAR A AMAZON.COM Kathy Reichs FATAL VOYAGE Linda Howard OPEN SEASON Elizabeth George A TRAITOR TO MEMORY Ð Harlan Coben TELL NO ONE Janet Evanovich SEVEN UP Clive Cussler VALHALLA RISING wþ Stephen King BLACK HOUSE I Greg lles DEAD SLEEP I Sue Grafton P IS FOR PERIL © y Margaret Truman MURDER IN HAVANA HIMBRIMINN Á ÞINGVALLAVATNI Þeir sem kjósa annað en útihátiðir geta farið í skemmtilega útsýnissiglingu á Þing- vallavatni. Utivist um verslunar- mannahelgi: Siglt um Þingvallavatn útivist Fyrir þá sem ekki fara á útihá- tíð um verslunarmannahelgina er tilvalið að bregða sér í útsýnissigl- ingu með bátnum Himbrimanum á Þingvallavatni, en um þessa miklu ferðahelgi er sigling á vatninu vin- sæl afþreying. Ferðir Himbrimans um verslun- armannahelgina eru kl. 11, 14 og 17 laugardag, sunnudag og mánudag og á öðrum tímum eftir samkomulagi. Lagt er upp í siglingarnar frá bryggjunni á Skálabrekku. Á hring- ferð um Þingvallavatn er spjallað um það helsta sem fyrir augu ber, sagðar sögur af mannlífi við vatnið og lífríki þess undir yfirborðinu. Á siglingunni geta svangir ferðalang- ar keypt heimabakaðar skonsur með reyktri Þingvallableikju og sporð- rennt með heitu kakói. Hægt er að velja um þrjár mis- langar ferðir; allt frá 40 mínútna eyjasiglingu til tveggja og hálfrar klukkustundar hringferðar um vatn- ið með viðkomu í Arnarfelli, þar sem farið er í létta fjallgöngu. ■ Er skammturinn búinn? Hafðu samband við mig ef þig vantar vörur. Sjálfstæður Herbalife dreifinga raðili simi 897 2099 í hörðum djassheimi í New York: Sunna Gunnlaugs á fleygiferð ER AÐ VINNA SÉR SESS f DJASSHEIMINUM Sunna Gunnlaugsdóttir plumar sig vel í djassinum í New York. tónlist Sunna Gunnlaugs djasspí- anisti í New York hefur sent frá sér hljómdisk með eigin verkum sem heitir Mindful. Það er henn- ar eigin kvartett sem leikur á disknum en hann skipa, auk Sunnu, maður hennar, trommu- leikarinn Scott McLemor, Drew Gress á bassa og saxafónleikar- inn Tony Malaby. Diskurinn er að fara í dreifingu, en blaða- menn og tónlistargagnrýnendur sem hafa fengið hann í hendur hafa borið á hann mikið lof. Diskurinn fékk mjög lofsamlega umfjöllun í Time Out í New York. Sunna segir að það sé ekki auðvelt að koma sér á framfæri í hörðum heimi djassins í Banda- ríkjunum. „Það gengur alveg ágætlega að koma sér á fram- færi, en það fer mikill tími í venjulega skrifstofuvinnu. Tími sem maður vildi frekar verja við hljóðfærið," segir Sunna. Hún segir að það verði samt alltaf auðveldara að koma sér á fram- færi eftir því sem fleiri sambönd verði til. í næstu viku mun kvartettinn fara á flakk um Bandaríkin og Sunna og félagar eru að undir- búa Evróputúr í mars. „Þá reyn- um við að spila á íslandi. Maður reynir alltaf að koma heim þegar maður getur.“ Hún lýsir sjálf tónlist sinni sem lagrænum og opnum djassi með evrópsku ívafi. „Ég hef fengið góð við- brögð frá fólki sem ekki hlustar mikið á djass.“ Sunna segir að það hafi oft reynst ágætlega að vera kona þegar hún hefur verið að koma sér á framfæri. „Það er kostur að skera sig úr og það vekur oft áhuga hjá blaðamönnum og þeir eru viljugir að skrifa um okkur.“ Hún segir að erfitt sé að koma nýjum straumum á framfæri við Bandaríkjamenn „Hér er náttúr- lega enginn opinber stuðningur við listir, og spilun í útvarpi lýt- ur lögmálum markaðarins. Tón- list sem er utan alfaraleiðar er því varla spiluð nema í útvarps- stöðvum háskólanna. Banda- ríkjamenn eru heldur ekki til- búnir að borga háan aðgangseyri að tónleikum." Sunna segir að menn horfi því mikið til Evrópu. Þar sé betur borgað fyrir tóneika, auk þess sem áheyrendur séu móttæki- legri fyrir nýjungum. haflidi@frettabladid.is FÖSTUDAGURfNN 3. ÁGÚST SÝNINGAR___________________________ Handritasýning í Stofnun Árna Magn- ússonar stendur í Árnagarðí við Suður- götu. Sýningunni er ætlað að minna á þann hlut sem sagnalist og bókagerð fyrri alda á ( vitneskju okkar um helstu merkisatburði þjóðarsögunnar og beina athygli sérstaklega að handritum og sögum um fólk og viðburði sem fyrir rúmum þúsund árum ollu aldahvörfum, þ.e. kristnitökunni og landafundunum. Sýningin er opin kl. 11 til 16 mánudaga til laugardaga og stendur til 25. ágúst. Sýning á lækningamunum í Nesstofu. Þar er meðal annars endurgert apótek frá 18. öld, fæðingaráhöld, aflimunar- tæki, augnlækningatæki og fleira frá fyrri tíð. Safnið er opið á sunnudögum, þriðjudögum, fimmtudögum og laugar- dögum kl. 13 til 17. Á efri hæð Hafnarborgar stendur sýning á Ijósmyndum eftir Hans Malmberg frá því um 1950. Sýningin nefnist fsland 1951 og er í samvinnu við Þjóðminja- safn íslands. Sýningin er opin alla daga nema þriðjudaga og henni lýkur 27. ágúst í Sverrissal Hafnarborgar stendur sýn- ing á skotskifum úr fórum Det Kong- elige Kjobenhavnske Skydeselskab og Danske Broderskab. Sýndar eru um 15 skotskífur frá árunum 1787-1928 með íslensku myndefni eða frá íslenskum fé- lögum skotfélagsins. Sýningin er f sam- vinnu við Þjóðminjasafn Islands og er opin alla daga nema þriðjudaga. Henni lýkur 6. ágúst I Árbæjarsafni standa yfir nokkrar sýn- ingar. í Lækjargötu 4 er sýningin Saga Reykjavíkur - frá býli til borgar. í Kjöt- húsi er sýningin Saga byggingatækn- innar. í Líkn er sýningin Minningar úr húsi. Sýningin í Suðurgötu 7 ber yfir- skriftina: Til fegurðarauka. Sýning á út- saumi og hannyrðum. ÍEfstabæ má sjá hvernig tvær fjölskyldur bjuggu í húsinu um 1930. I Byggðasafni Hafnarfjarðar standa yfir sýningarnar Blóðug vígaferli og Götulíf víkinganna i York . Um er að ræða tvær sýningar, annars vegar endurgerð á götu í víkingaþorpi og hins vegar sýn- ingu þar sem má sjá beinagrind og hauskúpur víkinga sem féllu í bardög- um. Sýningarnar eru opnar alla daga frá 13 til 17 og standa til 1. október. Ljósmyndasýning grunnskólanema sem í vetur hafa unnið undir hand- leiðslu Marteins Sigurgeirssonar stendur yfir í Gerðubergi. Opnunartími sýningarinnar er virka daga frá 12 til 17 og stendur sýningin til 17. ágúst MYNPLIST___________________________ Sýningin Norrænir hlutir stendur í Nor- ræna húsinu. Tíu listamenn eiga verk á sýningunni, Anna Zadroz Hansen, Armen Matinjan, Khaled D. Ramadan og Miguel Vega Olivares frá Danmörku, Christine Candolin og Niran Baibulat frá Finnlandi, Ósk Vilhjálmsdóttir frá Islandi, Tomasz B. Ozdowski og Danuta Haremska frá Noregi og Anna Hallin frá Svíþjóð. Sýningin er opin daglega kl. 12- 17 og stendurtil 12 ágúst Birtan í rökkrinu nefnist sýning Huldu Vilhjálmsdóttur í Gallerí Horninu í Hafnarstræti. Sýningin stendur til 9. september. Sýning franska myndlistarmannsins Paul-Armand Gette Mind the volcano! - What volcano? stendur nú í Ljósaklifi vestast í Hafnarfirði. Aðkoma að Ljósaklifi er frá Herjólfsbraut Sýningin stendur til 6. ágúst og er opin daglega frá kl. 14.00 til 18.00. Guðný Rósa Ingimarsdóttir sýnir nú á galleri@hlenimur.is Þetta er sjötta einkasýning hennar og ber hún yfirskriftina Tognuð tunga. Listakonan ferðast milli nokkurra augnablika með aðstoð verka frá þessu og síðasta ári. Opnunartími galleri@hlemmur.is er frá fimmtudegi til sunnudags, kl. 14-18. Sýningunni lýkur 12. ágúst. I Listhúsi Ófeigs að Skólavörðustíg 5, stendur sýning á teikningum eftir Erlu Reynisdóttur van Dyck. Erla notar auk blýants ýmis óhefðbundin áhöld eins og reyrstifti, fjaðrir og fingurna Hún notar einnig báðar hendur jafnt (listsköpun sinni. Sýningin er opin á verslunartíma og stendur til 8. ágúst. Ólöf Björk Bragadóttir sýnir Ijósmyndir i lit i sal félagsins íslensk grafík, Hafnarhúsinu Tryggvagötu 17 (hafn- armegin). Yfirskrift sýningarinnar er Flóamarkaður. Sýningin er opin fimm- tudaga til sunnudaga frá kl. 14 til 18 og lýkur henni 12. ágúsL SLAPPAÐ AF Á ÚLFLJÓTSVATNl Fjölskyldan verður í fyrirrúmi á Úlfljótsvatni og mikið lagt upp úr skemmtun fyrir unga og aldna. Úlfljótsvatn: Friðsæl fjölskylduhátíð útihátíp Útilífsmiðstöð skáta stendur nú í fyrsta skipti fyrir Fjölskyldumóti fyrir almenning við Úlfljótsvatn og er stefnt að því að þetta verði árviss viðburð- ur. Mótinu er ætlað að mæta þörf- um fjölskyldufólks sem leitar eft- ir friðsælli fjölskyldustemningu um Verslunarmannahelgina. Á Úlfljótsvatni hefur verið byggð upp frábær aðstaða á undanförn- um árum, ræktuð hafa verið skjólbelti og sett upp salernisað- staða, stórt grill og nestisborð á hverju tjaldsvæði. Á Fjölskyldu- mótinu er boðið upp á fjölbreytt verkefni fyrir börn og fullorðna. Risastór klifurturn gnæfir yfir svæðið og hefur hann gífurlegt aðdráttarafl fyrir unga sem aldna sem reyna þar fyrir sér í sigi og klifri. Hægt er að renna fyrir sil- ung í vatninu eða að leigja sér hest, kanóa eða kajaka. Kvöldvök- ur hafa að sjálfsögðu sinn sess á mótinu, en á laugardag verður auk þess barnadiskótek í risa- tjaldi og á sunnudagskvöldið verður flugeldasýning í lok kvöldvökunnar. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.